Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 2
2 e MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANUAR 1991 Kvikmyndagerðarhópurinn á góðri stundu. Það gerist ósjaldan þegar unnið er að kvikmynd að atburðirnir í kringum sjálfar upptökurnar virð- ast ekki síður merkilegt myndefni en sá skáldskapur sem verið er að mynda. Allmargar heimildarmyndir j sýna þetta ótvírætt, auk þess sem nokkrar góðar bíómyndir hafa fjall- að um kvikmyndagerð. Það vill einhvern veginn svo til að þeir sem vinna hin ýmsu störf í kvikmyndum eru upp til hópa í fremur geðugt og skemmtilegt fólk. ! Þessu líflega fólki er síðan slengt nána og kreijandi sam- 5-6 vikur, saman í vinnu í ósjaldan harðri baráttu við nátt- úruöflin, ef mikið er um útitök- ur. Mest mæðir síðan á leikurun- um, sem gjaman þurfa að opna eigið. sálarlíf upp á gátt .dag hvern frá klukkan átta á morgnana til sjö á kvöldin. Er það furða þótt undarlegir hlutir gerist? Sagan Náin og kreíjandi samvinna hefst þegar^ á handritsstiginu. í þessu tilfelli var byggt á skáldsögu eftir enska konu, Rosemary Sutcliff. Þar segir frá miklu ferða- lagi sem hefst í Englandi, liggur síðan um írland, Danmörku og Rússland endilangt, m.a. eftir hinni miklu Volgu, áður en sögulok verða í sjálfum Miklagarði. Það segir sig sjálft að svona viðamikil umgjörð er helst til stór biti, jafnvel fyrir auðuga sjónvarpsstöð í Bretlandi. Þetta hlaut að kalla á verulega ein- földun á söguþræðinum. Áður en ég kom til sögu hafði framleiðand- inn þegar mótað með sér ákveðnar hugmyndir um þær tilhlíðranir, sem ég gat vel sætt mig við, en eftir var að bera þær undir sjálfa skáld- konuna. Við lögðum land undir fót og ókum suður undir Brighton, þar sem hún býr. Rosemary Sutcliff hefur einkum skrifað sögulegar skáldsögur fyrir unglinga og er þekkt og virt í heimalandi sínu, hefur m.a. unnið til eftirsóttra verðlauna. Hún er ákaflega bækluð og mun hafa verið frá fæðingu. Það vekur þess vegna athygli að bækur hennar segja gjarnan frá atburðum sem kalla á verulegt líkamlegt atgervi, atburð- um sem hún hefur aldrei komist nálægt að reyna sjálf. Jafnframt leggur hún sig í líma við að kanna vel sögulegan bakgrunn, svo og landfræðilegar aðstæður á stöðum sem hún hefur aldrei átt kost á að skoða í eigin persónu. Eitt það merkasta sem kom í ljós í samræðu okkar var að hún hand- skrifar allar bækur sínar þrisvar, hvern stafkrók. Þetta er einkum merkilegt fyrir þá sök að fingur Brunaliðið frá Haverford West var fengið til að búa til úrhellið og aðstoðarleikstjórinn lætur sig vaða í sjóinn meðan Ágúst bíður í stafni en hann stökk í sjóinn litlu síðar. hennar eru svo magnlitlir að ég fæ ekki séð hvernig hún getur stjórnað penna öðruvísi en með því að beita báðum höndum samtímis. Samt skal allt skrifað þrisvar. Hún viður- kenndi að þetta yrði stundum svolít- ið leiðigjarnt, einkum þegar hún sæi ekki ástæðu til að breyta neinu í heilu köflunum. Ævistarf þessarar konu ber vitni um aðdáunarverð einurð og vilja- styrk. í mínum augum er hún meiri hetja en nokkur af sögupersónum hennar. Sjálf mundi hún líklega ekki vera því sammála. Hún sætti sig fyllilega við þær breytingar sem framleiðandinn lagði til. Aðeins ein af bókum henn- ar hefur verið kvikmynduð til þessa og mér fannst hún beinlínis hlakka til að sjá myndina okkar á sjón- varpsskerminum heima hjá sér. Handrítið Framleiðandinn er reyndar af ís- lensku bergi brotinn í móðurætt. Hann heitir Alan Horrox og á vini og skyldmenni hér heima. Næsta verk hans var að ráða rithöfund til að skrifa handritið. Fyrir valinu varð reyndur höfundur, sem eingöngu skrifar fyrir sjónvarp. Á þessú stigi málsins er hætt við að leikstjórinn hafí minnst áhrif, í samanburði við framleiðandann og rithöfundinn sjálfan. Þess vegna er nauðsynlegt að rífast. Ætli leik- stjórinn sér að hafa einhver áhrif á mótun handritsins þarf hann að láta heyra í sér, vel og greinilega. Þetta gildir líka þegar samning handritsins gengur svo til snurðu- laust eins og í viðkomandi tilfelli: léikstjórinn þarf stöðugt að vera að nauða og nudda. Að öðrum kosti lendir hann hugsanlega í því að stjórna handriti sem hann hefur innst inni litla sem enga trú á. Útkoman getur aldrei orðið annað en persónulegur harmleikur sem byijar með svefnieysi og endar með ósköpum. Það voru einkum tvö atriði sem ég kvartaði svo sáran undan að Alan varð að lokum leiður á mér. Hann sendi mér skeyti - ég var þá hér heima á íslandi - þar sem hann tilgreindi að viðkomandi deilu- atrrði yrðu eins og hann vildi hafa þau, en ekki eins og ég legði til. Nú yrði ég að gera upp hug minn um það hvort ég vildi yfirleitt vinna áfram að myndinni eður ei. Ég neyddist til að hætta nöldrinu. Nú vil ég taka það fram að sam- vinna mín og framleiðandans var með miklum ágætum. Þótt þetta hefðist ekki í gegn var margt af því sem ég lagði til á fundum okk- ar um handritið tekið til greina - alls ekki allt, en nógu margt til þess að mér fyndist handritið þjóna myndinni, en ekki öfugt. Þá var búið að semja fjórar gerðir af frum- drögum og fimm af sjálfu handrit- inu. Nokkurra vikna uppbyggilegt rifrildi var þar með um garð gengið. Lagst í ferðalög Það var ákveðið mjög snögglega að gera Sædrekann. I rauninni gáf- ust ekki nema sex vikur til raunver- ulegs undirbúnings - sem er að mínu viti hættulega skammur tími. Það átti eftir að ráða starfslið, svo og finna leikara, ennfremur voru ekki nærri allir tökustaðir fundnir - og eitt og annað sem í fyrstu virðist ekki koma kvikmyndagerð mikið við, svo sem eins og að fá hótelpláss fyrir allt liðið, átti eftir að reynast talsverður höfuðverkur. Ljóst var að aðalbækistöðvarnar yrðu í Wales og því var reynt að finna sem flest starfsfólk þar. Ásamt Alan ræddi ég við hæfiieika- fólk í Cardiff, og þar fundust brátt leikmyndahönnuðurinn og búninga- hönnuðurinn, svo og aðstoðarleik- stjórarnir þrír. Aðrir fylgdu í kjöl- farið, en tökuliðið kom frá London. Úr þessu var mitt helsta verkefni að fínna leikarana. Upphaflega var ráðgert að kvikmynda hluta af myndinni á íslandi og hafa víking- ana þar með íslenska. Brátt kom hins vegar í ljós að það yrði helst til dýrt, og þá var tekinn sá kostur að hafa Danmörku sem heimaland víkinganna. Þar með var líka ákveð- ið að víkingarnir töluðu dönsku eða norsku sín á milli - sem leiddi til þess að ég fór til Kaupmannahafnar til að fínna leikara í nokkur hlut- verk. Til dæmis prófaði ég tuttugu ungmenni í eitt aðalhlutverkið - og sá nítjándi reyndist sá rétti. Að velja leikara í hlutverk er lík- lega einn vandasamasti hluti starfs míns. Þetta er einna augljósast þeg- ar um unga leikara er að ræða. Þá er í fæstum tilfellum verið að biðja leikarann um að hverfa í einhvern annan ham en sinn eigin, heldur þarf viðkomandi að vera eins líkur persónunni að manngerð og útliti og kostur er. Svo gerist það stund- um að inn á gólf er komið eitthvert ungmenni sem geislar af öryggi og festu vegna þess að þetta er ein- mitt rétta hlutverkið fyrir hann eða hana. Daninn ungi sem ég valdi að lokum hefur ekki mikla reynslu að baki og er alls óþekktur í heimal- andi sínu. Hins vegar efaðist ég ekki um hæfileika hans eftir að við höfðum lesið eitt atriði saman - atriði sem hann reyndar túlkaði á allt öðrum nótum en hinir höfðu gert og alls ekki þeim sem beinast lágu við - og upp frá því var hann samtvinnaður persónunni í mínum huga. Fleiri leikara réði ég í Kaup- mannahöfn, þar á meðal Baard Owe, sem ég mundi eftir úr Gertrud eftir Dreyer. Hann lék þar píanist- ann unga, síðasta ástmann Geir- þrúðar. I viðtali sem ég tók á mynd- band við Baard sagði hann einkar skemmtiiega sögu frá upptökum á Geirþrúði. Eitt atriðið var sett á svið í almenningsgarði í Kaup- mannahöfn og þetta var á síðasta degi sem bauðst til upptökunnar það sumarið. Allt var tilbúið í eitt af þessum löngu myndskéiðum sem haust hafðist ég við í Lundúnum og varði tíma Imínurn einkum í hverf- inu Soho í miðborginni. Þar eru öll helstu kvik- myndafyrirtæki Bret- lands með skrifstofur, auk þess sem hljóðstúdíó og klippiherbergi eru þar í öðru hveq'u húsi. í Dean Street, rétt við hornið á Oxford Street, lagði ég undif mig tvö herbergi ásamt fjögurra manna klippiliði. Þar gengum við frá kvikmynd serh gerist á víkingatímum: Sea Dragon heitir hún á frummálinu, í höfuðið á víkingaskipi sem mjög kemur við sögu. (Sögulegir atburðir) liift.,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.