Morgunblaðið - 28.12.1990, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 28.12.1990, Qupperneq 36
m MQKr.y.NBWApifí, FpSTjUPAfiUfl^-! DfíSJyMliKR l!)j)l), t Ástkær móðir okkar, ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Arnarholti, Hrísateigi 13, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum 26. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn hinnar látnu. + Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, SÓLVEIG ÁSA JÚLÍUSDÓTTIR, Bugðulæk 2, andaðist á annan dag jóla í Borgarspítala. - Steinar Freyson og synir. + Elskuleg eiginkona mín, INGUNN THORODDSEN, Fjólugötu 19 lést miðvikudaginn 19. desember á öldrunarlækningadeild Landspítalans. Útförín fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2. janúar kl. 13.30. Þorvaldur Thoroddsen. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN EGGERTSDÓTTIR WAAGE, Hamraborg 18, Kópavogi, lést á Landspítalanum þann 24. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Valur Waage, Helena Brynjólfsdóttir, Guðrún Lind Waage, Stefanía Lind Stefánsdóttir. t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÁRNI MATHIESEN JÓNSSON, lögfræðingur, Álftamýri 48, lést 25. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Hrefna Herbertsdóttir, Herbert Árnason, Herdís Érla Magnúsdóttir, Ólafía Árnadóttir, Reynir Olsen, Hertha Árnadóttir, Ólafur K. Ólafsson. og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ERLENDUR INDRIÐASON, Skúlaskeiði 18, Hafnarfirði, lést á Sólvangi þann 25. desember. Vilhelmina Arngrimsdóttir, Sigurfljóð Erlendsdóttir, Anna Erlendsdóttir, Kristján J. Ásgeirsson, Davíð Erlendsson, Vignir Erlendsson, Inga Áróra Guðjónsdóttir, Arngrimur Erlendsson, Steinar Erlendsson, Erla M. Erlendsdóttir, Ólafur Örn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, mágur og tengda- sonur, FRIÐRIK BRYNLEIFSSON, Tjarnargötu 10, Reykjavík, lést á heimili sínu 22. desember sl. Útför hans veröur gerð frá Dómkirkjunni í dag, 28. desember, kl. 15.00. Ólöf Halldórsdóttir, Halldór H. Guðmundsson, Brynleifur H. Steingrímsson, Hulda Guðbjörnsdóttir, Guðrún H. Brynleifsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Helga Brynleifsdóttir, Jón G. Hauksson, Brynja Blanda Brynleifsdóttir, Steingrímur Brynleifsson, Sjöfn Jónasdóttir, Halldór Gunnarsson. Arni Sæmundsson Bala - Minning Fæddur 27. júní 1897 Dáinn 17. desember 1990 Hann afi er látinn á 94. aldursári. Við ætlum ekki að tíunda ævifer- il hans hér, heldur aðeins að minn- ast hans í örfáum orðum. Við systkinin vorum svo lánsöm að alast upp í sama húsi og afi og amma, heimilishald var þó aðskilið. Það var gott að leita til þeirra þeg- ar leysa þurfti einhver vandamál. Þó svo að afi væri ekki hrifinn af glysi heimsins og teldi að fólk hefði það allt of gott nú til dags var hann fús að lána okkur í bíó þegar hann var beðinn. Afi var mjög trúaður. Hann fór alltaf til messu þegar messað var. Og alltaf hlustaði hann á guðsþjón- ustuna í útvarpinu á sunnudögum. Hann hafði þá sálmabókina í hönd- unum og söng jafnvel með. Við gættum þess að trufla hann ekki þá. Eftir að amma dó fyrir rúmum 9 árum var afi í fæði hjá foreldrum okkar. Hann átti sinn fasta sess í lífi okkar og við bárum virðingu fyrir honum. Hann sat alltaf á sama stað við borðið og ef einhver sat í sætinu hans þegar hann kom, stóð sá hinn sami samstundis upp fyrir honum. Ekki það að hann ætlaðist til þess, þvert á moti. Hann sagði ætíð „sittu kjur, ég sest bara ann- ars staðar". En sú varð ekki raun- in, þess var krafist að hann settist í sitt sæti. Hann vildi aldrei láta hafa neitt fyrir sér. Afi hafði mjög gaman af að ræða um daginn og veginn og gladdist mjög ef hann fékk gesti. Við reynd- um alltaf að fara yfir til hans og rabba við hann sérstaklega, þegar við vorum í heimsókn hjá foreldrum okkar þó svo að við værum búnar að hitta hánn þar. Hann hlustaði alltaf á fréttirnar og las blöðin og fylgdist því vel með því sem var að gerast. + SIGRÍÐUR INGVARSDÓTTIR frá Efri-Reykjum, Biskupstungum, andaðist á Ljósheimum, Selfossi, 26. desember. Synir hinnar látnu. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Bæ, Miðdölum, verður jarðsungin frá Kvennabrekkukirkju laugardaginn 29. des- ember kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8.00. Baldur Friðfinnsson, Álfheiður Þorsteinsdóttir, Bragi Friðfinnsson, Ester K. Celin, Hreinn Friðfinnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkaer eiginkona min, móðir okkar, amma, dóttir, tengdamóðir, systir og mágkona, ÓLÖF JÓNSDÓTTIR, Tjarnargötu 16, er lést 17. desember sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 28. desember kl. 13.30. Baldur Zóphaníasson, Þyrí Marta Baldursdóttir, Soffía Kolbrún Pitts, David Lee Pitts, Elías Bjarni Baldursson, Smári Orn Baldursson, Elvur Rósa Sigurðardóttir, Hafdís Birna Baldursdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR ÓLAFSSON, Haga, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 29. desember kl. 13.30. Ragnheiður Hannesdóttir, Hannes Gunnarsson, Ása Bjarnadóttir, Magnús Gunnarsson, Guðrún Ingvarsdóttir, Ólafur R. Gunnarsson, Bergrún Sigurðardóttir, Sigurður K. Gunnarsson, Þórunn Jónsdóttir og barnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR B. BJÖRNSSON, Strandaseli 9, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. desember kl. 13.30. Sigurður Gunnlaugsson, Oddný Sturludóttir, Björn Gunnlaugsson, Sigrún Pedersen, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Margrét Halldórsdóttir, l'var Gunnlaugsson, Kristbjörg Gunnarsdóttir, Ásgeir Gunnlaugsson, Þórunn Lúðvíksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Afi hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálunum og hélt fast í þær til hins síðasta. Hann virti þó skoðanir annarra en gat orðið ansi heitur ef honum fannst farið með rangt mál. Nú hefur hann fengið hvíldina. Blessuð sé minning hans. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson) Margrét Jónsdóttir og Elín Jónsdóttir. Hann andaðist í Sjúkrahúsi Suð- urlands 17. desember sl. 93 ára að aldri. Árni fæddist á Lækjarbotnum í Landsveit 27. júní 1897 sonur hjónanna Sigríðar Theodóru Páls- dóttur og Sæmundar Sæmundsson- ar bónda er þar bjuggu. Börn hjón- anna á Lækjarbotnum urðu 7 sem komust til fullorðinsára. Systurnar Katrín og Guðrún sem vo/u bænda- konur í Landsveit, Jóhanna Vigdís, Pálína og Guðríður húsmæður í Reykjavík og bræðurnir Árni sem hér er kvaddur og Sæmundur sem nú er einn eftir, hefur hann búið í Reykjavík. Árið 1909 missa þau föður sinn og þá verður móðir þeirra fljótlega að leysa upp heimilið og koma börnunum fyrir hjá frændum og vinum. Ámi fór að Holtsmúla í Landsveit til hjónanna Guðrúnar Jakobsdóttur og Jóns Þorsteinsson- ar var það traust og gott heimili, sem Árni mat mikils. Móðir þeirra fór fljótlega til Reykjavíkur og Sæmundur fylgdi henni, þar áttu systkinin gott athvarf, alltaf fannst mér í minningum þeirra þau öll vera komin heim, þegár þau komu til móður sinnar og bróður, þar sem þau bjuggu í Reykjavík, svo var sterkur kærleiksþráður á milli móð- ur og barna. Móðir þeirra var vel gefin og fróðleiksfús og studdi börn sín til að afla sér menntunar, eftir því sem hægt var. Árni var greind- ur maður. Hamkbar þann mann, að honum var treyst fyrir ýmsum málum innan sinnar sveitar. Hann lærði á orgel og hafði yndi af falleg- um söng og góðri tónlist. Árið 1921 giftist hann Margréti Loftsdóttur frá Neðra-Seli í Land- sveit og byrjuðu þau búskap á Snjallsteinshöfðahjáleigu í Land- sveit, sem nú nefnist Árbakki. Þar bjuggu hjónin í 17 ár og eignuðust 8 börn en af þeim komust 6 til full- orðinsára en þau voru Lovísa Anna, Svava Þuríður og Guðlaugur sem búa í Þykkvabæ, Sigríður Theodóra og Rut sem búa í Reykjavík og Sæmundur drukknaði 1944. Árið 1938 fluttust þau að Bala í Þykkvabæ og þar bjuggu þau, þar til Margrét andaðist þann 12. ágúst 1981 og áfram átti Árni heima í Bala í skjóli barna sinna. í Þykkvabæ fundu þau sig fljótt og að þar áttu þau heima. Þar var meira umfangs en áður var og þar opnuðust áður óþekktir möguleikar fyrir þeim hjónum. Árni var trú- maður mikill og tók virkan þátt í safnaðarlífi Hábæjarkirkju, var sóknarnefndarformaður í mörg ár. Það var mikill hátíðisdagur í lífi Árna þegar nýja Hábæjarkirkja var vígð. Hann var sannur kirkjuvinur og vildi veg hennar sem bestan. Heimili Árna og Margrétar bar þeim fagurt vitni. Þau byggðu upp og ræktuðu jörðina. Sameiginlega hjálpuðust þau við að vinna heimili sínu allt og börnunum. Gestrisin og jgóð heim að sækja. Eg undirrituð var hjá þeim í 6 sumur. Þar kynntist ég fyrst þeim vinnubrögðum sem mótuðu síðar ævistarf mitt. Árni og Margrét voru góðir hús- bændur, á heimili þeirra ríkti ró og reglusemi og enginn gleymdist. Frændur og vinir senda innileg- ustu samúðarkveðjur til barna Árna og fjölskyldna þeirra. Að leiðarlokum þökkum við líf og störf Árna í Bala með ljóðlínum Matthíasar Jochumssonar. Ó, þá náð að eiga Jesúm einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu i Drottins skaut.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.