Morgunblaðið - 28.12.1990, Page 47
mokgunbLaðið- ÍÞRÓ t llR
rnoi.\jayp;>:i.'>i.-:
FOSTOBAGGK 28. ÐESBMBBR 1990
it.
HANDKNATTLEIKUR / VINATTULANDSLEIKIR
Strákarnir
stóðuí
Japönum
I
Steinþór
Guöbjartsson
skrifar
slenska U-21 landsliðið í hand-
knattleik sýndi enga snilldar-
takta, en stóð engu að síður í A-
liði Japan í Laugardalshöll í gær-
kvöldi. Japanir voru
langt því frá að vera
sannfærandi, en
sigruðu með einu
marki, 18:17, eftir
að hafa verið þremur mörkum yfir
í hálfleik.
Mistök voru einkennandi á báða
bóga, sendingar gengu oft mótheija
á milli og fátið og fumið var óþarf-
lega mikið, einkum í fyrri hálfleik.
íslensku strákarnir áttu einna helst
í erfiðleikum með staða vöm Jap-
ana, sem lék framarlega, og Hashi-
moto, markvörður, var þeim þránd-
ur í götu. Þeir gerðu aðeins fjögur
mörk fyrir utan og gegnumbrot,
sem virtust svo auðveld, sáust vart.
Vamarleikurinn var ágætur á köfl-
um, en markvarslan slök.
Sóknarnýting íslendinga var að-
eins 25% í fyrri hálfleik, en þeir
bættu um betur eftir hlé og vom
þá með 44% nýtingu. Mestu mun-
aði um fyrstu 10 mínúturnar, en
þá gerðu þeir sex mörk án þess að
Japanir næðu að svara fyrir sig í
átta sóknum í röð. Þeir létu samt
ekki slá sig út af laginu og tryggðu
sér sigur á síðustu mínútunum.
Morgunblaðið/Einar Fa'ur
Kristján Arason hefur ekki leikið með landsliðinu síðan í Heimsmeistara-
keppninni í Tékkóslóvakíu í mars, en var liðinu mikill styrkur og átti frábæra
sendingu undir lokin, sem Patrekur Jóhannesson nýtti.
Óvænt
endalok
ÍSLENDINGAR sýndu sínar bestu og verstu hliðar er þeir gerðu
jafntefli við Svía í Laugardalshöllinni í gærkvöldi, 22:22. Patrekur
Jóhannesson gerði jöfnunarmarkið á síðustu sekúndunni, sem
var reyndar býsna löng. Fæstir áttu von á slíkum úrslitum eftir
hræðilega byrjun og í raun ótrúlegt að íslendingar skildu ná að
jafna.
B:
i
Logi
Bergmann
Eiðsson
skrifar
yrjunm var hræðileg. Aigjör-
lega vonlaus. Svíarnir gerðu
fullt af mistökum og hefðu átt að
vera undir, en það var öðru nær.
íslendingar virðast
ekki mega sjá
sænskan markmann
án þess að fara á
taugum og svo var
einnig nú. Tomas Svensson átti frá-
bæran leik og bókstaflega hló uppí
opið geðið á íslendingum í dauða-
færum. Skotin voin reyndar mörg
ótímabær en það á ekki að geta
gerst að íslenska landsliðið hafí
ekki gert mark þegar 20 mínútur
eru búnar. En þannig var það og
þá var staðan reyndar 8:0 fyrir
Svía, sem voru að sjálfsögðu
kampakátir. Svo kátir að þeir héldu
að sigurinn væri í höfn. En þá fór
Eyjólfur að hressast.
lslandU-21 — Japan
17:18
Laugardalshöll, vináttuleikur í handknattleik, fimmtudaginn 27. desember 1990.
Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 2:2, 2:4, 4:4, 5:5, 5:7, 6:9, 12:9, 12:12, 14:12, 14:14, 15:15,
15:17, 16:18, 17:18.
ísland: Finnur B. Jóhannsson 3, Jóhann Ásgeirsson 3, Róbert Rafnsson 3/1, Magnús
Sigurðsson 3/1, Björgvin Þór Rúnarsson 2, Gunnar Andrésson 2, Óskar Sigurðsson 1,
Jón Erlingsen, Friðleifur Friðleifsson, Sveinberg Gíslason.
Varin skot: Áxel Stefánsson 3, Hallgrímur Jónasson 3 (þar af tvö, er boltinn fór aftur
til mótheija).
Utan vallar: 6 mínútur.
Japan: Kawahara 4, Tamamura 4, Saito 3, Shudo 2, Yamamura 2/2, Takuchi 1, Fotsuta
1, Nakayama 1, lwanoto.
Varin skot: Hashimoto 15/2 (þar af 5/1, er boltinn fór aftur til mótherja), Akiyoshi.
Utan vallar: 4 mínútur.
Áhorfendur: Um 150.
Dómarar: Hákon Siguijónsson og Guðjón L. Sigurðsson.
Island-Svíþjód
Laugardalshöllin, vináUulandsleikur í handknatlloik, fimmtudaginn 27. desember
1990.
Gangúr leiksins: 0:8, 1:8, 1:9, 6:9, 8:9, 9:11, 12:12, 12:11, 14:16, 16:16, 16:19,
17:20, ,19:22, 22:22.
Mörk íslands: Sigurður Bjarnason 5/1, Patrekur Jóhannesson 4, Konrað Olavson
4/2, Jakob Sigurðsson 3, Kristján Arason 3, ValdimarGrímsson 2, Geir Sveinsson 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 17. Hrafn Margeirsson.
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Sviþjóðar: Erik Hajas 8/1, Staffan Olsson 6, Per Carlén 4, Ola Lindgren
3, Magnus Wislander 1.
Varin skot: Tomas Svensson 18/1. Patrik Asward 1/1.
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Danskir og dæmdu ágætiega.
Áhorfendur: Rúmlega 1.400 greiddu aðgangseyri, en Höllin var þétt setin.
KNATTSPYRNA
Lothar Mattháus
Matlhaus
útnefndur
LOTHAR Matthaus, fyrirliði
heimsmeistara Þýskalands í
knattspymu, var kjörinn knatt-
spyrnumaður ársins hjá franska
blaðinu France Fottball. Matthús
fékk 137 atkvæði af 145 möguleg-
um, en íþróttafréttamenn frá 29
þjóðum tóku þátt í valinu.
Matthus er fjórði Þjóðveijinn,
sem hlýtur þessa nafnbót. Hinir eru
Gerd Miiller, Franz Beckenbauer
og Kari-Heinz Rummenigge.
Salvatore Schillacci frá Ítalíu
hafnaði í öðm sæti með 84 stig.
Andreas Brehme, Þýskalandi, fékk
68 stig, Paul Gascoigne, Englandi,
43, Franco Baresi, Ítalíu, 37, Jurg-
en Klinsmann, Þýskalandi, og Enzo
Scifo, Belgíu, 12 stig hvor, Roberto
Baggio, Ítalíu, 8, Frank Rijkaard,
Hollandi, 7 og Guido Buchwald,
Þýskalandi, 6 stig.
KORFUBOLTI / LANDSLEIKUR
Ótrúleg mistök
gegn Dönum
ÍSLENSKA landsliðinu í körfuknattleik voru mislagðar hendur í
Stykkishólmi í gærkvöldi. Það gerði ótrúleg mistök gegn Dönum,
sem léku hins vegar mjög vel og unnu örugglega, 90:80, eftir
að hafa verið stigi yfir í hálfleik. Liðin leika aftur í kvöld og síðan
á morgun og verður ekki öðru trúað en landinn taki sig á.
ÆT
| slendingar byrjuðu mjög illa, en
Maria
Guönadóttir
skrifar
náðu góðum kafla um miðjan
fyrri hálfleik. Munaði mest um frá-
bæran leik Teits Orlygssonar og
sérstaklega Magn-
úsar Matthíassonar.
Liðið var hins vegar
heillum horfið
síðustu þijár mínút-
urnar og missti þá niður forskotið.
Strákarnir voru hreint út sagt
lélegir í seinni hálfleik; aðeins Pétur
Guðmundsson sýndi góða kafla í
sókninni. Þeir fóru almennt illa með
bolta, voru slakir í vörn og hittu
illa. Þeir kórónuðu frammistöðuna
með því að misnota tvær troðslur
á síðustu mínútunni. Liðið var langt
því frá að vera sannfærandi og
sumir leikmannanna virtust jafnvel
ekki vera í nægjanlega'góðri æf-
ingu.
Danir spiluðu mjög vel, voru
sterkir í vörn og léku agað í sókn.
Þeir gerðu fá mistök og leikur
þeirra var yfirvegaður. Þeir voru
ákveðnir og fengu alls 31 villu, en
Islendingar aðeins 15 villur. Þá
nýttu þeir vítin vel, en sama er
ekki hægt að segja um heimamenn.
Island — Danmörk
80 : 90
íþróttahúsið í Stykkishólmi, vináttulandsleikur í körfuknattleik, fimmtudaginn 27.
desember 1990,
Gangur leiksins: 0:2, 10:14, 20:21, 32:30, 42:36, 44:45, 47:55, 52:64, 59:69,
67:73, 72:82, 80:90.
ísland: Pétur Guðmundsson 20, Magnús Matthíasson 18, Teitur Örlygsson 13,
Guðjón Skúlason 11, Pálmar Sigurðsson 8, Sigurður Ingimundarson 4, Guðmundur
Bragason 2, Jón Amar Ingvarsson 2, Albert Óskarsson 2, Falur Harðarson, Jón
Kr. Gíslason.
Stig Damerkur: Flemming Danielsen 22, Joakim Jerchow 18, Lars Bekke Jensen
12, Steffen Reinliolt 11, Henrik Norre Nielsen 8, Sten Sörensen 6, Henrik S. Hans-
en 5, Ole Stampe 4, Jens D. Olsen 2, Larse Meilsöe 2.
Áhorfendur: 300.
Dómarar: Helgi Bragason og Kristinn Óskarsson.
ÍÞRÓmR
FOLK
U KRISTJÁN Arason og sam-
heijar í Teka tryggðu sér sæti í
Evrópukeppni félagsliða í hand-
knattleik, IHF-keppninni, á næsta
tímabili, er þeir unnu Valencia,
30:29, um helgina í úrslitakeppni
fjögurra efstu liða í forkeppninni
um sætið.
■ HUGO Sanchez, miðheiji Real
Madríd, var gert að greiða tæplega
80.000 ISK fyrir ósiðsamlega fram-
komu gagnvart áhorfendum eftir
1:0 sigur gegn Barcelona í
spænsku meistarakeppninni í byij-
un mánaðarins.
■ RAYMOND Goethals, fyrrum
landsliðsþjálfari Belga í knatt-
spyrnu, var ráðinn þjálfari franska
liðsins Marseille um jólin og tekur
við starfinu af Franz Beckenbauer
2. janúar. Beckenbauer verður
tæknilegur ráðunautur Belgans,
serh er 67 ára.
Ikvöld
HANDBOLTI
Flugleiðamótið í handknattleik
hefst í Laugardalshöll i dag. Kl. 18
leika Svíþjóð og'Japan og kl. 20 ís-
land og Noregur.
Norðurlandamót stúlkna heldur
áfram í Kaplakrika. ísland og Sviþjóð
keppa kl. 14 og Noregur og Dan-
mörk kl. 16.
KÖRFUBOLTI
ísland og Danmörk leika vináttu-
landsleik í Njai-ðvík í kvöld og hefst
viðureignin kl. 20.
Með mikilli baráttu og góðri vörn
og markvörslu fór loks eitthvað að
ganga. Sigurður Bjarnason gerði
fyrsta markið úr þriðja vítakasti
íslendinga og í kjölfarið fylgdu sex
mörk til viðbótar. Staðan skyndi-
lega 8:9 og Svíar vissu ekki sitt
ijúkandi ráð.
En aftur kom slæmur kafli og
Svíar komust í 19:16 með þremur
mörkum í röð. Þeir höfðu þriggja
marka forskot þegar rúm ein og
hálf mínúta var eftir. Geir skoraði
úr hraðaupphlaupi og Sigurður
minnkaði muninn í eitt mark eftir
að varamarkvörður Svía hafði varið
vítakast Konráðs. Svíar fengu bolt-
ann en Guðmundur varði frá þeim
þegar rúmar tíu sekúndur voru eft-
ir. Kristján fékk boltann þegar um
þijár sekúndur voru eftir og hann
átti glæsilega sendingu á Patrek
sem skoraði af öryggi af línunni
og tryggði íslendingum ótrúlegt
jafntefli.
„Eg veit ekki hvort leikurinn var
búinn enda gat ég ekki fylgst með
því. Ég kallaði bara á boltann og
hugsaði um að skora," sagði Pat-
rekur. „Það var gott að ná jafn-
tefli eftir þessa byrjun. Við vorum
hræddir á fyrstu mínútunum og
hann [Svensson] varði eins og vit-
leysingur. Síðari hálfleikurinn var
góður en þetta var ekki fullkomið."
Vörnin var góð í leiknum þótt
línumenn Svía hafi fengið full fijáls-
ar hendur. Skytturnar fengu litlu
áorkað en helmingur marka Svía
kom úr hraðaupphlaupum er íslend-
ingar voru of seinir í vömina. Guð-
mundur var frábær í markinu og
gaf þeim Svensson þeim sænska
ekkert eftir. Sigurður Bjamason
átti góðan leik. Hann er gríðarlega
sterkur leikmaður en er oft of bráð-
látur. Patrekur átti einnig mjög
góðan leik og þeir unnu vel saman
í vöminni ásamt Geir. Kristján Ara-
son kom inní liðið eftir langa tjar-
vem og lék ágætlega. Homamenn-
imir Jakob og Valdimar byijuðu
illa, eins og reyndar allt liðið, en
náðu sér á strik í síðari hálfleik.
Konráð kom inní nýja stöðu sem
leikstjómandi og stóð sig vel, þrátt
fyrir slæm mistök í lokin.
„Taugaveiklun"
„Við höfum aldrei náð að stilla
upp sömu leikmönnum fyrir utan
og því hefur sóknin ekki fengið
nægan tíma. Við þetta bættist
taugaveiklun og virðing fyrir Svíum
auk þess sem Svensson varði mjög
vel,“ sagði Þorbergur Aðalsteins-
son, þjálfari íslenska landsliðsins.
„Vörnin var góð og Guðmundur
varði mjög vel en við gerðum mis-
tök í sókninni. Menn verða að gera
sér grein fyrir því að þegar svona
staða ke,mur upp er það ekki ein-
staklingur sem vinnur leik heldur
heilt lið.“
Hvar var Alfreð?
í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins
í gær var sagt að Alfreð Gíslason
myndi leika með. Fréttastofa út-
varpsins fékk póstfax frá skrifstofu
HSI seint í fyrrakvöld þar sem sagt
var að hann myndi leika með. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
var það ljóst í snemma í fyrrakvöld
að Alfreð yrði ekki með. Engu að
síður var ekkert gert til að leiðrétta
frétt útvarpsins og er það býsna
undarlegt og engu líkara að hug-
myndin hafi verið að fá fólk í Höll-
ina á fölskum forsendum.