Morgunblaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990
Fjáraukalög afgreidd frá Alþingi;
Lausn á vanda sjúkrahúsa ekki
að finna í fjáraukalögnnum
FJÁRAUKALÖG fyrir árið 1990 voru samþykkt eftir þriðju umræðu
í sameinuðu þingi í gær. í umræðunni kom meðal annars fram að
ætlunin er að leysa ýmis brýn málefni, þar á meðal vanda sjúkrahúsa,
við afgreiðslu fjárlaga og væntanlegra fjáraukalaga á næsta ári.
Sighvatur Björgvinsson (A-Vf)
mælti fyrir áliti meirihluta fjárveit-
ingarnefndar. Sighvatur sagði tillög-
ur við aðra umræðu hafa miðast við
takmarkaða viðbótarheimild og vera
mætti að hún væri ekki nægileg
m.a. vegna áhrifa virðisaukaskatts-
kerfísins til aukinna útgjalda og auk-
inna álaga. Fjárveitingamefnd telur
rétt að meta áhrif virðisaukaskatts-
ins í samvinnu við fjármálaráðuney-
tið og að tillit verði til þess tekið við
afgreiðslu fjárlaga síðar í mánuðin-
um. Sighvatur sagði að þótt sjúkra-
hús væru höfð í einum lið í frumvarp-
inu yrði hver sjúkrastofnun metin
sérstaklega bæði með tilliti til stöð-
unnar á næsta ári og yfirstandandi
ári. Ýmislegt benti til að frekari
greiðslur vegna sjúkrastofnana um-
fram fjárlög og fjáraukalög væru
óhjákvæmilegar á árinu 1990.
Ræðumaður sagði að nokkur
ágreiningur væri um hvernig skyldi
fara með yfirtöku ríkissjóðs á skuld-
um verðjöfnunarsjóðs en álit Ríkis-
endurskoðunar og afstaða fjármála-
ráðuneytis væru ekki samhljóða. Sig-
DAGBOK
FRETTIR
Frh. af Dagbókarsíðu.
DIGRANESPRESTA-
KALL. Jólafundur kirkjufé-
lagsins verður fimmtudags-
kvöld kl. 20.30 í safnaðar-
heimilinu við Bjarnhólastíg
sr. Fjalar Sigurjónsson fv.
prófastur kemur á fundinn.
Nemendur í Söngskóla
Reykjavíkur syngja, jólasöng-
ur og jólaljóð. Veislukaffi og
að lokum helgistund.
KVENFÉL. Hrönn heldur
jólafund í Borgartúni 18 í
kvöld kl. 20.30.
VESTURGATA 7. Þjón-
ustumiðstöð aldraðra. Opið
hús fimmtudag frá kl. 13.
Aðstoð verður veitt við greni-
skreytingar. Súkkulaði og
smákökur í kaffitímanum. A
föstudag verður Guðrún
Beinteinsdóttir við píanóið
kl. 13.30-14.30. Þá verður
dansað í kaffitímanum. Jóla-
kvöld miðstöðvarinnar verður
14. desember nk. og hefst
með borðhaldi kl. 18.30. Há-
tíðardagskrá.
FLÓAMARKAÐUR er í dag
kl. 10-17 á Hjálpræðishem-
um.
DÓMKIRKJAN. Árlegur
jólabasar og kökusala Dóm-
kirkjukvenna verður nk. laug-
ardag í safnaðarheimili kirkj-
unnar, gamla Iðnskólanum,
Lækjargötu 14, og hefst kl.
14.
KVENNADEILD Rauða
kross íslands heldur jóla-
fundinn nk. föstudagskvöld í
Átthagasal Hótel Sögu kl. 19
og hefst með borðhaldi.
TISSOT
GÆÐIOG
GLÆSILEIKI
I!
S. 96-25400
hvatur kvaðst myndu beita sér fyrir
því að fjárveitingarnefndin ræddi álit
Ríkisendurskoðunar og haldinn yrði
fundur þar sem sjónarmið beggja
fengju að koma fram.
Sighvatur vék einnig að niður-
skurði í fjáraukalögum á síðasta vori
til sjálfvirkrar tilkynningaskyldu
fískiskipa sem mjög hefur verið
gagnrýndur. Hann sagði þetta við-
fangsefni vera til skoðunar í tengsl-
um við fjárlagagerð fyrir árið 1991.
Loks gerði framsögumaður grein
fyrir því að lagt væri til að meiri-
hluti fjárveitingarnefndar gerði til-
lögu um að fjárveiting vegna mikils
rekstrarvanda Leikfélags Akureyrar
'hækkaði um 3.750 þús.í 6.000 þús.
Vanburða afgreiðsla
Pálma Jónssyni (S-Ne) þótti ekki
nóg að eitt atriði hefði verið tekið
inn í frumvarpið, hækkunin til Leik-
félags Akureyrar. Hin stærri atriðin
hlytu ekki náð fyrir augum meirihlut-
ans, þótt gefin væru fyrirheit um að
þau yrðu tekin til meðferðar síðar
við frumvarp til fjárlaga næsta ár
eða fjáraukalagafrumvarpi sem
væntanlega yrði flutt í byrjun næsta
árs. Pálmi rakti nokkuð vanda
sjúkrahúsanna vegna álagningar
virðisaukaskattsins og taldi hann
vera það stóran að ástæða væri til
að taka á honum strax í þessu
fjáraukalagafrumvarpi. Pálmi gagn-
rýndi ennfremur að sjúkrahúsum
skyldi vera steypt saman í einum lið
í fjárlagafrumvarpinu. Pálmi sagði
vera tíma til kominn að taka afstöðu
um hvernig staðið skyldi að því að
færa yfirtöku á lausaskuldum Verð-
jöfnunarsjóðs til bókar.
Pálmi sagði að breytingartillögur
um niðurfellingu jöfnunargjalds og
endurgreiðslu uppsafnaðs söluskatts
hefðu ekki hlotið náð hjá meirihlut-
anum. En hann taldi að sú af-
greiðsla væri ekki í samræmi við
réttar venjur og fyrirheit. Ræðumað-
ur sagði í lokin að afgreiðsla þessa
frumvarps væri að ýmsu leyti van-
burða, stóra útgjaldaliði vantaði og
eins og fyrri daginn reynt að leyna
vandanum í lengstu lög.
Guðmundur G. Þórarinsson (F-
Rv) fagnaði þeim fyrirheitum sem
Sighvatur Björgvinsson hafði gefið
um að sjúkrastofnanir fengju sinn
vanda leystan. Hann greindi þing-
heimi frá þessum bágindum og enn-
fremur stórtækum aðhaldsaðgerð-
um. Guðmundur sagði lokun öldruna-
rdeildanna sennilega vera umdeild-
ustu aðgerðirnar. Og myndi stjórnar-
nefnd ríkisspítala tæpast treysta sér
til að leggja til slíkar aðgerðir á
næstu árum.
MMÍM9
Stefán Valgeirsson (SFJ-Ne) tók
undir orð fyrri ræðumanns um vanda
sjúkrahúsa. Einnig gerði hann grein
fyrir breytingartillögu sem hann
hafði lagt fram í fundarbyijun um
að G-samtökunum yrði veitt 1.200
þús. króna framlag. Tillagan væri
að vísu seint fram komin en nauður
ræki til. Stefán bað þess að erindi
þetta fengi vinsamlega afgreiðslu.
Sjóðvélar
Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) gerði
að umtalsefni léleg skattaskil, sér-
staklega á virðisaukaskatti. Nú
hefðu á sínum tfma svonefndar sjóð-
vélar verið kynntar til að bæta
skattaskil en ljóst væri að fjölmargir
flýttu sér hægt og ættu þar með
auðvelda leið til að sleppa við að
skila þeim skatti sem búið væri að
greiða. Það væru engin refsiákvæði
til við því að hafa ekki sjóðvél. Allt
tal um nýja skatta væri þarflaust tal
á meðan virðisaukaskatturinn væri
jafn eftirlitslaus og raun bæri vitni.
Friðrik Sophusson (S- Rv) gerði
grein fyrir breytingartillögum varð-
andi jöfnunargjald og endurgreiðslu
á virðisaukaskatti. Ræðumaður taldi
að tekjuliður um jöfnunargjaldið
væri vantalinn um 460 milljónir og
vanefndir á endurgreiðslu uppsafn-
aðs söluskatts næmu 40 milljónum.
Friðrik innti iðnaðarráðherra eftir
því hvort fyrirhuguð afgreiðsla meiri-
hlutans væri eftir hans vilja. Utanrík-
isráðherra var spurður hvort irin-
heimta jöfnunargjalds á yfirstand-
andi ári samræmdist viðskiptasamn-
ingum við erlendar þjóðir.
Kristinn Pétursson (S- Al) gerði
grein fyrir breytingartillögu sinni
þess efnis að ríkissjóður gerði upp
yfirdrátt sinn í Seðlabanka fyrir hver
áramót. Opin yfirdráttarheimild væri
framsal á valdi Alþingis sem byði
heim seðlaprentun. Kristinn talaði
um „gúmmítékkasukk" og taldi slíka
fjármálameðferð tæpast standast
stjórnarskrána.
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
svaraði Friðrik Sophussyni, máls-
meðferð fjárveitingarnefndar um
160 milljón króna endurgreiðslu á
uppsöfnuðum söluskatti var með
samþykki ráðherrans. Hann sagði
ennfremur að iðnaðurinn hefði haft
hagræði af skattkerfisbreytingum og
hann teldi að nú væri komið sann-
gjarnt lokauppgjör.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra tók undir orð Ólafs Þ.
Sighvatur
Björgvinsson.
Pálmi
Jónsson.
Þórðarsonar um að bæta þyrfti eftir-
lit með sjóðvélum. Vandinn væri sá
að í gildandi lögum væri ekki heim-
ild til að grípa til aðgerða ef reglum
væri ekki fylgt. Ráðherrann boðaði
frumvarp um að yfirvöldum yrði
heimilt að grípa til viðeigandi ráð-
stafana ef reglum væri ekki fylgt.
Hann sagði það venju að taka fyrir
fjárbeiðnir félagasamtaka við af-
greiðslu íjárlaganna sjálfra og hvatti
til þess að slíkt yrði gert við beiðni
Stefáns Valgeirssonar.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra svaraði fyrirspurn
þeirri sem Friðrik Sophusson hafði
lagt fram. Hann kvaðst hafa beitt
sér af nokkurri hörku fyrir afnámi
jöfnunargjaldsins. Ráðherra greindi
frá niðurstöðum Þjóðhagsstofnunar
um að uppsöfnunaráhrifa söluskatts
gætti enn. Ráðherrann taldi að skuld-
bindingum okkar við erlendar þjóðir
væri fullnægt enda leiki ekki nokkur
vafi á því að gjaldið yrði afnumið.
Friðrik Sophusson (S- Rv) var
ekki að öllu leyti ánægður með svör
ráðherranna. Sérstaklega varðandi
jöfnunargjaldið, sagði ríkisstjómina
hafa það verklag apans að jafna ost-
inum milli músanna með því að éta
allan sjálf. Iðnaðarráðherrann gerði
nokkrar athugasemdir við ræðu Frið-
riks s.s. um útreikning á uppsöfnuð-
um söluskatti.
Þegar gengið var til atkvæða voru
breytingartillögur meirihluta sam-
þykktar, breytingartillögur minni-
hluta felldar. Stefán Valgeirsson dró
sína tillögu til Jraka fyrir orð fjár-
málaráðherra. í svo breyttu formi
var frumvarpið samþykkt og sent til
ríkisstjórnar sem lög frá Alþingi.
Fiskveiðistjómun:
Framtíðin sósíalismi í félags-
legri útgerð vegna kvótakaupa?
spyr Skúli Alexandersson
FISKVEIÐISTJÓRNUN og málefni smábátaeigenda liggja alþingis-
mönnum þungt á hjarta - og létt á tungu. Þingmenn töldu það ekki
eftir sér að ræða þessi mál á kvöldfundi á mánudaginn.
Fiskveiðistjórnunin hafði verið til
umræðu utan dagskrár á fundi sam-
einaðs þings fyrr um daginn en ver-
ið frestað vegna þingflokksfunda.
Fundi sameinaðs þings var framhald-
ið kl. 21.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
(S-Vf) sagðist hafa saknað þess í
umræðunum fyrr um daginn að aðal-
atriðið hefði vantað — hina brýnu
nauðsyn að hverfa frá kvótakerfinu.
Þorvaldur sagði umræðuna hafa ein-
kennst af gagnrýni á þetta kerfi —
og þar væri af mörgu að taka. Þetta
kerfi hefði verið meingallað frá upp-
hafi, þegar einn vankantur væri af
sniðinn kæmu tveir í staðinn. Kvóta-
kerfið væri ógnvaldur þar sem arðse-
missjónarmiðum væri kastað fyrir
borð. Kerfinu fylgdi skriffinnska,
hnýsni og eftirlit. Og húsum riði
spillingin sem væri fylgifiskur hafta
og ofstjómar.
Ræðumaður fór nokkmm orðum
um það fyrirkomulag sem ríkja ætti
eftir afnám kvótakerfisins. Honum
leist miður á, að selja veiðileyfí, taldi
ekki sýnt að slík sala myndi leiða til
hinnar bestu og hagkvæmustu út-
gerðar. Einnig að slík leið myndi
kljúfa þjóðina, eftir siðferðissjónar-
miðum, byggðasjónarmiðum og
hagsmunum. Þorvaldur vildi fara leið
sóknarstýringar, þ.e.a.s. fiskveiði-
stjómunin skyldi verða almenns eðl-
is, fyrirmæli skyldu gefín um veið-
itíma, útbúnað skipa og veiðarfæri.
Þorvaldur taldi eindregið að sóknar-
stýring tryggði betur fijálsa sam-
keppni og það úrval sem væri nauð-
synlegt svo óhagkvæm skip hettust
úr lestinni.
Bilaður kompás
Stefán Guðmundsson (F-Nv) lof-
aði mjög framgöngu og stjórn Hall-
dórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráð-
herra. Hann gagnrýndi Halldór
Blöndal og sjálfstæðismenn og þótti
sá flokkur stefnulaus og vildi því um
kenna að kompásinn væri bilaður.
Ræðumaður sagði þó að virða bæri
það við Þorvald Garðar Kristjánsson
að hann hefði þó stefnu, en hann
minntist þess þó ekki að hún hefði
notið sérstaks stuðnings samflokks-
manna hans. Ræðumaður kom víðar
við í sinni ræðu, sagði t.a.m. ákveðin
skref vera stigin í lögum um Hag-
ræðingarsjóð sjávarútvegsins til að
aðstoða kvótalítil byggðarlög og
vama stórfelldum skakkaföllum.
Ennfremur rakti hann ákvæði um
forkaupsrétt sveitarfélaga ef áform
væru um að selja skip úr heima-
byggð. Hann vék í nokkru máli að
hugmyndum um að afhenda físk-
vinnslunni veiðiheimildir, og einnig
hugmyndum Samtaka um kvenna-
lista varðandi byggðakvóta, ræðu-
maður var hvom tveggja andstæður.
Stefán Guðmundsson vék einnig að
ummælum Skúla Alexanderssonar
sem fallið höfðu fyrr um daginn varð-
andi skipa- og kvótakaup Fiskiðjunn-
ar á Sauðárkróki, og sagði þau raka-
laus ósannindi.
Skúli Alexandersson (Ab-Vl)
ítrekaði þau orð að Fiskiðjan á Sauð-
árkróki hefði yfirboðið aðra og þetta
fyrirtæki hefði notið fyrirgreiðslu úr
Atvinnutryggingasjóði. Skúli ítrekaði
gagnrýni sína frá því fyrr um daginn
á kvótakerfið, sagði m.a. það vera
samtryggirfgarkerfi sjávarútvegs-
ráðherra og landsambands útvegs-
manna. Alexander vék að hugsan-
legri aðstoð Hagræðingarsjóðs, og
taldi slæmt ef yrði að bjarga mönnum
um þann rétt sem þeir og þeirra feð-
ur hefðu átt; menn þyrftu að lítil-
lækka sig fyrir stóra pabba í
Reykjavík. Skúli sagði það blekkingu
að sveitarfélög hefðu burði til að
nýta sér forkaupsrétt á kvóta. — Og
ef það gerðist — þótt ótrúlegt væri
— væri þá ekki verið að stofna bæjar-
útgerðir. Kannski það gerðist að við
byggðum upp „framtíðarland sósíal-
ismans" í félagslegum útgerðum
hringinn í kringum landið, stofnuðum
vegna kvótakaupa.
Danfríður Skarphéðinsdóttir
(SK-Vl) vildi leiðrétta misskilning og
rangtúlkanir sem fram hefðu komið
í máli Stefáns Guðmundssonar. T.d.
fælu tillögur Kvennalistans ekki í sér
ríkisútgerð eða beina þátttöku sveit-
arfélaga í útgerðarfyrirtækjum.
Danfríður reifaði nokkuð hugmyndir
Kvennalistans um þessi efni, þótt
þingheimi ættu að vera þær kunnar.
Ekki hægt að gera öllum til
geðs
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra reifaði ýmislegt sem
fram hafði komið í umræðum. Ráð-
herrann taldi þurfa sterk bein og
umtalsverða miðstýringu ef beita
ætti sóknarstýringu Þorvalds Garð-
ars Kristjánssonar, t.d. til að stöðva
flotann þegar heildarveiðiheimildirn-
ar þiyti. Halldór sagði einnig vera
mikla stígandi í hugmyndum innan
Sjálfstæðisflokksins um auðlinda-
skatt eða sölu veiðileyfa og taldi
skrif Morgunblaðsins bera því vitni.
Halldór Blöndal (S-Ne) rakti
m.a. tilefni umræðunnar, þ.e.a.s. að
hann hefði ekki fengið þau gögn sem
hann hefði leitað eftir og ítrekaði enn
einu sinni gagnrýni sína á sjávarút-
vegsráðherra og málsmeðferð hans.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
ræddi í nokkru máli það sem fram
hafði komið í ræðu sjávarútvegsráð-
herra og skýrði hugmyndir sínar um
sóknarstýringu nánar.
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra sagði Halldór Blöndal
leggja allt upp úr að fá í hendur lang-
an lista sem því miður væri ekki
hægt að láta af hendi. Hann ítrekaði
að þingmaðurinn gæti fengið upplýs-
ingar um það sem hann færi fram
á, þar með talið að skoða einstök mál.
Kl. 00.33 var orðgnótt þingmanna
loks þrotin og Guðrún Helgadóttir
forseti gat slitið fundi.