Morgunblaðið - 03.01.1991, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.01.1991, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1991 Útsalan hefst í dag Tvíbreið efni frá kr. 200-500 pr. metra. Dömu- og herrabúðin, Laugavegi 55 STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA 06 FATLAORA HÁALEITISBRAUT 11-13, 108 REYKJAVÍK Dregið var í símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra þann 24. desember sl. og komu vinningar á eftirtalin númer: 1. vinningur: Bifreið Ford Explorer á nr. 91-32071 2. vinningur: Bifreið Saab 9000 CDI á nr. 91-688417 3. -11. vinningur: Bifreiðar Ford Fiesta C1000 á nr. 91-680493 nr. 91-626666 nr. 91-670221 nr. 91-685777 nr. 91-612484 nr. 91-50801 nr. 93-66725 nr. 97-88827 nr. 98-75104 Þökkum veittan stuðning. Gleðilegt ár. Kasparov sigraði með minnsta mun ___________Skák_______________ Margeir Pétursson HEIMSMEISTARINN í skák, Gary Kasparov, sigraði áskor- andann Anatoly Karpov, í einvíg- inu um heimsmeistaratitilinn sem lauk í Lyon í'Frakklandi á gamlárskvöld. Kasparov hlaut tólf og hálfan vinning gegn ell- efu og hálfum vinningi Karpovs. Það var raunar strax ljóst eftir 22 skákir að Kasparov myndi verja titilinn, því hann hafði þá þegar hlotið tólf vinninga. Mikil þreytumerki voru síðan á loka- skákunum tveimur. Karpov vann næstsiðustu skákina í aðeins 29 leikjum, en eftir vel heppnaða byijun í þeirri síðustu urðu hon- um á mörg mistök og staða hans var töpuð þegar Kasparov bauð honum jafntefli til að tryggja sigurinn. Kasparov hlýtur þar með 1,7 milljón bandaríkjadala í verð- laun, en Karpov rúmlega eina milljón dala. Að auki vann heims- meistarinn nýjan og stórglæsi- legan gull- og bronzbikar hlaðinn demöntum, sem metinn er á eina milljón dala. Hefði einvíginu lok- ið með jafntefli, 12-12, hefði Kasparov. haldið titlinum, en væntanlega hefði farið fram bráðabani um það hvor fengi bikarinn. „Eg er ekki ánægður með út- komuna úr einvíginu. Eg bauð jafntefli í síðustu skákinni í gjör- unninni stöðu, vegna þess að mig langaði ekki til að tefla meira“, sagði Kasparov að einvíginu loknu í samtali við skákskýranda Reuter-fréttastofunnar. „Yfir- burðir mínir í Lyon voru meiri en nam einum vinningi, — ég held að tveggja vinninga bil hefði verið sanngjarnt, því Karpov tefldi mjög vel,“ bætti heims- meistarinn siðan við. Kasparov taldi langlíklegast að mótherji hans í næsta einvígi, árið 1993, yrði Karpov. Þeir hafa nú teflt samtals 144 skákir í fimm einvígjum sínum um heimsmeist- aratitilinn. Einvígið var einstakt að því leyti að engin skák vannst með svörtu, en sjö skákir á hvítt. Karpov uppskar nokkrum sinn- um vænlegar stöður á svart með nákvæmri varnartaflmennsku sinni, en náði aldrei að nýta sér þær til sigurs. Það virðist svo sem mikið spennufall hafi orðið eftir að Kasparov náði 12 vinningum. Ég sé ekki aðra skýringu á slakri taflmennsku meistaranna í lokin. Þótt þetta séu tveir fremstu skákmenn heims sýna skákirnar tvær að þeir eru mjög mannleg- ir. í þeim eru ekki aðeins valdar rangar áætlanir heldur sjást einnig grófir afieikir. 23. einvígisskákin Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Kóngsindversk vörn I. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 - d6 5. f3 - 0-0 6. Be3 - e5 7. d5 - Rh5 8. Dd2 - Dh4+!? Þetta er upphafið á drottningar- fóm Bronstein, en hann svaraði 9. g3 með 9. — Rxg3 10. Df2 — Rxfl II. Dxh4 — Rxe3 og er enn ekki fyllilega ljóst hvort svartur eigi að komast upp með þetta. Kasparov guggnar hins vegar á því að fórna og hefur þá eytt tveimur leikjum í drottningu sína sem getur ekki ver- ið rökrétt. í 21. skákinni iék hann hér 8. — f5, sem er miklu eðlilegra. 9. g3 - De7 10. 0-0-0 - f5 11. exf5! - gxf5 12. Rh3 - Ra6 13. Hgl - Rf6 14. Rf2 - Kh8 15. Be2 - Bd7 16. Bg5 - Rc5 17. g4 Eftir töluverðan undirbúning lætur Karpov til skarar skríða á kóngsvængnum þar sem hann hefur hættuleg færi, án þess að svartur hafi mótvægi á miðborði eða drottn- ingarvæng. 17. — e4 18. fxe4 — fxe4 19. Be3 — Ra4 20. g5! Nú verður hvítur að taka á sig tvípeð á c-línunni og það er Karpov venjulega meinilla við. Slíkt gerir hann ekki nema hann sé að vinna lið, eða tryggja sér mikla stöðuyfir- burði annars staðar á borðinu. Sú er einmitt raunin hér. Riddarinn á f6 hrökklast nú aftur á bak og á litla möguleika á að komast í spilið aftur. Ef hann hefði hins vegar komist til e5 væri svartur á grænni grein. Mun lakara var 20. Rxa4? — Bxa4 21. g5 - Rd7! 22. b3? - De5 20. — Rxc3 21. bxc3 — Rg8 22. Rg4 Áætlun hvíts er einföld. Hann ætlar að vaða upp með h-peð sitt DJMSSKÓLIAUÐAR HHKJILDS Innritun 3.-6. janúar ’91 kl. 13.-19. Sfmar 39600 og 686893 Gledilegt nýtt ár! KENNSLA HEFST MÁNUDAGINN 7. JANÚAR ’91 NÝTT - NÝTT „Street-Dance“ 10 tíma námskeið í þessum meiri- háttarfrjálslega dansi. Nýir gestakennarar væntanlegir. Börn, unglingar og pör: Byrjendur og framhald: Kennum allt það nýjasta í suðuramerískum dönsum og standard dönsum, einnig gömlu dansana, Rock’n roll og tjútt! 4ra mán. námskeið sem lýkur með lokadans- leik. Brons, silfur og gull. Merkjapróf fyrir þá sem vilja. Ath. nemendur, sem voru fyrir jól! Vinsamlegast endurnýið skírteinin sunnudaginn 6. jan. í Skeifunni 11B kl. 13.-18. Rock’n roll 10tímar- Byrjendur og framhald Kennslustaðir: Skeifan 11B, 2. hæð. Skeifan 17,3. hæð. KR-heimilið v/Frostaskjól. Gerðuberg, Breiðholti. Garðalundur, Garðabæ. Nýir barnadansar Yngst 3ja-5 ára. 4ra mánaða námskeið. Grímudansleikur í lokin. Ath.: Lærðir kennarar annast dans- kennsluna ásamt danskennaranemum sér til aðstoðar. DANSS F.Í.D. Tryggir betri kennslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.