Morgunblaðið - 28.12.1990, Síða 19

Morgunblaðið - 28.12.1990, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990 19 AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Bankastjórastaðan við Landsbankann: Halldór Guðbjamarson er líklegri en Geir Magnússon Tekist á um nafnvaxtahækkun og ráðningu nýs bankastjóra Landsbankans BANKARÁÐ Landsbanka íslands kemur saman til fundar klukkan 11 í dag, þar sem ákvörðun verður tekin um nafnvaxtahækkun inn- og útlána, auk þess sem ákvörðun verður tekin um ráðningu nýs bankasljóra. Styrr hefur staðið um bæði þessi mál að undanförnu, en nú er ljóst að bankaráðið ætlar sér að ná fram niðurstöðu í báðum málum, áður en árið er allt. Líklegast er að nafnvaxtahækk- un verði ákveðin um 1% til 1,5% að þessu sinni, auk þess sem líklegt er talið að Kristinn Finnbogason, fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráðinu geri tillögu um að Halldór Guðbjarnarson, fyrrum bankastjóri Utvegsbanka Isiands verði hljóti bankastjórastöðu þá er Valur heitinn Arnþórsson gegndi. Þó er ekki útséð um að sú verði niðurstaðan, þar sem sterk öfl innan Framsóknarflokksins, svo sem helstu forsvarar samvinnuhreyfingarinnar, með Vilhjálm Jónsson, forstjóra Olíufélagsins í fararbroddi sækja það af miklum þunga að Geir Magnússon verði bankastjóri Landsbankans. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hefur lýst sig mjög andvígan hvers konar vaxta- hækkunum og þegar Búnaðar- bankinn og sparisjóðirnir ákváðu nafnvaxtahækkun fyrir jól gekk hann svo langt að lýsa því yfir að um grófustu aðför að þjóðarsátt- inni væri að ræða. Samkvæmt mínum upplýsingum hefur hann lagt hart að Kristni Finnbogasyni um að leggjast gegn hækkun vaxta á óverðtryggðum inn- og útlánum. Sömu heimildir telja þó að ekki verði hjá því komist að ákveða ein- hveija nafnvaxtahækkun, og er þá rætt um að hækkunin í þessu skrefi verði 1% til 1,5%, en að alls verði að hækka nafnvexti um 3% til 3,5% fyrir 1. febrúar næstkomandi, mið- að við verðbólguþróun og verð- tryggða reikninga frá desember til febrúar. Afkoma sparifjáreigenda skiptir höfuðmáli Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra er ekki sömu skoðunar og forsætisráðherra. Hann segist treysta því að bankaráðið meti all- ar aðstæður og taki sína ákvörðun í kjölfar slíks mats. „Það er alveg ljóst að raunvextir á nafnvaxta- bréfum hafa lækkað mjög mikið og á öðrum lánum með nafnvaxta- kjörum," sagði ráðherra í gær. Ráðherra sagði að auðvitað tengd- ist afkoma bankanna þessum ákvörðunum einnig, en sér sýndist sem hún yrði eitthvað lakari í ár en á sl. ári. „Bankarnir þurfa nátt- úrlega að halda eiginflárstöðu sinni sem traustastri vegna sinnar starf- semi og vegna sinna viðskiptavina, en mér finnst hálfeinkennilegt að ræða vaxtaákvarðanir svo til ein- göngu út frá afkomu bankanna. Það sem höfuðmáli skiptir er auð- vitað áfkoma spariijáreigendanna. Það er afkomustærð sem lítð hefur verið rædd í þessum umræðum, en er þó miklu mikilvægari en afkoma bankanna í þessu dæmi,“ sagði Jón. Bent er á að forsætisráðherra hafi gengið fulllangt í yfirlýsingum sínum þegar hann hélt því fram að um lögbrot væri að ræða, þegar bankar eltu hveijir aðra í ákvörðun- um um vexti. Slíkt væri einfaldlega samkeppni, en ekki samráð. „En þegar einn maður beitir sér fyrir því að bankar sammælist úm að hækka ekki nafnvexti, þrátt fyrir hækkandi verðbólgu, þá er í reynd verið að biðja um að lögbrot sé framið.. Hver stendur fyrir því? Það er Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra,“ sagði Friðrik Sop- husson alþingismaður og banka- ráðsmaður Landsbankans í gær. Tveir af þremur eftir um hituna Eins og komið hefur fram hafa þrír framsóknarmenn einkum verið nefndir sem mögulegir eftirmenn Vals heitins Arnþórssonar. Þeir eru Geir Magnússon, fyrrum banka- stjóri Samvinnubankans, Guð- mur.dur G. Þórarinsson, alþingis- maður og Halldór Guðbjarnarson, fyrrum bankastjóri Útvegsbank- ans. Guðmundur G. Þórarinsson er \ekki lengur talinn eiga möguleika á stuðningi í stöðuna, en slagurinn Halldór Guðbjarnarson upp á síðkastið hefur verið á milli þeirra Geirs og Halldórs. Raunar mun formaður Fram- sóknarflokksins, Steingrímur Her- mannsson hafa komist í hann krappan vegna þessa máls, þar sem hann er sagður hafa heitið tveimur stuðningi sínum, fyrst Geir en síðan Halldóri. Steingrímur mun fyrst hafa beitt Jóni Sigurðssyni við- skiptaráðherra fyrir sig og sagt við Halldór að ráðherra legðist gegn skipun hans, vegna þess að hann gæti átt yfir höfði sér ákæru í Hafskipsmálinu. Forsætisráðherra mun loks hafa vísað ákvörðun í málinu frá sér á þann hátt að veita sínum fulltrúa í bankaráðinu fullt umboð sitt til þess að gera tillögu um annan þeirra tveggja, Geir eða Halldór. Kristinn vill styðja Halldór Kristinn Finnbogason mun hafa lagt til að ráðningu nýs banka- stjóra yrði frestað þar til saksókn- ari hefði ákveðið á hendur hveijum yrðu gefnar út ákærur. Nú liggi fyrir að Halldór verði ekki ákærður og því sé Kristni ekkert að vanbún- aði að gera tillögu um Halldór. Engu að síður er talið að Jón Sig- Geir Magnússon urðsson viðskiptaráðherra sé lítt hrifinn af því að Halldór verði gerð- ur að bankastjóra Landsbankans og höfuðskýring þess er sögð vera sú að við Útvegsbankasöluna hafði Halldór allt aðra skoðun á raun- verulegum verðmætum Útvegs- bankans en ráðherra og lá ekki á þeim skoðunum sínum. Því er talið að formanni bankaráðsins Eyjólfi K. Siguijónssyni sem er fulltrúi Alþýðuflokksins í bankaráðinu sé nokkur vandi á höndum þegar ákvörðun verður tekin í bankaráð- inu í dag, þar sem ljóst er að við- skiptaráðherra vill fremur að til- laga verði gerð um Geir Magnússon en Halldór. Hann mun þó ekki eiga hægt um vik að gera aðra tillögu, verði niðurstaðan sú sem líklegust var talin í gær, að Kristinn geri tillögu um Halldór. Talið er fullvíst að Kristinn styðji Halldór í hjarta sínu og vilji gera tillögu um hann í bankastjórastól- inn, en ekki voru allir viðmælendur mínir í gær sannfærðir um að hon- um yrði stætt á slíkri tillögu, vegna þrýstings áhrifamanna innan Framsóknarflokksins í þá veru að Geir verði fyrir valinu. Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins, sem er stór viðskiptaaðili Lands- bankans er sagður þrýsta fast á forystu Framsóknarflokksins um að gera Geir að bankastjóra. Aðrir forkólfar úr samvinnuhreyfingunni eru sama sinnis, sem gerir það áð verkum að Steingrímur Hermanns- son leikur úr þrengri stöðu en hann hefði að líkindum sjálfur kosið. Þá er talið að þeir Sverrir Her- mannsson og Björgvin Vilmundar- son, bankastjórar Landsbankans kysu fremur að tillaga yrði gerð um Geir en Halldór, þar sem þeir telji að slíkt myndi greiða fyrir ýmsum innanhússmálum Lands- bankans, eftir að Samvinnubank- inn var keyptur og sameinaður Landsbankanum. Þeir hafa þó haldið sig utan við þessi mál og ekki viljað ræða þau. Hafa einfald- lega sagt að þeir muni starfa með þeim bankastjóra seni bankaráðið tekur ákvörðun um að ráða. Hefðin um það hver á stöðuna Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, og Alþýðubandalagsins í bankaráði Landsbankans, þeir Friðrik Sop- husson og Lúðvík Jósefsson munu telja sig nokkurn veginn bundna af því að styðja þá tillögu sem Kristinn Finnbogason gerir um nýjan bankastjóra, samkvæmt þeirri hefð sem ríkt hefur um „hvaða flokkur eigi þá bankastjóra- stöðu" sem um ræðir hveiju sinni. Fulltrúi Kvennalistans Kristín Sig- urðardóttir hefur lýst þeirri skoðun sinni að auglýsa beri stöðuna og ráða fagmann innan bankans í kjörfar slíkrar auglýsingar, en slík hugmynd nýtur einfaldlega ekki stuðnings í bankaráði Landsbank- ans. Því er talið líklegt að hún ,muni greiða þeim sem Kristinn Finnbogason gerir tillögu um at- kvæði sitt: Stuðningur þessara þriggja mun háður því að full vissa sé fyrir því að sá sem Kristinn gerir tillögu um, njóti stuðnings Framsóknarflokks- ins og þar með talið formanns hans. Sjálfstæðismenn telja sig með því að standa við það „samkomulag“ sem tíðkast hefur í gegnum árin, hvað varðar bankastjórastöður, eiga gagnkvæmniskröfur á hendur framsóknarmönnum og benda á að rétt sé að láta á það reyna hvort fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans muni greiða atkvæði með Birgi ísleifi Gunnarssyni sem bankastjóra Seðlabankans, en Sjálfstæðisflokk- urinn gerir tillögu um að hann verði ráðinn í stöðu Geirs heitins Hallgr- ímssonar. Á það getur liins vegar ekki reynt, áður en ákvörðun um nýjan bankastjóra Landsbankans verður tekin í dag, þar sem bankaráð Seðlabankans mun ekki gera til- lögu um nýjan bankastjóra Seðla- bankans fyrr en á næsta ári, sam- kvæmt upplýsingum dr. Ágústar Einarssonar, formanns Seðlabank- aráðs, og því mun ekki liggja fyrir fyrr en í ársbytjun næsta árs hvern Davíð Aðalsteinsson frá Arnbjarg- arlæk, fulltrúi Framsóknarflokks- ins mun styðja sem nýjan Seðla- bankastjóra. Y estmannaeyjar: Jólasveinar á ferð og flugi Vestmannaeyjum. ANNRÍKI hefur verið hjá jóla- sveinunum kringum jólin eins og yfirleitt áður. Heimsóknir á jóla- böll og ýmislegt fleira eru dagleg- ir viðburðir en ekki er mikið um það að sveinarnir flakki lands- horna á milli til að taka lagið með börnunum og færa þeim einhvern glaðning. Flugleiðir buðu upp á jólasveina- flug fyrir jólin, en þá heimsóttu jóla- sveinar börnin á viðkomustöðum Flugleiða. Það var mikil örtröð í flug- stöðinni í Eyjum þegar jólasveinar Flugleiða litu þar inn til að taka lag- ið með börnunum og færa þeim síðan sælgætispoka á eftir. Flugstöðin í Eyjum var ful! af fólki er sveinarnir' komu og voru öll bílastæði í næsta nágrenni við flugstöðina upptekin. Grímur MEÐ ALLT I ROÐ OG REGLU i 1 f" - ’ | j ft i 1 ■ 1 1^> með seven star ÚTSÖLUSTAÐIR: GRÍMA, GARÐATORGI3, GARÐABÆ ÍSAFOLD, AUSTURSTRÆTI 10, RVK. KIRKJUHÚSIÐ, KIRKJUHVOLI, RVK. MÁL OG MENNING, LAUGAVEGI18, RVK. MÁL OG MENNING, SÍÐUMÚLA 7-9, RVK. NESBÓK, HAFNARGÓTU 36, KEFLAVÍK KIRKJUFELL HEILDVERSLUN SÍMI 666566

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.