Morgunblaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Viðskipta- eða skemmtifundi verður frestað í dag. Þú ert á réttri leið með skapandi verkefni sem þú hefur með höndum. Þér berst mjög sérstakt heimboð núna. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér kunna að áskotnast pening- ar í .dag. Þetta er góður tími til að skoða eign og fyrir fjölskyld- una almennt. Kauptu inn núna. Tvíburar (21. mai - 20. júní) Það er mikill kraftur í þér í dag. Fjármálasamningur kann að klúðrast vegna skriffinnsku, en að öðru leyti verður dagurinn ánægjulegur. Sumir einhleyp- ingar trúlofa sig núna. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú ert með mörg járn í eldinum núna og virðist ætla að hafa umtalsvert upp úr krafsinu. Frá- bært viðskiptatækifæri berst inn á borð til þín í dag. Sumir öðl- ast viðurkenningu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Það kann að verða erfitt fyrir þig að einbeita þér við vinnuna núna, en þú drífur í að skipu- leggja samkomu fyrir vinahóp- inn. Þetta verður ágætur dagur. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Þér er í mun að geta byrjaö á einhveiju undirbúningsverkefni sem tengist frama þínum hjá fyrirtækinu. Þú hefur heppnina með þér í sambandi við verk sem þú vinnur að heima fyrir í dag. Þú breytir tímasetningu á stefnumóti. Vog (23. sept. - 22. október) Sinntu félagslífmu í dag og taktu heimboði eða ferðatilboði sem þér berst núna. Taktu tillit til tilfinninga fjölskyldumeðlims. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) ^^0 Þér opnast dyr í viðskiptalífinu og þú átt annríkt við að und- irbúa framtíðaráætlun. Það lítur greinilega út fyrir að flárhagur þinn sé að vænkast. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Sfí') Þú fagnar tækifæri til að ferð- ast. Námsmenn fá góðar fréttir -af menntunarmöguleikum. Sinntu fjölskyldumálum þínum af alúð núna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fjármálaþróunin er þér'í hag í dag. Þú afkastar miklu í vinn- unni núna. I kvöld verður þú í vafa um hvort þú ræðst í ákveð- in kaup eða ekki. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Hjón ráðgera að fara eitthvað sérstakt saman núna. Það lifnar yfir þátttöku þinni í félagsstarfi og þú hittir fólk sem þú átt auðvelt með að lynda við. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú ert með mörg járn í eldinum og það getur komið þér í koll í viðskiptum í dag. Þú þarft að ákveða tímasetningu mikil- vægra funda og búa þig undir að grípa gæsina þegar hún gefst. AFMÆLISBARNIÐ er metnað- argjarnt og fúst að taka áhættu. Það er mikið fyrir breytingar og gengur vel að vinna méð fólki. Það hefur góða tjáningarhæfi- leika og kann að gera sér mat úr hugmyndum sínum. Það er einnig búið tónlistarhæfileikum og kann því að laðast að svið- inu. Það er hrifið af þátttöku i opinberu lífí og er oftast með mörg jám í eldinum. Stjörnusþána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi kyggjast ekki á traustum grunni Visindalegra staóreynda. / DÝRAGLENS LJÓSKA SMÁFÓLK Kennari, er þér sama þó ég sitji liér fyrir aftan? Ég held ég geti kannski svarað spurningu þinni betur frá endalín- unni. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sam Stayman höfundur víðfrægustu sagnvenju brids- íþróttarinnar, er enn þaulsetinn við spilaborðið þótt hann sé kom- inn á níræðisaldur. Fyrrum spilafélagi hans, B. Jay Becker, lést fyrir þremur árum, en sonur Beckers, Michae,l er nú einn af bestu spilurum Bandaríkjanna. Hér er nýlegt spil, þar sem Stay- man og Becker yngri kljást við spilaborðið með eiginkonur sínar sem samheija: Norður gefur; AV á hættu Vestur ♦ KG854 VKG83 ♦ 5 + Á94 Vestur Noröur Austur Suður — Pass Pass 1 hjarta 1 spaði Dobl 2 spaðar 3 tíglar Pass 4 tíglar Pass 5 tíglar Útspil: tígulfimma. Becker var í austur, en kona hans Judy í vestur. Hún hitti á gott útspil, því ef vörnin tvítrompar ekki út nær sagnhafí að fría hjartað. En vömin er rétt að heijast. Stayman tók útspilið í blind- um og spilaði litlu laufi. Becker fann nú einu vörnina. Hann stakk upp kóngnum, tók spaðaás og trompaði út!i Allt var þetta nauðsynlegt. í fyrsta lagi varð að standa vörð um laufás vesturs. í öðru lagi þurfti að taka spaðaslaginn, því annars myndi Stayman henda spaðaþristinum í laufadrottn- ingu. Og í þriðja lagi þurfti að trompa út til að veija hjartaslag vesturs. Norður ♦ 10762 V4 ♦ ÁDG9 + D1083 Austur ♦ ÁD9 V 965 ♦ 84 + K7652 Suður ♦ 3 VÁD1072 ♦ K107632 *G Umsjón Margeir Pétursson Á haustmóti Taflfélags Reykjavíkur kom þessi staða upp í skák þeirra Árna Ármanns Árnasonar_(2.135), og Lárusar Jóhannessonar (2.175), sem hafði svart og átti leik. Svartur hafði þegar fórnað manni fyrir öfiugt frumkvæði og lét nú meira lið af hendi til að koma hvíta kóngnum á hrakhóla: 21. - Hxd2!, 22. Kxd2 - Rxc4+, 23. Dxc4 - Dxb2+, 24. Ke3 - He8+, 25. Kf2 - Bd4+, 26. Kg3? (Þetta er alltof hættulegt, skákin hefði verið jafntefli eftir 26. Dxd4 - Hxe2+, 27. Kfl - Dxd4, 28. Kxe2. Nú nær svartur vinnandi sókn) 26. - Hxe2, 27. Dd3 - Be5+, 28. f4 - Hg2+, 29. Kh3 - Bxf4, 30. g5 - Hxg5, 31. Hagl - Hh5+, 32. Kg4 - Df2, 33. h4 - h5, og hvítur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.