Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR SUNNUDAGUR -6. JANÚAR 1991 C 23 Minning: Helga Jensen Fædd 8. júní 1902 Dáin 27. desember 1990 Með nokkrum orðum langar mig að minnast og kveðja kæra frænku mína og móðursystur. Kynni mín af Helgu urðu fyrst eftir að móðir mín Kristín fór til hótelnáms í Dan- mörku. Jóhannes kaupmaður, bróðir þeirra, skaut þá skjólshúsi yfir mig, er ég var við nám í Verzlunarskólan- um. Það var heldur lítið til hnífs og skeiðar þá, sem oftar hjá námsmönn- um og auralítið til lífsfóðurs. Helga blessunin fékk af þessu áhyggjur og var ekki við annað komandi, en ég hefði hjá henni alla aðhlynningu. Var heimili hennar og Sofusar manns hennar mér sem annað heimili um tveggja vetra skeið og lýsir sú ábót nokkru um hjartaþel Helgu. Þeim fer, að ég held fækkandi, sem slíka ábót vilja á sig leggja. Þykir flestum nóg með sitt, enda mikill hluti kvenna orðinn útivinnandi húsmæður. Um greiðslu mátti aldrei ræða hvorki fyrr né síðar til hvorugs þeirra systk- ina. Helga var mikill og góð móðir og húsmóðir og afbragðs matreiðslu- kona, hefur enda ugglaust notið kunnáttu frá manni sínum, ,sem bæði var matreiðslumaður og „kond- itor“. Man ég að oft var margréttað á eldavélinni hennar. Helga fæddist á Goddastöðum í Laxárdal, ein margra systkina, er sjö komust til fullorðinsára, dóttir hjón- anna Ingibjargar Jóhannesdóttur og Jóhanns Jóhannssonar bónda þar. Hún var þeirra léttust í lund, prakk- arinn, eins og þau gjaman nefndu hana og hélt sínum meðfædda „húm- or“ alla ævi sína, þó oft hafi verið erfiðleikar og gefið á bátinn. Munum við hjónin alla tíð minnast ánægju- stundanna og góðlátlegrar kímni Helgu og smáskota til systkina sinna í svokölluðum „skötupartíum", sem við höfum haft árvisst fyrir hver jól um langan tíma, og mun Helgu víst verða saknað við skötuborðið. Helgá fluttist til Reykjavíkur 1921, skömmu eftir fráfall móður sinnar, er lést úr berklum á Vífils- stöðum árið 1920. Hún starfaði að ýmsu. Fyrst til Landakotsspítala, síðan fiskvinnu og einnig sauma- skap, sem hún lærði, reyndar mest af sjálfri sér, en saumaði þó og sneið marga kjólana. Manni sínum Sofus Jensen kynnt- ist hún 1929. Þau giftust 1931 og hófu sinn búskap í Bankastræti 14. Árið 1933 fluttust þau til ísafjarðar, þar sem Sofus starfaði við Norska bakaríið í þijú ár,_ er þau aftur sneru til Reykjavíkur. Árið 1939 hófu þau eigin rekstur með bakaríið á Þing- holtsstræti 23«,Þar komust þau til efna, enda hafði Sofus mikil við- skipti m.a. við setulið stríðsáranna enda þótti bakkelsið mikið lostæti. Keyptu þau sér þá íbúð á Víðimel 23, þar sem þau bjuggu saman þar til Sofus féll frá 26. júní 1968, en hann var fæddur 10. janúar 1903 í Svendborg í Danmörku. Helga bjó áfram á Víðimelnum, þar til hún fór á hjúkrúnarheimili síðustu árin og andaðist á Skjóli, þar sem hún hafði haft frábæra umönnun. Tvo drengi eignuðust þau hjónin. Inga Steinar, sem dó á barnsaldri og var Helgu mesta lífssorg og Cec- il Viðar, sem nú býr á Víðimel 23. Það er óhætt að fullyrða, að fátítt er jafn náið og kært samband og var með þeim mæðginum og hreint ein- stök umhyggja Cecils með móður sinni í hennar veikindastríði. Helga varður jarðsungin á morg- un, mánudaginn 7. janúar kl. 15.00 frá Fossvogskapellu. Hún hlýtur að fá góða heimkomu, og við hjónin biðjum Guð að blessa vegferð hennar. Haraldur Lýðsson Guðrún Eggertsdóttir Waage - Minning Fædd 2. febrúar 1915 Dáin 24. desember 1990 Um viðáttu landsins vaxa strá, sem vetrarins fannir hylja. Svo fölnaði eins þín bjarta brá, sem blómin að Drottins vilja, en minningar ljóssins merla skær og myrkvaðan hugann ylja. E.J.E. Hvað er lífið og hvert er farið? í dagsins önn og erli, hugsa fæstir mikið um dauðann og er það að von- um, svo kaldur og hlífðarlaus, sem hann virðist. Samt er hann stöðugt nálægur og eftir því sem árum manns fjölgar, slær hann sífellt tíðar til þeirra, sem maður hefur verið sam- ferða um lengri eða skemmri tíma. Engu að síður kemur andlátsfregn góðs vinar okkur flestum yfirleitt alltaf jafn mikið að óvörum. Þannig var um lát Guðrúnar E. Fædd 23. júlí 1943 Dáin 30. desember 1990 Leitaðu að sál dauðans í líkama lífsins; því að líf og dauði er eitt eins og fljótið og særinn. I djúpi vona þinna og langana felst hin þögla þekking á hinu yfirskilvitlega, og eins og fræin, sem dreymir undir snjónum, dreymir hjarta þitt vorið. Trúðu á draum þinn, því hann er hlið eilífðarinnar. (Kahlil Gibran) í ljóma ljósa og skrauts sem við höfum í kringum okkur á hátíð ljóssins, fæðingarhátíð frelsarans, koma áramótin. Þá hugsum við gjarnan meira en í annan tíma um það liðna og reynum að skynja það ókomna. Við lítum á þetta sem tímamót þó að í rauninni breytist ekkert nema stafir ártalsins. En til eru tímamót sem marka dýpri spor. Áður en síðustu áramót gengu í garð eða aðfaranótt 30. desember sl. urðu tímamót í lífí Fríðu Guð- mundsdóttur fóstru. Þá nótt yfirgaf hún sjúkan líkama sinn og það líf Waage, sem lést á aðfangadag jóla, sama dag og hún átti að koma heim. Guðrún var gift Ölveri Waage, sem er látinn. Þijá syni átti Guðrún: Karl Birgir og Viðar látnir, en Valur lifír móður sína og býr hér í borg. Hann er kvæntur Helenu Brynjólfsdóttur og eiga þau eina dóttur, Guðrúnu Lind, og mun nú litla Stefanía Lind sakna langömmu sinnar, sem hún var mjög hænd að. Það er erfitt að festa þessar minn- ingar við dagsetningar og ár, þær koma fram í hugann eins og leiftur- myndir, ekki alltaf í réttu samhengi, en skýrar og bjartar. Ekki ætla ég mér að fara að skrifa hér ævisögu þessarar hugþekku konu, heldur aðeins að minnast henn- ar með nokkrum orðum til þess að þakka henni fölskvalausa vináttu og tryggð, sem hún og maðurinn hennar hafa sýnt mér um áratugaskeið og aldrei hefur borið skugga á. sem við lifum hér á jörðu. Fríða er sú fyrsta út okkar hópi sem fer í ferðina sem fyrir okkur öllum liggur og er í raun það eina sem við göngum að sem vísu er við lítum fram á við. Óvissuatriðin í því eru aðeins hvenær og með hvaða hætti þessa ferð ber að. Áður en Fríða fór hafði hún um nokkurt skeið tekist á við krabba- mein og í annarri atlögu hafði sá skæði sjúkdómur betur. Fríða bar nafn með rentu, ef svo má segja, því hún var falleg kona. Hún bar með sér mikla birtu og gleði. Glaðværðin og jafnlyndið ein- kenndi allt hennar fas. Hún hafði fagra útgeislun og góðvildin streymdi frá henni alveg áreynslu- laust að því er okkur virtist. Hún var gamansöm og lagði alltaf gott til málanna, og kunni þá list að vera. Allir þessir góðu eiginleikar nýttust henni í ríkum mæli í fóstru- starfinu. Fríða hafði sérstaklega góða nærveru. Hanni fylgdi frískur andþ|^i;,<?g,jjVj^egt yið^mþt. Ijjjn yar Hún var ein af þessum hógværu góðu konum, sem fóma öllu starfs- þreki sínu fyrir heimili sitt og ástvini. Með þessum fátæklegu orðum vil ég votta mína innilegustu samúð til allra ástvina hennar. Hvíli mín góða vinkona í friði. Guðrún jákvæð og umtalsfróm. í erfiðum veikindum komu þessir eðliskostir hennar sér vel. Nú kveðjum við hana Fríðu sem var okkur svo kær, þökkum sam- fylgdina og biðjum henni blessunar Guðs. Við sendum Gunnari, Unni Erlu og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Bekkjarsystur úr Fósturskóla Islands. Fríða Guðmunds- dóttir - Minning t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FAIMIVIEY SVEIIMBJÖBNSDÓTTIR, Týsgötu 6, Reykjavík, sem andaðist á Grensásdeild Borgarspítalans þann 29. desem- ber, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 7. janúar kl. 15.QO. Ásgeir Gunnarsson, Guðrún S. Guðmundsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Sigfús Ö. Erlingsson, Elín Gunnarsdóttir, Bernd Hammerschmidt, barnabörn og barnabarnabarn. t Móðir mín og amma okkar, HELGAJENSEN, Víðimel 23, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 27. desember sl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 7. janúar kl. 15.00. Cecil Viðar Jensen, Helga Jensen, Gunnar Þór Jensen, Ingi Steinar Jensen. t Maðurinn minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, JÓNJÓSEPSSON, Furugerði 7, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 7. janúar kl. 13.30. Edda Sturlaugsdóttir, Hallfríður Hruna' Jónsdóttir, Arnar Vignisson, Ólafur Jónsson, Soffía R. Guðmundsdóttir, Liv Gunnhildur Stefánsdóttir, Snæbjörn Þórðarson, Sigrún Stefánsdóttir, Jón Ólafsson og barnabörn. ......-...................\......... t Útför ÞÓRUNNAR KRISTINSDÓTTUR, Hverfisgötu 102A, fer fram þriðjudaginn 8. janúar kl. 13.30 frá Fossvogskapellu. Aðstandendur. t Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, FRÍÐA GUÐMUNDSDÓTTIR, Espigerði 14, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagið. Gunnar Malmquist, Unnur Erla Malmquist, Kjartan Sigurðsson, Harpa Mjöil Kjartansdóttir, t Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Arnarholti, Hrísateigi 13, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. janúar kl. 15.00. Sætaferð frá Sæmundi, Borgarnesi kl. 12.00. Sævar Guðmundsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Birgir Guðmundsson, Hulda Guðmundsdóttir, Sigurður Jónasson, Elinborg Guðmundsdóttir, Friðgeir Stefánsson, Guðmundur Guðmundsson, Sigríður Ólafsdóttir, Kristný Björnsdóttir, Kristinn Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. t BIRNA STEINGRÍMSDÓTTIR frá Sandhólum, Drápuhlíð 2, Reykjavík, sem lést 30. desember verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. janúar kl. 10.30. Bergþóra Sigfúsdóttir, Friðrik Sigfússon, Alexía M. Gunnarsdóttir, Steingrímur Sigfússon, Auður Vilhelmsdóttir, Sigfús Grétarsson, Margrét S. Sigbjörnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.