Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1991 Cr> 25 Minning: Jón Jósepsson því sem ég lærði af verkunum hjá húsbóndanum í Drápuhlíðinni nú síðastliðin 15 til 20 árin. Og svo mikið er víst að verði saga nýs sið- ferðis mín eða annars skráð þá mun ég benda á rót málsins án þess að hugsa mig hið minnsta um; flest fræin komu frá frú Birnu Hildi- gerði hvað sem höfundurinn annars segir! Vegir góðmennskunnar eru stundum að hluta til rannsakanleg- ir. Eða það held ég að minnsta kosti. Eitt af því sem sýnir betur en flest annað slímusetu mína í Drápu- hlíðinni löngum var skondið atvik sem kom upp þegar dóttursonurinn; Sigfús yngri, hafði hafið búskap sinn að Hjarðarhaganum ásamt konu sinni Margréti og fyrsta bami þeirra Friðriki Átla. Þetta var á sunnudegi. Ég að vanda í sunnudagsheimsókn hjá hershöfðingjanum og ættartrénu í Drápuhlíðinni. Og Sigfús og fjöl- skylda í sunnudagsbíltúrnum. Það var ekið niður Drápuhlíðina og at- hugað hvort frú Birna væri heima og strákurinn sendur upp tröppurn- ar og látinn athuga málið. Bjöllunni var hringt og ég svar- aði þar sem ég var ögn snarari í snúningum en gamla brýnið. Svo þegar ég opnaði þá stóð niðri í ganginum glaðvært barnsandlit sem óðara stökk út á ytri tröppum- ar og galaði hátt og skýrt yfir öllu bílastasðin: „Þau eru heima!!“ Hjón- in í bflnum litu bara hvort á annað í fomndran og skildu ekki neitt í neinu hvað barnið átti við. En vesalings barnið var ekki eldra en það að það hafði langoft- ast séð þennan Drápuhlíðarmóra hjá langömmu sinni og hélt náttúm- lega að ég væri bara fastur íbúi hjá henni. En lengi var síðan hent gaman af þessu atviki. Eitt af því undarlegra sem ég upplifði oft en ekki var þegar Sig- fús dóttursonurinn var í námi í Háskóla íslands í íslenskum fræð- um og var að vinna hin aðskiljan- legustu verkefni. oft og iðulega sýndi hann háaldraðri ömmu sinni verkefnin til yfirferðar! Ekki annað en það. og ekki skorti leiðbeining- arnar eða leiðréttingarnar ef svo bar undir. Þetta hafði ég aldrei séð. Háaldr- aða ömmuna fara fyrir háskóla- verkefnin og bæta um betur í flestu! Mér fannst ég vera frá öðmm hnetti þá stundum. Þetta hafði ég aldrei séð áður né ímyndað mér að gæti átt sér stað. Ég hafði greini- lega alist upp á annarri plánetu en þessari fannst mér þá. Og þetta með frú Birnu. Oft og iðulega ávörpuðu flest börn, barna- börn og tengdabörn Birnu Hildi- gerðar hana sem frú Bimu. Þetta var ekki í háði. Þetta atriði öðru fremur sýnir ef til vill hvaða reisn var yfir gömlu konunni. Að minnsta kosti hefi ég aldrei heyrt eða séð þetta haft neins staðar eftir nú á seinni hluta tuttugustu aldarinnar. Að nokkur manneskja skyldi kölluð frú með skírnarnafni sínu af börn- um og barnabömum sínum átti né á sér enga hliðstæðu í reynslu minni eða minni. Reyndar var ég búinn að lofa Birnu því meira í gamni en alvöru að minnast hennar hér í Mogganum að leiðarlokum fyrir hve ógnargott kakó hún bjó til og hve ljúffengar kökur hún bakaði iðulega hér áður fyrr þegar aldur og þrek leyfðu, og þegar ég var í mínu endalausa stuði til að þiggja eitthvað sérstaklega gimilegt eftir smáviðvik fyrir hana. Eg sagði nú oftar en ekki í stríðnis- skyni við hana að nú sæi ég hvað hann Fúsi hefði séð við hana á sínum tíma! Leyndarmálið væri leyst! Og að vanda hló hún að mér og bætti einu sinni við að meira að segja Joel tengdafaðir sinn hefí eitt sinn hrósað sér fyrir baksturinn sinn og var þó bakari að mennt að mig minnir. Það fannst frú Birnu hafa verið alvöruhrós hér forðum greinilega. En hvers vegna er allt þetta lof hérna? Getur það verið satt og rétt- mætt segir eflaust bæði kunnugt og þó mest ókunnugt fólk hér? Enginn Messías var Birna Hildi- gerður. Ekki var hún ljóðskáld. Ekki samdi hún sögur. Ekki varð hún fræg af stjórnmálaskoðunum sínum. Ekki varð hún leiðtogi eða stjórnmálamaður. Ekki varð hún kaupsýslumaður ná auðmaður. og ekki varð hún frömuður eða vísinda- maður. Nei, ekkert af þessu varð frú Birna Hildigerður Steingn'msdóttir. En hún var góð kona. Óskaplega góð kona. Allra manna hugljúfi og hjálparhella ef nokkur kostur var. Endalaus gestagangur á heimili hennar og búseta skyldra og óskyldra utan af landi sýndi best hjálpsemi hennar og kærleik. Og svo komu ég og aðrir aumingjar heimsins og smælingjar í ofanálag og lögðust upp á heimilið með okk- ar tómu geyma. Galtómu oft, og fengum ályllingu af því tagi sem orð fá ekki lýst. Og friði í sálina. Kyrrðin og rósemdin yfir Birnu var ekki síður einstök. í stuttu máli sagt: Ég tel mig hamingjumann í þessu I ífí i dag er ég lít til baka. t)g ég get ekki og vil ekki leyna því hér lengur að ég tel viðkynninguna við frú Birnu og fjölskyldu hennar alla hafa ráðið þar mestu um. Mér er einstaklega ljúft að geta þessa hér. Enn ljúfara er það mér að hafa getað sagt frú Birnu þetta í lifanda lifí sem alltaf gerði lítið úr sínum hlut. Hvað hún hefði eiginlega gert fyrir mig var alltaf svarað með forundrunarsvip? Það var á svona stundu sem mér varð orðfall og telst það yfírléitt ekki algengur hlutur. Eitt af því sem sýnir umburðar- lyndi og kærleik Birnu í garð ann- arra þótt langt sé liðið um og gerð- ist löngu fyrir mína daga í þessum heimi var nokkuð sem fáir hugsa nú lengur um. En á heimili Birnu og Sigfúsar áttu, bæði foreldrar hennar og Guðrún móðuramma, og tengdaforeldrar og annað.eldrikyn- slóðarfólk ævikvöld sitt að lang- mestu leyti. Flestallt þetta fólk lést síðar meir á heimili þeirra við mjög góðan viðurgjörning hennar og Fúsa og fjölskyldu allt ævikvöldið eins og það lagði sig. Það þurfti nú ekki að vandræðast með heimil- in fyrir aldraða, þar sem Birna var annars vegar og hennar fólk var í vanda statt með húsaskjól eða ann- að sem mannlegt fólk vanhagar um. Ég hef stundum hugleitt það, þar sem ég efast svo oft um hvort ég geti talist kristinnar trúar, þar sem ég hefí svo margt við breytni og gjörðir flestra kristinna manna í dag að athuga, hvort annars hægt sé í raun og veru að hugsa sér meira eða kristnara viðhorf nokk- urrar venjulegrar manneskju í lif- anda lífí Birnu var markað? Ég á erfitt með að svara þessari spurn- ingu á annan veg en þann að mér veitist í sannleika sagt erfitt að koma auga á hvað í daglegu fari lífs frú Birnu geti verð kærleiksrík- ara, í þeirri merkingu sem ég legg í orðið kærleikur. Magnús H. Skarphéðinsson í lok nýliðins árs lést Birna Steingrímsdóttir á heimili sínu í Reykjavík. Við systurnar vorum báðar þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelja hjá Birnu á menntaskóla- árum okkar, önnur í tvö ár en hin í fjögur ár. Þetta voru ár náms, þroska og glaðværðar. Bima var einstök kona og gott að vera í návist hennar. Hún var okkur í senn félagi og uppfræðari og fylgdist af áhuga með námi okkar og starfí. Sjaldan komum við að tómum kofunum hjá henni og skipti litlu hvort um var að ræða stjórnmál, menningarmá! . eða vangaveltur um lífíð og tilveruna. Hún var einnig mikill unnandi íslenskrar tungu og bókmennta og lagði metnað sinn í að glæða áhuga okkar á þessum námsgreinum. Birna hafði mjög gaman af rökræð- um, enda var gestkvæmt í Drápuhlíð og stundum heitar um- ræður fram á rauða nótt. Skopskyn Birnu og sáttfysi áttu stóran þátt í að gera þessar stundir ógleyman- legar. Okkur er ljúft að minnast þess hve Birna og fjölskyldan öll tók okkur vel þessi ár sem við dvöldumí Drápuhlíðinni og alla tíð síðan. Kæru vinir, við sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Ólöf og Birna Steingrímsdætur Fæddur 5. ágúst 1925 Dáinn 30. desember 1990 Jón Jósepsson var fæddur á prestsetrinu Setbergi við Grundar- fjörð þann 5. ágúst 1925 og var því 65 ára er hann andaðist snögg- Iega að kvöldi 30. desember sl. Hann var fjórða barn prófasts- hjónanna Jóseps Jónssonar frá Öxl í Húnaþingi og konu hans Hólm- fríðar Halldórsdóttur ættuð úr Reykjavík af hinni kunnu Knudsenætt, en meðal þekktra bræðra hennar var Pétur Halldórs- son borgarstjóri. þjóðkunnur mað- ur. Eftirlifandi börn þeirra hjóna eru Halldór skrifstofustjóri, kona hans er Unnur Jakobsdóttir. Kristjana ekkja, búsett í Reykjavík. Skafti garðyrkjubóndi í Hveragerði, kvæntur Margréti Jónsdóttur og Pétur kennari á Akureyri, kvæntur Rósu Dóru Helgadóttur. Auk þeirra ólu þau prófastshjónin upp bróðurdóttur Hólmfríðar, Ásu Gunnarsdóttur, maður hennar er Gunnar Egilson klarinettuleikari og búa þau i Reykjavík. Séra Jósep sat í 35 ár á prestsetrinu Setbergi og ólst Jón þar upp, ásamt systkinum sínum á höfðingjasetri þar sem gest- kvæmt var og prófasturinn oft miðdepillinn í fjörugum umræðum um landsins gagn og nauðsynjar og frúin, sem var mikill unnandi gróðrar tónlistar, tók í hljóðfærið en hún var organleikari í Setbergs- kirkju um langan tíma. Jón kvæntist Sigi-únu Þorsteins- dóttur 25.. ágúst 1949, hún er dóttir hjónanna Þorsteins Sigur- geirssonar og Aðalbjargar Al- bertsdóttur. Jóni og Sigrúnu varð ekki barna auðið en þau tóku að sér að ala upp bróðurdætur Sigr- únar, Liv Gunnhildi sjúkrahliða og Sigrúnu hjúkrunarfræðing. Liv Gunnhildur er gift Snæbirni Þórð- arsyni prentara og búa þau á Akureyri, þau eiga fjögur börn. Sigrún er gift Jóni Ólafssyni haf- fræðingi, þau eiga einnig fjögur börn. Liv Gunnhildur kom í fóstur til þeirra er hún var á fyrsta ári en Sigrún þegar hún var ellefu ara. Einnig ólu þau upp son Jóns, Ólaf viðskiptafræðing, en hann kom til þeirra er hann var níu ára gamall. Ólafur fæddist 24. sept- ember 1946, kona hans er Soffía Ragnhildur Guðmundsdóttir og eiga þau fjögur börn. Móðir Ólafs er Margrét Ölafsdóttir sem búsett er í Bandaríkjunum. Jón eignaðist dóttur með Eddu Sturlaugsdóttur 8. júlí 1967 sem heitir Hallfríður Hrund og er unnusti hennar Arnar B. Vignisson, þau eiga einn son. Jón og Sigrún slitu samvistir. Hér að framan hafa verið rifjað- ar upp ættir og niðjar Jóns, en miklir kærleikar voru með þeim öllum og bar Jón umhyggju barna sinna og barnabarna mjög fyrir bijósti og vildi veg og vanda þeirra sem mestan. Hann fiíkaði ekki til- fínningum sínum, en ég veit það að hann hugsaði oft til þeirra með mikilli hlýju. Við Jón kynntumst fyrst er við vorum við nám í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga er var til húsa í Iðn- aðarmannahúsinu við Vonar- stræti. Þar útskrifuðumst við hernámsárið 1940 í glöðum hóp sveina og meyja. Jón hóf störf við Bókaverslún Sigfúsar-Eymunds- sonar eftir að námi lauk eða þar til hann hóf störf hjá Rafmagn- sveitu Reykjavíkur en hjá þeirri stofnun starfaði hann í tuttugu og eitt ár. Eftir að hann hætti störfum hjá Rafmagnsveitunni starfaði hann lengi á Keflavíkur- flugvelli við ábyrgðarmikil bók- haldsstörf hjá bandaríska hernum. Þá lá leið hans til Egilsstaða en þar starfaði hann í nokkur ár við ýmis skristofu- og bókhaldssörf en fluttist síðan aftur til Reykjavíkur. Eins og áður segir flíkaði hann ekki tilfínningum sínum og var mjög dulur að eðlisfari. Ég hef þó sjaldan kynnst tilfinningaríkari manni og betur þenkjandi. Hann var með afbrigðum músíkalskur og hreifst mjög af verkum hinna miklu meistara fyrri ára. Eins og móðir hans hafði hann mikið dá- læti á Schubert og var það mikil unun að hlusta á hann spila á píanóið verk hins mikla meistara er Jón kom í heimsókn til Kristj- önu systur sinnar, en þar dvaldi móðir þeirra síðustu ár ævi sinnar. Miklir kærleikar voru með þeim systkinum og saknar nú Kristjana bróður síns sárt, sem var svo dug- legur að koma í heimsókn til henn- ar og stytta henni stundir. Jón var mjög ættfróður og hafði mikla unun af að rekja ættir langt aftur í tímann. Hann unni sveit þeirri er hann var uppalinn í og kom eins oft og hann gat þangað í heimsókn, en þar þekkti hann nánast hvern stokk og stein. Síðustu æviárin bjó hann hjá barnsmóður sinni Eddu Sturlaugs- dóttur, sem reyndist honum með afbrigðum vel. Verður henni seint þökkuð sú mikla ást og umhyggja er hún sýndi honum þegar hann þurfti mest á því að halda. Ég veit að hann var mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vinna ást og virðingu dótt- ur sinnar Hnindar, sem ég er sannfærður um að honum hefur tekist. Þessi fátæklegu orð eru hér sett á prent til þess að minnast góðs manns og vinar og þakka honum fyrir samveruna, sem end- aði allt of fljótt. Ég bið góðan Guð að geyma hann um aldur og ævi og bið Guð að blessa eftirlifandi ættingja hans sem nú sakna góðs manns, föður og afa. Jörundur Þorsteinsson Kveðja frá afabörnum á Akureyri Mánudaginn 7. janúar verður elsku afí okkar, Jón Jósepsson, jarðsettur frá Bústaðakirkju í Reykjavík. Hann fæddist á Set- bergi við Grundarfjörð, sonur séra Jóseps Jónssonar og Hólmfríðar Halidórsdóttur, sem þar bjuggu. Það er svo.sárt þegar fólk deyr svona skyndilega, söknuðurinn verður svo sár og tómarúmið svo mikið. Þó svo að afi hafí búið í Reykjavík og við á Akureyri þá kom afi oft og dvaldi hjá okkur um tíma. Auk þess sem við töluð- um saman í síma, því alltaf vildi hann vita hvað við vorum að gera og ekki síst vildi hann vita hvern- ig okkur gekk í skóla og vinnu. Við viljum með þessum orðum þakka afa fyrir alla yndislegu stundirnar, sem við áttum saman og héldum að yrðu svo miklu fleiri, en þær verðum við að geyma til betri tíma, þegar við hittumst aft- ur. Við ætlum að hafa orð Kahlih Gibran að leiðarljósi í söknuði okk- ar. Hann segir: „Skoðaðu hug þinn vel þegar þú ert glaður og þú munt sjá að aðeins það sem valdið hefur hryggð þinni gerir þig glað- an.“ Við þökkum elsku afa fyrir allt. Guð varðveiti hann. Þórður, Sigrún Helga, Jón Jósep og Hulda Björk. BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. janúar kl. 15.00. Ellí Guðnadóttir, Gunnar Óskarsson, Guðjóna Guðnadóttir, Þór Pálsson, Marta Guðnadóttir, Skúli Matthíasson, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI MATHIESEN JÓNSSON lögfræðingur, Álftamýri 48, er lést 25. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 8. janúar kl. 13.30. Hrefna Herbertsdóttir, Herbert Árnason, Herdís Magnúsdóttir, Ólafía Árnadóttir, Reynir Olsen, Hertha Árnadóttir, Ólafur K. Ólafsson og barnabörn. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.