Morgunblaðið - 06.01.1991, Síða 8

Morgunblaðið - 06.01.1991, Síða 8
8-C MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR sunnudagur 6. janúar 1991 SKÓLAMAL/£r lýörœbiö í hœttu — Hafa skölamir brugöist? Lýðræði — sögukennsla AÐ UNDANFÖRNU hefur mik- ið verið rætt og ritað um Iýð- ræði og hvort almenningur og jafnvel stjórnmálamenn væru nógu vel að sér í grundvallar- reglum þess. Sé lögum um grunnskóla og aðalnámskrá flett þarf ekki að ganga graf- götur um að þar er lögð þung áhersla á að kennd séu undir- stöðuatriði lýðræðis og mann- réttinda. A 12. gr. segir að hlutverk grunn- skólans sé „að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfé- lagi“ og starfshættir skólans eigi m.a. að mótast af lýðræðislegu samstarfi. Til að átta okk- ur betur á til hvers er ætlast í þessum efnum, hvernig á að glæða skilning nemenda á hvað felst í hugtakinu lýðræði, svo það verði ekki í þeirra hugum innantómur 17. júní, skul- um við grípa niður í námsskrána. Þar segir m.a. „Grundvöllur lýð- ræðisþjóðfélags er að fólk sé fært um að taka ákvarðanir bæði í eink- amálum og í málum sem varða almenningshag.“ Ennfremur: „Stefnt er að því að nemendur öðlist þekkingu á: ... íslensku samfélagi, helstu stofnunum þess, réttindum og skyldum íbúanna og grundvallar- reglum stjórnarfars.“ Og enn: „Stefnt er að því að nemendur: ... meti og virði lýð- ræðisleg vinnubrögð og stjórnar- hætti.“ „Stefnt er að því að nemendur öðlist leikni í að: ... greina aðalat- riði frá aukaatriðum og skoðanir frá staðreyndum.“ Einnig er sagt í skilgreiningu námsgreinarinnar mannkyns- sögu): „Fortíð varpar ljósi á nútíð og framtíð.“ I kaflanum um félagsfræði- kennslu segir: „Stefnt skal að því að efla kunnáttu og skilning nem- enda — á íslensku nútímasamfé- lagi, mótun þess og einkennum; á sjálfum sér sem einstaklingum og þegnum í þessu samfélagi.“ Um viðfangsefni í 10. bekk seg- ir: „Fylgst með fréttum og leitast við að skýra þær. Fjallað um ís- lenska lýðveldið í samtíð og fram- tíð, viðhorf og vanda, stjómmál og stjórnmálaflokka." Loks er lögð áhersla á að vekja áhuga nemenda með krefjandi spurningum. Framangreind atriði sýna ljóslega að til mikils er ætlast. Umfjöllunin hlýtur að verða hápólitísk — í fræðilegri merkingu. Stefnt skal að því að þroska stjómmálahugsun ungs fólks. Verkið er bráðeldfimt og krefst ofurmannlegra hæfileika kennara í siglingalist um mjósyndi hlutleysisins. Við skulum íhuga hvaða leið sögukennari gæti hugsanlega far- ið til að nálgast verkefnið. Hann gæti skýrt fyrir nemendum að maðurinn sé eina lífveran á jörð- unni sem getur fræðst um það sem gengnar kynslóðir hafa reynt og ætti því að geta lært af reynsl- unni — sigrum og mistökum for- feðranna. Honum bæri að útskýra muninn á fulltrúalýðræði, sem við búum við nú, og t.d. beinu lýðræði í Aþenu til forna og þeirri hættu sem lýðræðinu var þá talin stafa af lýðskrumurum og hentistefnu- mönnum. Við hæfi væri að skoða hvemig þjóðveldi okkar íslendinga eftir Gylfa Pálsson VÍSINDI/Vvr aldrei sprenging? Enn deilt um upp- hafalheimsins STEFNUR OG tískur, ismai? og straumar viðgangast í vísindum eins og nánast á öllúm sviðum mannlegs starfs og hátternis. Flest- ir vísindamenn munu sjálfsagt fullyrða að þeir hafi komist að þessu eða hinu eða hallist að einu eða öðru eftir að hafa velt máliriu fyrir sér á vísindalegan hátt. Engu að síður getur enginn komist undan þeim áhrifum sem skoðanir meirihlutans hafa, þó ekki sé nema í vali á viðfangsefni. Eitt af því sem ekki ætti að koma fyrir í vísindum er að sannleikurinn sé ákveðinn með handauppréttingum og að þar á eftir gæti einungis áhrifa meiri- hlutans. í við- leitni sinni til að draga úr áhrifum jafn „lýðræð- islegra“ starfs- hátta hefur rit- stjóri vísinda- tímaritsins Nat- ure innleitt nýjan dálk í tímaritinu sem hann nefnir „hypothesis". Á þessum vettvangi er vísindamönn- um gefinn kostur á að koma hug- myndum sínum á framfæri sem eru þess eðlis að önnur tímarit sjá sér ekki fært að birta þær. Að sjálf- sögðu verða greinarnar að uppfylla ákveðin skilyrði og vera taldar nægjanlega áhugaverðar fyrir góð- an fjölda lesenda. Það var vel við hæfí að fyrsta greinin skyldi vera eftir stjarneðl- isfræðingana H.C. Arp, C. Burbidge, F. Hoyle, J.V. Narlikar og N.C. Wickramasinghe. Þessir fræðimenn hafa um nokkurra ára- tuga skeið barist, með litlum ár- angri, gegn frumsprengjukenning- unni og í staðinn haldið fram svo- kallaðri jafnstöðukenningu sem þróuð var af Fred Hoyle og Thom- as Gold fyrir rúmum 40 árum. Jafn- stöðukenningin gerir ráð fyrir því að alheimurinn hafí ætíð verið í sama ástandi og hann er í dag. Þeir telja að stöðug myndun efnis haldi efnisþéttleika alheimsins stöðugum þrátt fyrir stöðuga út- þenslu. Þetta gerist með miklum fjölda lítilla „poppkorn-spreng- inga“ sem eiga sér stað hér og þar í alheimsrúminu. Frumsprengjukenningin er ein af áhrifatnestu kenningum nútíma raunyísin'da og sú sem líklega er þekktust á meðal almennings. Fyrstu drög að kenningunni voru lögð af rússnesk-bandaríska eðlis- fræðingnum (og húmoristanum) George Gamow á fjórða áratugn- um. Kjami kenningarinnar er að alheimurinn hafi ekki alltaf verið til heldur reki upphaf sitt til frum- sprengingar sem átti sér stað fyrir 10—15 þúsund milljón árum. í augnabliki sprengingarinnar var öllu efni og orku alheimsins sam- anþjappað í einn punkt sem nefnist einstak. Síðan frumsprengingin átti sér stað hefur alheimurinn stöðugt verið að þenjast út og fjarlægjast vetrarbrautimar hver aðra með hraða sem er í réttu hlutfalli við fjarlægðina á milli þeirra. Á und- anfömum ámm hafa margar upp- götvanir staðfest .þessa mynd af alheiminum, en mest munaði þó um uppgötvun bakgrunnsgeislun- arinnar svokölluðu árið 1965, en frumsprengjukenningin hafði ein- mitt sagt fyrir um tilvist hennar. Þetta er samlei t geislasvið, 2,7 gráður yfir alki íi, sem fyllir allt alheimsrúmið. Þetta em geislaleif- ar þess eldhnoðra sem brann í frumsprengingunni miklu. Engu að síður hafa áðurnefndir fimmmenningar aldrei getað sætt sig við framsprengjukenninguna og hafa stöðugt, af öllum mætti, reynt að grafa undan stoðum henn- ar með því að benda á mögulega erfiðleika hennar. Nýjasta tilraun þeirra varðar kvasa og óvissuna um eðli þeirra. Talið er að kvasar séu fjarlæg- ustu ij< sgjafar alheimsrúmsins. Ljósstvj ,[ur kvasa er gífurlegur, iðuiega mörg hundmð sinnum mciri en ljósstyrkur heilla vetrar- brauta og talið er að sumir þeirra fjarlægjist vetrarbrautina okkar með hraða seni nemur meir en 93% af ljóshraðanum! Þessar upplýsing- eftir Sverri Ólafsson Kvasar eru vissulega Ijós- sterkir — en hversu langt í burtu em þeir? ar fást með athugunum á litrófi kvasa, en þættir þess hafa mikla hliðrun til lengri bylgjulengda (fýr- irbæri sem nefnist rauðvik). Sam- kvæmt framsprengjukenningunni bendir þetta eindregið til þess að kvasarnir séu í mikilli fjariægð. Margir stjarnfræðingar hafa ekki verið ánægðir með þessa túlk- un á kvösum og leitað eftir öðram skýringum á eiginleikum þeirra. Á undanförnum 20 áram hefur Arp leitað eftir rökum og sönnunar- gögnum fýrir því að kvasar séu ekki jafn langt í burtu og talið er og að rauðvikið komi til af öðrum „nærtækari“ ástæðum. Sterkustu málsgögn sem Arp hefur hingað til lagt fram varða einn eða fleiri kvasa sem virðast vera í tengslum við vetrarbrautir sem era ekki mjög langt í burtu og kvasa sem hafa mismunandi rauðvik en senda frá sér samtvinnað litróf. Annað sem Arp nefnir varðar þyrpingu kvasa umhverfís vetrarbrautir svo og vís- bendingar um efnisflæði sem virð- ist eiga sér stað á milli kvasa og vetrarbrauta. Vandamálið er að á meðan óháð- ar fjarlægðarmælingar eru ekki fyrir hendi er útilokað að segja fyrir um það hvort kvasar, sem virðast nálægt ákveðnum vetrar- brautum, era í raun nálægt þeim eða hvort um er að ræða tilviljunar- kennda samstöðu. Fjarlægðarmæl- ingar era á meðal erfiðustu mæl- inga nútíma stjamfræði og því er óvíst að úrskurður fáist í málinu á næstunni. En þegar úrskurðurinn fæst gæti hann dæmt frum- sprengjukenninguna úr leik, eða það sem líklegra er bætt enn einni stoðinni í tignarlega byggingu hennar. A.m.k. fimm menn leggja hart að sér við lausn þessa vanda- máls. Hlutverk skóla er að búa nem- endur undir líf og starf í lýðræð- isþjóðfélagi. molaðist m.a. vegna skorts á ábyrgu framkvæmdavaldi og hvernig flokkadrættir urðu til þess að hagsmunahópar, eins og þeir myndu nefndir í dag, tóku sér vald og beittu því sér í hag án tillits til viðurkenndra leikreglna. En hveijar eru leikreglurnar, hornsteinar lýðræðis? í frönsku stjórnarbyltingunni voru svokölluð mannréttindi sett á oddinn. Trú- og tjáningarfrelsi, réttur til að fylgja skoðunum sín- um eftir og síðast en ekki síst jafn- rétti gagnvart lögunum. Hvemig hafa menn reynt að tryggja þessi réttindi? Beinast liggur við að vitna til þrí- skiptingar valdsins, þeirra stofn- ana sem fara með löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald/ Einkanlega þótti varhugavert ef fulltrúar framkvæmdavalds hlutuðust til um málefni hinna valdsviðanna. Sagan sýnir að slíkt hefur leitt til harðstjórnar annað hvort einstaklings og hirðar hans, flokks eða stétta og er þá her og svokölluð lögregla jafnan á næsta leiti. Þá hlýtur að verða að gera nem- endum ljóst að hér á landi er for- setinn þjóðkjörinn. Honum er, auk þess að vera sameiningartákn, ætlað að gæta hagsmuna þegn- anna fari ríkisstjórnir offari að hans dómi. Þá getur hann sagt hingað og ekki lengra, neitað að undirrita lög og hindrað að ólög nái fram að ganga. Þá má ekki láta undir höfuð leggjast að kenna væntanlegum kjósendum að þingræði er eins konar öryggisloki í stjórnmálum lýðvelda. Meginreglan er þessi: Áð baki ríkisstjórn skal vera þing- meirihluti svo að tryggt sé eftir því sem hægt er, að sjónarmið meiri hluta kjósenda séu höfð í heiðri. Gliðni þingstuðningurinn á kjörtímabilinu ber ríkisstjórn að segja af sér og hreinlegast er að efnt sé til kosninga svo að kjósend- ur fái tækifæri til að sýna hug sinn á ný. Sýna ber fram á að stjórnmála- menn í lýðræðisríki komast ekki upp með að stjórna eftir óreglunni „tilgangurinri helgar verknaðinn“. Stjórnarskráin kveður á um hvem- ig stjórna skuli. Leiki t.d. vafi á trúnaði ráðherra við þessi grund- vallarlög hlýtur hann að glata trausti þegna sem kunna leikregl- ur lýðræðis og er því ekki fulltrúi þeirra lengur. Af öllu þessu má ráða að kosninga- rréttur er einhver mikilvægasti réttur einstaklings — ekki aðeins fyrir hann sjálfan heldur fyrir lýð- ræðið í landinu og framkvæmd þess. Það er, skv. lögum og verk- lýsingu, hlutverk skólanna að upp- lýsa væntanlega kjósendur hveijar eru skyldur þeirra og réttindi sem virkra þegna í lýðræðisríki og það er ætlast til þess að þeir geri það undanbragðalaust. VETRARTILBOÐ Gisting, 3 réttaður kvöldverður, morgunverður og akstur upp á flugvöll. Geymsla á bílnum í upphitaðri og vaktaðri bílageymslu. Allt þetta fyrir 4.500,- kr. á mann (m.v. 2ja manna herb.). Hjá okkur fá ferðamenn fyrsta flokks þjónustu - alltaf. FLUGHÓTEL er hótelið við flugvöllinn. Vel búin herbergi og svítur, veitingasalur, bar og ráðstefnusalur. Bílageymsla í kjallara og akstur til og frá flugstöðinni. A I R P O R T HAFNARGATA 57 SÍMI: 92-15222 KEFLAVÍK 230*KEFLAVÍK FAX: 92-15223 HÓTELIÐ VIÐ FLUGVÖLLINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.