Morgunblaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 48
At vin n ii rekstra rt rygging
RISC SYSTEM/6000
KEYRIR UNIX
FRAMTÍÐARINNAR:
IBM AIX
Tryggöu öruggan
\ atvinnurekstur
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Hugmyndir fiskkaupenda:
Frjálst fiskverð
gegn takmörkun á
ísfiskútflutningi
MEÐAL fiskkaupenda hefur komið upp sú hugmynd að samþykkja
frjálst fiskverð frá 1. desember siðastliðnum gegn því að samið verði
um að Aflamiðlun leyfi töluvert minni útflutning á óunnum fiski en
nú er heimilaður. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins vilja fisk-
kaupendur einnig að samið verði á þann hátt að sjómenn geti ekki
lagt niður störf vegna óánægju með fiskverð, eins og áhafnir á togur-
um Sildarvinnslunnar hf. á Neskaupstað hafi til dæmis gert núna.
Fundi í Verðlagsráði sjávarút-
vegsins, sem halda átti í gær, var
frestað til klukkan 15 í dag, mið-
„ vikudag, þar sem Magnús Gunnars-
Aðgerðir í að-
sigi gegn þeim
sem ekki nota
sjóðsvélar
ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra mun næstkomandi
- *föstudag leggja fyrir ríkisstjórn-
ina frumvarp þess efnis að fjár-
málaráðuneytinu og öðrum
stjórnvöldum verði heimilt að
grípa til aðgerða gegn þeim aðil-
um sem vanrækja að nota sjóðs-
vélar í sínum rekstri.
Það kom fram í umræðum á Al-
þingi í gær um frumvarp tii
fjáraukalaga að skil á virðisauka-
skatti mættu vera betri. Ólafur
Ragnar greindi frá því að í gildandi
lögum væru ekki heimildir til að
grípa til aðgerða gegn þeim sem
vanræktu að útvega sér sjóðsvél,
þótt skyldugt væri. Ráðherrann
sagði frumvarp vera væntanlegt um
þetta efni.
Fjármálaráðherra upplýsti í sam-
tali við Morgunblaðið að í smíðum
hefði verið frumvarp þar sem gert
væri ráð fyrir heimildum til aðgerða
- með líkum hætti og gegn þeim
sem ekki stæðu skil á virðisauka-
skatti. Hann vildi ekki tilgreina
nánar í hveiju þessar aðgerðir
myndu felast en hann myndi greina
ríkistjórninni frá því næstkomandi
föstudag.
Sjá fréttir frá alþingi bls. 28.
son, framkvæmdastjóri Sölu-
sambands_ íslenskra fiskframleið-
enda og Arni Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri Félags sambands-
fiskframleiðenda, hafa verið erlend-
is.
Á fundi Verðlagsráðs síðastliðinn
fimmtudag lögðu fulltrúar kaup-
enda, sjómanna og útgerðarmanna,
í ráðinu fram sameiginlega tillögu
um að fiskverð verði gefið frjálst
frá 1. desember síðastliðnum en
fulltrúar fiskkaupenda tóku sér
frest til að kanna hug fiskvinnslu-
manna til fijáls fiskverðs.
Jólatréð komið á Austurvöll
Morgunblaðið/Júlíus
Starfsmenn Reykjavíkurborgar unnu í gærkvöldi að því að setja jólatréð upp á Austurvelli. Á sunnudag,
9. desember, verða ljósin á því tendruð. Að venju er það Óslóarborg, sem færir Reykvíkingum þennan
jólaglaðning í skammdeginu.
Yfirfullir framhaldsskólar í Reykjavík:
Hundruð umsækjenda um
skólavist eru nú á biðlistum
Nemendur sækja úr bekkjardeildum framhaldsskólanna yfir í áfanganám
VAXANDI aðsókn er að framhaldsskólunum á höfuðborgarsvæðinu
sem margir hverjir eru þegar yfirfullir og anna ekki umsóknum.
Fjórir framhaldsskólar í Reykjavík, sem bjóða upp á áfangakerfi,
hafa undanfarið verið að skrá nemendur til náms eftir áramót og
er mikill fjöldi nemenda á biðlista. Hefur þurft að vísa nokkur hundr-
uð umsækjendum frá. Að sögn Karls Kristjánssonar, deildarsérfræð-
ings í framhaldsskóladeild menntamálaráðuneytisins, eru hér fyrst
og fremst á ferðinni nemendur sem hafa ýmist flosnað upp úr námi
í bekkjardeildum framhaldsskólanna eða vilja færa sig um set yfir
í áfangakerfið.
Sagði hann að þrátt fyrir vax-
andi aðsókn nýnema í framhalds-
skólana hefði tekist að veita þeim
skólavist í haust. Fyrir skömmu var
haldinn fundur um þetta mál með
fulltrúum ráðuneytisins og skóla-
*
Ahugahópur um gerð jarðganga undir Hvalfjörð:
Stofnun hlutafélags um
jarðgöngin undirbúin
Drög að samningi lögð fyrir ráðherra í næstu viku
ÁHUGAHÓPUR um gerð jarðganga undir Hvalfjörð og fulltrúar
samgönguráðuneytis hafa náð samkomulagi um undirbúning fyr-
ir stofnun félags um rannsóknir og grunnvinnu fyrir gerð jarð-
ganga undir Hvalfjörð. í gær var gengið frá drögum að samn-
ingi sem verður lagður fyrir samgönguráðherra eftir helgina.
„Við erum mjög ánægðir með þennan áfanga. Þarna er stigið
stórt skref í þessu máli,“ segir Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra-
nesi og einn nefndarmanna, í samtali við Morgunblaðið.
Gísli sagði að samningurinn stöðu verður boðað til fundar í
gerði ráð fyrir stofnun félags sem
hefði rétt til rannsókna, fram-
kvæmda og rekstrar ganganna í
allt að 25 ár.
„í framhaldi af þessari niður-
næstu viku þar sem málið verður
kynnt sveitarstjórnarmönnum og
öðrum sem áhuga hafa á þessum
framkvæmdum. Tækifærið verður
jafnframt notað til að kanna
áhuga á þátttöku í stofnun hluta-
félags,“sagði hann.
Gísli sagði engar kostnaðartöl-
ur liggja í samningnum heldur
gerði hann aðeins ráð fyrir heim-
ild til handa félagi sem stofnað
yrði til að ráðast í rannsóknir fyr-
ir gerð jarðganga. „Þær verða
bæði tímafrekar og kostnaðars-
amar og engu er enn hægt að slá
föstu um kostnað og staðsetningu
fyrr en niðurstöður rannsóknanna
liggja fyrir eftir eitt til tvö ár,“
sagði Gísli.
stjórum þeirra skóla sem bjóða
áfanganám en þar er vandinn hvað
mestur. Það eru Menntaskólinn við
Hamrahlíð, Iðnskólinn og fjöl-
brautaskólarnir í Breiðholti og í
Ármúla.
Sverrir Einarsson, rektor
Menntaskólans í Hamrahlíð, sagði
• að aðsókn að skólanum í sumar
hefði verið mjög mikil. Nemendur
úr hverfinu gengu fyrir og var
mörgum umsækjendum úr öðrum
hverfum boðin skólavist í janúar en
um eitthundrað unglingum var
vísað frá skólanum. „í haust fóru
umsóknir að streyma inn aftur og
voru 78 umsækjendur settir á bið-
lista en þegar til kom treystum við
okkur ekki til að taka neinn þeirra
inn því forföll úr skólanum eru mun
minni nú en áður. Þeim hefur því
öllum verið vísað frá,“ sagði hann.
Sverrir sagði að fieiri væru við
nám við skólann í dag en nokkru
sinni áður eða rúmlega 900 nem-
endur. „Við höfum boðist til að
stækka skólann en það er pólitísk
ákvörðun. Hér er stór lóð og við
gætum tekið á móti 1.400 nemend-
um eftir stækkun, sem er ódýrasta
og fljótlegasta lausnin," sagði hann.
Kristín Arnalds, skólameistari
Fjölbrautaskólans í Breiðholti,
sagði að ástandið væri slæmt og
þyrftu þau að neita allt of mörgum
nemendum. Rúmlega 1.400 nem-
endur eru við skólann, þar af eru
180 nýnemar. „Fjöldi nemenda á
biðlista skiptir hundruðum og við
höfum þegar hafnað 100 nemend-
um um skólavist," sagði hún.
Sagði hún jafnframt að stjórn-
endur skólans vildu fá að stækka
húsnæðið. „Það er í athugun og ég
vona að af því verði því í dag eru
allt of margir nemendur í skólanum
miðað við eðlilega nýtingu hús-
næðisins.“
Svipaða sögu er að segja úr Fjöl-
brautaskólanum við Ármúla. Að
sögn Hafsteins Lárussonar, skóla-
meistara, eru um 80 umsækjendur
á biðlista við skólann. Sagði hann
ekki útséð um hvort tækist að veita
einhveijum þeirra skólavist um ára-
mót.
Hafsteinn sagði að ásókn nem-
enda úr framhaldsskólum sem búa
við bekkjarkerfi yfir í áfangaskól-
ana væri vaxandi vandamál. Ár-
múlaskóli er ekki fullbyggður og
sagði hanrí mikia þörf á að bæta
við húsnæðið en því miðaði hægt.
DAGAR
TIL JÓLA