Morgunblaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990
Chua Wee Hian frá Singapore:
Leiðtogar í kristilegu starfi
verða að hafa skýr markmið
Síðustu 18 árin hefur Chua Wee Hian ferðast til 73 landa sem
framkvæmdastjóri International Fellowship for Evangelical Stud-
ents, IFES, en það eru alþjóðleg samtök kristilegra stúdentafé-
laga. Aðsetur IFES er í London og þaðan er fylgst með kristilegu
starfi meðal námsmanna í 125 löndum um heim allan. Markmið
starfseminnar er að boða kristna trú meðal háskólastúdenta og
aðstoða alþjóðasamtökin kristilegu stúdentafélögin í hinum ein-
stöku löndum með ýmsum hætti. Chua Wee Hian var hér á ferð
nýlega og ræddi þá við forystumenn Kristilegrar skólahreyfingar
og ræddi Mbl. stuttlega við hann við það tækifæri. Hann er af
kínverskum ættum, alinn upp í Singapore og stundaði þar mennta-
skólanám en síðar háskólanám í London. Hann ætlaði upphaflega
í viðskipti og hugðist verða ríkur:
Chua Wee Hian framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka kristilegra
stúdentafélaga heimsótti ísland nýlega.
-Ég stundaði nám í viðskiptum
og stjórnun fyrirtækja og ætlaði
að fara út í viðskipti eins og marg-
ir frændur mínir. Hugmyndin var
að auðgast á viðskiptum á fáum
árum og lifa síðan þægilegu lífi.
Fljótlega eftir að, ég kom til Lon-
don kynntist ég starfi kristilegra
stúdentafélága og sótti líka kín-
versku kirkjuna þar. Það liðu ekki
mörg misseri þar til ég skipti yfir
í guðfræði enda var ég sífellt að
spyija mig hvaða fjárfesting borg-
aði sig best. Varþaðgull, fasteign-
ir, jarðir? Ég komst að því að fólk
sem þekkti Guð átti þá fjárfest-
ingu sem verður ekki frá því tek-
in, þann fjársjóð Sem mölur og ryð
eyðir ekki og ég sé ekki eftir að
hafa valið þessa leið, segir Chua
Wee Hian.
Kirkja fyrir nýtt fólk
Eftir að Wee Hian (sem er
skírnarnafn hans, Chua er ættar-
nafnið) lauk námi starfaði hann
um hríð sem aðstoðarprestur í kín-
versku kirkjunni í London en hélt
síðan tii Malaysíu og Singapore
sem starfsmaður kristilegu stúd-
entahreyfinganna þar. Árið 1967
var hann ráðinn aðstoðarfram-
kvæmdastjóri IFES og fímm árum
síðar framkvæmdastjóri. Hann
lætur af því starfí á næsta ári og
gengur til liðs við .tiltölulega nýja
kirkju í London:
-Við hófum fyrir nærri tveimur
árum að reyna að safna saman
fólki, einkum úr viðskiptalífinu,
sem aldrei hefur komið til kirkju.
Fyrst buðum við aðallega kínveij-
um en síðan fleirum og nú er þetta
alþjóðleg kirkja sem safnar oftast
kringum 100 manns í guðsþjón-
ustu einu sinni í mánuði í London.
Þarna bjóðum við upp á vand-
aðan tónlistarflutning, predikun
er einföld og skýr og síðan látum
við fólki eftir að íhuga málið. Við
höfum ekki notað þá aðferð sem
sumir nota að bjóða fólki að koma
fram eða rísa úr sætum til merkis
um að það viiji gerast kristið held-
ur boðum trúna, bjóðum upp á
tilbeiðslu og guðsþjónustu, stund-
um með leikrænni tjáningu og síð-
an kemur það bara í ljós hvort
einhveijir koma aftur. Það hafa
margir gert og söfnuðurinn telur
nú um 200 manns. Við bjóðum
vinum og kunningjum eða starfs-
félögum að koma og höfum eink-
um í huga þá sem við vitum að
hafa ekki sótt kirkju og það hefur
komið á daginn að margir eru
þakklátir fyrir að hafa fengið þetta
tækifæri.
Rússneskan kemur að gagni
En aftur að starfinu meðal
námsmanna og Chua Wee Hian
er beðinn að segja nokkur orð um
það:
-Til að ná markmiði sínu bjóða
kristilegu stúdentafélögin oftast
upp á sérstaka biblíulestra fyrir
námsmenn. Þannig kynnast með
boðskap Biblíunnar, ræða um
hann í litlum hópum og leiðtogarn-
ir reyna að svara þeim spurningum
sem vakna. Þannig hefur verið
starfað í fjölmörgum löndum og
hlutverk alþjóðasamtakanna er að
veita aðstoð eftir föngum. Við
útvegum starfsmenn sem sjá um
skipulagningu starfsins en síðan
ráða landsfélögin eigin menn og
þegar starfið hefur komist á legg
sendum við okkar menn annað.
Síðustu árin hef ég ferðast á milli
til að halda námskeið og hvetja
menn til dáða í þessum efnum
enda hafa kristilegu stúdentafé-
lögin mjög mikilvægu hlutverki
að gegna í kristniboði nútímans.
Þetta hefur til dæmis komið í
ljós eftir að Austur-Evrópa hefur
opnast. Við höfum oft fengið
námsmenn frá löndum Austur-
Evrópu á námskeið okkar og
þannig vitað að til væru hópar
kristinna stúdenta þar. Þetta eru
fámennir hópar sem starfað hafa
í leynum en núna fáum við tæki-
færi til að senda þeim starfsmenn
til aðstoðar og má segja að síð-
ustu mánuðina hafi öll orka okkar
beinst að þessum löndum. En það
merkilega er að við höfúm fengið
aðstoð frá sumum þessara landa.
Þannig hafa námsmenn frá Ung-
veijalandi aðstoðað okkur við starf
í Búlgaríu og námsmenn frá Póll-
andi farið til starfa í Sovétríkj-
unum því þeir hafa flestir lært
rússnesku.
Pólveijarnir hafa einmitt sagt
að þeir sjái nú eftir því að hafa
ekki lært rússneskuna betur. Þeim
hefur alltaf verið í nöp við hana
en nú sjá þeir að hún kemur að
gagni!
Verðum að hafa markmið
Wee Hian hefur skrifað tvær
bækur og Ijallar önnur þeirra um
leiðtoga og hefur hann víða haldið
námskeið fyrir leiðtoga í kristilegu
starfí. Hann nefndi í sambandi við
nýju kirkjuna í London að þeir
stefndu að því að stækka hana í
500 manns á næstu tveimur árum.
Er hægt að setja sér slík markmið
í kristilegu starfi?
-Það kann að hljóma digur-
barkalega en við settum okkur
þetta markmið og það þurfa
stjórnendur í kristilegu starfi jafn-
an að gera rétt eins og menn gera
við venjulega fyrirtækjastjórnun.
Við verðum að stefna að einhverju
og vanda okkur við það verkefni
sem Guð hefur falið okkur. Við
getum aðeins vænst árangurs í
starfinu ef við setjum okkur mark-
mið og berum þau fram fyrir Guð
í bæn og erum ávallt undir hand-
leiðslu hans. ,
jt
, Austur-Eyj afj öll:
Safnhúsið í Skógum fokhelt
Holti.
verkfræðing og framkvæmdarstjóra Héraðsnefndar í Rangárvalla-
LAUGARDAGINN 2. desember
bauð bygginganefnd Safnhúss í
Skógum og safnvörður til sam-
sætis í nýja félagsheimilinu í
Skógum í tilefni þess að safnhús
Rangæinga og Vestur-Skaftfell-
inga var fokhelt. Fyrst var safn-
húsið skoðað undir leiðsögn arki-
tekta og verkfræðings og síðan
var byggingarsagan sögð í mörg-
um ræðum í félagsheimilinu.
Formaður byggingamefndar,
Friðjón Guðröðarson, sýslumaður,
lýsti aðdraganda byggingarinnar
sem væri fyrst og fremst að byggða-
safnið í Skógum væri orðið eftirsótt-
asta byggðasafn landsins fyrir
dugnað og sérstæða alúð Þórðar
Tómassonar. Á þessu ári hefðu um
17.000 gestir heimsótt safnið. a um
40 árum hefði Þórður ekki aðeins
safnað verðmætum munum víðsveg-
ar að, heldur einnig byggt upp
byggðasafnið í orðsins fyllstu merk-
ingu, 10 hús, sem hann hefði sum
endurbyggt og hlaðið upp stein fyr-
ir stein. 1986 hefðu sýslunefndir
Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga
ákveðið að bæta starfsaðstöðu Þórð-
ar og einnig að byggja yfir skjala-
safn sýslnanna og gefa um leið
möguleika á því að hafa aðstöðu
fyrir þjóðháttakennslu fyrir Skóga-
„ skóla í tengslum við byggðasafnið
og safnhúsið. Samstarfssamningur
hafí verið gerður milli sýslnanna þar
Bygginarnefndin með arkitektum,
sýslu, Jóni Þorgilssyni.
sem ákveðið hafi verið að Rangæ-
ingar greiddu 75% af kostnaði en
Vestur-Skaftfellingar 25%. Kostn-
aður við bygginguna næmi nú um
22 milljónum, en áætlaður heildar-
kostnaður næmi um 58 milljónum.
Reiknað hafi verið með að ríkissjóð-
ur -greiddi þriðjung af byggingar-
kostnaði samkvæmt nýlega sam-
þykktum þjóðminjalögum, en engar
greiðslur hefðu enn fengist. Skuldir
væru því nokkrar og óvíst um fram-
hald, en það sem mestu skipti væri
sú samstaða sem ríkti hjá heima-
mönnum, sú ákvörðun Vestur-
Skaftfellinga að vera með í þessari
byggingu og síðan einörð afstaða
héraðsnefnda að halda áfram við
þetta verkefni. Þakkaði hann síðan
arkitektunum Stefáni Erni Stefáns-
syni og Grétari Markússyni, svo og
byggingaverkfræðingi, Gunnari
Ólafssyni. Þá þakkaði hann verktök-
um, Byggingaþjónustunni á Hvols-
velli og Klakki hf. í Vík, ásamt öðr-
um undirverktökum, og síðast bygg-
ingarnefndarmönnum frá 1986 til
dagsins í dag.
Jón R. Hjálmarsson, fyrrverandi
fræðslustjóri, Þór Magnússon þjóð-
minjavörður og sr. Siguijón Einars-
son, byggingamefndarmaður safn-
hússins fluttu ávörp og hvatningar-
ræður, sem snerust mikið um hið
einstaka starf Þórðar Tómassonar,
safnvarðar í Skógum, sem væri að
bera svo mikinn ávöxt til framtíðar,
sem höfðaði til menntunar og menn-
ingar.
Að síðustu flutti Þórður Tómas-
son ræðu þar sem hann rakti í stór-
um dráttum 40 ára starfsemi byggð-
asafnsins í Skógum. Hann sagðist
hafa reynt að mjór er mikils vísir.
Hann hafi með hjálp svo margra
geta komið því í verk, sem hann
hafi dreymt um, í varðveizlu muna
og heimilda. Dagurinn í dag væri
mikill hamingjudagur í lífi hans og
sagðist hann vona að svo væri einn-
ig meðal Rangæinga og Vestur-
Skaftfeliinga sem upphaflega hefðu
staðið saman að uppbyggingu
Byggðasafnsins og nú þessa safn-
húss.
Að lokinni ræðu Þórðar stóðu all-
ir viðstaddir upp og þökkuðu honum
og fögnuðu með langvarandi lófa-
klappi.
- Fréttaritari