Morgunblaðið - 28.12.1990, Side 22

Morgunblaðið - 28.12.1990, Side 22
22 82 oeor aaaMaaaa .82 HuoAauTgöa MORGUNBL-AÐIÐ FÖSTUÐAGUR-28. f>ES' A.SOHOM_ Bretland: Rushdie semur við múslimaleiðtoga St. Andrews. Frá Guðmundi Heidari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaösins. Rithöfundurinn Salman Rushdie náði samkomulagi við nokkra leiðtoga breskra múhameðstrúarmanna á fundi, sem þeir áttu á aðfangadag jóla. Iranskir klerkar hafa neitað að afnema dauða- dóm Ayatolla Khomeinis heitins erkiklerks yfir Rushdie. Rushdie átti fund með Hesham el-Essawy, formanni félags mú- hameðstrúarmanna sem vilja efla umburðarlyndi í trúmálum, og öðrum frammámönnum meðal breskra múhameðstrúarmanna á aðfangadag jóla í Lundúnum. Einnig sat Muhammad Ali Mahgo- ub, trúmálaráðherra Egyptalands, fundinn. Á fundinum samþykktu þeir yfirlýsingu, sem Rushdie gaf út. í yfiríýsingunni segir Rushdie, að'enginn Guð sé annar en Allah og að Múhameð hafi verið spámað- ur hans. Hann sagði einnig: „Ég lýsi því yfir, að ég er ekki sam- mála neinni staðhæfingu neinnar persónu í skáldsögu minni Söngv- ar Satans, sem er móðgun við Múhameð spámann eða vanvirðir múhameðstrú eða dregur í efa sannleika Kóransins eða hafnar guðdómi Allah. Ég skuldbind mig til að g^fa Söhgva Satans ekki út í pappírs- kilju og mun ekki heimila frekari þýðingar á önnur tungumál, á meðan enn er haetta á að bókin særi trúartilfinningu manna. Ég held áfram að stuðla að betri skiln- ingi á múhameðstrú í veröldinni, eins og ég hef gert áður.“ Rushdie sagði á aðfangadag, að nú væru betri horfur á að leysa þetta mál en nokkru sinni sl. tvö ár. El-Essawy sendi Ali Khamenei, núverandi erkiklerk í Iran, skeyti eftir fundinn og fór fram á, að dauðadómi Khomeinis yrði aflétt. íranski erkiklerkurinn hafnaði beiðninni; sá dómur stæði, þótt Rushdie yrði hinn trúaðasti maður. El-Essawy segir Khamenei sek- an um guðlast með því að segja dauðadóminn standa um aldur og ævi. Rushdie hafi nú tekið múha- meðstrú og samkvæmt Sharia, lögum múhameðstrúarinnar, þurr- kist allar fyrri syndir manna út við það. Lög múhameðstrúar hafi ekki náð til Rushdies fyrr en nú, er hann taki trú. Hann segir það gegn orðum Kóransins og umburð- arlyndi múhameðstrúar að hafna iðrun manns. Leiðtogar öfgasinnaðra breskra múhameðstrúarmanna hafa hafn- að yfirlýsingu Rushdies. Sumir þeirra segja samkomulagið vera skref í rétta átt en vilja að Rushd- ie dragi bókina af markaði. Aðrir segja að ekkert þurfi að ræða við höfundinn og vilja að dauðadómin- um verði fullnægt. Nokkrir stuðningsmenn höfund- arins draga í efa, að túlka megi orð hans svo, að hann hafi tekið múhameðstrú. Húsin hrundu eins ogspilaborg Reuter Hvirfilbylur gekk yfir hluta Ástralíu í fyrradag og hrundu mörg hús sem urðu í vegi hans eins og spila- borg. Til að mynda var lítið eftir af einbýlishúsi hjónanna Diane Shaw og Darrens Toy í bænum Mackey en það er svo til ónýtt. Á myndinni standa þau þar sem áður var svefnherbergið. Fulltrúaþingið í Moskvu samþykkir stjórnarskrárbreytingar: Gorbatsjov valdamesti Sovét- leiðtogi frá stofnun ríkisins Moskvu, Reuter. Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. Fulltrúaþing Sovétríkjanna samþykkti á miðvikudag aukin völd til handa Míkhaíl S. Gor- batsjov forseta og ’r hann nú valdameiri en nokkui annar Sov- étleiðtogi frá stofnui. ríkisins. Með viðbótum sem samþykktar voru við gildandi stjórnarskrá heyra í reynd öll mikilvæg verk- efni á sviði stjórn- og efnahags- mála og sjálf ríkisstjórnin beint undir forsetann. Til að selja for- setanum einhverjar skorður verð- ur komið á laggimar nýju sam-' bandsráði þar sem sitja eiga full- trúar lýðveldanna 15 og sérstöku öryggisráði, skipuðu frammá- mönnum á sviði landvarna og frá ráðuneytum utanríkis- og inn- anríkismála auk yfirstjórnar ör- yggislögreglunnar, KGB. Borís Jeltsin, forseti Rússlands, lýsti andstöðu við aukin völd Gor- batsjovs. „Það er þegar búið að hlaða nógu miklum völdum á einn mann - jafn- vel of miklum,“ sagði Jeltsín við blaðamenn á jóladag er tillögurnar voru til umræðu. Hann sagði ljóst að barist yrði gegn öllum tilraunum Moskvuvaldsins til að traðka á full- veldi Rússlands. Aðrir hafa gagnrýnt nýja valdakerfið á þeim forsendum að til árekstra hljóti að koma milli •forsetans og nýja sambandsráðsins þótt Gorbatsjov eigi að gegna for- mennsku í því jafnt sem öryggisráð- inu nýja. Afleiðingin verði sem fyrr Húsnæðissparnaðar- reikningur Samkvæmt ákvæðum 3. málsl. 7. gr. laga nr. 49/1985 um húsnæðissparnaðarreikninga hefur ríkisskattstjóri reiknað út þærfjárhæðir sem um ræðir í 2. mgr. 2. gr. laganna og gilda vegna innborgana á árinu 1991: Lágmarksfjárhæð skv. 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna verður kr. 39.795 og hámarksfjár- hæð kr. 397.950. Lágmarksfjárhæð skv. 3. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna verður kr. 9.949 og hámarksfjárhæð kr. 99.490. Reykjavík, 20. desember 1990 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI pattstaða þar sem enginn hafi úr- slitavaldið. Fulltrúaþingið samþykkti á að- fangadag tillögu Gorbatsjovs um að efna til þjóðaratkvæðis þar sem lýst yrði stuðningi eða andstöðu við áframhaldandi einingu sambands- ríkisins. Einnig yrðu greidd atkvæði um það hvort leyfa skyldi einkaeign á jarðnæði en Gorbatsjov hefur sagt slíkar hugmyndir „smáborgaralegar. Tillögnrnar um þjóðaratkvæði voru báðar samþykktar með þorra greiddra atkvæða þingmanna. Ótti í Eystrasaltslöndunum Yfirmaður sovéska flotans á Eystrasalti, Vítalíj ívanov flotafor- ingi, sagði í ræðu á fulltrúaþinginu á miðvikudag að ýfingar mili herfor- ingja og embættismanna í Eystra- saltsríkjunum væru orðnar slíkar að soðið gæti upp úr hvenær sem væri. Hann sagði að kastað væri bensín- sprengjum að hermönnum og skotið á þá. „Öfgasinnarnir reyna að skapa aðstæður sem gera hermönnum nauðsynlegt að veija fjölskyldur sínar og börn með vopnum,“ sagði hann. Sams konar ásakanir voru bornar fram áður en Sovétmenn hófu að stórauka setulið sitt í lönd- unum árið 1939 en þeir atburðir reyndust undanfari innlimunar Eystrasaltsríkjanna í Sovétríkin 1940. Litháískur þingmaður sagði að umræðurnar um Eystrasalts- löndin og átök þar væru hluti barátt- unnar fyrir því að auka völd Gor- batsjovs, ættu að sanna nauðsyn aukinna forsetavalda. Béngt Gustafsson hershöfðingi, yfirmaður sænska heraflans, segir að ýmsar upplýsingar bendi til þess að Sovétherinn búi sig undir að taka völdin í Eystrasaltslöndunum. Sænska leyniþjónustan telur að Gor- batsjov ætli að setja neyðarlög í Sovétríkjunum til að geta notað her- inn gegn sjálfstæðishreyfingum. Ryzhkov sagður vera alvarlega hjartveikur Moskvu. Reuter. NÍKOLAJ Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, fékk hjartaáfall á þriðjudagskvöld og er nú á sjúkrahúsi í Moskvu. Míkhaíl S. Gor- batsjov Sovétleiðtogi sagði í gær að veikindi forsætisráðherrans væru alvarleg en læknar teldu líðan hans eftir atvikum góða. Óstaðfestar fréttir herma að Ryzhkov hafi veikst snögglega eftir að hafa deilt hart við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, á fundi í Moskvu þar sem saman voru komnir leiðtogar lýðvelda Sovétfíkjanna til að ræða fjár- lög næsta árs. Gorbatsjov greindi frá veikindum forsætisráðherrans á fundi fulltrúa- þings Sovétríkjanna á miðvikudag og sagði þá að Ryzhkov væri ekki talinn í lífshættu. Fréttir í gær hermdu að Jeltsín og Ryzhkov hefði lent saman á fundi í Moskvu á þriðju- dag en þær fengust ekki staðfestar. Gennadíj Janajev, sem í gær var kjörinn varaforseti Sovétríkjanna, sagði á miðvikudag að Ryzhkov hefði verið undir miklu „andlegu álagi" að undanförnu og gaf þar með til kynna að veikindi forsætis- ráðherrans, sem er 61 árs að aldri, tengdust kröfum um afsögn hans. Gorbatsjov skýrði frá því á þingi í gær að Ryzhkov væri alvarlega veikur en bætti við að honum hefði ekki hrakað. Fyrr um daginn hafði talsmaður Sovptleiðtogans hins veg- „ ar sagt í viðtali við Moskvu-útvarpið að veikindi forsætisráðherrans væru mikið áhyggjuefni þar sem þau hefðu ágerst. Ryzhkov tók við embætti forsæt- isráðherra árið 1985 og var þá talinn í hópi dyggustu stuðningsmanna Gorbatsjovs en nokkuð hagfæra þó. Að undanförnu hefur hann hins veg- ar tekið undir sjónarmið þeirra sem andmælt háfa örum breytingum þar eystra og þykir hafa færst nær harðlínukommúnistum og ráða- mönnum innan hersins. Umbóta- sinnar með Borís Jeltsín í broddi fylkingar hafa sótt hart að Ryzhkov á undanförnum mánuðum og sagt hann standa í vegi efnahagsumbóta í Sovétríkjunum. Sjálfur hefur Jeltsín margoft krafist þess að for- sætisráðherrann fari frá og lýst yfir því að hann muni enga þá ríkisstjórn styðja sem Ryzhkov situr í. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990 23 Thorbjöm Egiier látínn í Noregi Höfundur barnaleikritsins um fólk og ræningja í Kard- imommubæ, Norðmaðurinn Thorbjörn Egner, lést á jóladag, 78 ára að aldri. Frásagnir hans af þeim kumpánum, Karíusi og Baktusi, er hann samdi 1949, Lilla klifurmús og ræningjunum Kasper, Jesper og Jónatan urðu þekktar og vinsælar um allan lieim. Verk Thorbjörns Egners hafa verið þýdd á 24 tungumál, að sögn Aftenposten. Höfundurinn hlaut menntun í myndhöggvaralist fyrir stríð og vann um hríð við að teikna ■ CARACAS. Herinn í Surinam rændi völdum á aðfangadagskvöld án þess að til átaka kæmi. Herinn tók einnig völdin árið 1980 og var landið undir stjórn yfirmanns hers- ins, Desi Bouterse, fram til ársins 1987 er lýðræðisleg stjórn undir forsæti Ramsewaks Shankars tók við. Bouterse sagði af sér yfir- mannsstöðu hersins á aðfangadags- morgun og við tók Ivan Graano- ogst en almennt er þó talið að Bouterse standi á bak við valdarán- ið. Búist var við afsögn Shankars í gær. Graanoogst hefur sagt að bráðabirgðastjórn verði mynduð og efnt til leynilegra og fijálsra kosn- inga innan 100 daga. Állt var með Thorbjörn Egner. kyrrum kjörum í höfuðborg Surin- am, Paramaribo, í gær. Surinam er á norðausturhorni S-Ameríku og þar búa 410.000 manns. ■ SEOUL. Forseti Suður-Kóreu, Roh Tae-woo gerði meiriháttar breytingar á ríkisstjórn sinni í gær og tilnefndi m.a. nýjan forsætisráð- herra, Ro Jai-hong. Með aðgerðun- um var hann að bregðast við minnk- andi vinsældum og trú almennings á sér. Stjórnarandstaðan og um 10 fráfarandi ráðherrar brugðust harkalega við breytingunum og mótmæltu þeim kröftuglega. Þeir sögðu að nýju ráðherrarnir væru harðlínumenn sem myndu hægja á öllum framförum í lýðræðisátt og auglýsingar. Hann ritaði tvær bækur um gömul hús í Þelamörk á stríðsárunum og myndskreytti þær sjálfur. Heimsfrægð hlaut hann á sjötta áratugnum fyrir Kardimmommubæinn sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Egner fylgdist vandlega með uppfærslum og þýðirigum á verk- um sínum og reyndi að gæta þess að allt kæmist til skila. Honum þótti takast einstaklega vel að skrifa um heldur illa þokkuð fyrir- bæri með svo hlýlegum og gaman- sömum hætti að þau nutu nok- kurrar samúðar og skilnings. herða mjög afstöðuna gagnvart Norður-Kóreumönnum. ■ BEIRÚT. Tvær stærstu fylk- ingar kristinna manna í Líbanon hafa hafnað þátttöku í 30 manna sameiningarstjórn Omars Karamis forsætisráðherra, sem nýtur stuðn- ings Sýrlendinga, að sögn háttsetts embættismanns innan Falangista- flokksins í gær. Alfred Madi sagði að Falangistaflokkurinn og önnur hreyfing, Líbönsku sveitirnar, myndu ekki ganga til liðs við ríkis- stjórnina. Nýrri stjórn Karamis var ætlað að binda endi á borgarastríð sem geisað hefur í Líbanon í 15 ár milli kristinna manna og múha- meðstrúarmanna. Reuter Fyrrverandi konungi vísað úr landi Mikjáli, fyrrverandi Rúm- eníukonungi, var vísað úr landi snemma á miðviku- dagsmorgun, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann kom til hei- malands síns í fyrsta sinn í 43 ár. Mikjáll var sakaður um að vera að reyna að stofna til vandræða með komu sinni. Stjórnarand- stöðuflokkar í Rúmeníu gáfu út yfirlýsingu í gær þar sem brottvísunin var harðlega gagnrýnd. Kon- ungurinn fyrrverandi kom til landsins á einkaþotu á jóladagskvöld. Hann var í fylgd konu sinnár, einnar fimm dætra og fjögurra vina. Rúmum 100 km fyrir utan Búkarest var hópur- inn stöðvaður af lögreglu og var Mikjáli fylgt til her- flugvélar sem flaug með hann til Genfar í Sviss, þar sem hann hefur búið í út- legð síðan 1947. ■■ ; s.a|... Markviss leið lækka skattana þína SÍÐUSTU FORVÖÐ Á ÞESSU ÁRI! íslenski hiutabréfasjóöurinn er hlutafélag sem fjárfestir í verðbréfum, einkum hlutabréfum, margra arðbærra og vel rekinna íslenskra fyrir- tækja. Með því að f járfesta í hlutabréfum félags- ins gefst þér kostur á að eignast hlutabréf með dreifðri áhættu og von um góða ávöxtun. íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. nýtur viðurkenn- ingar ríkisskattstjóra þannig að kaup einstaklinga í félaginu eru að vissu hámarki frádráttarbær frá skattskyldum tekjum. Dæmi: Þú kaupir hlutabréf í íslenska hlutabréfasjóðn- um hf. fyrir 115.000.- krónur. Skattfrádráttur vegna kaupanna nemur kr. 45.758.-* en þá upp- hæð færð þú endurgreidda frá skattinum. Hjón sem kaupa hlutabréf fyrir tvöfalt hærri upphæð fá að sama skapi tvöfalt hærri upphæð endurgreidda frá skattinum. * Miðað er við 39.79% skatthlutfall. Kynntu þér kosti þess að fjárfésta í hlutabréfum fé- lagsins með ráðgjöfum Landsbréfa hf. Upplýsingar vegna hlutafjárútboösins liggja frammi hjá Landsbréfum hf. og í útibúum Lands- banka íslands, þ.m.t. Samvinnubankanum, um land allt. LANDSBREF H.F. Landsbankinn stendur meö okkur Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, sími 91-606080 Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aöili að Verðbréfaþingi íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.