Morgunblaðið - 03.01.1991, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1991
18hlutu
fálka-
orðuna
FORSETI íslands hefur, 1. jan-
úar sl., sæmt samkvæmt tillögu
orðunefndar, eftirtalda íslend-
inga heiðursmerkjum hinnar
íslensku fálkaorðu:
Aðalstein Vígmundsson, bif-
reiðarstjóra, Reykjavík, riddara-
krossi fyrir störf að verkalýðsmái-
um. Egil R. Friðleifsson, kórstjóra,
Hafnarfírði, riddarakrossi fyrir
störf að söngmálum. Eiriku Frið-
riksdóttur, hagfræðing„
Reykjavík, riddarakrossi fyrir
rannsóknir í þágu barna. Finn
Kristjánsson, fv. kaupfélagsstjóra,
Húsavík, riddarakrossi fyrir störf
að safnamálum. Geir Arnesen,
yfirverkfræðing, Reykjavík, ridd-
arakrossi fyrir vísindastörf í þágu
sjávarútvegsins. Guðrúnu Helga-
dóttur, forseta sameinaðs Alþing-
is, stórriddarakrossi fyrir embætt-
isstörf. Frú Helgu Veturliðadóttur,
Kópavogi, riddarakrossi fyrir upp-
eldisstörf í þágu þroskaheftra.
Ingþór Sigurbjömsson, málara-
meistara, Reykjavík, riddarakrossi
fyrir hjálparstörf í þágu bág-
staddra. Séra Jón A. Baldvinsson,
sendiráðsprest, London, riddara-
krossi fyrir líknarstörf. Frú Kristr-
únu Ólafsdóttur, Akranesi, ridd-
arakrossi fyrir æskulýðsstörf. Ólaf
Bjöm Guðmundsson, yfirlyfja-
fræðing, Reykjavík, riddarakrossi
fyrir störf að garðyrkjumálum.
Pálma Jónsson, forstjóra,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir
störf að málefnum verslunarinnar.
Dr. Sigmund Guðbjamason, há-
skólarektor, Kópavogi, stórridd-
arakrossi fyrir vísindastörf. Sigríði
Schiöth, söngstjóra, Akureyri,
riddarakrossi fyrir störf að söng-
málum. Sigurð Bjömsson, bónda,
Kvískeijum, Austur-Skaftafells-
sýslu, riddarakrossi. fyrir fræði-
störf. Sigurð Bjömsson, óperu-
söngvara, Garðabæ, riddarakrossi
fyrir störf að tónlistarmáium. Dr.
Sigurð Helgason, prófessor, Bos-
ton, stórriddarakrossi fyrir
vísindastörf. Örlyg Hálfdánarson,
bókaútgefanda, Seltjarnarnesi,
riddarakrossi fyrir útgáfustarf-
semi.
Trésmiðafélag Reykjavíkur:
Álftárósi hf. veitt
viðurkenning
BYGGINGARFYRIRTÆKINU Álftárósi hf. hefur verið veitt viður-
kenning Trésmiðafélags Reykjavíkur fyrir að skara fram úr í aðbún-
aðar- og öryggismáhim starfsmanna. Sérstök dómnefnd trésmiðafé-
lagsins skoðaði þrjá vinnustaði Alftáróss í Mosfellsbæ og Reykjavík
og komst að þeirri niðurstöðu að þetta væru útivinnustaðir sem
uppfylltu öll helstu skilyrði um góðan aðbúnað á vinnustað.
Trésmiðafélagið hefur undanfar-
in ár veitt viðurkenningu fyrir fram-
úrskarandi aðbúnað- og öryggismál
og er þessi viðurkenning nú veitt í
sjötta sinn.
í greinargerð vegna viðurkenn-
ingarinnar segir um Álftárós að
matstofur starfsmanna séu til fyrir-
myndar. Lýsing og birta góð og
sérstök skrisfstofu- og teikniher-
bergi á öllum vinnustöðunum. Þá
sé gert ráð fyrir að starfsmenn
geti unnið ýmis störf í skjóli innan
dyra svo sem við frágang á glugg-
um fyrir ísetningu, ýmsa sögunar-
vinnu o.fl. Þá leggur fyrirtækið
starfsmönnum til allan ytri vinnu-
fatnað og eru vinnugallar hreinsað-
ir vikulega og lagfærðir þegar með
þarf.
„Vinnustaðir Álftáróss hf. eru til
marks um að hægt er að hafa
starfsmannaaðstöðu til fyrirmyndar
þrátt fyrir að hún hafi verið notuð
árum saman ef viðhald og endumýj-
un húsnæðis er í góðu horfi,“ segir
í greinargerð dómnefndarinnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Örn Kjærnested (t.v.), framkvæmdasljóri byggingafyrirtækisins
Álftáróss hf., veitir viðurkenningarskjali viðtöku úr hendi Halldórs
Jónassonar, formanns dómnefndar trésmiðafélagsins.
úr tölvuherbergi Reykhólaskóla. Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson
Reykhólaskóli
eignast tölvur
Miðhúsum.
REYKHÓLASKÓLI eignaðist í haust þrjár nýjar Victor-tölvur,
en skólinn átti eina tölvu fyrir sem Reykhólahreppur keypti í
fyrra og lét skólann hafa.
Kaupfélag Króksfjarðar og
Samvinnubankinn í Króksfjarðar-
nesi gáfu eina tölvu saman og svo
gaf Þörungaverksmiðjan tvær
tölvur.
Birna Siguijónsdóttir kennir 9.
og 10. bekk á tölvurnar og fær
hver nemandi tvær stundir á viku.
Hér er um mikla framför að ræða
frá því sem áður var og eru allir
hér þakklátir fyrir þessar gjafir.
- Sveinn
Júlíus Sólnes umhverfismálaráðherra:
Ágreiningsmál bíða
næsta kjörtímabils
„MÉR sýnist sem ágreiningur um landgræðslu og skógræktarmál verði
ekki útkljáður á þessu kjörtímabili. Það verður bara áframhaldandi
deila um þau á milli umhverfismálaráðuneytisins og landbúnaðarráðu-
neytisins, eins og reynsla svo margra annarra landa sýnir,“ sagði Júl-
íus Sólnes umhverfismálaráðherra í samtali við Morgunblaðið og kvaðst
hann ekki trúaður á að endurskoðun laga um skógrækt og land-
græðslu yrði lokið á þessu kjörtímabili.
„Það er þannig að menn skiptast
mjög í tvo hópa í afstöðunni til land-
græðslu og skógræktarmála. Annars
vegar þeir sem telja að landgræðsla
og skógrækt séu fyrst og fremst
umhverfismál og eigi því að heyra
undir umhverfisráðuneyti og hins
vegar þeir sem telja að þetta sé
málefni landbúnaðarins og eigi því
að heyra undir landbúnaðarráðu-
neytið," sagði umhverfísráðherra.
Tillaga forsætisráðherra um end-
urskoðun laganna um skógrækt og
landgræðslu liggur nú fyrir og er til
umræðu í ríkisstjórninni, en sam-
kvæmt upplýsingum Júlíusar er ekki
samkomulag milli landbúnaðar- og
umhverfisráðuneytisins í þessu máli,
þannig að vissulega komi til greina
að gera ekki neitt og láta málið bara
bíða til næsta kjörtímabils.
Frumvarp til laga um umhverfis-
vernd og umhverfisvemdarstofnun
er að sögn Júlíusar langt komið
vinnslu, en þau lög eiga að leysa
náttúruverndarlögin af hólmi. Þetta
frumvarp er unnið í umhverfísráðu-
neytinu, en samhliða því átti að fara
fram endurskoðun nokkurra laga á
vegum forsætisráðherra, svo sem
laga um hoilustuhætti og heilbrigði-
seftirlit, landgræðslu, skógrækt,
Siglingamálastofnun, eiturefni og
fleira. „Við höfum ekki getað lokið
gerð frumvarpsins um umhverfis-
vernd og umhverfisvéi'ndarstofnun,
vegna þess að þetta tengist allt þeirri
endurskoðun sem nú fer fram á lög-
unum, sem heyra undir forsætisráð-
herra," sagði umhverfisráðherra, „og
það sem tefur okkur fyrst og fremst
er að fá botn í endurskoðunina um
lögin um hollustuhætti og heilbrigð-
ishætti."
Júlíus sagði að spurningu eins og
þeirri hvað gefa ætti við Hollustu-
vernd ríkisins væri enn ósvarað. Hún
tengdist tveimur ráðuneytum, um-
hverfisráðuneytinu og heilbrigðis-
ráðuneytinu, „en það er margt sem
mælir með því að hún flytjist alfarið
yfir til umhvérfisráðuneytisins, og
heilbrigðisráðherra fái þá fulltrúa í
stjórn," sagði Júlíus. Hann sagði að
einnig væri til skoðunar að hún
heyrði undir heilbrigðisráðuneytið og
umhverfísráðherra ætti mann þar í
stjórn. Hann taldi að slíkt fyrirkomu-
lag yrði snúið vegna umhverfiseftir-
litsins um allt land og mengunar-
varna.