Morgunblaðið - 03.01.1991, Síða 17

Morgunblaðið - 03.01.1991, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1991 17 Heilbrigðisráðuneytið: Bæta þarf starfskjör á lands- byggðinni Bílar keyptar fyrir fimm heilsugæslustöðvar ERPIÐLEGA Iiefur gengið að fá lækna til starfa á nokkrar svo kallaðar H1 heilsugæslustöðvar á landinu sérstaklega á Vest- fjörðum og Norðurlandi eystra. Er það niðurstaða könnunar sem heilbrigðis- og tryggingarmála- ráðuneytið hefur látið gera að bæta þurfi starfskjör lækna og annars heilbrigðisstarfsliðs á þessum stöðvum til að þær séu samkeppnisfærar við aðra staði á landinu. Segir í frétt frá ráðu- neytinu að það og fulltrúar Læknafélags Islands,- sem um málið hafa fjallað, séu sammála 1 um að frambúðarlausn þessara mála sé að launasamningar lækna á þessum stöðvum yerði færðir til samræmis við samn- inga sjúkrahúslækna. í fréttinni segir að útilokað sé, eins og hátti í þjóðfélaginu nú, að taka upp kjarasamninga til breyt- inga í þessa átt og hafi því verið farin sú leið að fá ákveðna fjárupp- hæð á þessu og næsta ári til að bæta ástand mála á nokkrum H1 stöðvum. Á þessu hausti hafa verið keypt- ar fimm bifreiðar til nota fyrir lækna á H1 stöðvum, torfærubif- reiðar til nota á Flateyri, Þingeyri, Hólmavík og Þórshöfn og fjórhjóla- drifin fólksbifreið til nota á Djúpa- vogi. Stjórnir heilsugæslustöðvanna á Flateyri, Þingeyri, Kópaskeri, Þórs- I höfn, Djúpavogi og Vopnafirði munu fá fjárupphæðir sem veita þeim möguleika á að bæta starfs- kjör heilbrigðisstarfsfólks sem ræðst að stöðvunum, eftir nánari ákvörðun stjórnar viðkomandi heilsugæslustöðvar í samráði við starfslið stöðvarinnar og ráðuneyt- ið. Til ráðstöfunar á árinu 1991, vegna slíkra staðbundinna aðgerða, er gert ráð fyrir alls fimmtán millj- ónum króna. Ráðuneytið mun skipta þessum fjármunum milli stöðvanna í sam- ræmi við aukin útgjöld þeirra vegna þessara verkefna. Segir í fréttinni að það sé samdóma álit ráðuneytis- ins og Læknafélags íslands að í framtíðinni verði að ganga frá þess- um málum í kjarasamningum við • lækna og aðrar heilbrigðisstéttir sem á þessum stöðvum vinna. > . -----------~~-------- Jarlinn fær vínveit- ingaleyfi BORGARRÁÐ Iteykjavíkur hef- ur staðfest umsögn félagsmála- ráðs Reykjavíkur, sem felur í sér að ekki er mælt gegn því að veit- ingahúsið Jarlinn, sem rekur veitingasölu við Bústaðaveg og Tryggvagötu, fái vínveitinga- leyfi. | Reykjavíkurborg er umsagnarað- ili varðandi umsóknir um vínveit- ingaleyfi í borginni og veitir dóms- | málaráðuneytið ekki slík leyfi legg- ist borgaryfirvöld gegn því. Þegar borgarráð fjallaði um málið greiddi Sigurjón Pétursson, Alþýðubanda- lagi, gegn því að Jarlinn fengi leyf- ið og áheyrnarfulltrúar hinna minnihlutaflokkanna lýstu einnig yfir andstöðu sinni. Ljúffeng íslensk landkynning á borð vina og viðskiptavina erlendis Vart er hægt að hugsa sér meira spennandi gjöf en fulla körfti af forvitnilegu góðgæti frá framandi landi. Slík gjöf segir meira en mörg orð um matarmenningu einnar þjóðar. V! Hægt er að velja um ostakörfu með mismunandi tegundum af íslenskum ostum, sœlgœtiskörfu með gómsætu íslensku sælgæti s.s. Opali, súkkulaði, brjóstsykri og lakkrís. Og íslenska matarkörfu sérlega ljúffengum smáskömmtum af ýmsu tagi. ICEMART íslenskur markaður - á leið út í heim. Leifsstöð Keflavíkurflugve rli - Sími: 92-5 04 53 AUK k627d21 -50

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.