Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 15
MQfiGUÚBLAÐIQ gUNNUDAGUR 6, J ANÚAK 1991 G 15 félagi sinn, Gonzalo Rodríguez Gacha, hafi verið myrtur í desemb- er 1989 vegna ábendingar frá Cali- hringnum. Árásir á Escobar Erjur Medellin- og Cali-hringsihs hófust þegar samtökin i Medellin gerðu pólitísk morð að einni helztu baráttuaðferð sinni 1994. Fyrir tveimur árum stóð Cali-hringurinn fyrir gífurlegri sprengingu við svo- kallaða Monaco-byggingu Escobars skammt frá Medellin, að því er virð- ist til að hefna tilrauna Medellin- hringsins til að ná fótfestu á mark- aðnum í New York, þar sem Cali- samtökin höfðu tögl og hagldir. Escobar svaraði með sprengju- árásum á fyrirtæki Rodriguez Orejuelas. Brezkir málaliðar voru ráðnir í þjónustu Cali-samtakanna 1989 til að myrða Escobar, en árás þeirra fór út um þúfur þar sem tvær þyrlur þeirra fórust. í október sl. skipulagði Kól- ombíustjórn árás á flugbraut og kókaínverksmiðjur Cali-hringsins í frumskóginum, en Cali-menn eru hræddari við eiturlyfjasalana í Med- ellin en ríkisstjórnina. „Við sitjum á púðurtunpu," sagði embættis- maður í Cali í haust. „Hér ríkir sæmilegur friður, en allt getur far- ið í bál og brand." Frá upphafi hefur Gaviria forseti lagt áherzlu að baráttan gegn eitur- lyijakaupmönnum sé alþjóðleg, það er aðallega bandarísk. Hann hefur gert greinarmun á „hryðjuverka- mönnum“, sem storki ríkinu, og „eiturlyfjasölum", sem séu fremur kaupsýslumenn, og lagt á það meg- ináherzlu að uppræta hryðjuverka- starfsemi. Lengi vel neitaði Gaviria að semja við eiturlyfjasalana. Síðan gaf hann út tilskipun þess efnis að þeir sem gæfust upp yrðu ekki framseldir til Bandaríkjanna og mundu fá vægari dóma, ef þeir segðu frá samstarfsmönnum sínum. Sigur vinstrisinna Rúmri viku áður en Fabio Ochoa gaf sig fram fyrir jólin höfðu farið fram kosningar til stjórnlagaþings- ins, sem á að gera breytingar á stjórnarskránni frá 1886. Úrslitin virtust treysta stöðu eit- urlyfjasala og vinstrisinna. Samtök fyrrverandi skæruliða vinstrisinna juku fylgi sitt og fylgisaukning þeirra virtist benda til þess að marg- ir Kólombíumenn væru að gefast upp í baráttunni gegn kókaínglæpa- mönnunum og margra ára innan- landsófriði. Flokkur Gaviria, Fijálslyndi flokkurinn, fékk slæma útreið, þótt hann hlyti flest atkvæði. Kjörsókn var svo dræm að innan við þriðjung- ur 14 milljóna kjósenda greiddi at- kvæði. Stjórnarflokkurinn gekk klofinn til kosninganna og fékk aðeins 24 þingsæti af 70, eða 28% atkvæða miðað við 60% í þingkosningum í marz sl. Aðalsigurvegari kosning- anna að þessu sinni var Antonio Navarro, leiðtogi skæruliðasamtak- anna M-19, sem lögðu niður vopn í marz 1989 eftir 25 ára baráttu. Listi hans hlaut 27% atkvæða og 19 sæti. Tveir listar íhaldsmanna fengu 20 sæti. Fijálslyndi flokkurinn og íhalds- flokkurinn hafa skipzt á um að fara með völdin í Kólombíu í eina og hálfa öld. Vinstrihreyfing hefur aldrei áður fengið eins mikið fylgi. Blóði drifinn ferill M-19 var gagn- rýndur í kosningabaráttunni og Navarro flúði frá höfuðborginni Bogota á kjördag vegna morðhót- ana. Úrslitin þykja benda til þess að honum hafi tekizt að sannfæra marga um að hann sé tiltölulega hægfara, m.a. með yfirlýsingum um stuðning við „lýðræðislegan kapít- alisma“ og þörf á einkavæðingu. Nýtt friðartilboð Enginn einn flokkur verður í meirihluta á stjórnlagaþinginu og staða Gaviria forseta mun veikjast ef störf þess fara út um þúfur. Leiðtogar fijáislyndra kenna forset- anum um ófarirnar í kosningunum IVIýtt friðartilboð: Gaviria forseti ásamt fjölskyldu og lífvörðum. Samkemi nra byggiamki fyrir Reykhálahregg Hreppsnenfd Reykhólahrepps auglýsir sam- keppni um gerð merkis fyrir hreppinn. Hug- myndir skulu (sendar undir dulnefni og) póst- lagðar í síðasta lagi 31. janúar 1991, og sendar skrifstofu Reykhólahrepps, 380 Króks- fjarðarnesi. Hugmyndirnar verða til sýnis á skrifstofu hreppsins til loka mars, og gefst íbúum hans þá kostur á að segjá álit sitt. Þann 13. apríl 1991 verða niðurstöður skoðanakönnunar og dómnefndar kynntar og þá veitt viðurkenning vegna bestu hugmynda, kr. 50.000,- fyrir bestu hugmyndina, og kr. 15.000,- fyrir aðrar þrjár. Sveitarstjóri Reykhólahrepps. og vilja ekki breyta núverandi kerfij sem hefur að miklu leyti byggzt á fyrirgreiðslupólitík og spillingu og tryggir þeim völd. Hægfara menn í báðum gömlu flokkunum telja að draga megi í efa að þingið hafi 'nægilegt umboð frá kjósendum, þar sem kjörsókn var dræm. Fy.rir kosningarnar sögðu kóka- ínbarónarnir að þeir vildu að bann- að yrði samkvæmt nýju stjórnar- skránni að framselja grunaða eitur- lyfjasala til Bandaríkjanna. Til þess að tryggja að slíkt ákvæði yrði sett í stjórnarskrána lögðu þeir fram tilboð sitt um að allt að 300 harð- svíruðustu eiturlyfjasalarnir — los extradibles eins og þeir eru kallaðir — gæfu sig fram við yfirvöld ef stjórnin breytti friðartillögum sínum. Það skilyrði fylgdi að eitur- lyfjasalarnir yrðu ekki neyddir til að segja frá samstarfsmönnum sínum. Gaviria forseti svaraði með því að bjóðast til að sýna los extrad- ibles vægð ef þeir játuðu, en neit- aði að útiloka framsal til Banda- ríkjanna. Einum degi áður en Fabio Ochoa gaf sig fram sendi stjórnin síðan frá sér endurskoðað friðartilboð, þar sem því var heitið að eiturlyfja- salar, sem gæfust upp og játuðu, yrðu ekki framseldir til Banda- ríkjanna, að fulltrúar mannréttinda- hópa mundu fýlgjast með meðferð þeirra og að þeirra yrði gætt í traustum fangelsum. Eiturlyfjasal- ar, sem játuðu, mundu ekki fá meira en 15 ára fangelsi. Forsetinn hafði sagt að hann vildi ekki semja við eiturlyfjasalana og virðist ekki hafa rætt við þá beint. Hins vegar hafa lögfræðingar kóka- ínbarónanna átt fundi með nefnd, sem er skipuð fyrrverandi forsetum, erkibiskupi og öðrum „málsmetandi mönnum". Áróðursherferð Eiturlyfjasalarnir hafa haldið uppi hörðum áróðri fyrir málstað sínum. Þeir hafa staðið í nær dag- legu sambandi við blöð í Kólombíu. Mál þeirra hefur fengið ítarlega umfjöllun og umræður um það hafa að miklu leyti snúizt um sjónarmið þeirra. Lögi’eglan hefur verið sökuð um pyntingar og yfirgang og því hefur verið haldið fram að framsal jafngildi broti á mannréttindum. „Blöðin leyfa fjöldamorðingjum að tala um mannréttindi," sagði er- lendur stjórnarerindreki. Samningaumleitanir Kólombíu- stjórnar og eiturlyfjasala eru taldar áfall fyrir baráttu bandarísku stjórnarinnar gegn eiturlyfjasmygli frá Rómönsku Ameríku til Banda- ríkjanna og Vestur-Évrópu, á sama tíma og athygli hennar beinist að ástandinu við Persaflóa. Fulltrúar hennar hafa lagt áherzlu á að ótti eiturlyfjasala við framsal til Banda- ríkjanna „sé það eina sem þeir skilji". Luis Fernando Jaramillo sagði hins vegar eftir jólin að Bandaríkja- stjórn hefði opinberlega lýst yfir stuðningi við hina nýju stefnu Kólombíustjórnar gegn eiturlyfja- sölum og kvaðst ekki telja að bandarískri aðstoð yrði hætt. Nýja stefnan hefur hins vegar verið gagnrýnd í bandarískum blöðum. Bandaríkjastjórn veitti Kólombíu- stjórn 89 milljóna dollara aðstoð 1990, aðallega til að beijast gegn kókaínglæpamönnum. Borgarstjórinn í Medellin, Juan Gomez Martinez, hefur verið einn helzti leiðtogi baráttunnar fyrir banni við framsali. „Ef til vill þykir sú lausn bera.vott um eigingirni," sagði hann nýlega. „En hvert land fyrir sig verður að reyna að finna sína eigin lausn á þessu vandamáli. Blóðbaðið í Kólombíu hefur staðið alltof lengi og það erum við sem þjáumst." Talið er að fáir fulltrúar á ný- kjörnu stjórnlagaþingi muni styðja kröfuna um framsal kókaínglæpa- manna. Margir munu hins vegar styðja kröfu þeirra um að þeir fái sömu meðferð og pólitískir glæpa- menn. Þar með gæti komið til greina að þeir yrðu náðaðir og það virðist næsta takmarkið í baráttu þeirra. Eitt helzta vopn eiturlyfjasalanna í baráttunni eru gíslar þeir^sem þeir hafa á sínu valdi og hóta að myrða, ef ekki verði gengið að kröf- um þeirra. Andstæðingar eiturlyfja- salanna hafa barizt gegn því að mál þeirra verði tekið fyrir á stjórn- lagaþinginu fyrr en gíslunum hafi verið sleppt. Sókn gegn skæruliðum Meðan þessu fer fram er stríðinu gegn leifunum af sveitum vinstri- sinnaðra skæruliða haldið áfram. Ýmsir yfirmenn hersins eru lítt hrifnir af hugmyndum um breyting- ar á stjórnarskránni, en á kjördag lét herinn til skarar skríða gegn skæruliðum, sem hafa ekki viljað samþykkja umbótatillögur stjórnar- innar. Þetta var mesta sókn gegn skæruliðum í nokkur ár. Stjórnar- hermenn náðu á sitt vald fjallabæki- stöðvum fjölmennustu og elztu skæruliðasamtaka Kólombíu, svo- kallaðs Byltingarherafla (FARC), eftir harðar loftárásir. Pablo Esc- obar og Medellin-hringurinn virðast hafa komizt að samkomulagi við Önnur samtök skæruliða, Þjóðfrels- isherinn (ELN). Þrír fámennari hópar skæruliða urðu við áskorun stjórnarinnar um að leggja niður vopn fyrir kosning- arnar og fá að launum tvö sæti á stjórnlagaþinginu. Byltingarherafl- inn er skipaður 7.000<mönnum og hóf gagnsókn um jólin. Árásir voru gerðar á afskekktar lögreglustöðv- ar víðs vegar um landið og 24 féllu . TILBOÐ OSKAST í Ford Bronco II XLT 4x4, árgerð '88 (ekinn 18 þús. mílur), Toyota P/U 2 W/D Extra Cab, árgerð '86 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensás- vegi 9 þriðjudaginn 8. janúar kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. Sala varnarliðseigna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.