Morgunblaðið - 28.12.1990, Side 38

Morgunblaðið - 28.12.1990, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990 l ! I I ! t i ! i t i ■ f • ! ! i i i ! t ! ■ I i ! í i I ! i I Stormie Jones. Myndin er frá 1984. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS KYNNIR: NÝTT FYRIRKOMULAG Á AFGREIÐSLU Á EINNOTA VÖRUM Frá 1. janúar nk. verður breyting á afgreiðslu á einum vöruflokki af einnota vörum, í hagræðingar- og sparnaðar- skyni. Handhafar bleiuskírteina skulu frá áramótum panta vörur sínar í síma 91-68 55 54 eða 99 65 64 (græn lína) Vörurnar verða síðan sendar heim til skírteinishafa á Reykjavíkursvæðinu, en utan þess verða þær sendar í við- komandi pósthús. Nánari upplýsingar hafa verið sendar öllum skírteinishöfum og öðrum, sem þessi breyting viðkemur. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS félk í fréttum íi FLUGLEIÐAMÓTIÐ í dag föstudag Laugardag 29. des.: Sunnudag 30. des.: Svíþjóð - — Japan kl. 18 Noregur — Svíþjóð kl. 15 Noregur — Japan kl. 18 ísland — - Noregur kl. 20 ísland — Japan kl. 17 ísland — Svíþjóð kl. 20 Komum í Höllina og hvetjum okkat menn til sigursl LÆKNISFRÆÐI Fyrsti hjarta- og lifrarþeg- inn látinn Stormie Jones, 13 ára stúlka frá Texas, sem varð . heimsins fyrsti sjúklingur sem skipt var um hjarta og lifur í, lést í Texas fyrir skömmu, tæplega sjö árum eftir tímamótaaðgerðina. Lát hennar kom á óvart, því hún fékk pestarein- kenni sem álitið að væru ekki ann- að en flensa. Þó var allur varinn hafður á, en eftir skamma sjúkra- húslegu ágerðist krankleikinn og Storniie lést. Stormie fæddist með sjaldgæfan lifrarsjúkdóm sem olli því að kó- lesterolmagnið í blóði hennar var tíu sinnum meira heldur en eðlilegt telst. Þegar hún gekkst undir hjarta- og lifrarígræðsluna sex ára gömul hafði hún þegar lifað af tvær hjartabilanir og skipt hafði verið um hjartaloku. I byijun ársinasfékk hún slæma lifrarbólgu og var þá enn skipt um lifur í henni, en í júlí spilltist nýja lifrin er hún fékk lifrar- bólgu á nýjan leik. Stormie átti hug og hjörtu Bandaríkjamanna, enda sýndi hún af sér mikla hugprýði. Eitt sinn sagði hún í blaðaviðtali að einhvem tíman myndi hún vilja rita sjálfsævisögu sína. Hún átti að heita „In the darkness“, eða „í myrkrinu“. Ætlaði Stormie að segja frá sjálfri sér, foreldrum sínum og öllum gæludýrunum sem hún eign- aðist á stuttri lífsleið. SÖNGUR Fyrstu spor ungs sópr- ans farsæl Ung íslensk sópransöngkona, Unnur Astrid Wilhelmsen, steig sín fyrstu spor á söngbraut- inni í byijun desember, ,er hún söng í fyrsta sinn opinberiega í Borgarleikhúsinu í Sankti Pölten í Austurríki, en borgin er skammt utan Vínar. Ummæli gagmýnenda voru Öll á einn veg, lofsamleg. Unnur söng hlutverk Zerlínu í óperunni Don Giovanni eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. Unnur stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík, en kennari hennar þar var Ólöf Kol- brún Harðardóttir. Síðustu tvö árin hefur Unnur hins vegar stundað nám við Tónlistarháskól- ann í Vínarborg, en þar hefur kennari hennar verið prófessor Helene Karusso, sem er mörgum íslendingum að góðu kunn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.