Morgunblaðið - 03.01.1991, Page 34

Morgunblaðið - 03.01.1991, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1991 Minning: Lára Guðjónsdóttir Fædd 6. desember 1897 Dáin 25. desember 1990 í dýrð heilagrar jólanætur kvaddi 93 ára gömul sæmdarkona, Lára Guðjónsdóttir, þennan heim á Hrafnistu í Hafnarfirði. Var það táknrænt, að sú góða og látlausa kona, sem fagurlega hafði skilað sínu hlutverki hér á jörðu, skyldi mega fagna vistaskiptunum við upphaf fæðingarhátíðar frelsarans. Dauðinn hlýtur að hafa verið henni ávinningur eins og svo mörgum ~ öðrum aldurhnignum og veikburða, sem þrá hvíldina í trausti á fyrir- heit Drottins. Ég kynntist Láru fyrir um tíu árum, þegar hún bjó í skjóli einka- dóttur sinnar í Köldukinn 24. Síðar var hún um tíma í sama herbergi og systir mín á Hrafnistu. Bar þá fundum okkar saman nær daglega og síðustu árin og mánuðina, sem hún lifði, gaf ég mér stundum tíma til að heimsækja hana. Alltaf var gott að blanda geði við Láru, í nærveru hennar leið manni vel. Auðlegð hennar var öðru fremur hjartahlýja og fórnfús kær- leikur. Þess nutu þeir, sem henni kynntust. Fyrir öll okkar ágætu samskipti er ég þakklátur. Vil ég því mega minnast hér góðrar vin- konu minnar og fjarskyldrar frænku, en útför hennar fer fram í dag kl. 15 frá Hafnarljarðarkirkju. Lára fæddist 6. desember 1897 á Asi á Þelamörk í Hörgárdal. Hún var komin af traustu eyfirsku bændafólki, sem átti ættir að rekja til merkra embættismanna. For- eldrar hennar voru hjónin Guðjón Einar Manassesson, bóndi og Rósa Kristjánsdóttir, sem var af Hvassa- fellsætt. Af tólf börnum þeirra er nú eitt á lífi, Rósa, sem býr á Hrafn- istu í Reykjavík, með manni sínum, Guðmundi Jónssyni sjómanni. Með- al ættmenna Láru voru skáldin Jón- as Hallgrímsson og Jóhann Sigur- jónsson frá Laxamýri. A barnsaldri var Lára tekin í fóstur á heimilinu í Lönguhlíð í Hörgárdal, og var strax látin hjálpa þar til við ýmis störf. Eftir að hún síðar hafði í nokkur ár verið í vist hjá Karli Nikulássyni, konsúl á Akureyri, hélt hún um 1920 til Noregs og var stofustúlka á heimili í Bergen um sex ára skeið. Mun ferðin til útlanda aðallega hafa ver- ið farin til að kynnast öðru en eigin landi og þjóð. Lára giftíst aldrei. Hún eignaðist eitt barn, Kömmu, sem fæddist í Kaupmannahöfn 1931. Vann Lára þar um tíma á mæðraheimili. En dvölin í Danmörku varð ekki löng, því að 1933 fluttist hún heim til Islands með dóttur sína. 'Eftir það var hún um sex ára ! tímabil ráðskona_ hjá séra Eiríki Brynjólfssyni á Útskálum í Garði og síðar við ráðskonustörf á Akra- nesi. 1943-54 bjó hún í Reykjavík og starfaði þá lengst af hjá Frið- steini Jónssyni, veitingamanni, sem matráðskona. Ekki rofnaði náið samband þeirra mæðgnanna eftir að Kamma giftist 1953 og stofnaði heimili í Hafnar- firði. Þangað fluttist Lára 1954. Studdi hún dyggilega dóttur sína og tengdason við að koma upp veg- legu húsi við Köldukinn. Og þar átti hún síðan sinn samastað í sér- íbúð allt til 1984, er hún sakir ald- urs og heilsubrests fluttist á Hrafn- istu. Lengi naut Lára þeirra hamingju að búa við góða heilsu. Hún var rólynd að eðlisfari, hafði trausta skaphöfn og þótti að sögn kunn- ugra mjög dugleg við störf sín, var samviskusöm og skyldurækin. Hún lagði rækt við að lifa einföldu og heilbrigðu lífi. Eftir að Lára fluttist til Hafnar- fjarðar var hún um tíma við störf á Stúdentagörðunum í Reykjavík eða þangað til hun varð fyrir vinnu- slysi, sem leiddi til varanlegrar ör- orku. Eftir það treysti hún sér ekki Iengur til starfa utan heimilis. Lára var mjög þakklát fyrir þá góðu umönnun, sem hún naut-á Hrafnistu, eins og kom fram hjá henni fyrir nokkrum vikum, er ég heimsótti hana. Þá sagði hún: „Það eru allir hér svo góðir við mig.“ En alltaf var þó velferð dóttur- innar og barna hennar efst í huga. Og einlæg var umhyggjan sem Kamma sýndi móður sinni. Börnun- um var það mikið lán að fá á mótun- arárum bernskunnar stöðugt notið návistar og ástríkis ömmu sinnar, sem því miður allt of mörg börn í dag fara á mis við. Megi afkomendum þeirrar gæða- konu, sem hér er kvödd, farnast vel í framtíðinni með bjarta minning- una um hana að leiðarljósi, minnug alls hins fagra og góða, sem hún vildi kenna þeim. Guð blessi minn- ingu hennar. Árni Gunnlaugsson Allt frá því fyrsta barnabarnið kom í heiminn, árið 1953, var Lára amma stór hluti af tilveru okkar barnanna í Köldukinn 24. Frá þeim degi var það hennar æðsta ósk, að geta leitt okkur á lífsins vegi. Á æskuheimili okkar var hlutum þannig hagað, að fjölskyldan bjó í þriggja hæða húsi og bjó amma á rishæðinni. Þar áttum við systkinin öruggt skjól og sum okkar raunar fast athvarf, allt frá því við tókum fyrstu sporin og henni var trúað fyrir að hlú að þessum litlu öngum. Hjá ömmu lærðum við okkar fyrstu vísur og bænirnar var farið með á hvetju kvöldi. Oft komu þá líka sögur frá æskuárunum, en hún var í hjásetunni við Grástein, eða við önnur störf í Lönguhlíð í Hörg- árdal. Einnig sagði hún okkur frá því er hún sextán ára gömul var þjónustustúlka hjá Karli Nikulás- syni konsúl á Akureyri og var m.a. send á jólum með pakka til séra Matthíasar á Sigurhæðum. Allar þessar sögur birtast enn ljóslifandi I hugskotinu og eftir að við komumst til vits og ára, kunnum við æ betur að meta að hafa fengið að kynnast, forfeðrunum á þennan máta. Amma hafði miklar mætur á verkum Jónasar frænda síns Hall- grímssonar og Davíðs Stefánssonar og fengum við snemma að kynnast þeim hjá henni, svo og stórsöngvur- um eins og Stefáni íslandi og Jussi Björling. Lærðum við að meta list þessara manna að verðleikum og hefur það reynst ómetanlegt vegar- nesti. Margir urðu göngutúrarnir út fyrir bæinn, þar sem hægt var að komast í nána snertingu við dýrin og náttúrunnar. Þegar börnin stækkuðu urðu göngutúrarnir lengri og fram á níræðisaldur ömmu áttum við fullt í fangi með að fylgja henni eftir, því hún var svo létt í spori. Oft var erfitt fyrir lítinn mann að vakna einn í sínu rúmi, með dynjandi hjartslátt um miðja nótt. Var þá gott að geta trítlað inn í herbergi til ömmu og skríða undir sængina hennar. Sumar nætur voru komnir þangað tveir, þrír ungar, sem hjúfruðu sig að ömmu. Varð svefnherbergi ömmu því næturstað- ur okkar sumra fram undir ferm- ingu. Allt þar til við fluttum frá for- eldrahúsum bar amma okkur á örm- um sér og var ekki í rónni á kvöld- in fyrr en allir voru komnir í hús. Beið manns þá oft kaffisopi eða heitt kakó og kræsingar fyrir svefn- inn. Umhyggjan var slík, að aldrei gleymist. Stöndum við barnabörnin í ævarandi þakkarskuld við ömmu, sem gaf okkur svo mikið, því henn- ar fyrsta og síðasta hugsun var ætíð sú, að okkur mætti líða sem best og við gætum óhrædd tekist á við lífið, hvert sem hlutverk okkar yrði þar. í bænum okkar munum við minnast ömmu og reyna að miðla til okkar barna einhverju af þeirri gæsku, sem hún umfaðmaði okkur með. Atli, Rósa Lára, Hulda Guðbjörg, Svala og Guðlaug Berglind. Núna er hún elsku amma mín farin frá mér. Hún amma sem var mér alltaf svo góð og mér hefur alltaf þótt svo vænt um. Síðustu daga hef ég hugsað svo mikið til hennar, og rifj- að upp allar góðu samverustundirn- ar okkar sem við áttum saman. Hún átti stóran þátt í uppeldinu mínu þar sem hún bjó alveg með mér og fjölskyldunni minni, hún gaf mér meira að segja nafnið mitt, Berg- lind. Ég man eftir góðu lyktinni í hús- inu þegar hún var að baka það sem ég íjékk með mér í skólann, bestu brauð, soðbrauð og flatkökur sem ég hef nokkurn tímann smakkað, ég man hvað mér fannst gott að vera hjá henni og leika mér meðan hún sat og pijónaði sokka á okkur systkinin eða gerði við fötin okkar. Hún var alltaf til staðar þegar ég þarfnaðist. hennar, tilbúin með op- inn faðminn til að hugga þetta litla barn. Ég minnist mest allrar þolin- mæðinnar sem hún sýndi mér allt- af, því ég var alls ekki þægasta barn í heimi, ég vakti hana stundum upp um miðjar nætur þegar ég gat ekki sofið, þá reyndi hún alltaf að gera eitthvað fyrir mig, hún smurði brauð, gaf mér að drekka og gerði stundum heilu salötin til að gleðja mig og láta mér líða vel, ég man enn í dag hvað mér leið vel á eftir og ég sofnaði vel. Hún amma mín var mjög trúuð og það var hún sem kenndi mér Faðir vorið, þessa bæn sem ég nota enn í dag og það var hún sem sagði mér að þegar við dæjum, þá biði okkar annað líf, betra líf hjá Guði og því trúi ég enn og veit að hún er hjá honum núna hamingjusöm og kannski hittumst við aftur í næsta lífi þegar ég kem til hennar. En á meðan á ég ávallt eftir að sakna hennar mikið því hún var mér svo kær. Ég gæti riljað upp svo margt gott sem okkur fór á milli og ég mun ávallt geyma minn- inguna um hana í hjartanu mínu, hún mun ávallt vera partur af lífi mínu. Núna er ég sjálf svo lánsöm að vera móðir, amma hefur þar kennt mér margt, ég man eftir öllu því sem amma gerði til að gleðja mig, veita mér vellíðan og ást og ég geri það sama fyrir son minn, t.d. setti hún alltaf nærfötin mín á ofn meðan ég var í baði svo að ég gæti farið í þau hlý eftir baðið og síðan beint undir sæng, ég minnist þess enn hvað mér fannst þetta ofsalega gott og hvað mér leið vel. Núna nýtur sonur minn þess sem amma gaf mér. Ég elska ömmu heitt og mun alltaf gera. Hennar ástkæra Berglind t Föðurbróðir minn, JÓHANNES BOGASON, Frá Brúarfossi, lést í sjúkrahúsi Akraness 1. janúar sl. Bogi Helgason. t Eiginkona mín og móðir okkar, SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR TAYLOR, andaðist á heimili sínu í Englandi 18. desember. Arnold R. Taylor og börn. t BIRNA STEINGRÍMSDÓTTIR, Drápuhlíð 2, er látin. Aðstandendur. Ókeypis gæðafilma « Móttaka um land allt » Gaeðaþjónusta i" T 1 > K~U S ! Reykjavík: Neskjör, Ægissíöu 123 Söluturninn, Hringbraut 119b Bókaversl. ísafoldar, Austurstr. 10 Gleraugnadeildin, Austurstr. 20 Steinar, Austurstræti Steinar, Laugavegi Sportval, Laugavegi 118 Steinar, Rauöarárstíg 16 Vesturröst, Laugaveqi 178 Donald, Hrísateigi 19 Allrabest, Stigahlíö 45 Álnabúðin, Suöurveri Frístund, Kringlan Kringlunni Hugbora bókaversl., Grímsbæ Luklcu Laki, Langholtsvegi 126 Steinar, Mjóddinni Innrömmun og hannyrðir, Leirubakka 36 Söluturninn, Seljabraut 52 Veisluhöllin, Eddufelli 6 5traumnes, Vesturberg 76 Blómabúö Michaelsen, Hólagarði, Skalli, Hraunbæ Bitahöllin, Stórhöfða Rökrás, Bíldshöföa 18 Seltjarnarnes: Hugsel, Eiöistorgi Kópavogur: Tónborg, Hamraborg 7 Söluturninn, Engihjalla Garðabær: Sælgætis og Videóhöllin Garöatorgi Spesían, lönbúö 4 Hafnarfjörður: Skalli, Reykjavíkurvegi Söluturmnn, Miövangi Steinar, Strandgötu Versl. Þ. Pórðarsonar Ishnakkar, Bæjarhrauni 12 Hofsós: Söluskálinn, Sleitustööum Mosfellssveit: Dalvík: Álnabúðin, Byggðarholti 53 Versl. Dröfn, Hafnarbraut 24 Akranes: Akureyri: Bókaskemman, Radíó-naust, Glerárgötu 26 Stekkjarholti 8-10 Húsavík: Borgarnes: Shell-stöðin ísbjörninn, Borgarbraut 1 Raufarhöfn: Hellissandur: Esso-skálinn Virkiö, Hafnargötu 11 Egilsstaðir: Ólafsvik: Versl. Eyco, Tjarnarbraut 19 Grillskálinn, ÓLafsbraut Stykkishólmur: Neskaupstaður: Nesbær, Melagötu 2b Versl. Húsiö, Aðalgötu 22 Búðardalur: Söluskáli Olís Bíldudalur: Veitingarst. Vegamót, Tjarnarbr. Bolungarvík: Versj. B. Eiríkssonar, HaTnargötu 1 Höfn i Hornafirði: Hvammur, Ránarslóö 2 Hvolsvöilur: Hlíðarendi, Austuivegi 1 Hella: Videoleigan Flúðir: Ferðamiöstöðin Hvammstangi: Selfoss: Vöruhúsið Versl. ösp, Eyarvegi 1 Blönduós: Eyrarbakki: Esso-skálinn, Ásinn, Eyrargötu 49 Norðurlandsvegi Þorlákshöfn: Skagaströnd: Videoleiga Söluskálans Veitingarst., Duggan Hveragerði: Shell-skálinn, Austurmörk 22 Grindavík: Braut sf., Víkurbraut 31 Keflavík: Frístund, Hólmgarði Frístund, Hringbraut. Garður: Ársól Njarðvík: Frístund, Holtsgötu Vogar, Vatns- leysuströnd: Söluskáli Esso S einrtig.j ípo stkrofu Þú færð hana ÓKEYPIS Gæðafilma frá Konica fylgir hverri framkallaðri filmu. f V n2þÍÓrtUSttl Ga^firrú'i11 keypis gæðafilma • Móttaka um land allt • Gæðaþjónusta • Ókeypis gæðafilma • Móttaka um land allt • Gæðaþjónusta • Ókeypis gæðafilma

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.