Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 20
20 G> MORGUNBMÐIÐ MENNINGARSTRAUIVÍAR sunnudag ur 6. JANÚAR 1991 ENDURGERÐ SCORSESE NÆSTA mynd Martins Scorseses verður endurgerð á sakamálamyndinni „Cape Fear“ frá árinu 1962, sem hasarmaðurinn J. Lee Thompson leikstýrði með Rob- ert Mitchum og Gregory Peck í aðalhlutverkum. Þetta er fyrsta mynd Scorsese eftir Góða gæja og sú fyrsta sem hann gerir í samvinnu við Steven Spielberg. Eins og í fyrri Robert De Niro; sjö- undaScors- esemyndin. myndinni segir af fyrrum fanga sem eltir uppi lög- fræðinginn sinn frá því í gamla daga og vill honum illt en lögfræðingurinn snýst til vamar. Robert De Niro leikur fangann en Robert Redford hafnaði hlutverki lögfræð- ingsins og Nick Nolte kom t\ hans stað. Jessica Lange leikur eiginkonu lög- fræðingsins og búast má við að Mitchum og Peck muni fara með ör- lítil hlutverk í myndinni, svona til gamans. Samstarf Scorsese og De Niros hefur gefið af sér margar frá- bærar myndir en þetta er sjö- unda Scors- esemyndin sem De Niro leikur Hamlet; leikaraiiðið ekki af verri endanum. BRJÁLAÐI MEL HAMLET NÝJASTA bíóútgáfan um Danann ráðalausa, Hamlet, er með engum öðrum en Mel (Bjálaða Max) Gibson í aðalhlutverkinu. Óvenjulegt hliðarspor það en leikstjór- inn Franco Zéffirelli fékk hann til að fara með hlutverk- ið og ef ZeffireJli bregst ekki, er hér örugglega um verulega íburðarmikla framleiðslu að ræða. |^r Hamlet ekki einmitt ilega hinnar marglofuðu rétta leikritið nú þeg ar í tísku er að hafa drauga í hverri mynd? Móður Ham- lets leikur Glenn Close en hún hefur gifst Alan Bates aðeins of fljótt eftir dauða föður Hamlets, er birtist sem draugur í iíki þunga- vigtarmannsins Paul Scofi- elds. Helena Bonham Cart- er ieikur Ófelíu. Bíómyndin um Hamlet kemur í kjölfar annarar Shakespearemyndar, nefn- Hinrik V. eftir Kenneth Branagh. Ljóst er að Zeffi- relli tekur talsverða áhættu með því að ráða Gibson í hlutverk Hamlets; Gibson hefur næstum eingöngu fengist við hasarmyndir hin síðustu ár, er ábyggilega farinn að ryðga í klassík- inni og gæti litið kindar- lega út í augum aðdáenda sinna, sem líklega er í lagi því varla fara þeir að sjá Shakespeare hvort sem er. ALEINN HEIMA ÞÆR gera sjaldnast boð á undan sér metsölumyndirnar í Bandaríkjunum og er Draugar ein sönnun þess. Nýj- asta og besta sönnunin er þó gamanmyndin „Home Al- one“ eða Aleinn heima en hún er metsölumyndin vestra um þessi jól öllum á óvart, komin vel yfir hundrað millj- ón doliara markið. Fæstir höfðu heyrt um myndina þangað til hún fór að hala inn milljónirnar enda ekki í henni ein einasta stórstjarna. Hún segir frá því þegar McCallister-fjöl- Skilinn eftir heima; Culkin í hlutverki Kevins. KVIKMYNDIR"'™ Hvemigvar í bíó árid 1990f ÁrSigutjóns Bandariska vikuritið „Newsweek“ kallaði árið 1990 ár David Lynch sl. sumar. Fyrir íslendinga er það ár Sigurjóns Sighvatssonar. Þess verður minnst, kvik- myndalega séð, fyrst og fremst vegna velgengni Sigur- jóns í Los Angeles sem náði hámarki þegar mynd á vegum hans og félaga í Propaganda Films, Tryllt ásb („Wild at Heart“) eftir David Lynch, hreppti gullpálm- anníCannes. Menn munu ekki síður minnast sjónvarps- þáttanna Tvídranga á Stöð 2, sem Siguijón á þátt í að framleiða, og loks var 1990 árið sem fyrsta ís- lenska bíó- myndin sem hann framleiðir, Ryð eftir Lárus Ými eftir Arnald Indriðosor Óskars- son, var frumsýnd. Það var önnur af aðeins tveimur íslenskum myndum sem frumsýndar voru á árinu, hin var bama- og íjölskyldumyndin Papp- írs-Pési. Ein og í mesta lagi tvær bíómyndir virðist vera framtíðin í ísleriskri kvik- myndagerð og benti fátt til þess á árinu að það mundi breytast í bráð. Annars var bíóárið 1990 næsta venjulegt. Fyrsta myndin sem varið var í á árinu kom strax í janúar. Bekkjarfélagið („Dead Po- ets Society") eftir Peter Weir var ósennileg metsölu- mynd um ljóðafélag í heima- vistarskóla en hún sló í gegn bæði hér og erlendis enda einkar ljúfsár og falleg. Það var Víetnammynd Brian De Palmas, sem fylgdi í kjölfar- ið, hins vegar ekki, heldur hryllileg en sérlega áhrifa- mikil og eftirminnileg lýsing á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað í Víetnam- stríðinu þegar hópur banda- rískra hermanna nauðgaði innfæddri stúlku. Margar bestu myndir árs- ins komu um vorið um það leyti sem Óskarinn var af- hentur í Los Angeles. Þar má frægar telja Ekið með Daisy, sem fjallar um vin- áttu sómafólks í Suðurríkj- unum, Fæddur fjórða júlí, sem sannaði að Tom Cruise getur verið magnaður leik- ari, Paradísarbíóið var stór- kostlegur“o'ður til bíómenn- ingarinnar á Ítalíu um og eftir seinna stríð og Vinstri fóturinn var frábærlega leikin og gerð saga um hinn fjölfatlaða írska listamann Christy Brown og var Dani- el Day Lewis vel að Óskarn- um kominn fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Þrjár mjúkar og róman- tískar myndir nutu mikilla vinsælda hér og geta verið til marks um áherslubreyt- ingu vestra en það voru Stórkostleg stúlka, Pott- ormur í pabbaleit og Draug- ar. Sumarið einkenndist sem fyrr af hasarmyndun- um frá Bandaríkjunum og voru þar fremstar í flokki Fullkominn hugur, dúndr- andi öflugur framtíðarþrill- er Paul Verhoevens og Á tæpasta vaði 2, sem gaf fyrri myndinni lítið eftir í sprengikrafti. Dick Tracy leit stórkostlega út og var frábærlega leikin en skildi sáralítið eftir og framhalds- myndir eins og Aðrar 48 stundir, RoboCop 2 og Aftur til framtíðar III ollu von- brigðum. Stærsta og besta mynd haustsins var tvímæl- alaust Góðir gæjar Martins Scorseses. Bandarískar myndir voru í yfirgnæfandi meirihluta eins og áður og ógnar ekk- ert veldi þeirra hér í bíóun- um. Hingað bárust þó ein og ein Evrópu-mynd aðal- lega í gegnum átgk hjá Háskólabíói og eru þeirra minnisstæðastar Krays- bræðumir og Hinrik V. Meðfylgjandi eru listar kvikmyndagagnrýnerida Morgunblaðsins yfír bestu myndir ársins. Myndunum er raðað af handahófi. Ein af þeim bestu; Paradísarbíóið. BESTU MYNDIRNAR óíóið („Ci- - nema Paradiso", e. íus eppe Tomatore). („Enemies, a Love Story“, e. Paul Mazur- sky). Góðir gæjar („Goodfell- as“, e. Martin Scorsese). Ekið með Daisy („Dri- ving Miss Daisy“, e. Bruce Beresford). Ryð (e. Láms Ými Óskarsson). Heiður og hollusta („Glory“, e. Edward Zwick). Hinrik V („Henry V“, e. Kenneth Branagh). Draugar („Ghost", e. Jerry Zucker). Tryllt ást („Wild at He- art“, e. David Lynch). Litla hafmeyjan („The Little Mermaid", e. Ron Musker og Ron Clem- ente). Sæbjörn Valdimarsson Bekkjarfélagið („Dead Poets Soci- ety“, e. Peter Weir). Stríðsógnir („Casualti- es of War“, e. Brian De Palma). Fæddur 4. júlí („Born on the Fourth of July“, e. Oliver Stone). Paradísarbíóið („Ci- nema Paradiso", e. Gius- eppi Tornatore). Vinstri fóturinn („My Left Foot“, e. Jím Sheridan). Heiður og hollusta („Glory“, e. Edward Zwick). Tryllt ást („Wild at He- art“, e. David Lynch. Ekið með Daisy („Dri- ving Miss Daisy“, e. Bmce Beresford). Hinrik V („Henry V“, e. Kenneth Branagh). Draugar („Ghost", e. Jerry Zucker). Arnaldur Indriðason skyldan heldur í jólafrí til Parísar þremur dögum fyrir jól og kemst að því að hún hefur skilið yngsta soninn, Kevin, eftir heima í öllu fát- inu. Til að bæta gráu ofan á svart hafa tveir heldur kauðalegir innbrotsþjófar augastað á húsinu og lendir Kevin í hörkubardaga við þá þegar hann reynir að veija heimili sitt. Það er ungl- inga- og gam- anmyndahö- fundurinn John Hughes sem skrifar handritið að myndinni og framleiðir en leikstjóri er Chris Colum- bus. Með aðal- hlutverkin fara Macaulay Culkin, sem leikur þann stutta, Joe Pesci og Daniel Stem, sem leika innbrots- þjófana, og John Heard og Catherine O’Hara, sem leika hina veralega áhyggjufullu foreldra Kevins. Bíóhöllin/Bíóborgin mun framsýna Aleinan heima núna um eða eftir helgi en varla er liðinn nema rúmur mánuður síðan myndin var framsýnd í Bandaríkjunum. Fólk ■ Woody Allen er byijaður á nýrri mynd, sem ekld hefur enn fengið nafn. Leikhópurinn er hinn forvitnilegasti sem fym Madonna, John Malkovich, Jodie Foster, Donald Pleasence, Kate Nelligan og auðvitað Mia Farrow og Woody Allen sjálfur leika öll í myndinni. ■ Lftið lát virðist á fram- haldsmyndafárinu vestra. Nú er unnið að framhaldsmynd- inni um stökkbreyttu skjald- bökumar, sem sýnd er í Há- skólabíói, og á hún að kosta litlar 20 milljónir dollara (fyrri myndin kostaði átta). Skjald- bökumar reynast miklir um- hverfisvemdarsinnar í fram- haldinu og finna út hvaðan efnaúrgangurinn kemur sem breytti þeim. ■ Langmest leigða erlenda myndin í Bandaríkjunum á síð- asta ári kom frá Svíþjóð og heitir Hundalíf eða „Mit liv som en hund“ og er eftir Lasse Hallström. ■ Zalman King, sem gert hefur nokkrar óttalega lélegar myndir með erótísku yfir- bragði (Hálf tíunda vika), er við sama heygarðshomið í sinni nýjustu mynd, „Blue Movie BIue“. Hún segir frá 17 ára stúlku sem lendir í hágæða hórukassa. Robert Davi, illvirkinn úr síðustu Bondmynd, leikur bjargvætt hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.