Morgunblaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 3
[SLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN HF. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990 3 ÍÐUNN GARÐAR SVERRISSON Mynd af einum mesta listamanni sem íslenska þjóðin hefur eignast; jámsmiðnum frá Akureyri sem fómar öllu fyrir óvissa framtíð í hörðum heimi óperunnar þar sem honum tekst með fágætum viljastyrk að komast í fremstu röð í heiminum. Maðurinn, listamaðurinn og eldhuginn er viðfangsefni þessarar tæpitungulausu frásagnar. Kristján rekur hér af einstakri hreinskilni og hispursleysi æsku sína og uppvöxt, segir frá vonbrigðum sínum og glæstum sigrum á sviði og utan, frá ástríðu og sorgum, ljóma sviðsljósanna og skugga öfundar og umtals. Garðar Sverrisson vakti mikla athygli fyrir metsölubókina „Býr Islendingur hér“ en saga hans . um Kristján Jóhannsson er grípandi og feikilega vel skrifuð. VANDAÐAR BÆKUR ♦ í 45 ÁR ♦ Ævi og örlög Einars Benediktssonar Einar Benediktsson er einn merkilegasti og stórbrotnasti maður sem fæðst hefur á þessu landi. Fáir Islendingar hafa barist af meiri eldmóði fyrir hugsjónum sínum en Einar Benediktsson. Ljóð hans lifa með þjóðinni, djúpvitur sannleikur, áköf barátta, snilld sem á fáa sína líka. Athöfn fylgdi orði, og lífshlaup hans var ferð um breiðgötur heimsins. Gils Guðmundsson rekur hér ævintýralegan æviferil skáldsins og veitir innsýn í verk hans og óvenjulega athafnasemi. Hafsjór fróðleiks, frásagna af hinum mikla væringja íslensku þjóðarinnar. ♦ VANDAÐAR BÆKUR í 45 ÁR ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.