Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI .SUNNUDAGUR 6. JAI^ÚAR 1991 C 29 Brautskráð í Eyjum Framhaldsskólinn í Vestmanna- eyjum brautskráði nokkra nemend- ur fyrir jól. 12 stúdentar voru brautr skráðir, átta vélaverðir, einn nem- andi á iðnbraut húsasmíða og einn með verslunarpróf. Útskriftin fór fram á hefðbund- inn hátt. Skólameistari flutti ávarp, viðurkenningar voru veittar og síðan voru nýstúdentarnir tólf brautskráðir Eðvarð Matthíasson flutti ávarp stúdents fyrir hönd nýstúdentanna. Pyrsti stúdentinn sem stundað hefur allt sitt nám við skólann Framhaldsskólinn á Húsavík út- skrifaði sex nemendur 20. desember þar af einn stúdent af málabraut, Ernu Bjömsdóttur, og er hún fyrsti stúdentinn sem stundað hefur allt sitt stúdentsnám við skólann og lauk því á þremur og hálfu ári. Einn nemandi útskrifaðist með verslunarpróf, einn af iðnbraut bak- ara og þrír úr grunndeild rafiðnað- ar. Við skólaslitin talaði Guðmundur Birkir Þorkelsson, skólameistari um kosti áfangakerfisins sem gildir við skólann. Hann sagði að nemendur hefðu tök á að laga námshraða að getu sinni, hægara væri að skipta um námsbrautir og jafnvel um skóla. Nemendur, sem hæfu nám eftir langt hlé, gætu með því að velja sér tiltölulega fáar greinar náð betri tökum á náminu í byijun og góðir möguleikar væru á því fyrir allan almenning að stunda nám í einstökum greinum sem áhuga vektu. Skólameistari gat einnig um nokkrar nýjungar í skólastarfinu, svo sem kennslu þroskaheftra, sem skipulögð er af Jónínu Hallgríms- dóttur, sérkennara. Hann gat um öldungadeildarkennslu á Raufar- höfn, sem starfrækt er í samvinnu við kennara grunnskólans þar. Þá sagði skólameistari frá Farskóla Þingeyinga, sem er samstarfsverk- efni framhaldsskólanna á Húsavík og Laugum, og á næstu önn mun hefjast verkleg kennsla á sjúkra- liðabraut í samvinnu við Sjúkrahú- sið á Húsavík. Björgvin Leifsson, áfangastjóri, gat þess að á þeim þremur og hálfu ári, sem skólinn hefur starfað, hefði hann útskrifað 35 nemendur, þar af 21 iðnnema, 10 með verslunar- próf og 4 stúdenta. Aðskókn að skólanum hefur vax- ið með ári hveiju og nú er rekin heimavist í sambandi við hann og er hún rekin við Hótel Húsavík. HVAÐ Oft ratast kjöftugum satt á munn. Sem leikmanni leyfist mér væntanlega að leggja orð í belg þegar talið berst að list, því einnig gagnrýnendum getur skjátl- ast. Van Gogh var aldrei matvinn- ungur og seldi víst aldrei nema tvær myndir og það fyrir skít og ekki neitt. Ekki voru gagnrýnendumir samtíðarmenn hans á því að hann væri neitt „geni“. Sussu nei. Svo líða tímar og smekkurinn breytist og nýlega fór svo málverk eftir Van Gogh á hæsta verði sem hingað til hefur verið greitt fyrir málverk á upgboði í London. Eg sá „þekktan“ listamann að verki nýlega. Sá var með einar sex málningardollur milli fótanna. í um 1 'k metra fjarlægð var svo strengt léreft sem hann sletti á úr penslun- um sem hann dýfði til skiptis í málningardollumar. Bravó. Öðrum listamanni tókst að selja bæjarfé- laginu ryðgaðan og niðurníddan barnavagn. Því listaverki var komið fyrir á torgi bæjarins, bæjarbúum til augnagamans. Ég vissi nú aldrei hvað var upp eða niður á öllum þessum „ismum", „surreralisma“, „futurisma", „ex- pressionisma", „kubisma“, „dada- Hæpið reykingabann Til Velvakanda. etta e hugleiðing varðandi al- gert reykingabann á ríkissp ítölum sem gekk í gildi um áramót. Allir gera sér ljóst nú til dags að reykingar eru skaðlegar. Hitt er annað mál að margir hafa ánetjast þeim. Hjá mörgum eru þær hluti af daglegum venjum. Flestir vilja hætta en komast að því að það er oft meira en að segja það. Best er að byija aldrei neyslu tóbaks og held ég að flest reykingafólk sé sammála því. En nú ætla þeir sem valdið hafa á ríkisspítölunum aldeilis að skrúfa fyrir slíkan ósóma. Hvort sem fólki líkar betur eða ver á bann þetta að gilda um starfsfólk og sjúklinga. Ég hef frétt að aðeins dauðvona sjúklingar eigi að fá undanþágu til þess að reykja. Þeir sem ætla að hætta að reykja vilja eflaust ráða því sjálfir, hvenær þeir gera það án þess að vera skikkaðir til þess. Arum saman hefur sú venja ver- ið viðhöfð að starfsfólk sjúkrahúsa og einnig sjúklingar hafa haft af- markað svæði til að reykja, sem hvorki truflar reyklausa sjúklinga né starfsfólk. En burtséð frá því get ég varla ímyndað mér að það fólk sem ætlar að setja þessaf regl- ur geri sér grein fýrir á hveijum þetta bitnar verst. Sjálfsagt hefur það aldrei sjálft ánetjast tóbaksfíkn eða öðru slíku. Og víst er að það þarf ekki sjálft að fást við ánetjaða tóbaksfíkla. Sem útúrdúr vil ég benda á að það er ekkert ólöglegt við að hafa orðið tóbaksfíkninni að bráð. Enda veit ég ekki til þess að til dæmis refsiföngum _sé meinað að reykja í afplánun. Ég get að minnsta kosti ekki öfundað fólk af starfi sínu, sem t.d. þarf að standa yfir eiturlyfjasjúklingi í bullandi fráhvarfi og þurfa að meina honum að fá sér smók, sem er þó næsta saklaust miðað við öll þau efni sem hann hefur verið á. Ég get hugsað mér kvöl sjúklinga sem lengi þurfa að dveljast á geðdeildum og jafnvel ævilangt, þegar ef til vill eina án- ægjan sem eftir er í lífinu verður frá þeim tekin. Verður ef til vill viðkvæðið: Þú verður að sanna að þú sért dauðvona! Þá verður ef til vill lagt undir nefnd hvort viðkom- andi fær að reykja síðustu sígarett- una eða pípuna á undanþágu frá yfirstjórn ríkisspítalanna. Að lokum vil ég segj'a það að þeir sem slíka ákvörðun taka mega sjálfsagt vel við una er sjálfsvígum fjölgar. Þá losna líklega fleiri rúm fyrir óánægða sjúklinga. Viðbúið er að ekki veiti af að fækka sjúkra- rúmum þegar starfsfólk sem ekki unir við slíka kúgun leitar á önnur mið. Með von um að þetta verði tekið til nánari athugunar. Brynhildur Björnsdóttir Bama- og iuiglingabækur Til Velvakanda. Fyrir nokkru hlustaði ég á há-. degisfréttir í Ríkisútvarpinu. I fréttatímanum voru Islensk bókatíðindi kynnt. Þar var getið margra góðra bóka eftir þekkta höfunda og er það vel. En það olli mér miklum vonbrigðum að ekki heyrði ég nefnda eina einustu barna- og unglingabók, sem þó eru mjög áhugaverðar. Má þar nefna Undan illgrésinu eftir Guð- rúnu Helgadóttur og Gegnum fjal- lið eftir Ármann Kr. Einarsson, og margar fleiri góðar bækur eru nýútkomnar, sem ætlaðar eru ungu kynslóðinni. Ég vænti þess að útvarpið sjái sér fært að kynna barna- og unglingabækur ekki síður en bæk- ur fyrir fullorðna. Nú er ár gegn ólæsi og ekki veitir af að vekja áhuga barna á bóklestri. Hlustandi ÞAKKIR Kæri Velvakandi Mig langar. til að koma á fram- færi þökkum fyrir lipra ai greiðslu hjá LÍN. Ég er umboðs- maður námsmanns erlendis og hei því samskipti við sjóðinn. Sú sem einkum annast okkar mál heitir Elín og er einstaklega þægileg í viðmóti og fær í sínu starfi. Óll framkoma starfsfólks sjóðsins er til hreinnar fyrirmyndar. Steinunn Stefánsdóttir ER LIST? isma“ og hvað þeir allir hétu eða heita. Einnig get ég hreinskilnislega sagt orðið rangeygur á að horfa á myndir eftir Salvador Dali. Ég fæ martröð þegar ég sé „Guernica" eftir Picasso og ég tek þetta sem dæmi um minn vanþróaða lista- smekk. En það er nú með þessa „isma“ í listinni sem í „pólitíkinni", þetta eru tískufyrirbrigði að mínu mati og ég myndi a.m.k. aldrei ráðleggja vinum mínum að fjárfesta í slíkri list. Efnuð kona hringdi í mig til að sýna mér „Kjarval" sem hún hafði keypt. Myndin var frekar lítil og litir mjög dökkir. Það var erfitt að greina „motivið“. Það gerði þó ekk- ert því hún hafði keypt „nafnið". Þegar ég svo sagði henni að ég sæi alls ekki að myndin væri „signer- uð“, lá henni við yfirliði. Skítt með myndina, nafnið var fyrir öllu. Allir þekkja söguna um apakött- inn sem fékk 1. verðlaun á mál- verkasýningu. Sönn er aftur sagan um gagnrýnandann sem hrósaði hrafnasparki sex ára skólatelpu sem bæði frumlegu og þroskuðu innsæi. Það er sjálfsagt erfitt að yera gagnrýnandi og létt að gagnrýna gagnrýnandann, því hvað er list? Er náttúran sjálf ekki mesti lista- maðurinn? Er hægt að gera betur en náttúran? Þarna kom ég víst upp um sjálfan mig, því ég er „natural- isti“, og þarf helst að sjá hvað er upp og hvað niður á mynd og þó heldur betur. Áuðvitað leyfist lista- mönnum að gera gys að okkur, bæði lærðum og leikum. Við eigum það skilið þegar við greiðum hégóm- ann háu verði. Nýjasta sagan og ekki sú lakasta var um „listamanninn" sem gerði þarfir sínar og kom skammti af niðurganginum fyrir í gömlum tób- aksdósum. Þetta „einstæða" lista- verk fór svo á uppboð í London. Ekki mun hafa fengist viðunandi verð fyrir listaverkið í fyrstu lotu. Síðar bauð sig þó fram listaverka- sali á Ítalíu sem hreppti hnossið fyrir litlar kr. tvær milljónir íslensk- ar. Aðspurður sagði þó uppboðs- haldarinn að erfitt myndi reynast að koma restinni af skammtinum í verð! Já, flest er nú orðið að heyi, þegar fýlan er metin til fjár. Richardt Ryel Utsala Útsalan heffst á morgun Allt aó 40% afsláttur Verslunin Glugginn y Laugavegi 40. Prentvél Til sölu ROLAND REKORD Pappírsstærö 64x96 Uppl. í síma 45333 VIÐ BERGSTAÐASTRÆTI B B FJOLBREYTT VETRARSTARF KRAMHÚSSINS HEFST 9. JANÚAR! 1 Dansleikfími. Sannkölluð upplyfting og heilsubót. Kennarar: Hafdís Ámadóttir, Elísabet Guðmundsdóttir. 2 Afró / Carabian. Tímarfyrir dansglaða. Kennari: Clay Douglas. 3 Jass / Funk. Fyrsta flokks fjör. Kennari: Clay Douglas. 4 Nútímadans. Kraftur, tœkni, kröfur. Kennari: Hany Hadaya. 5 Leiksmiðja Kramhússins. Unnið með form, rými, spuna, texta, raddbeitingu. Kennarar: Silvia von Kospoth og Ámi Pétur. 6 Argentínskur tangó. Kennari: David Höner. LISTASMIÐJA BARNA: 7 Tónlist / Leiklist. 6-9 ára. Söngur, kór, blokkflauta, nótnalestur, leikspuni. Kennarar: Margrét Pálmad. Jóhanna Þórhallsdóttir og Harpa Amandóttir. 8 Leiklist. 7-9 ára og 10-13 ára. Kennari: Harpa Amardóttir. 9 Leikir.Dans.Spuni. 4-6 ára. Kennarar: Harpa og Ásta Amardæmr. 10 Jass / Dansspuni. 7-9 ára og 10-12 ára. Kennarar: Silvia von Kospoth og Clay Douglas. Tímabókanir standa yfir í símum 15103 og 17860. Höfum það virkilega gott í vetur. HÚSI&

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.