Morgunblaðið - 03.01.1991, Síða 24

Morgunblaðið - 03.01.1991, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1991 Norður-írland: Opinberrar rannsókn- ar krafist á mannsláti St. Andrews. Frá Gudmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EINN maður lét lífið og annar særðist alvarlega, eftir að her- menn skutu á bíl á sunnudag. Leiðtogi kaþólskra á írlandi hefur krafist opinberrar rann- sóknar á atvikinu. Atvikið átti sér stað nálægt Cullyhanna, um þremur kílómetr- um niprðan við landamæri Norður-írlands og írska lýðveldis- ins. Samkvæmt frásögn hersins hafði bíllinn með tveimur mönnum verið stöðvaður einu sinni. En þeg- ar stöðva átti hann í annað sinn ók hann áfram. Annar hermann- anna, sem hugðist stöðva bílinn, festist við hann og dróst nokkra leið. Þá skutu hermenn að bílnum með þeim afleiðingum að annar maðurinn lést en hinn slasaðist alvarlega. Vitni bera að bíllinn hafi verið Rúmenska kon- ungsfjölskyldan: Fréttin um ræðuna dreg- in til baka Genf. Reuter. TALSMENN Mikjáls, fyrrver- andi Rúmeníukonungs, drógu í gær til baka frétt um að ára- mótaræða konungs, sem hann sendi til dóttur sinnar í Búkar- est, hefði verið gerð upptæk. Aðstoðarmaður konungsins fyrrverandi hafði sagt að yfirvöld i Rúmeníu hefðu stöðvað Marga- ritu prinsessu í Búkarest og tekið af henni eintak af áramótaávarpi föður hennar til rúmensku þjóðar- innar. Rétt áður átti hún að hafa staðfest í símtali við föður sinn að hún hefði móttekið ræðuna. Aðstoðarmaðurinn sagði síðar að misskilningurinn hefði komið upp í símtali og kenndi um slæmu sambandi og truflunum. „Hún var ekki stöðvuð," sagði aðstoðarmað- urinn. í ræðunni sagði Mikhjáll að Rúmenía væri enn einræðisríki og hvatti hann samlanda sína til að steypa valdhöfum úr stóli. stöðvaður. Eftir að hermenn hafi rætt við bílstjóra hafi bílnum verið hleypt áfram. En skömmu síðar hafi heyrst skothríð. Vitnin segjast ekki hafa séð neitt tilefni til skot- hríðarinnar. Cahal Daly, kardínáli og leiðtogi kaþólsku kirkjunnar á öllu írlandi, hefur krafist opinberrar rannsókn- ar á atvikinu. Hann sagði frásögn hersins af atvikinu vera ósannfær- andi og það væri mjög mikilvægt að komast að hinu sanna í málinu. Herinn yrði að sannfæra almenn- ing um að- hann væri einungis til að koma í veg fyrir ofbeldisverk hryðjuverkamanna og vernda lög- hlýðna borgara. John Taylor, þingmaður mót- mælenda, sagði yfirlýsingár kardínálans óviðeigandi og þjón- uðu þeim eina tilgangi að kljúfa samfélagið á Norður-Irlandi. Belstead, lávarður, aðstoðarráð- herra í Norður-írlandsmálaráðu- neytinu, lýsti því yfir, að norður- írska lögreglan myndi framkvæma opinbera rannsókna á atvikinu og skýrslan yrði send ríkissaksókn- ara. Hinn látni var jarðaður í gær- morgun. Hryðjuverkamenn skutu á lög- reglumann á Norður-írlandi á ný- ársdag. Hann lést degi síðar. Hann er fyrsta fórnarlamb hryðjuverka- manna á þessu ári. HERIR VIÐ PERSAFLOA JLM JtL Landherir Sjóherir Flugherir |T-"T'„" ■ ——— — Irakar á víg- stöfevunum 450.000 2.400 3.600 550 ' írakar ails 1.000.000 3.000 5.500 700 160 1 705 15 ' .'•■ ' Argentína 100 2 Bahrain 3.350 20 50 4d^ Bandaríkin 400.000 1.232 2.828 20 656 7 78 1.282 30 Bangladesh 5.000 Bretland 30.000 24 192 6 12 16 72 6 Egyptaland 20.000 100 300 Frakkland 15.000 24 48 72 1 10 30 Ítalía 4 8 Kanada 450 2 15 Marokkó 10.000 Oman 25.500 30 4 63 Pakistan 5.000 S.A.F. 43.000 155 200 160 20 15 90 15 Sódi-Arabía 117.700 450 550 270 8 180 30 Senegal 2.000 Sýrland 15.000 100 300 Tyrkland 135.000 50 2 154 ALLS 827.100 2.105 4.548 496 760 8 152 1.894 81 <1 Ástralía Belgía Danmörk Grikkland Holland Spánn Sovétríkin -jJUtar 2 2 1 1 2 3 2 Atlímtshafsbaiidalagið send- ir herþotur til Tyrklands Brussel, Dhahran, Varsjá, Lundúnum. Reuter. Atlantshafsbandalagið (NATO) samþykkti í gær að senda meira en 40 herflugvélar til Tyrklands í því skyni að minnka líkurnar á því að írakar ráðist inn í landið. Þetta er fyrsta sameiginlega að- gerð NATO í Persaflóadeilunni og hefur ákvörðuninni verið mjög fagnað af bandarískum yfirvöldum. Sendar verða 18 belgískar Mirage-5-, sex ítalskar F-104- og 18 þýskar Alpha Jet-orrustuþotur. Embættismenn NATO segja að þoturnar verði eingöngu til varnar og ekki komi til greina að gera árás á írak með þeim. Vélarnar verða sendar til Tyrklands dagana 6.-10. janúar nk. ERLENT Flutningur þotnanna hefur valdið deilum í Þýskalandi. Háttsettir embættismenn í stjórnarandstöðu- flokki jafnaðarmanna segja að það bijóti í bága við stjórnarskrá Þýska- lands að senda vélarnar nema ríkis- stjórnin tryggi sér fyrst samþykki tvo þrijðu hluta þingmanna. Tals- menn ríkisstjórnarinnar segja hins vegar að ekkert mæli gegn aðgerð- inni. Bandaríkjamenn hafa nú þeg- ar komið fyrir 24 F-16-, 14 F-lll- og óuppgefnum fjölda F-15-orr- ustuþotna í Suður-Tyrklandi. Tyrkir styrktu herlið sitt við írösku landa- mærin um 100.000 hermenn eftir innrás íraka í Kúveit í ágúst. írakar hafa styrkt herlið sitt í Þúsundir Albana flýja land með því að klífa fjöll og fimindi Aþenu. Vínarborg. Reuter. ÞRJÚ þúsund Albanir, sem flestir tilheyrðu gríska minnihlutanum í landinu, flýðu til Grikklands á gamlársdag og nýársdag en fyrr í desember höfðu 2.000 manns gert hið sama. Er þetta mesti flótta- mannastraumur frá Albaníu til Grikklands í áratugi. Landamæra- verðir hafa ekki reynt að stöðva fólkið á flóttanum. Konstantín Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, lýsti í gær áhyggjum sínum með þessa þróun og hefur ákveðið að fara til Tírana, höfuðborgar Albaníu, til viðræðna við þarlenda ráðamenn um mál gríska minni- hlutans. Kúveit, nú þegar innan við tvær vikur eru eftir af fresti þeim er Sameinuðu þjóðirnar gáfu þeim til að hafa sig á brott úr landinu. Leyniþjónusta bandaríska hersins telur að íraski herinn hafi yfir að ráða 510.000 hermönnum, 4.000 skriðdrekum, 2.500 brynvörðum farartækjum og 2.700 öðrum stór- skotaliðstækjum í Kúveit. Bandaríkjamenn sendu 13 skipa lest frá Filippseyjum í gær áleiðis til Persaflóa. í lestinni eru 7.500 sjóliðar, Harrier-þotur, þyrlur og skriðdrekar. Þetta er stærsti floti bandaríkjamann sem hefur verið saman kominn í einu síðan í Kór- eustríðinu. Þá sendu Pólveijar sjúkraliða, lækna og tvö skip af stað til Persaflóa á laugardag til liðs við alþjóðlega herliðið sem þar er fyrir, að sögn opinberu frétta- stofunnar PAP. Nú stendur yfir alþjóðleg vísind- aráðstefna í Lundúnum. Sérfræð- ingar sem sitja ráðstefnuna sögðu í gær að í stríði við Persaflóa gætu olíuiindir í Kúveit breyst í logandi víti sem gæti valdið meiriháttar umhverfisslysi á heimsmælikvarða. Þeir sögðu að mengun frá logandi olíulindum gætu ógnað lífkeðju heimsins og jafnvel haft meiriháttar veðurfarsbreytingar í för með sér. Sekúndubætt við árið 1990 Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttarit- ara Morgunblaðsins. ÁRIÐ 1990 var einni sekúndu lengra en flest önnur venjuleg ár. Síðasta mínúta ársins var lát- in vera 61 sekúnda. Þetta er einskonar „hlaup-sek- únda“ (sbr. hlaupár) til að samstilla snúning jarðar við gang sólar og stjarna. Sérfræðingar við stjörnuathug- unarstöð bandaríska flotans gæta kjarnorkuklukku Bandaríkja- manna, en með henni má fylgjast með tímanum þannig að ekki skeiki milljarðasta hluta úr sekúndu. Hlaupsekúndu var einnig bætt í tímatalið í árslok 1987. Af hálfu albanskra yfirvalda er því haldið fram að um 50.000 lands- manna teljist til gríska minnihlut- ans en Grikkir segja nær lagi að fjöldinn sé 400.000. Gríska stjórnin og kirkjuleiðtogar hafa hvatt þetta fólk til að sýna stillingu og sjá hvernig fyrirhuguðum umbótum stjórnar Ramiz Alia forseta reiðir af. Fulltrúar minnihlutans segja hins vegar að Alia sé ekki treyst- andi og því sé ekki eftir neinu að bíða. Flóttafólkið hefur þurft að leggja á sig talsvert erfiði til að komast til Grikklands. Yfir erfitt íjalla- svæði er að fara þar sem ílestir hafa lagt upp. Hefur það farið fót- gangandi yfir landamærin í fann- fergi og kulda, skriðið undir ramm- gerðar gaddavírsgirðingar og vaðið ískaldar elfur. Grískir embættismenn sögðu að Mitsotakis myndi leggja að Alia að hraða umbótum sem mest. Hann hefur boðað til þingkosninga 10. febrúar en leiðtogar Nýja lýðræðis- flokksins hafa hvatt til þess að þeim verði frestað um nokkra mánuði þar sem stjórnarandstæðingar sitji ekki við sama borð og kommúnistaflokk- urinn þar eð þeir ráði ekki yfir nein- mum fjölmiðlum. i í áramótaávarpi til þjóðarinnar hélt Alia sig hins vegar við 10. febr- úar sem kjördag og hét því að kosn- ingarnar yrðu fijálsar og heiðarleg- ar. Lýðræðisflokkurinn ráðgerir að efna til mótmælafunda um land allt á næstu dögum í þeim tilgangi að safna liði til stuðnings við kröf- una um frestun kosninga. Þrír Sovétmenn reknir frá Svíþjóð Stokkhólmi. Reuter. SÆNSK stjómvöld tilkynntu í gær að þrír sovéskir ríkisborgarar, þ.á m. einn stjórnarerindreki, hefðu verið reknir úr landi fyrir at- hæfi sem ekki var samboðið stöðu þeirra, sem þýðir með öðrum orðum: njósnir. íyfirlýsingu utanríkisráðuneytis- ins sagði að stjórnarerindrekinn hefði staðið fyrir ólöglegri leyni- þjónustustarfsemi og að vera hans í landinu væri óæskileg. Sovéskur verslunarfulltrúi og Sovétmaður er starfaði fyrir sovésk samtök voru einnig reknir úr landi. Mennirnir eru allir farnir frá Svíþjóð. Svíar ráku síðast sovéskan ríkis- borgara úr landi í mars á síðasta ári. Hann var einnig verslunarfull- trúi og 'var sakaður um að hafa reynt að komast yfir uplýsingar um sænska og erlenda tækni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.