Morgunblaðið - 28.12.1990, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990
35
bættist við í hans tregafullu lífsbar-
áttu, fullur vissu um að hann héfðí
betur með aðstoð vilja síns og
vísinda. Viljastyrkinn hafði hann
en vísindin kunnu ekki ráð.
I dag kveð ég þennan mág minn,
félaga og vin. Samverustundir okk-
ar einkenndust af kímni og gleði,
það var stutt í brosið. Þannig var
það strax frá fyrstu stundu og til
þeirrar síðustu. Hann var engu að
síður fremur lokaður maður og bar
tilfinningar sínar ekki á torg.
Einkenni Friðriks voi-u látleysi
og góðmennska. Hann var hrekk-
laus. Mjög einlægur. Með góða
nærvist. Ekki sló han um sig í ver-
aldlegum gæðum og raunar mætti
honum nokkurt andstreymi í lífsins
vafstri. Á andlega sviðinu naut
hann hins vegar velgengni, var
bæði skarpgreindur og mjög vel að
sér. Hafsjór af fróðleik og bók-
hneigður.
Friðrik var kvæntur Ólöfu Hall-
dórsdóttur. Hún var bæði eiginkona
hans og besti vinur. í erfiðri bar-
áttu hans við hinn banvæna sjúk-
dóm sýndi.hún fádæma styrk. Þetta
var barátta þeirra beggja; hönd í
hönd. Þegar honum hrakaði stöpp-
uðu þau full vonar og bjartsýni stál-
inu í hvort annað. Þetta skyldi tak-
ast. Umönnun hennar fyrir manni
því að hún var af Eyrinni eins og
ég. Þetta kvöld hófst vinátta milli
okkar Þórhildar, sem hefur staðið
óslitið í 18 ár. Hún uppfræddi mig
unglinginn og studdi og uppörfaði
við þau störf, sem mér voru falin
innan stúkunnar. Hún gegndi ávallt
embættum í ísafold meðan henni
entist heilsa og henni voru falin
mjög mörg trúnaðarstörf á öðrum
stigum Reglunnar. Öllum þessum
störfum gegndi hún með miklum
sóma, enda átti hún létt með að
koma fyrir sig orði. Hún var vel
greind, prúð í allri framkomu og
stórmyndarleg, og ég held að öllum
stúkubræðrum og systrum hafi þótt
vænt um hana.
Þórhildur var fonnaður Friðbjarn-
arhúsnefndar, minjasafns templara
á Akureyri, í mörg ár og vann ég
með henni þar, mér til mikillar
ánægju, og áttum við yndislegar
stundir í þessu gamla húsi. Gerði
hún þar marga góða hluti. Þórhildur
gegndi embætti í Stórstúku íslands
í mörg ár, og fórum við ásamt Klöru
Nielsen, sem var sérstök vinkona
hennar, saman á Stórstúkuþing, sem
haldin eru annað hvert ár. Það
fannst okkur mjög skemmtilegt, og
oft var þar tekist á um menn og
málefni, og lagði Þórhildur ávallt
gott til málanna. Góðtemplarareglan
átti hug hennar allan, og tel ég, að
hún hafi verið einn traustasti félagi
Reglunnar. Enginn í Reglunni hefur
reynst mér betur bæði í blíðu og
stríðu öll þessi mörgu ár og fyrir
það allt þakka ég henni. Þórhildur
var gerð að heiðursfélaga bæði í
stúkunni ísafold nr. 1 og í Stórstúku
Islands fyrir vel unnin störf.
Þórhildur vann að fleiri góðum
málum. Hún starfaði í Kvenfélagi
Akureyrarkirkju og Kristniboðsfé-
lagi kvenna og var einn af stofnend-
um Slysavarnafélags kvenna á Ak-
ureyri. Hún var mjög trúuð kona,
og ég veit, að hún hefur fengið góða
heimkomu, þar sem hún hefur hitt
alla ástvini sína aftur.
Eg sendi öllum ættmgjum hennar
samúðarkveðjur, sérstaklega Rafni
Hjaltalín, bróðursyni hennar, sem
hefur verið henni ómetanleg stoð í
gegnum árin.
Veri hún svo Guði falin mín kæra
vinkona og hafi þökk fyrir allt og
allt.
Sigurlaug Ingólfs
V^terkurog
KJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
§ fHurumihltalíiíh
sínum var alger og aðdáunarverð.
Hún svaf og vakti yfir honum. Hún
var hans ómetanlegi styrkur. Mjög
máttvana kvaddi hann hljóðlega í
svefni á heimili þeirra. Ólöf á mína
allra dýpstu samúð.
Þrátt fyrir mikla löngun auðnað-
ist þeim Friðrik og Ólöfu ekki að
eignast barn saman. Þau voru engu
að síður þijú samhent í íjölskyld-
unni. Friðrik gekk mjög ungum
syni Ólafar, Halldóri, í föður stað
í upphafi sambúðar þeirra. Þeir
urðu ekki aðeins feðgar heldur
miklir og nánir vinir. Þeir skildu
hvor annan og treystu hvor öðrum.
Þeir voru feðgar sem gátu talað
saman. Söknuður Halldórs er nú
mikill. Megi honum veitast styrkur
í sorg sinni.
Friðrik var sonur Brynleifs H.
Stéingrímssonar, læknis á Selfossi,
og Sigríðar Friðriksdóttur. Sigríður
dó af völdum sama sjúkdóms og
Friðrik, krabbameini, um jólaleytið
fyrir fimmtán árum, 19. desember
1975, eftir mjög svo_ erfiða og
stranga sjúkdómslegu. I annað sinn
hefur því sami sjúkdómur bankað
á dyr fjölskyldunnar í upphafi há-
tíðarinnar miklu, jólanna.
Friðrik ólst að mestu upp í
Svíþjóð en þar bjó ijölskyldan um
árabil. Árin í Svíþjóð, fjarri ættingj-
um á íslandi, þjöppuðu fjölskyld-
unni saman. Enda er það svo að
árin í Svíþjóð ber ævinlega á góma
þegar fjölskyldan hittist. Sérstak-
lega eru það ærslafull sumarferða-
lög um Evrópu sem eru ofarlega í
minni. Þessi bernskuár Friðriks
voru honum mjög kær.
Sáttur við alla kvaddi hann þenn-
an heim þótt hann hefði fulla
ástæðu til að vera beiskur út í örlög-
in. Hann spurði samt aldrei spurn-
ingarinnar: Hvers vegna ég? Þess
í stað þakkaði hann fyrir hvern dag
sem hann fékk til viðbótar. Nýr
dagur gaf honum von. Það þarf
mikinn styrk til að horfast í augu
við líf sitt fjara hægt og sígandi
út. En hann kvartaði aldrei. Þannig
var Friðrik.
Viðhorf hans kom vel í ljós þegar
hann fór að jarðarför ungbarns fyr-
ir nokkrum vikum. Eftir á hafði
hann á orði að hann mætti vera
þakklátur, hann hefði fengið að lifa
í 32 ár, en hið nýfædda barn aðeins
tvo mánuði. í svona orðum blasir
það aldrei betur við hvað vandamál-
in, sem fengist er við í hörðum
heimi lífsgæðakapphlaups — og alla
ætlar að æra — eru innantóm og
einskis verð borin saman við þá
einlægu ósk í heimi helsjúkra; að
fá að lifa.
Kveðjum góðan dreng í dag.
Megi góður guð veita konu hans
og syni fyllsta styrk í djúpri sorg
þeirra. Megi góður guð létta á harmi
systra hans, bróður, föður og ann-
arra venslanmnna. Blessuð sé minn-
ing Friðriks Brynleifssonar.
Jón G. Hauksson
Gleymdu ekki hlutabréfunum í ár !
HLUTABRÉFASJÓÐUR VÍB HF.
Einfalt, öruggt og arðbært
Hlutabréfasjóður \1B hf., HVIB var stofnaður.
til þess að bjóða einstaklingum einfalda, örugga og
arðbæra leið til að ávaxta sparifé sitt í hlutabréfum
og njóta jafnframt skattafrádráttar.
Áhættudreifing
Áhætta hlutabréfa felst einkum í því að verð
hlutabréfa í einstökum fyrirtækjum getur verið
sveiflukennt. H\TB dregur úr þessari áhættu með
þ\'í að kaupa hlutabréf í mörgum fyrirtækjum, í
þeim hlutföllum sem sérfræðingar VÍB telja
hagkvæmast hverju sinni. Með kaupum á
hlutabréfum H\TB fæst þannig veruleg áhættu-
dreifíng.
Góð ávöxtun
Hlutabréfín eru ávísun á eignarhlut í fjölda
fyrirtækja og þar með hlutdeild í afrakstri þeirra.
Ávöxtun hlutabréfa HVÍB fylgir þ\’í náið hag fyrir-
tækjanna oggetur orðið mjög góð þegar vel árar.
Lægri skattar
Einstaklingum er heimilt að draga kaupverð
hlutabréfa í HVIB frá tekjuskatts- og útsvarsstofni
sínum að vissu marki.
Á árinu 1989 nam hámarkskaupverð til skatta-
frádráttar 115.000 kr. hjáeinstaklingum og230.000
kr. hjá hjónum. Hjón sem fullnýttu skattafrádrátt
sinn á síðasta ári fengu þannig endurgreiddar
röskar 86.000 kr. frá skattinum.
Verið velkomin í afgreiðslu VÍB í Ármúia 13a, eða hringið í síma 91-681530.
Útboðsrit HVIB liggur frammi hjá VÍB og í útibúum íslandsbanka um land
allt
Opið á morgun
laugardag
frákl. 10-14.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.
HMARK-afgreiðsla, Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík. Sími 21677.