Morgunblaðið - 28.12.1990, Qupperneq 20
20
0861 H3-flM2T33Q ,8S flOOA(TJT8Ö3 CFIQAJ3WJ030M
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAOUR 28. DESEMBER 1990
Orðrómur í Bagdad:
íraksher verði senn
kvaddur frá Kúvæt
Bagdad, New York, Nikosíu. Reuter og Daily Telegraph.
FULLTRUAR bandaríska sendiráðsins í Bagdad ræddu við talsmenn
íraska utanríkisráðuneytisins á jóladag og voru það fyrstu formlegu
viðræður deiluaðilanna í heila viku. Ríkin tvö hafa enn ekki náð
samkomulagi um dagsetningu á væntanlegum ferðum utanríkisráð-
herranna, James Bakers og Tareqs Aziz, til höfuðborga gagnaðil-
ans. Orðrómur er nú á kreiki í Bagdad, höfuðborg Iraks, um að
hernámsliðið verði senn kvatt frá Kúvæt og borið verði við að al-
menningur í Irak hafi krafist þess.
Það vakti vonir um að friðarum-
leitanir væru komnar á nokkurn
rekspöl er fréttist að stjórnvöld í
Bagdad hefðu kallað 26 sendiherra
heim til skrafs og ráðagerða. írakar
hafa boðið Baker að koma til við-
ræðna við Saddam Hussein forseta
í Bagdad 12. eða hugsanlega 11.
janúar en Bandaríkjamönnum
finnst að þá verði of stutt í að frest-
ur Sameinuðu þjóðanna til að hefja
aðgerðir renni út en það gerist 15.
janúar. ísraelskir fjölmiðlar og
bandaríska sjónvarpsstöðin CNN
héldu því fram á miðvikudag að
náðst hefði samkomulag um að
Baker færi til Bagdad 9. janúar en
talsmaður bandarískra stjórnvalda
vísaði þessum fréttum á bug. „Irak-
ar hafa ekkert hnikað til afstöðu
sinni varðandi dagsetningarnar,"
rM
Oveður í
Bretlandi
yfirjóla-
hátíðina
St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari
Frímannssyni, fréttaritara Morgun-
blaðsins.
ÓVEÐUR gekk yfir Bretland á
jóladag og annan í jólum. Þús-
undir heimila hafa ekki .enn
getað eldað jólasteikina vegna
rafmagnsleysis. Samkvæmt
fréttum Reuters var enn slæmt
veður í Bretlandi í gær.
Hvassviðri með mikilli rigningu
gekk yfir England og Skotland á
jóladag. Óveðrið olli skemmdum á
byggingum og í kirkju í Wiltskíri
féll kirkjutum niður í gegnum þak
kirkjunnar. Það er talin mikil mildi,
að einungis fjórir kirkjugestir voru
fluttir á slysavarðstofu.
Mörg þúsund heimili urðu raf-
magnslaus á jóladag í vesturhluta
Englands, þar sem veðrið var verst,
og sömuleiðis í Kent, Hampskíri,
Staffordskíri og Jórvíkurskíri. Víða
tókst að koma aftur á rafmagni á
jóladag en mörg þúsund heimili
voru enn rafmagnslaus í gær. Á
þeim er jólakalkúninn enn ósteikt-
ur.
Á annan dag jóla gekk svipað
veður yfir Norður-írland, Skotland
og England með hvössum vindi og
miklu vatnsveðri. Annan daginn í
röð brotnuðu _ staurar með raf-
magnslínum. Ár flæddu víða yfir
bakka sína í Suðvestur-Skotlandi
og Norðvestuu-Englandi. Talið er
að tveir menn hafi látist af völdum
veðursins. Veðurfræðingar spá ill-
viðri um allt Bretland næstu daga.
Fimm manns létust á aðfanga-
dagskvöld vegna ofbeldisverka.
Sum þeirra tengdust drykkjuskap,
en aðfangadagskvöld í Bretlandi
er eins og Þorláksmessukvöld á
íslandi. .Jólahátíðin hefst ekki fyrr
en á miðnætti aðfangadagskvöld.
sagði hann. í Bagdad er á kreiki
orðrómur um að verið sé að und-
irbúa útifund þar sem Saddam verði
hvattur til að kveðja herinn heim
frá Kúvæt sem sé ekki styijaldar
virði. Heimildarmenn telja mögu-
legt að þetta sé gert með vilja Sadd-
ams sem ætli síðan að segja að
hann hafi látið undan kröfum al-
mennings. Saddam sagðist á mið-
vikudag reiðubúinn til viðræðna en
mótmælti því sem hann kaliaði
hroka Bandaríkjamanna, að sögn
írösku fréttastofunnar INA. í gær
sagði hann Bandaríkjamenn
svívirða heilaga jörð múslima með
því með hafa herlið í Saudi-Arabíu
og sagði að reiði guðs myndi ljósta
þá fyrir vikið. Hann ítrekaði fyrri
hótanir sínar um að árás á Iraka
yrði svarað með árás á helstu borg-
ir ísraels, einkum Tel Aviv, enda
þótt ísraelar tækju ekki þátt í að-
gerðunum gegn írak. Ennfremur
sagði forsetinn að írakar hefðu rétt
til að nota efnavopn gegn óvinum
sínum. Hann sagði að Palestínumál-
ið væri kjami allra vandamála Mið-
Austurlanda og tryggja yrði réttindi
Palestínumanna.
Yfirmaður breska herliðsins við
Persafióa segir að alls ekki megi
treysta því að Saddam Hussein bíði
átekta til 15. janúar; forsetinn geri
e.t.v. skyndiárás fyrir þann tíma.
Dick Cheney, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, segir að herlið
Bandaríkjamanna og stuðnings-
manna þeirra verði reiðubúið til
Reuter
Li Peng, forsætisráðherra Kína, tekur á móti útlægum fursta Kú-
væt, Sheik Jaber Al-Ahmed Al-Sabah, í Peking. Kínverjar hafa hvatt
til harðari efnahagslegi-a refsiaðgerða til að þvinga íraka frá Kúvæt
með friðsamlegum hætti.
árásar fljótlega eftir 15. janúar.
Bandaríska stórblaðið The New
York Times sagði í gær að viðvaran-
ir um að bandaríska herliðið við
Persaflóa væri ekki enn reiðubúið
myndu ekki hindra George Bush
forseta í að gefa skipun um árás
ef hann teldi það nauðsynlegt. Sir
Peter de la Billiere, hershöfðingi
og æðsti maður breska liðsins við
Persaflóa, sagði á miðvikudag að
næstu vikurnar yrði mikil spenha á
svæðinu; Saddam Hussein væri nú
að gera upp hug sinn. „Hann mun
reyna að ná frumkvæðinu með ein-
hveijum hætti og ef hann ákveður
að það verði með styrjöld reynir að
hann að verða fyrri til sem merkir
að hann gæti gert árás fyrir 15.
janúar. Sú dagsetning er ekki heilög
í hemaðarlegu tilliti," sagði hers-
höfðinginn.
Þetta erum við hjónin fyrir 14 árum.