Morgunblaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990
vítkeppnin
ÍSLENSKf HANDBOLTINN
14. UMFERÐ
Miðvikudagur 5. des. kl. 18:30
Valur - Selfoss
Hlíðarendi
Miðvikudagur 5. des. kl. 20:00
Víkingur - Grótta
Laugardalshöll
Miðvikudagur 5. des. kl. 20:00
ÍBV - Haukar
Vestmannaeyjar
Miðvikudagur 5. des. kl. 20:15
Stjarnan - FH
Ásgarður, Garðabæ
Fimmtudagur 6. des. kl. 20:00
KR - ÍR
Laugardalshöll
15. UMFERÐ
Föstudagur7. des. kl. 20:30
KA - ÍBV
íþróttahöllin, Akureyri
Laugardagur 8. des. kl. 16:30
Fram - Valur
Laugardalshöll
Laugardagur 8. des. kl. 16:30
FH - Víkingur
Kaplakriki, Hafnarfirði
Laugardagur 8. des. kl. 16:30
Selfoss - Stjarnan
íþróttahús Selfoss
Laugardagur 8. des. kl. 16:30
ÍR - Haukar
Seljaskóli
Laugardagur 8. des. kl. 16:30
Grótta - KR
Seltjarnarnes
16. UMFERÐ
Þriðjudagur 11. des. kl. 20:00
Víkingur - Selfoss
Laugardalshöll
vlr VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ
BoJohansson, landsliðsþjálfari:
Tilraunastarfsemi
í forkeppni
gengur ekki
ÍSLENSKA landsliðið í knatt-
spyrnu virðist ekki eiga mikla
möguleika á að hækka í styrk-
leikaflokki eftir forkeppni Evr-
ópumótsins, sem hófst á árinu
og lýkur næsta haust. Riðillinn
er enda mjög sterkur og vart
raunhæft að gera ráð fyrir
mörgum stigum gegn Frökk-
um, Spánverjum eða Tékkum.
Stjórn KSÍ hefur sagt og for-
maðurinn áréttaði á ársþinginu
um helgina að stefnan væri að
komast í lokakeppni HM 1994
og því þyrfti að byggja upp
sterkt lið með f ramtíðina í
huga. Bo Johansson, landsliðs-
þjálfari, segir hins vegar að
möguleikarnir felist fyrst og
fremst í því að færast upp um
styrkleikaflokk og því gangi
ekki að vera með tilraunastarf-
semi íforkeppninni — „ég stilli
ávallt upp sterkasta liði.“
Landsliðið lék átta landsleiki á
nýliðnu tímabili, þar af fjóra í
forkeppni EM, og notaði Bo á fyrsta
starfsári sínu alls 38 leikmenn.
■■■■I „Bæði var ég að
Eftir reyna menn og eins
Steinþór kemur ailtaf upp sú
Guöbjartsson staða að ekki er völ
á sömu mönnum leik
eftir leik vegna ýmissa atriða.
Reyndar náði ég aldrei að stilla upp
sama byrjunarliði tvo leiki' í röð.
Menn meiðast, fá sig ekki lausa frá
liðum sínum og svo framvegis.
Þetta verðum við að búa við, en ég
er reynslunni ríkari og þarf vonandi
ekki að nota jafnmarga leikmenn á
næsta ári. Þar með er ekki sagt
að menn eijgi stöðurnar heldur þvert
á móti. Eg hef fylgst vel með
íslenskum leikmönnum á árinu og
veit hvað þeir geta, en ég er stöð-
ugt með opin augun og leita að
nýjum mönnum. Aðalatriðið er að
tefla ávallt fram sterkasta liði, sem
völ er á.“
Óöryggi
Bo segir að liðið hafi ekki náð
að leika vel í heilum leik í Evrópu-
keppninni í sumar og það sé vanda-
mál. „Þegar takmarkið er að sigra
er maður aidrei fylliiega ánægður
ef dæmið gengur ekki Upp — og
jafnvel óánægður með sigur. Ég
gerði mistök í fyrsta leiknum —
gegn Albaníu. Þá sagði ég strákun-
um að sækja frá byrjun, en það
gleymdist að árétta að til að geta
sótt verða menn að hafa boltann.
Við lagfærðum þetta í hálfleik og
betur gekk eftir hlé. Við áttum
góða kafla í seinni hálfleik gegn
Frökkum og lékum vel síðasta hálf-
tímann gegn Tékkum og Spánveij-
um.
Vandamálið er að við stöndum
okkur ekki í stöðunni 0:0, en þegar
liðið hefur fengið á sig mark er
eins og það vakni til lífsins. Þarna
komum við inná sálfræðiþáttinn —
við þurfum að ná vissu jafnvægi
og halda því í 90 mínútur. Leik-
mennirnir vírðast óöruggir og
hræddir í byijun leiks, en þeir vilja
ekki vera það og þurfa ekki að
vera það. Þetta er atriði, sem við
þurfum að taka á.“
Hvernig?
„Islendingar, jafnt leikmenn sem
aðrir, verða að trúa að þeir geti
ekki aðeins haidið stiginu, sem þeir
byija með í hveijum leik, heldur
sigrað. Leikmennirnir hafa sýnt að
þeir hafa þessa trú — þeir hafa
verið óánægðir með að tapa með
einu marki gegn sterkum þjóðum
eins og FrökkumfTékkum og Spán-
veijum. Það er spor í áttina, en
þessi trú verður að vera til staðar
frá byijun leiks til loka. Það er
ekki nóg að sýna góða kafla af og
til — við verðum að leggja áherslu
á að leika betur í fyrri hálfleik. Það
er aldrei hægt að segja til um hvem-
ig leikur þróast, en til að eiga mögu-
leika, verða leikmenn að byija með
því hugarfari að þeir geti spilað,
sótt og skorað.
Við verðum að vera raunsæir,
en ef við höfum ekki trú á sigur
sigrum við ekki, færumst ekki upp
um styrkleikaflokk og eigum ekki
raunhæfa möguleika á að komast
í lokakeppni. En fleiri stig — meiri
möguleikar."
Ekki bara HM
Sumir telja að nota eigi for-
keppni Evrópumótsins til að byggja
upp nýtt lið með HM í huga. Bo
er ekki á sama máli. „Við getum
ekki eingöngu hugsað um HM held-
ur verðum við einnig að taka alvar-
lega á þeim verkefnum, sem liggja
fyrir hveiju sinni. Þess vegna skipt-
ir hver leikur í Evrópukeppninni
miklu máii. Hvert stig er dýrmætt
og ég bendi á að þegar raðað var
í styrkleikaflokka fyrir keppnina
munaði aðeins einu stigi á Islandi
og Grikklandi. ísland var því mjög
nálægt að komast í þriðja styrk-
leikaflokk og að því verður að
stefna, að klifra upp stigann. Þriðja
sæti í riðli getur gefið sæti í úrslit-
um HM, en það er ekki raunhæft
að þriðja sætið náist, þegar þijú
sterkari lið eru í riðlinum.
Þess vegna verða árangur og
uppbygging að fara saman. Það er
auðvelt' að segja að nú skulum við
byija með nýtt lið, en nýtt lið er
ekki líklegt til að tryggja okkur þau
stig, sem við þurfum, til að færast
upp um flokk. Það eru margir efni-
legir strákar í tuttugu og eins árs
liðinu og ungu strákarnir eins og
Anton Markússon og Steinar Guð-
geirsson í Fram hafa staðið sig vel
■ með liði sínu, en það er mikið stökk
að leika með landsliðinu og í raun
allt annar handleggur. Það er eng-
um greiði gerður með því að tefla
fram mörgum ungum og óreyndum
mönnum fram í landsleik í Evrópu-
eða heimsmeistarakeppni, heldur
verða þeir að öðlast reynsluna hægt
og sígandi og helst á jákvæðan
hátt. Því er nauðsyniegt að fá sem
flest verkefni við hæfi til að menn
fái tækifæri til að efla sjálfstraustið.
Það er ekki uppbyggjandi að tapa
stórt leik eftir leik og því er mikil-
vægt að menn fái leiki gegn veik-
ari liðum, sem þeir geta skorað
gegn og sigrað. Jafnvel það eitt að
skora getur virkað mjög hvetjandi.
Færeyingar eru almennt ekki hátt
skrifaðir í knattspyrnu, en þegar
þeir skoruðu gegn okkur í sumar
fögnuðu þeir eins og heimsmeist-
aratitill væri í höfn. Það að skora
var sem vítamínssprauta og allir
vita hvað þeir gerðu gegn Aust-
urríki.
Þetta er nauðsynlegt að hafa í
huga, þegar hugsað er til framtíðar-
innar. Við byggjum best upp fram-
tíðarlið með því að gefa mönnum
tækifæri í æfingaleikjum til að
byija með, þannig að þeir verði sem
best undirbúnir, þegar kallið kem-
ur. Þess vegna er verið að reyna
að fá æfingaleiki á meginlandinu í
mars, að skapa verkefni til að menn
öðlist reynslu."
Varnarmenn vantar
Næsti leikur í Evrópukeppninni
verður gegn Albaníu úti 25. maí.
Bo segir að þrátt fyrir slæmt gengi
U-21 árs liðsins hafi hann trú á
mörgum mönnum liðsins. „Það er
eins sennilegt að einhveijir þeirra
verði með gegn Albaníu. Ég veit
hvað þeir geta, þeir eru reynslunni
ríkari og hafa alla burði til að verða
betri næsta ár.
Landsliðið er opið öllum og það
er hægt að gera mikið með 19 ára
pilt. Það er draumur allra að sjá
ungan leikmann slá í gegn, en á
þessari stundu er auðvitað ómögu-
legt að segja til um hvemig liðið
verður. Við erum með marga miðju-
menn, en vantar tilfinnanlega meiri
breidd hvað varnarmenn varðar og
á það ekki síst við um yngri menn-
ina. Sumir segja að Atli og Sævar
séu orðnir of gamlir, en meðan
menn eru góðir og heilir hefur ald-
ur ekkert að segja. Eins og staðan
er nú getur landsliðið varla verið
án þessara tveggja manna, því við
eigum ekki sambærilpga varnar-
menn.“