Morgunblaðið - 28.12.1990, Síða 14

Morgunblaðið - 28.12.1990, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990 Er sannfæring alþing- ismanna til sölu? eftirKarl Ormsson Siðgæði sumra þingmanna á elstu löggjafarsamkomu heims, Alþingi íslendinga, er svo sannar- lega ekki til að hrópa húrra fyrir, þegar á það er litið frá sjónarhóli hins almenna kjósanda. Framferði stjórnarþingmanna, sem ég ætla að tíunda hér svolítið, hefur verið það korn, sem fyllt hefur mælinn a.m.k. hjá mér. Þingmenn ávaipa hver annan sem háttvirtan þing- mann en siðareglurnar virðast ekki nájengra. í stjórnarskrá íslands stendur meðal annars, að sérhver þingmað- ur skuli vinna eið að stjórnar- skránni. Neiti hann að vinna eiðinn fær hann ekki setu á Alþingi. Sér- staklega er tekið fram í stjórnar- skránni að þingmenn séu bundnir við sannfæringu sína. Undanfarið hefur verið rætt um eitt umdeild- asta mál, sem hefur komið á Al- þingi í langan tíma, þ.e. bráða- birgðalögin sem sett voru á BHMR. Hún er undarleg sannfæring sumra stjórnarþingmanna og virð- ing fyrir stjómarskránni. Virtir lögfræðingar, hæstaréttarlög- menn, lagaprófessor, sem hefur verið forseti lagadeildar Háskól- ans, hafa marg lýst því yfir að þessi ólög standist vart. Eru þau meðal annars talin bijóta í bága við stjórnarskrána. Þingmenn sem styðja stjórn Steingríms Hermannssonar, kepp- ast við að lýsa yfir því að þeir muni fella bráðabirgðalögin. Við skrautlegar umræður á hinu háa Alþingi skipta menn hins vegar um skoðun eins og sokka og hæla sér afþví, að auðvitað hafi þeir aldrei ætlað að fella umrædd bráðabirgðalög þegar þau kæmu til afgreiðslu. Stefáni Valgeirssyni er kannski vorkunn því hann er gamall maður, eins og hann segir sjálfur, og hefur auk þess fylgt maddömu Framsókn í áratugi, Hjörleifur Guttormsson er hins vegar hámenntaður líffræðingur á Karl Ormsson besta aldri og ætti að geta verið sjálfum sér samkvæmur í einn dag eða svo. Geir Gunnarsson er eini stjórn- arþingmaðurinn sem unnt er að taka ofan fyrir. Hann stendur fast á sannfæringu sinni. Það er fróðlegt, en margt sorg- legt, sem hefur gerst á Alþingi í tíð stjórnar Steingríms Hermanns- sonar, og margt ekki auðskilið. Guðmundur Ágústsson sem hefur sýnt þann kjark að yfirgefa stjórn- arskútuna. Hann lýsir því yfir að hann hafi ætlað að fella ríkisstjórn- ina þegar lögin um fiskveiðistjórn- un komu til afgreiðslu, en verið beðinn um að hætta við það. Er hægt að kaupa sannfæringu þing- manna'í DV sagði frá því um daginn að þingið myndi endurnýjast um ’/?. í næstu kosningum. Það er ekki seinna vænna, ef rétta mætti ímynd Alþingis í augum kjósenda. I margra augum hefur það verið einsog skrípasamkunda undanfar- in ár. Það væri varla sú ríkisstjórn til í heiminum, sem ekki væri búin að segja af sér í stöðu þeirrar sem situr hér. Forsetar kvarta yfir að þingmenn fáist ekki í þingsali til að fundarfært sé. í stjórnarskránni segir að það sé meginskylda þing- manna að rækja þingmannastörfin eftir bestu samvisku og svo sem lög mæla fyrir um. Þeim er skylt að sækja nefndarfundi og mæta jafnan á þingfundi, sem þeir eru kjörnir til (þá veit maður það). Hinum almenna borgara finnst skrítið hvernig ríkisstjórnin þjösn- aði þessum bráðabirgðalögum í gegnum þingið. Er það nokkur furða þótt almenningi blöskri gjörðir þessara herra? Maður heyrir ekki betur en ríkis- stjórnin sé þegar farin að réttlæta það þótt Alþjóða vinnumálastofn- unin í Sviss fordæmi bráðabirgða- lögin á BHMR. Vitnað' er til Svíþjóðar, sem hafi tapað svona málum. Island er lítið land, sem þekkt er fyrir að fara að alþjóða- lögum. Það yrði ljót saga ef aðrar þjóðir fengju annað álit á íslandi út af þessu máli. Að endingu hvet ég sem flesta til að lesa ágæta grein er Kristján Torfason bæjar- fógeti ritar í Morgunblaðið 12. desember sl. Þingmönnum væri hollt að lesa hana fyrir endanlega afgreiðslu bráðabirgðalaganna. f Höfundur er raftækjavörður. ____________Brids________________ Arnór Ragnarsson Jólamót Bridsfélags Hafnarfjarðar og Sparisjóðs Hafnarfjarðar Hið árlega jólamót félagsins verður spilað laugardaginn 29. desember. Að þessu sinni verður sþilað í Víðistaða- skóla og byrjaði kl. 12. Keppninni verð- ur síðan lokið um kl. 18. Keppnisgjald verður 1.200 kr. á mann. Veitt verða fern verðlaun í hvorum riðli, 30.000, 20.000, 14.000, og 10.000 kr. á parið, samtals 8 verðlaunasæti að upphæð 148.000. Þátttaka verður takmörkuð í þessa vinsælu keppni. Nánari upplýsingar: 651064 (Trausti), 642450 (Erla) og 46329 (Dröfn). Frá Bridsdeild Barð- strendingafélagsins í Reykjavík Mánudaginn 7. janúar 1991 hefst aðalsveitakeppni félagsins. Spilað er í Skipholti 70 öll mánudagskvöld kl. 19.30 stundvíslega. Spilastjóri er Sig- urður Vilhjálmsson. Enn er tími til að tilkynna þátttöku hjá Ólafí í síma 71374. Deildin sendir öllum sem hún hefir haft samskipti við, bestu nýársóskir og þakkir fyrir ánægjuleg samskipti á liðnu ári. Sérstakar kveðjur og nýárs- óskir tii Patreksfirðinga og annarra bridsspilara í Barðastrandarsýslu, með þakklæti fyrir móttökurnar síðastliðið vor. Lifið heil. Áhættu- dreifing á einum stað Hlutabréfasjóðurinn hf. hefur áhættudreifingu að leiðarljósi. Félagið ver hlutafé sínu til fjárfestinga í hlutabréfum og skuldabréfum traustra atvinnufyrirtækja. Kaup einstaklinga á hlutabréfum í félaginu veita rétt til skattalækkunar. Hluthafar í Hlutabréfasjóðnum hf. eru nú 1330 og markaðsverð hreinnar eignar félagsins er 425 milljónir króna.* Þar af er markaðsverðmæti hlutabréfaeignar félagsins 323,7 milljónir króna og skiptist þannig á einstök félög: millj.kr. millj.kr. Eimskip 71,0 Sjóvá/Almennar ... 5,3 FJugleiðir 75,6 Skagstrendingur .. .... 10,7 Hampiðjan 20,6 Skeljungur .... 49,2 íslandsbanki • 1,5 Tollvörugeymslan .... 11,0 EHF Alþýðubankans .. . 1,8 ÚA 0,5 EHF Iðnaðarbankans .. 10,0 Olís 3,8 EHF Verslunarbankans .7,8 Faxamarkaður .... 1,5 Grandi 36,9 Olíufélagið 16,5 323,7 * Allar tölur m.v. nóvcmber 1990. Hlutabréf Hlutabréfasjóðsins fást hjá öllum helstu verðbréfafyrirtækjum landsins. Útboð nýrra hlutabréfa er hafið. Útboðslýsing liggur frammi á sölustöðum. Í&^lliPI^LUTABRÉFASJÓÐURINN HF. Itlpl|||li| Skólavörðustíg 12 — Sími 21677 — 101 Reykjavík. VZterkurog kj hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.