Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990
31
Minning:
Jóhanna Bima Helga-
dóttir, Fremstagili
■ Fædd 6. júlí 1911
Dáin 21. deseinber 1990
Eins og Agli er okkur tregt tungu
að hræra. í miðju skammdeginu og
aðeins nokkrum dögum fyrir hátíð
ljóss og friðar hefur amma okkar
verið kvödd á vit feðra sinna. Orð
virðast fátækleg til að minnast
þessarar konu sem skilur eftir sig
stórt skarð í lífi þeirra sem hana
þekkja.
Aldrei aftur mun hún taka á
móti okkur með opinn faðminn á
tröppunum á Fremstagili. Afkom-
endur okkar munu ekki þekkja
þessa konu sem þriggja ára syrgði
móður sína í litlum torfbæ í Skaga-
firði, lifði frostaveturinn mikla, ver-
aldarstríðin tvö og sá inn í öld hrað-
vaxandi tölvu- og upplýsingaþjóðfé-
lags. Við yljum okkur við minning-
arnar. Á björtum sumarkvöldum las
hún fyrir okkur söguna um Ugga
litla Greipsson, sem frekar vildi
síróp en hákarlalýsi, þrátt fyrir for-
tölur afa á Knerri og þegar eldaði
af degi vakti hún kúasmalana sína
með með fáeinum viskuorðum,
rúsínum eða súkkulaði í munninn.
Seinna sagði hún okkur sögur af
því þegar hún var vinnukona á
Akureyri og keypti prógrammið af
bíómyndum til þess að þurfa ekki
að fara á myndirnar en geta þess
í stað keypt hátísku sokka. Hún
fylgdist vel með og hafði þann fá-
gæta eiginleika að geta skipt um
skoðun á málefnum að vel ígrund-
uðu máli. Til dæmis sagðist hún
ekki hafa haft gaman af sögum
Halldórs Laxness fyrr en hún á
gamalsaldri tók upp á því að lesa
Sækur hans upphátt.fyrir sjálfa sig
eftir að skyggja tók á kvöldin.
Passíusálmarnir voru aftur á móti
í miklu uppáhaldi hjá henni alla tíð.
Amma hafði þann mikilsverða eig-
inleika að hún kunni að hlusta og
ráð hennar einkenndust öðru frem-
ur af sanngirni og umburðarlyndi.
Ekki mátti hún heldur aumt sjá án
þess að rétta hjálparhönd. Einnig
var hún mikill dýravinur og voru
dýr margir hennar bestu vinir.
I framtíðinni eins og áður verður
hún verndarengill okkar í blíðu og
stríðu. Kynnin við hana hafa verið
okkur dýrmæt og reynsla og vega-
nesti hvert sem leið okkar á eftir
að liggja.
Anna Gunnhildur,
Hilmar, Birna og Jón
Heiðar Olafsbörn.
Birna Helgadóttir á Fremstagili
er látin. Ég sakna hennar. Með
henni er gengin mæt sómakona,
sem miðlaði mildi og hlýju hvar sem
hún kom. Hún hafði rúmu hálfu
ári fátt í áttrætt þegar dauðinn
átti við hana erindi.
Meginhluta starfsævi sinnar átti
hún að Fremstagili, þar sem hún
stýrði búi ásamt manni sínum,
Hilmari A. Frímannssyni, umn ára-
tuga skeið. Hilmar missti hún fyrir
tíu árum, en búsetu hafði Birna
áfram á Fremstagili, en þar höfðu
þá tekið við búsforráðum sonur
hennar Valgarður og tengdadóttirin
Vilborg Pétursdóttir.
Á árunum milli 1950-1960 var
gjarnan farskóli á Fremstagili, og
þar nutum við systkinin nærgætni
hennar þegar á þurfti að halda.
Nálega 30 árum síðar var ný kyn-
slóð að vaxa úr grasi á Geita-
•skarði, og þau börn sóttu skóla að
Fremstagili fyrstu þijá vetur sinnar
skólavistar. Þessum börnum var
hún eins og besta amma.
Ég hygg að Birna hafi verið lán-
söm kona. Henni auðnaðist að horfa
á barnahópinn sinn komast til
manns og verða að nýtum borgur-
um samfélagsins, og hún átti þess
líka kost að fylgjast meðbarnabörn-
unum vaxa og dafna. Áreiðanlega
var börnum Valgarðs og Vilborgar
mikill styrkur að ömmu, og ekki
síður þroskandi fyrir þau að fá að
alast upp að nokkru undir liennar
leiðsögn.
I mínum huga var Birna fyrst
og fremst maður gróandans og
vorsins, og þannig lifir hún í minn-
ingu minni.
Fjölskyldan á Geitaskarði sendir
börnum, tengdabörnum og barna-
börnum hennar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Birnu.
Á.S.
Á skemmsta degi ársins barst
okkur helfregn Birnu Helgadóttur,
fyrrum húsfreyju á Fremstagili í
Langadal.
Við höfðum verið nágrannar um
áratuga skeið, og átt samstarf og
samstöðu um margháttuð málefni,
bæði á sviði félagsmála og í önn
hins daglega lífs.
Það var jarðvegurinn, sem vin-
átta okkar óx úr. Hún fæddist á
Kirkjubóii í Skagafirði, dóttir Helga
Guðnasonar bónda þar, og konu
hans, Sigurbjargar Jónsdóttur. Að
þeim stóðu eyfirskar og þingeyskar
ættir.
Ekki hlotnaðist Birnu önnur
skólaganga en sú, er látin var duga
börnum þess tíma. En allar þær
þrautir og próf, sem langt líf færði
henni í hendur, leysti hún þannig
að ekki þurfti um að bæta.
I endurminningu okkar er hún
fyrst og fremst húsmóðir. Um-
hyggja fyrir heimilinu, barnahópn-
um sínum og öðru því fólki er for-
sjár hennar naut, var gildasti þátt-
urinn í eðlisgerð hennar.
Framkoma hennar og fas var
kyrrlátt og hlýtt, en markað festu.
Það var borin fyrir henni vircfing,
og hún stjórnaði án pilsaþyts.
Hún var lánsöm kona. Framan
af ævi var það hennar hamingja
að giftast góðum manni. Hilm'ar
Arngrímur Frímannsson hét hann
(d. 13. júní 1980). Með honum átti
hún langt og farsælt samlíf, og hóp
barna, sem öll hafa reynst nýtir
borgarar.
Bóndi hennar sagði eitt sinn að
hann hefði fengið hamingjuna í
heimanmund með henni Birnu, og
satt mun það hafa verið.
Hin síðari árin var hamingja
hennar sú, að eftir að bús- og heim-
ilisforráð voru komin í hendur Val-
garðs sonar hennar og konu hans,
Vilborgar Pétursdóttur, þá hélt hún
áfram að vera þar virtur og virkur
þátttakandi í erli daganna, eftir því
sem þrek entist til. Hún átti þar
áhyggjulaust skjól og fylgdist með
ömmubörnunum þremur vaxa úr
grasi.
Slðasti votturinn um hversu þetta
hvikula og vandhöndlaða fyrirbæri,
sem kallað er hamingja var henni
handgengið er, að alveg þar til
maðurinn með ljáinn sótti hana
heim, hélt hún fullri andlegri reisn.
Hún þurfti ekki að þola þá raun
í ellinni að verða ósjálfbjarga vesal-
ingur, sem alfarið var upp á aðra
komin.
Dauðinn hitti hana með skóna á
fótunum, að starfi heima á
Fremstagili, þar sem hún var að
greiða jólunum leið í bæinn. Það
var henni líkt.
Þetta á að vera kveðja okkar,
gömlu hjónanna frá Geitaskarði til
Birnu. Hún er borin fram af virð-
ingu og þökk. Vottum fjölskyldunni
samúð.
Sigurður og Valgerður
í einu vetfangi sjáum við hvað
lífið er stutt og við erum alltaf jafn
óviðbúin því sem koma skal. Svo
var um mig er mér barst andláts-
fregn tengdamóður minnar, Jó-
hönnu Birnu Helgadóttur.
Þá renna í gegnum hugann minn-
ingar um hana frá fyrstu kynnum
til okkar síðustu samfunda í haust.
Mér er minnisstætt er ég sá hana
fyrst þessa vingjarnlegu myndai'-
konu þegar hún tók á móti mér í
eldhúsinu sínu á Fremstagili. Sá
bær var henni afar kær enda dvald-
ist hún þar allan sinn búskap. Oft
rifjaði hún upp, svona til að kynna
mér ungum manni, hvað túnið var
þýft og skepnuhús léleg og bar það
gjarnan saman við það sem mætir
augum okkar nú.
Þegar hún talaði um þetta leyndi
sér ekki jive stolt hún var af sínum
ágæta manni, Hilmari Frírríanns-
syni, bóndasyni frá Hvammi, sem
hreyf huga hennar er hún gerðist
kaupakona hjá honum á jörðinni
sem hann hafði þá þegar fest kaup
á.
Tengdamóðir mín var af góðu
bændafólki komin. Móðir hennar
eyfirsk gáfukona en faðirinn Bárð-
dælingur, góður og hlýr. Þau hófu
búskap í Skagafirði og þar fæddist
Birna 6. júlí 1911 á bæ er hét
Kirkjuhóll. Móðir sína missti hún
þriggja ára gömul og fluttist hún
þá með föður sínum að Þröm og
þaðan átti hún sínar bernskuminn-
ingar með systkinum sínum, föður
og stjúpmóður. En föður sinn missti
hún sviplega er hann féll af hest-
baki. Þá þegar var ekki um annað
FRESTUR AÐ RENNA ÚT
TIL AÐ TRYGGJA SÉR
LÆKKUN Á TEKJUSKATTI
Sérstök ákvæöi skattalaga heimila þeim sem fjárfesta í
hlutabréfum vissra fyrirtækja, að draga frá skattskyldum
tekjum að ákveðnu hámarki kaupverð hlutabréfanna.
Við höfum í sölu hlutabréf í nokkrum traustum fyrirtækjum.
Verið velkomin í afgreiðslu okkar að Suðurlandsbraut 18
eða að hringja í síma 688568. Við gefum ykkur góð ráð.
UERÐBRÉFAUIÐSKIPTI
V/ SAMUINNUBANKANS
SUÐURLANDSBRAUT 18 ■ SÍMI 688568
að ræða en að fara að vinna fyrir
sér en hún var þá á fimmtánda
ári. Var hún heppin í þeim efnum
og réðst í góðar vistir á Akureyri,
sem var sá skóli sem dugði henni
mætavel.
Hún naut þess að hlúa að fólki
og yfirleitt öllu sem var lifandi,
nutu margir þess. Heimilið hennar
oft mannmargt, börn á sumrin og
gestir margir, og alltaf tekið á
móti fólki með hlýju og nóg pláss
fyrir alla.
Hilmar bóndi hennar réðst til
margra starfa fyrir sveit sína og
þurfti oft ' að bregða sér frá og
hvíldi þá umsjá heimilisins á hennar
herðum. Heimilið er skemmtilegt
og þar dvöldust börnin okkar öll,
sumar eftir sumar, það er alltaf til-
hlökkun að koma í Fremstagil.
Á Fremstagili ólust börnin þeirra
upp, fimm að tölu. Halldóra gift
undirrituðum, Guðmundur Frímann
kvæntur Gerði Hallgrímsdóttir,
Anna Helga ógift, Valgarður
kvæntur Vilborgu Pétursdóttur og
Hallur, unnusta hans er Elín Jóns-
dóttir. Barnabörnin eru orðin fjórt-
án og litlu barnabarnabörnin eru
sjö.
Allt þetta fólk var hennar eftir-
lætis umræðuefni. Naut hún þess
þegar við vorum sem flest í heim-
sókn hjá henni.
Mann sinn missti hún fyrir tíu
árum en þá hafði Valgarður sonur
þeirra og Vilborg kona hans tekið
við og haldið áfram við að fegra
og bæta jörðina af miklum myndar-
skap. Það var henni mikil gleði að
fá að dveljast þar og taka áfram
þátt í öllu sem fram fór utan húss
og innan auk þess sem hún pijón-
aði og las sér til gamans enda
heilsuhraust til síðustu stundar.
Hafði hún gott eyra fyrir kveð-
skap og var fljót að búa til Ijóð og
stakar vísur.
Hún var kölluð á braut í miðjum
jólaundirbúningi, var að snotra til
í kringum sig.
Birnu verður sárt saknað og kann
ég henni bestu þakkir fyi'ir sam-
fylgdina._
Olafur Heiðar Jónsson
BILALEIGA
AKUREYRAR
Traustir hlekkir
í sveiganlegri keðju
hringinn í kringum landið
Bflaleiga með útibú
allt í kringum landið,
gera þér mögulegt að leigja bíl
á einum stað
og skila honum á öðrum.
Nýjustu
MITSUBISHI
bílarnir alltaf til taks
Reykjavík: 91-686915
Akureyri: 96-21715
Borgarnes: 93-71618
ísafjörður: 94-3574
Blönduós: 95-24350
Sauðárkrókur: 95-35828
Egilsstaðir: 97-11623
Vopnafjörður: 97-31145
Höfn í Hornaf.: 97-81303
ÓDÝRIR
HELGARPAKKAR
STÝRT
VIÐHAID
NÁMSKEIÐ
Efnt verður til námskeiðs um stýrt viðhald véla,
tækja og mannvirkja dagana 4. og 7. janúar 1991.
Námskeiðið er ætlað þeim, sem stjórna og annast
viðgerðar- og viðhaldsverk.
Á námskeiðinu verða eftirtalin atriði til meðferðar:
- Hvað er kerfisbundið viðhald?
- Mismuninn á viðgerð og viðhaldi.
- Uppsetningu viðhaldskerfis.
- Skráningu gagna fyrir stýrt viðhald.
- Skráningar sem tengjast kerfinu.
- Viðhaldskerfið í notkun.
- Stýrt viðhald í tölvuvæddu formi (PC).
Um þessi atriði verður fjallað í fyrirlestrum og með
verklegum æfingum. Að námskeiðinu loknu eiga
þátttakendur að hafa tileinkað sér ný vinnubrögð
og öðlast þjálfun til þess að koma þeim á - hver á
sínum vinnustað.
Námskeiðsgjald er kr. 9.500,-
Þátttaka tilkynnist eigi sfðar en 2. janúar í síma
91-621755.
FÉLAC MÁLMl Ð NAÐ ARFYTHRDBKÁJW