Morgunblaðið - 03.01.1991, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8/JANÚAR 1991
33-
Agnes Ingvars-
dóttir — Minning'
Fædd 2. maí 1951
Dáin 24. desember 1990
Nokkur orð um konu, sem kvaddi
svo alltof fljótt en skildi eftir svo
ómetanieg-a dýrmætár minningar og
lærdóm handa okkur sem eftir erum.
Minningar um óbilandi kjark, bjart-
sýni og trú á lífið.
Agnes Ingvarsdóttir kvaddi þetta
líf á fæðingarhátíð frelsarans, eftir
hetjulega baráttu, því manneskja
eins og Agnes átti vini og ástvini,
sem elskuðu hana og dáðu. Agnes
eignaðist tryggan vin og lífsförunaut
síðustu æviár sín, í júlí 1986. Það
er Jan Rooyackers, sem nú kveður
sína dýrmætu Agnesi, eftir stutt en
yndisleg kynni. í ágúst 1988 byijaði
Agnes að fínna alvarlega fyrir þeim
sjúkdómi sem ógnaði Hfí hennar.
Hún var skorin upp og -sett í viðeig-
andi lyfjameðferð, í sama mánuði. I
skugga þessa sjúkdóms gerðist sá
gleðilegi atburður að Fjóla, systur-
dóttir Agnesar og uppeldissystir að
nokkru, fæddi litla dóttur og fékk
Agnes þar með nöfnu. Agnes var
búin að ná sér nægilega um jólin
sama ár, til að halda á þeirri litlu
undir skírn og er ekki ofmælt að
hún hafi ljómað af gleði þá, enda
var hún mjög hrifin af frænku sinni
og öðru smáfólki í fjölskyldunni.
Agnes eignaðist þó engin börn sjálf.
Skömmu eftir jól lagði Agnes af stað
til Hollands til að dvelja þar með Jan
og fjölskyldu hans um tíma. Á leið-
inni veiktist hún enn alvarlega og
nú af slæmum nýrnasjúkdómi, sem
nærri leiddi hana til dauða strax þá.
Það var kvíðin frænka, sem hraðaði
sér til að vera með Agnesi sinni í
baráttunni og telja í hana kjark. Þar
á ég við Fjólu, sem hikaði ekki við
að gera allar ráðstafanir til að kom-
ast til Agnesar, þegar mikið lá við.
Er ekki að efa það að umhyggja og
ástúð Fjólu og Jans og samfelld
nærvera þeirra, hjálpaði henni til
lífsins aftur. Svo veik var Agnes á
þessum tíma að hún gat ekki talað
né tjáð sig nema með veikum merkj-
um og hljóðum. Vorið kom í Holl-
andi og Agnes gekk út í vorið ákveð-
in í að gefast ekki upp. Nú var hún
háð hjálpartæki til að hreinsa blóðið
á sex tíma fresti og vita þeir er til
þekkja að slíkt er mikið þolinmæðis-
og n'ákvæmnisverk. Ég sá það sjálf
en heyrði hana aldrei kvarta. Agnes
kom aftur heim til íslands og ekki
leið á löngu að hún sýndi hve sterk
hún var og jákvæð. Halda átti
„konukvöld" með tískusýningu fyrir
„stórar stelpur" og þar sem Agnes
notaði myndarleg númer sló hún til,
er hún var beðin að vera með í að
sýna föt ásamt hópi af hressum stór-
um stelpum. Ég gleymi aldrei þess-
ari skemmtilegu kvöldstund og hvað
hún Agnes gekk teinrétt og fín, þrátt
fyrir þreytu og nýyfírstaðna baráttu
við veikindi sín. Aftur lá leiðin til
Hollands, þar leið hcnni- vel og átti
góða daga í sól og sumri með Jan
og fjölskyldu hans. Ætíð er ég spurði
frétta af henni var svarið að hún
léti vel af sér og væri bjartsýn,
Agnes hugsaði þannig.
Agnes kom heim til íslands í
síðasta sinn í nóvember sl. Þá var
þrekið farið að bila mikið enda lifrin
orðin óeðlilega stór og útlitið farið
að dökkna verulega. Þá hittist svo
á að halda átti tískusýningu í sama
dúr og síðast með „stórum stelpum"
og Agnes var beðin að vera endilega
með, sem hún og gerði þó erfitt væri.
Að sjálfsögðu bar hún sig eins og
drottning og lét engan bilbug á sér
finna, það var ekki til í henni að
gefast upp fyrr en í fulla hnefana.
Þegar flestir samlandar Agnesar
héldu jólin hátíðleg, lokaði hún aug-
unum til að hvílast í síðasta sinn,
laus frá þjáningum og vonbrigðum.
Bróðir Agnesar dó aðeins 39 ára
og nú einnig hún. Það er öldruðum
föður þungbær raun og bið ég Guð
að styrkja hann og blessa í þessari
erfíðu reynslu. Jan sendi ég innileg-
ar samúðarkveðjur og veit að hann
á yndislegar minningar og getur
glaðst vegna þeirrar hamingju og
elsku sem hann gaf Agnesi, meðan
hún iifði síðustu árin sín.
Fjóla mín, Guð gaf þér litla Agn-
esi, þegar frænka þín var að veikj-
ast. Það er trú mín að hún hafi
ýmislegt annað frá frænku sinni, svo
sem sterkan vilja og dugnað. Þú átt
eftir að brosa að minningunum sem
þú rifjar upp, er þú sérð tilburðina
í litlu Agnesi næstu árin. Ég votta
öllum öðrum aðstandendum og vin-
um Agnesar, mína innilegustu sam-
úð og bið Guð að blessa ykkur.
Að lokum þetta: í 4. kafla 13. og
14. versi Þessalóníkubréfs Páls post-
ula, getur að lesa þennan huggun-
arríka boðskap, sem og víðar á síðum
Biblíunnar: „Ékki viljum vér, bræð-
ur, iáta yður vera ókunnugt um þá,
sem sofnaðir eru, til þess að þér
séuð ekki hryggir eins og hinir sem
ekki hafa von. Því að ef vér trúum
því að Jesús sé dáinn og upprisinn,
þá mun Guð fyrir Jesú leiða ásamt
honum fram þá, sem sofnaðir eru.“
Það verður gott að sjá Agnesi
aftur glaða og heilbrigða þegar
Kristur kemur aftur í mætti og mik-
illi dýrð, eins og skrifað stendur.
Þórdís Malmquist
AUGLYSINGAR
TILBOÐ - ÚTBOÐ
m
Útboð
Kópavogskaupstaður óskar eftir tiiboðum í
gatnagerð og lagnavinnu í Digraneshlíðum í
Kópavogi.
Helstu magntölur eru:
Húsagötur 1400m.
Safngötur 806 m.
Skolp-og regnvatnslagnir 6641 m.
Verkinu skal skila fullbúnu í tveimur áföngum,
gatnagerð 15. júní 1991 og holræsi og stigar
utan gatna 11. ágúst 1991.
Útboðsgögn verða afhent á tæknideild Kópa:
vogs, Fannborg 2, gegn 15.000 kr. skila-
tryggingu, frá og með miðvikudeginum 2.
janúar 1991.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudag-
inn 15. janúar 1991 kl. 11.00 f.h.
Bæjarstjórinn í Kópavogi.
KENNSLA
KJÖLBRAITTASKÚUNN
BREIÐHOLTI
Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
Upphaf skólastarfs
á vorönn 1991
Kvöldskóli
Laugard. 5. jan. innritun kl. 10.30-13.30.
Mánud. 7. jan. innritun kl. 16.30-19.30.
Dagskóli
Mánud. 7. jan.:
Kl. 9.00-9.30. Töfluafhending nýnema.
Kl. 9.30-12.00. Töfluafhending eldri nem-
enda.
Kl. 9.30. Nýnemakynning.
Kl. 13.00. Kennarafundur.
Dagskóli og kvöldskóli
Þriðjud. 8. jan. Kennsla hefst samkvæmt
stundaskrám.
FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA
ARMUL* 12 • 108 REYKJAVIK SIMI 84022
Frá Fjölbrautaskólanum
við Ármúla
Stundatöflur nemenda verða tilbúnar þriðju-
daginn 8. janúar og verða afhentar þann dag
frá kl. 10.00 til 13.00.
Fundur með nýjum nemendum verður sama
dag kl. 13.00. Kennsla hefst miðvikudaginn
9. janúar.
Skólameistari.
Námskeið í náttúruvernd
Námskeið í náttúruvernd verður haldið í
Reykjavík og á Akureyr.i eða Egilsstöðum í
vetur.
Tilgangur námskeiðsins er að gefa fólki inn-
sýn í náttúruvérnd á íslandi, þjálfa það til
að hafa eftirlit með friðlýstum svæðum og
fræða fólk um náttúru landsins.
Þátttakendur skulu vera orðnir 20 ára og
hafa staðgóða framhaldsmenntun og gott
vald á einhverju eftirtalinna tungumála:
Ensku, þýsku, frönsku, ítölsku eða einhverju
Norðurlandamáli. Námskeið í náttúruvernd
er skilyrði fyrir ráðningu í landvörslustörf á
vegum Náttúruverndarráðs en tryggir fólki
þó ekki slík störf.
Námskeiðið tekur ellefu daga. í Reykjavík
verður það haldið dagana 8.-10. febrúar og
8.-10. mars en á Akureyri/Egilsstöðum
22.-24. febrúar og 22.-24. mars. Verklegur
þáttur námskeiðsins (5 dagar) verður seint
í apríl eða byrjun maí í Skaftafelli og Mývatns-
sveit. Nánari tímasetning verður ákveðin
síðar.
Lágmarksfjöldi þátttakenda í námskeiðinu á
Akureyri eða Egilsstöðum er 15 manns.
Umsóknir um þátttöku óskast sendar skrif-
stofu Náttúruverndarráðs, Hverfisgötu 26,
101 Reykjavík, og skulu greina frá nafni,
heimilisfangi, menntun, aldri, störfum,
áhugamálum og öðru sem máli skiptir.
Þeir, sem sækja um námskeiðið á Akur-
eyri/Egilsstöðum, eru vinsamlegast beðnir
að taka fram á hvorum staðnum þeir óska
að það verði haldið.
Umsóknir skulu berast fyrir 15. janúar.
Námskeiðsgjald er kr. 25.000.
Skólameistari.
Náttúruverndarráð.
FLUGMÁLASTJÓRN
Flugmálastjórn
Bóklegt námskeið fyrir verðandi flugkennara
hefst á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 19.
janúar kl. 16.00 ef næg þátttaka fæst.
Rétt til þátttöku eiga þeir sem hafa a.m.k.
150 klst. flugtíma og hafa lokið bóklegu námi
fyrir atvinnufiugmannsskírteini og blindflugs-
réttindi.
Innritun fer fram hjá Flugmálastjórn/loft-
ferðaeftirliti, flugturninum á Reykjavíkurflug-
velli og þar fást frekari upplýsingar.
Flugmálastjórn.
FÉLAGSSTARF
• óO •••
SAMBAND UNGRA
SJÁLFSTÆDISMANNA
SUS stjórnar-
menn, takið eftir
Stjórnarfundi SUS, sem áætlaö var að halda 12. janúar, hefur verið
frestað. Fundarboö með nýjum fundartíma verða send síðar.
Framkvæmdastjórn SUS.
FÉLAGSLÍF
§Hjálpræðis-
herinn
) Kirkjustræti 2
í kvöld kl. 20.00: Norrænn jóla-
fagnaður. Skólastjóri og nem-
endurfrá Lýðháskólanum í Jelöya
taka þátt í hátíðinni.
Föstudag kl. 20.00: Jólafagnað-
ur heimilasambands og hjálp-
arflokks.
Skipholti SOb
Samkoma i kvöld kl. 20.30.
Allir innilega velkomnir.
SAFNARAR
Safnarar
Á fyrstu gleraugu Sigurðar mál-
ara. íslensk smiði á umgjörð og
spöngum. Á einnig gleraugna-
húsið. Sá hlýtur sem hæst býð-
ur. Sendið tilboð til auglýsinga-
deildar Mbl. merkt: „Gleraugu -
9331".