Morgunblaðið - 28.12.1990, Qupperneq 48
FOSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
Banaslys um
borð í Tý
BANASLYS varð um borð í varð-
skipinu Tý síðdegis í gær. Sig-
urður Bergmann 47 ára háseti
lést, þegar hann varð fyrir
vinnukrana á þyrludekki. Hann
lætur eftir sig dóttur og aldraða
móður.
Siysið átti sér stað skömmu eftir
að skipið lét úr höfn í Reykjavík .
Skipverjar voru við vinnu í þyrlu-
skýli varðskipsins og á þyrludekki.
Vinnukrani á þyrludekkinu féll á
höfuð Sigurðar með þeim afleiðing-
um að hann lést samstundis. Orsak-
ir slyssins eru ekki Ijósar, en unnið
er að rannsókn málsins.
Laxveiðin 1991:
Spónveiði
leyfð í
fyrsta sinn
í Norðurá
Á KOMANDI laxveiðivertíð verð-
ur í fyrsta sinn leyfilegt að veiða
með spæni í Norðurá í Borgar-
firði. Að sögn Friðriks Þ. Stefáns-
sonar varaformanns Stangaveiði-
félags Reykjavíkur, sem hefur
ána á leigu, er ekki lengur litið á
spón sem húkktæki og hugmyndin
með spónveiðinni sé að nýta betur
ákveðin svæði árinnar.
Friðrik sagði að menn hefðu eink-
um verið með svæðið fyrir ofan foss-
inn Glanna í huga. Laxateljari í
Laxfossi sýndi oft mikla fiskför inn
á dal eins og kallað er, en stórt svæði
nýttist ilia, það væri eins og laxinn
hyrfi þar í stórum og djúpum hylj-
um. í ágúst yrði því spónveiði leyfð
ofan Glanna. „Annars eru reglurnar
ekki fullmótaðar enn þá. Spónveiði-
bannið hefur verið vegna tilmæla
veiðifélagsins, en við erum nú sam-
mála um að aflétta þessu að ein-
hveiju leyti. Það má vel vera að við
leyfum spóninn fyrir neðan Laxfoss
í júní til dæmis,“ sagði Friðrik enn
fremur.
Norðurá er ein þeirra áa sem
hækka í verði milli ára. Meðaitals-
hækkun á veiðitímum sem Islending-
um bjóðast er um 20 pró'sent.
MorgunDiaoio/Fiinar r alur
JafntefH gegn hehnsmeistiinmuni
íslenska landsliðið í handknattleik jafnaði á síðustu stundu, 22:22, gegn heimsmeisturum Svía í vináttu-
landsleik í Laugardalshöll í gærkvöldi. Sigurður Bjarnason var atkvæðamestur í íslenska liðinu, gerði fimm
mörk og hér er eitt þeirra á leiðinni. Nánar á íþróttasíðu bls. 47.
Mannfjöldi 1. des.
Landsmönn-
um fjölgaði
um 2.355
MANNFJÖLDI á íslandi var 1.
desember síðastliðinn 255.855
manns, samkvæmt bráðabirgða-
tölum Hagstofu íslands. Fjölgunin
á einu ári er 2.355, eða 0,93%, sem
er nokkru meiri fjölgun en varð
í fyrra, þá fjölgaði landsmönnum
um 1.810, eða 0,72%.
í yfirliti Hagstofunnar kemur fram
að karlar voru 1. desember síðastlið-
inn 128.381 talsins og konur voru
127.474, eða 907 færri en karlar.
Fólksflölgun á árinu varð mest á
höfuðborgarsvæðinu, 1,8%. I
Reykjavík fjölgaði um 940 manns,
eða 1%, sem er svipað og í fyrra. I
öðrum sveitarfélögum á höfuðborg-
arsvæðinu ijölgaði um 2,8% samtals,
mest um 13,9% í Bessastaðahreppi.
Á Suðurlandi fjölgaði um 0,8%, á
Suðurnesjum um 0,7%_ og á Norður-
landi eystra um 0,1%. I öðrum lands-
hlutum fækkaði fólki, um 1,0% á
Vesturlandi, um 0,5% á Vestijörðum,
um 0,2% á Norðurlandi vestra og um
0,05% á Austurlandi.
Fæðingum ijölgar enn og hefur
sú þróun verið samfelld frá 1986.
Horfur eru á að á árinu fæðist um
4.800 lifandi börn og er sú tala um
3.000 hærri en tala látinna. Um
4.100 manns fluttu af landinu á ár-
inu, en um 3.400 til landsins, mis-
munurinn er um 700 manns.
A
Atta skip fara til loðnumælinga eftir áramót:
Sjávarútvegsráðuneytíð aftíir-
kallar öll leyfi til loðnuveiða
Vanhugsuð ákvörðun, seg’ir framkvæmdastjóri LIU
SJAVARUTVEGSRAÐUNEYTIÐ hefur afturkallað öll leyfi til
loðnuveiða og verður afstaða til frekari veiða tekin þegar niður-
stöður iiggja fyrir úr mælingum tveggja rannsóknarskipa og sex
loðnuveiðiskipa, sem hefjast strax eftir áramót. Kristján Ragnars-
son framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna
segir þessa ákvörðun vanhugsaða og tekna gegn vilja allra hags-
munaðila.
Loðnukvótinn á þessari vertíð
er 600 þúsund tonn, og þar af
hafa verið veidd um 85 þúsund
tonn, að sögn Kristjáns Ragnars-
sonar. Kvótinn var ákveðinn miðað
við mælingar og afla á síðasta
Bankaráðsfundur í Landsbankanum í dag:
Nafnvaxtahækkun um
1% til 1,5% á dagskrá
Fjallað um ráðningu nýs bankastjóra
BANKARÁÐ Landsbanka íslands kemur saman til fundar kl. 11 í
dag, þar sem vaxtamál verða á dagskrá og samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins var í gær talið líklegast, að niðurstaða bankaráðsins
yrði hækkun nafnvaxta inn- og útlána um 1% til 1,5%. Einnig hermdu
heimildir Morgunblaðsins, að sumir bankaráðsmenn telji að nafn-
vaxtahækkun fyrir tímabilið desember 1990 til 1. febrúar 1991 þurfi
að vera um 3% til 3,5%.
Bankaráðið mun á fundi sínum Landsbankans í stað Vals heitins
í dag væntanlega taka ákvörðun Arnþórssonar. Fulltrúi Framsókn-
um ráðningu nýs bankastjóra arflokksins í bankaráði Landsbank-
ans, Kristinn Finnbogason, mun
gera tillögu um nýjan bankastjóra
Landsbankans, og er talið fulivíst
að tillaga hans verði samþykkt.
Valið mun standa á milli þeirra
Geirs Magnússonar, bankastjóra
Samvinnubankans, og Halldórs
Guðbjarnasonar, fyrrum banka-
stjóra Útvegsbankans.
Sjá Af innlendum vettvangi
bls. 19.
ári, en niðurstöður bergmálsmæl-
inga í nóvember sl. og ieiðangurs
rannsóknarskipsins Árna Friðriks-
sonar fyrr í þessum mánuði benda
til að hrygningarstofninn nú sé
aðeins um 350 þúsund tonn. Fiski-
fræðingar miða við að hrygningar-
stofninn sé 400 þúsund tonn og
var því beint til útgerðarmanna
loðnuskipa að skipin hættu loðnu-
veiðum tii áramóta.
Nú hefur verið ákveðið að 2.
janúar fari rannsóknarskipin Árni
Friðriksson og Bjarni Sæmunds-
son, ásamt sex loðnuskipum til
frekari mælinga á stærð hrygning-
arstofnsins. Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra sagði við
Morgunblaðið, að jafnframt hefði
verið ákveðið að loðnuflotinn færi
ekki af stað fyrr en niðurstöður
iiggi fyrir úr þeim leiðangri, og
svo geti farið að um engar frekari
loðnuveiðar verði að ræða, ef fyrri
mælingar verði staðfestar.
„Það má búast við að skipunum
takist að komast yfir svæðið á
viku til 10 dögum, ef veður verður
bærilegt. En það getur breyst ef
veðrið er vont. Það hefur einnig
oft komið fyrir að loðna hefur
ekki fundist í byijun janúar þótt
hún hafi komið fram síðar, þannig
að þar er engin leið að segja neitt
fyrir um niðurstöður á þessu
stigi,“ sagði Halldór.
Kristján Ragnarsson sagði að á
fundi í gærmorgun hefðu útvegs-
menn, sjómenn og verksmiðjueig-
endur lýst sig andvíga hugmynd-
um sjávarútvegsráðherra um
veiðibann. „Við teljum að í skýrslu
fiskifræðinganna séu það margir
fyrirvarar að það sé ekki réttlæt-
anlegt að stoppa loðnuveiðarnar
við þessar aðstæður,“ sagði Krist-
ján.
Hann sagði að í fyrra hefði
haustleiðangur gefið til kynna 50
þúsund tonna stofn, en í janúar
hefði stofninn mælst 800 þúsund
tonn og í janúar og febrúar hefðu
verið veidd 600 þúsund tonn, 300
þúsund tonn hvorn mánuð.
„Það er því mikili ábyrgðarhluti
í þessari óvissu að stoppa veiðarn-
ar. Við vildum fara þá leið að skera
heildarkvótann niður um þriðjung,
sem hefði þýtt að við hefðum aldr-
ei veitt meira en 200 þúsund tonn.
Það lá fyrir að 17 bátar hefðu
ekki farið strax á veiðar, þannig
að við töldum engu hætt með því
að leyfa flotanum að halda áfram
þar til séð yrði hvernig ástandið
er,“ sagði Kristján.
Halldór Ásgrímsson sagði, að
ákvörðun um kvótann hefði á
sínum tíma byggst á svipuðum
mælingum og nú væru að hefjast
og reynst hefðu allgóðar þegar upp
var staðið í fyrra. „En útlitið er
að því leyti verra nú, að í haust
voru bærileg skilyrði til mælinga
en svo var ekki á sama tíma árið
áður,“ sagði Halldór Ásgrímsson.