Morgunblaðið - 03.01.1991, Side 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1991
nokkra dropa af þvottleginum
í vélina, vinur ...
HÖGNI HREKKVÍSI
F allegasta samstarfið
Æóarrœkt
Æðurin ábatasöm
ÍDúnn seldur fyrir 100 miljónir það sem af er árinu. Dúntekja og eflirspum eykst, i
andi. Æðarrœktarkennsla i bigerð á Hvanneyri
Æöardúntekja eykst jafat og tonn á árinu fyrir 47.1 miljón kr. ‘
þétt þcssi árin og nam útflutning- og Þjóðverjar 1 tonn á 44,7 milj-
ur á æðardúni tæpum 3,3 tonnum ónir. Aðrar þjóðir hafa keypt
árið 1989 í jan.-sept. á þessu ári langtum minna, Taiwanbuar fyru
höfðu verið flutt út 2.3 tonn að um 5 miljónir og Færeyingar um
andvirði 99,5 miljóna króna, mið- 1,1 miljón.
að við 75,3 miljónir fyrir sama . Aðalfundur Æðanæktarfelags
magn á sama timabili í fyna, skv. lslands var nýlega haldinn í Viðey
Til Velvakanda.
Því er alltaf borið við þegar
lífstefnusinnar gagnrýna hinn
grimmilega terror mannskepnunn-
ar á hendur dýrunum að á ein-
hverju verði t.d. íslendingar að
lifa. Þeir geti ekki bara hætt að
veiða fisk af mannúðarástæðum
vegna lífsafkomu sinnar, eða hætt
að halda sauðkindinni í þrælahald-
inu hér uppi á Fróni.
Þetta er að vísu rétt ennþá. Það
verður að játa að líklega verða
íslendingar að halda áfram að
myrða þorska og loðnur og fleiri
fiska í milljarðatali á hverju ári
til að halda uppi hinum hátimbr-
aða lífsstíl sínum enn um sinn.
En það eru fleiri leiðir til að fram-
fleyta sér þótt smáar séu ennþá
hér á landi.
Eitt fegursta dæmið um nyt-
samlegt samstarf manna og dýra
er í æðarræktinni sem stunduð er
á sífellt fleiri stöðum hér á landi
sem betur fer. Báðir aðilar njóta
góðs af. Ekki síst æðurin.
Útflutningstekjur æðardúns á
síðasta ári voru um 100 milljónir
fyrir aðeins 3.300 kíló af dún og
fer vaxandi ár frá ári sem betur
fer. Ekki er það því heldur rányrkj-
an í formi magns eða.efnanotkun-
arinnar. Oðru nær. A þessu eina
og litla dæmi sést vel að hið
smæsta í þjóðfélaginu er ekki bara
fallegt heldur líka oftar en ekki
náttúrulegra og mannúðlegra.
(Sbr. eitt af kjörorðum náttúru-
verndarsinna heimsins: Smátt er
fallegt.)
Til Velvakanda.
Það er gott að það eru lög sem
banna þeim sem hafa mannaforráð
að segja konum.upp daginn sem
þær tilkynna að þær gangi með
barn, því það tryggir þeim þó tekj-
ur meðan á meðgöngu og fæðingar-
orlofi stendur.
En nú hefur það gerst að yfir-
menn Hagkaups sögðu tveimur
konum upp í sumar svo til um leið
og þær komu úr barnseignarfríi
(eins og fram kemur í Morgunblað-
inu 14. desember og í nóvember-
hefti Veru). Til að byija með buðu
þeir konunum að segja upp sjálfar,
Æðarbóndanum er hið mesta
kappsmál að vel fari um æðina
og hún verði fyrir sem minnstum
óþægindum til að hún haldi áfram
að verpa og halda hreiðrum sínum
til. En æðardúntekjan eins og allir
góðhjartaðir æðarbændur stunda
hana er fuglinum nánast alveg
skaðlaus. Örugglega er nærvera
bóndans æðinni meira virði í ör-
yggi og tilbúnu landrými til að lifa
af og verpa í heldur en missirinn
Til Velvakanda.
Mig langar að benda á þá óeðli-
legu „skattlagningu" sem fram-
haldsskólanemar í ríkisskólum
verða fyrir. Allir eru neyddir til
að greiða við innritun hin furðu-
legustu gjöld á bilinu 4.500-
14.000 kr. fyrir árið. í einum skóla
önnur þáði það en hin ekki. Þetta
finnst mér vera gott dæmi um það
sem er kallað löglegt en siðlaust.
Rök Hagkaupsmanna (hringdu m.a.
í Þjóðarsálina) eru að þessar konur
hafi ekki staðið sig í vinnu.
En spurningin er hvers vegna
fengu þær meðmælabréf og hvernig
stóð á því að yfirmenn þeirra upp-
götvuðu þetta einmitt á þessum
tíma. Önnur konan var búin að
vinna í Hagkaup í átta ár, þar af
í þessari stöðu í sjö ár. Hin var
búin að vera í sinni stöðu í fjögur ár.
Anna Jóna Guðmundsdóttir
af hluta dúnsins sem bóndinn fær
að launum frá fuglunum.
Æðardúntekja er sannarlega
ljós í myrkri herleiðingar dýranna
í heimi þessum sem maðurinn rek-
ur af ótrúlegri grimmd til þess
eins að koma sjálfum sér í enn
hærri lífsstíl sem sífellt fjarlægist
uppruna sinn og náttúrulegt og
heilsusamlegt líferni. Hugum að
þessu.
Magnús H. Skarphéðinsson
er t.d. innheimt sérstakt gjald fyr-
ir launum formanns nemendafé-
lags! Og annað fyrir viðhaldi á
fjallakofa skólans! Framhalds--
skólanemar eru um 15 þúsund.
Ef við getum okkur til að meðal-
gjald hvers nema sé um 7.000 kr.
er heildarupphæðin yfir 100 millj-
ónir krónal! Þetta er líklega frekar
lág ágiskun.
Það sem er furðulegast við
þessa skattheimtu er að alþingi
sem hefur skattlagningarvaldið í
landinu ákveður ekki þessar upp-
hæðir heldur einhveijar „skóla-
nefndir" í hveijum skóla fyrir sig.
Að mínu mati er bæði brotið á
framhaldsskólanemum með því að
innheimta þessi gjöld og einnig
með því að hafa þau mishá milli
skóla.
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra hefur oft lýst sig andvíg-
an hvers kyns skólagjöldum og
mismunun til náms og hann hlýtur
að breyta þessu.
Sveinn H.H.
Ódrengileg framkoma
100 milljónir teknar af
framhaldsskólanemum
Yíkveiji skrifar
Það tilheyrir áramótunum að
gera sér smá dagamun, og
þess vegna brá Víkveqi sér inn í
Ríkið í Kringlunni, föstudaginn fyrir
gamlársdag. Brá sér, er raunar ekki
rétt orðað, því þótt þetta sé væntan-
lega þægilegasta áfengisbúðin, voru
langar biðraðir við alla afgreiðslu-
kassana. Eftir að hafa valið sér
léttvín, freyðivín og koníak, tók
Víkveiji sér því stöðu í einni röðinni
og ákvað að taka biðinni með heim-
spekilegri fó.
Meðan Víkvetji þokaðist eftir
gólfinu í röðinni virti hann fyrir sér
úrvalið í hillunum. Þar rak hann
augun í að kominn er miði aftan á
íslensku brennivínsfiöskurnar, þar
sem saga þessa drykks er rakin,
allt frá því að hann var fyrst fram-
leiddur þegar vínbanninu var aflétt
og ákveðið að hafa flöskumiðann
eins fráhrindandi og mögulegt var,
til að fæla kaupendur frá - með litl-
um árangri þó. Loks eru svo gefin
nokkur góð ráð til neytenda hvernig
best sé að drekka þennan göfuga
mjöð.
Víkveiji hugsaði með sér, að
vínbúðirnar hefðu nú til skamms
tíma verið, eins og brennivínsmiðinn,
hannaðar til að fæla fólk frá þeim
en án árangurs. Þarna hefur orðið
veruleg breyting á og viðhorf Áfeng-
is og tóbaksverslunar ríkisins til við-
skiptavina sinna allt annað. Víkveiji
er raunar þeirrar skoðunar að um
leið hafi vínmenning alménnings
stórbatnað. Sú skoðun styrktist þeg-
ar Víkveiji sá að þennan föstudag
, voru nánast allir í kringum hann í
sömu erindagjörðum: að kaupa góð
og dýr vín til að njóta um áramótin
án þess að fara á fyllerí. Svo Víkveiji
sendi núverandi yfirmönnum ÁTVR
hlýjar hugsanir, þrátt fyrir biðröð-
ina, enda var nú komið að honum
að fá afgreiðslu. Hann greip því upp
veskið og skrifaði ávísun en að geta
það í vínbúðum eru einnig tiltölulega
nýfengin mannréttindi.
Afgreiðslustúlkan tók við ávísun-
inni, sem var upp á nákvæmlega
rétta upphæð, til að ergja engan.
„Ertu með bankakort?" spurði hún
Víkvetja og nú kom babb í bátinn.
Hann hafði nefnilega glatað þessu
korti fyrir tveimur mánuðum, en
aldrei verið beðinn um að sýna það
á þeim tíma og því ekki fengið sér
nýtt.
Þessar röksemdir hrinu ekki á
ríkiskassadömunni og tilboð að sýna
ökuskírteini ekki heldur. Aðeins
bankakort dugði. Og með það
hrökklaðist Víkveiji í burtu, enda
röðin fyrir aftan farin að þrýsta
óþyrmilega á hann.
Hann vildi þó ekki gefast upp
fyrr en í fulla hnefana og leitaði
uppi verslunarstjórann. En hjá hon-
um fékk hann sömu svör, að í
vínbúðum væri krafist bankakorts,
vegna þess að annars ábyrgðist
bankinn ekki ávísanirnar. Víkveiji
varð því að yfirgefa búðina, koníaks-
laus en peningunum og reynslunni
ríkari.
Svona sem eftirmáli má það
fylgja, að eftir áramótin fékk
Víkveiji þær upplýsingar hjá bank-
anum sínum, að hann tæki ekki
ábyrgð á hærri ávísunum en 10
þúsund _ krónum, þótt bankakort
fylgdi. Áramótabijóstbirta Víkveija
átti að kosta töluvert minna. „Fannst
þeim ég kannski ætla að kaupa of
lítið?" hugsaði Víkveiji meinfýsinn
með sér, en sá svo strax að sér og
sló því þess í stað föstu, að glas-
nostið í ÁTVR gengi ekki þrauta-
laust, frekar en í Sovétríkjunum.