Morgunblaðið - 28.12.1990, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990
39
POPP
Milli Yanilli-dúett-
inn var svikamylla
elr félagarnir í poppdúettinum
Milli Vanilli voru heldur betur
afhjúpaðir á dögunum. Árið 1988
slógu þeir í gegn með laginu „Girl
You Know It’s True“ og síðan rak
hvert lagið annað. Þessir stæltu og
hárprúðu piltar fóru hamförum á
myndböndum, en einhverra hluta
vegna voru þeir tregir að koma fram
á hljómleikum. Það var í sjálfu sér
ekki að undra er sannleikurinn kom
í ljós. Hann var sá, að þeir félagarn-
ir Rob Pilatus og Fab Morvan sungu
alls ekki lögin. Það gerðu einhverjir
ónafngreindir baktjaldamenn. Þeir
Rob og Fab gerðu ekki annað en
að hreyfa varirnar og aka sér til
og frá á myndböndum! Þetta mál
hefurgengið svo langt, að þeir
hafa verið sviptir Emmy-verðlaun-
um sem þeir hlutu fyrir lagið sem
að framan er nefnt.
Sökudólgurinn mun vera þýskur
upptökustjóri að nafni Frank Farian
sem hafði nýlokið við að hljóðrita
lagið „Girl You Know It’s True“ er
hann hitti þá Fab og Rob í fyrsta
sinn. Útlit þeirra hafði þau áhrif á
hann að hann varð þess fullviss að
þeir gætu skotið laginu á topp vin-
sældalista með því að leika á mynd-
bandi. Þetta tókst svo vel að leikur-
inn var endurtekinn aftur og aftur,
Fyrrum umboðsmaður þeirra Rob
og Fab, sem voru áður sýningar-
menn, segir að í fyrstu hafi hinn
skjótfengni auður og frægðin stigið
strákunum til höfuðs og þeir hafi
farið að trúa því að þeir væru meiri
háttar númer. Undir niðri hafi þó
kraumað sómatilfinningin og þegar
leyndarmálið varð þeim of þung-
bært var orðið of seint að gera
nokkuð. Það hafi því þrátt fyrir
allt verið þeim nokkur léttir er upp
komst.
Upp komast svik um síðir og
þetta gabb komst upp er strákarnir
heimtuðu að syngja sjálfir á mynd-
bandi á þessu ári. Farian neitaði
og kastaðist þá í kekki. Strákarnir
ruku á dyr i fússi, en Farian ákvað
þá í skyndingu að nú væri nóg
komið, blés til fréttamannafundar
og kjaftaði frá.
Af þeim Rob Pilatus og Fab
Morvan er það nú að frétta að þeir
hafa lokað sig inni á sameiginlegu
heimili þeirra í Hollywood. Þar sitja
þeir við lagasmíðar, staðráðnir í að
byija frá grunni og gefa út plötu
með sinni eigin tónlist og síðast en
ekki síst sínum eigin röddum.
3 af vinsœlustu ,, <
'da nsh lj<5 msveitu m íslands
[saman á stœrsta kvöldi ársins
frá kl 24-04
Hiísiö öptmð k/. 24.
Forsala aögöngnniiöa befsi þriöjnciaginii 18. desember t/k.
AðgÖngutniðaverð kt: 1.900,-
A/ciurstakniark 18 círa.
CTl f ff Jf"f JJLJ>£
hraðframköllunarþjónusta er nú einnig hjá eftirtöldum aðilum um allt land:
Litsel, Austurstræti 6 - Úlfarsfell, Hagamel - Ljósmyndabúðin, Ingólfsstræti - Filman, Hamraborg, Kópavogi - Myndíð, Reykjavíkurvegi, Hafnarfirði - Ljós-
myndastofa Suðurlands, Selfossi - Fótó, Vestmannaeyjum - Myndsmiðjan, Egilsstöðum - Ljósmyndastofa Péturs, Húsavík - Nýja bíó, Siglufirði - Fuji-búðin,
iSunnuhlíð, Akureyri - Stefán Pedersen, Ijósmyndaþjónusta, Sauðárkróki - Ljósmyndastofa Leós, ísafirði - Framköllunarþjónustan, Borgarnesi.