Morgunblaðið - 05.12.1990, Side 3

Morgunblaðið - 05.12.1990, Side 3
[SLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN HF. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990 3 ÍÐUNN GARÐAR SVERRISSON Mynd af einum mesta listamanni sem íslenska þjóðin hefur eignast; jámsmiðnum frá Akureyri sem fómar öllu fyrir óvissa framtíð í hörðum heimi óperunnar þar sem honum tekst með fágætum viljastyrk að komast í fremstu röð í heiminum. Maðurinn, listamaðurinn og eldhuginn er viðfangsefni þessarar tæpitungulausu frásagnar. Kristján rekur hér af einstakri hreinskilni og hispursleysi æsku sína og uppvöxt, segir frá vonbrigðum sínum og glæstum sigrum á sviði og utan, frá ástríðu og sorgum, ljóma sviðsljósanna og skugga öfundar og umtals. Garðar Sverrisson vakti mikla athygli fyrir metsölubókina „Býr Islendingur hér“ en saga hans . um Kristján Jóhannsson er grípandi og feikilega vel skrifuð. VANDAÐAR BÆKUR ♦ í 45 ÁR ♦ Ævi og örlög Einars Benediktssonar Einar Benediktsson er einn merkilegasti og stórbrotnasti maður sem fæðst hefur á þessu landi. Fáir Islendingar hafa barist af meiri eldmóði fyrir hugsjónum sínum en Einar Benediktsson. Ljóð hans lifa með þjóðinni, djúpvitur sannleikur, áköf barátta, snilld sem á fáa sína líka. Athöfn fylgdi orði, og lífshlaup hans var ferð um breiðgötur heimsins. Gils Guðmundsson rekur hér ævintýralegan æviferil skáldsins og veitir innsýn í verk hans og óvenjulega athafnasemi. Hafsjór fróðleiks, frásagna af hinum mikla væringja íslensku þjóðarinnar. ♦ VANDAÐAR BÆKUR í 45 ÁR ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.