Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1991 G 5 Sjávarháska varð að setja af stað í hreinu blíðviðri. kvæmir fyrir því hvernig þeir eru myndaðir. Andlitin eru þeirra at- vinnutæki, framar öllu öðru. Anna lék príorinnu í nunnu- klaustri, og voru atriðin tekin í eink- ar vel varðveittum kastala í Suður- Wales. Sagnfræðilega séð var það kannski ekki alveg hárrétt bygging, en hún var dramatískt rétt og þjón- aði myndinni ljómandi vel. Hér tók- um við nokkur þeirra atriða sem mér fannst meðal þeirra veikari í handriti. Ég lagði áherslu á tilfinn- ingasamböndin á milli persónanna, og leikararnir ungu túlkuðu af næmni og þroska. Þegar upp var staðið fékk ég þarna nokkur þeirra atriða sem ég varð hvað ánægðast- ur með. I Hleiðru Upptökum lauk í Danmörku, nánar tiltekið í fornmannaþorpinu Lejre, sem er í nokkurra kílómetra fjarlægð frá Hróarskeldu. Þar komst ég í kynni við hóp fólks sem gjarnan klæðist fornmannafötum og lætur sem það búi í þorpinu. Ennfremur kemur fyrir að karl- mennirnir vígbúist, auk þess sem þeir eiga margir íslenska hesta og ríða eins og hetjur um héruð og láta ófriðlega. Þetta henti okkur ágætlega. Við fengum þarna í ein- um pakka þorp og þorpsbúa, kvikfé og vopn, ásamt vænum skammti af ribbaldahætti. Þegar samið var við forsvars- í mynd Dreyer um Geirþruði. hljóma ævinlega eins og mikil tíð- indi séu að gerast hjá viðmæland- anum. Allan tímann gekk skipið upp og niður og hvarf jafnvel alveg í ölduganginum. Strandgæslunni var gert viðvart og á fimm mínútum var hraðbátur tilbúinn að leggja út í brimgarðinn til bjargar írskum víkingum. Þetta þótti formanni þeirra ill tíðindi og vildi alls ekki láta bjarga sér, sagði eldinn smámál sem þeir væru að kippa í liðinn. Sjálfur vildi ég síst af öllu fá strandgæsluna að ástæðulausu út í brimgarðinn, þar sem það hefði eyðilagt þetta stórdr- amatíska myndefni - og formann- inum treysti ég fullkomlega til þess að taka ekki óþarfa áhættu. Annar aðstoðarleikstjóri þurfti mikið að jagast í áfjáðum björgunarmönnum, vegna þess að hafi þeir verið til kallaðir, ber þeim að kynna sér málið hið fyrsta og láta ekkert aftra sér. Með semingi hélt strandgæslan sig rétt utan myndrammans og allt náðist_ á filmu sem við sóttumst eftir. írar voru hinir hressustu er þeir náðu landi, þótt nokkuð þrek- aðir væru. Sá slasaði hafði meitt sig á fæti, en ekki reyndist um brot að ræða. Bardagar Eftir að írar höfðu siglt sinn sjó var röðin komin að stríðsglöðum Dönum. í mikilvægu bardagaatriði koma bræður tveir til sögu, en svo heppilega vill til að bestu áhættu- leikarar Danmerkur eru einmitt bræður sem bæði hafa stundað kvikmyndaleik auk þess sem mér fannst þeir hafa nákvæmlega rétta útlitið í hlutverkin. Nú fór í hönd annasamt tímabil fyrir aðalleikar- ana okkar sem þurftu að leggja á sig erfiðar bardagaæfingar á kvöld- in eftir að löngum vinnudegi lauk fyrir framan myndavélina. Næstu tveir sunnudagar fóru sömuleiðis í slagsmál og skilmingar. Stærsta bardagaatriðið vartekið upp á bökkum ár einnar í Suður- Wales. Þarna tók ég fleiri mynd- skeið á einum degi en ég hef nokkru sinni áður gert: fimmtíu talsins. Til allrar lukku hélst ljósið nokkuð stöðugt allan daginn, svo að ekki reyndist nauðsynlegt að fara út í flókna og tímafreka lýsingu. Gengdarlausar kvöld- og helgaræf- ingar komu að góðum notum. Þegar tók að skyggja áttum við enn eftir slagsmál við foss einn í ánni. Ég vildi ekki eiga það á hættu að þurfa að halda áfram með atrið- ið á öðrum degi, fækkaði því pústr- um og flýtti þannig fyrir endalokun- um. Eftir hálftíma var komin öðru- vísi endaslaufa á atriðið en getið er um í handriti - raunar betri að því er mér fannst nokkrum dögum síðar, þegar klipparinn hafði sett atriðið saman. Kristið fólk Ur bardögum fórum við Lkristin- dóminn. Þá kom til sögunnar leik- kona að nafni Anna Massey sem líklega er þekktust leikara í mynd- inni. Fyrst man ég eftir henni í Frenzy eftir Hitchcock, þar sem hún lék eitt fórnarlambið, en síðan hefur hún leikið í fjölmörgum kvikmynd- um og mjög komið fram í sjónvarpi síðustu árin. Til dæmis var hún einkar eftirminnileg í Hotel du Lac, sem sýnt var hér í Sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu. Faðir hennar var þekktur leikari í Hollywood, Raymond Massey, lék meðal annars föður James Dean í East of Eden, ennfremur yfirlækninn í Doctor Kildare. Bróður á hún, Daniel, sem einnig er vel kunnur stéttarbróðir. Anna er nokkuð sérstök útlits, með hvasst nef og þunnar varir, og kann vel að notfæra sér útlitið í leik sínum. í einu atriðinu vildi ég taka nærmynd af henni með gleiðlinsu, sem á Aldinn íri í stól það til að fletja fólk út og afmynda lítillega. Ég sagði henni frá þessari fyrirætlun minni, vegna þess að það er ekki hægt að smygla tökuvélinni undir nasavænginn á svona vönum leikur- um án þess að þeir taki eftir því. Henni fannst varla orð á þessu gerandi, þótt ég merkti það líka á henni að-henni þætti gott að ég orðaði það við sig fyrst. Mér finnst reyndar eðlilegt að leikarar séu við- stýrimannsins. menn hópsins var eina misklíðar- efnið spurningin um það hvort veita ætti bjór með hádegisverðinum eður ei. Bretarnir drukku aldrei í hádeg- inu, en Danirnir fengu ekki séð hvernig þeir kæmu niður frikadell- unum án öls. Á endanum lét ég undan og samþykkti bjórdrykkjuna, enda fyrirsjáanlegt að annars mundi enginn vígbúast né stíga á bak íslenskum gæðingi. Minnisstæðasta atriðið frá Dan- mörku var bálför höfðingja þorps- ins. Hún var tekin í ljósaskiptunum, sem þýddi að við þurftum að vinna afar hratt. Ljósamannaliðið hljóp til og frá með lampana hraðar en nokkru sinni fyrr, á meðan leik- myndaliðið hélt eldinum í bálkestin- um við með bensíni. Með kvöldinu fór að kula svo að fornmenn tóku að skjálfa lítillega, einkum konur og börn, þó að hetjurnar bæru sig mannalega. Tunglið kom upp og við reyndum að síðustu að blanda því inn í atburðarásina með ríðandi stríðsmenn í forgrunni, en þá var orðið of dimmt. Ég man enn eftir þreytunni í lík- amanum þegar ég settist inn í bíl- inn og horfði á aðstoðarmenn mína taka saman þetta kvöld. Þetta hafði verið mikil törn á stuttum tíma og fimm vikna ofkeyrsla var farin að segja til sín. Ég hugsaði með sjálf- um mér: Nú get ég ekki meir. Tívolí Tívolí gegnir mikilvægu hlutverki í ferli mínum. Þar endaði Með allt á hreinu og þar endaði Sædrekinn með vissum hætti líka vegna þess að þar fór lokahófið fram. Tekin var á leigu rúta sem ók með okkur frá hóteli okkar í Hróarskeldu og inn í Kaupmannahöfn. Ég komst þó ekki alveg strax í veisluna því að fyrst þurfti ég að stjórna hljóð- upptökum á nokkrum setningum frá dönsku leikurunum. Þeirri nýst- árlegu aðferð var beitt að nota rút- una sem hljóðver,'en fyrst þurftum við að aka svolítið um til að finna sæm- ilega hljóðláta hlið- argötu. Við höfnuð- um á Vesturbrú rétt við Istedgade þar sem allar dónabúð- irnar eru. Á meðan víkingar létu kald- hömruð orð falla í rútunni tipluðu vændiskonur um fyrir utan ásamt viðskiptavinum sín- um. Upp úr því hætti heili minn að starfa með eðlilegum hætti, enda engin þörf á iengur. Ég hélt stystu og ómerkilegustu loka- hófsræðu mína til þessa og síðan stormaði liðið í rússíbanann, fljúg- andi teppið og önnur skemmtitól. Kvöldið kórónaðist með flugelda- sýningu, rétt eins og í lokaskoti söngleiksins Með allt á hreinu, en þessi flugeldasýning var okkur Sædrekafólki til sérstakrar ánægju vegna þess að við þekktuip þá sem stóðu að henni. Þeir höfðu útvegað okkur blysin í bálförina. ALMENNAR KAUPLEIGUÍBÚÐIR Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir umsóknum um 10 almennar kaupleiguíbúðir. íbúðir þessar eru tveggja herbergja íbúðir í nýbyggingu við Ásholt, Laugaveg, byggðar af Ármannsfelli hf. íbúðunum fylgir bílskýli. Um úthlutun íbúðanna gilda eftirfarandi reglur: a) Umsækjandi skal hafa haft lögheimili í Reykjavík a.m.k. frá 1. des. 1989. b) Umsækjandi skal hafa hærri tekjur en viðmiðunartekjur samkv. 80. gr. laga nr. 86/1988 með áorðnum breytingum. c) Umsækjandi má ekki eiga íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. d) Við úthlutun verður tekið tillit til fjölskyldustærðar og húsnæðisaðstæðna umsækjanda. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu húsnæðisnefndar, Suðurlandsbraut 30, og verða þar veittar allar almennar upplýsingar. Umsóknarfrestur rennur út 21. jan. nk. Orðsending frá Húsnæðisnefnd Auglýst verður eftir umsóknum um félagslegar eignaríbúðir (verkamannabústaði) um miðjan jan. nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.