Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANUAR 1991 C 7 Og Tapio hefur ekki látið sitja við )rðin tóm, á tveimur árum hefur lann gefið út tvær skáldsögur, Saar- ston Samurait, Samuræjar skeija- jarðsins og Oðinnin korppi, Hrafn Jðins. En hvernig stóð á því að íann fór að skrifa skáldskap? „Ég hafði skrifað lélegar greinar )g smásögur, aðallega í skólablöð )g oftastnær bara til gamans. Svo latt mér í hug að gaman væri að ikrifa eitthvað lengfa', skáldsögu. 5g var síðan að fást við gerólíka iluti þegar ég fékk hugmyndina að ’yrri skáldsögunni. Hún fjallar um unga menn sem hafa áhyggjur af móður náttúru. Þeir lifa ofur venju- egu lífi, en um helgar gerast þeir skemmdarvargar og vinna skemmd- arverk hjá fyrirtækjum sem menga umhverfið. Smámsaman breytist síðan þankagangur þeirra í þá átt að þeim finnst þeir vera í baráttu gegn samfélaginu í heild.“ — Þetta virðist ekki beint guð- fræðilegur söguþráður? „Ja, leiðtogi hópsins, aðalpersón- an, er prestur," segir Tapio og hlær. „Svo bar ég saman spádóm Opin- berunarbókarinnar og það sem vísindamenn segja að geti gerst með minnkandi ósonlagi. í Opinber- unarbókinni er sagt að sólin verði ofsaheit og minnir það óneitanlega á gróðurhúsaáhrifin. Mér þótti spennandi að nota þetta í skáldsög- una, þó að ég sé ekki alveg viss um tengslin sjálfur." — Ertu mikill umhverfissinni? „Já, ég hef hugsað mikið um umhverfismál. Fólk verður auðvitað að vinna og allt það, en náttúran endist ekki endalaust. Ef fiskurinn hverfur við ísland er ísland búið að vera, sama væri upp á teningnum ef skógurinn eyddist í Finnlandi." — Hvernig líst þér á umhverfis- málin á Islandi? „Mér finnst virðingarvert hvernig íslendingar reyna nú að rækta skóg. En satt að segja held ég að ísland sé aðeins svona hreint af því íslend- ingar eru svo fáir. Það er margt sem íslendingar eiga eftir að gera, til dæmis í sambandi við endurvinnslu og ruslahauga, eins og_ þið hafið reyndar bent á sjálfir. Ég vil ekki vera neinn spámaður sem kemur utan að og segir ykkur fyrir verk- um.“ Vestfirðir áhugaverðir á korti Veturinn eftir að Tapio lauk guð- fræðinámi, veturinn sem hann var að skrifa um samuræjana, skildi hann við eiginkonu sína og fékk hugmyndina að íslandsferðinni. „Ég ákvað að fiippa aðeins út, vera ævin- týramaður einu sinni. Ég lærði smá- vegis í íslensku hjá sendikennara í Helsinki, Erlingi Sigurðssyni, og kom til íslands í febrúar 1989.“ — Af hveiju ísland? Er einhver ævintýraljómi yfir Islandi? „Meiningin var að fara eitthvert og vinna verkamannavinnu. Ég hafði he_yrt að það væri auðvelt að fávinnu á Islandi. Frá Finnlandi séð er ísland auðvitað langt í burtu, þar er allt bert, engir skógar, stormasamt og svo framvegis. Ég ímyndaði mér að það væri svolítið spennandi. Það er ekkert spennandi að fara til Svíþjóð- ar, það er næstum eins og heima. ísland virkaði lang mest spennandi af Norðurlöndunum." — En af hverju leitar hámenntað- ur maður eftir verkamannavinnu á íslandi? „Ég vildi hvíla mig á ábyrgðar- störfum. Það er líka auðveldara að fá verkamannavinnu meðan maður kann ekki málið.“ — Þú hefur ekki komið til að boða trú? „Nei, það var aldrei inni í mynd- inni. Ég vissi að íslendingar eru kristnir og vildi ekki fara að segja þeim fyrir verkum í trúmálum. Mað- ur væri reyndar álitinn léttruglaður heima í Finnlandi ef maður talaði jafn mikið óg íslendingar um 'anda- trú og sálnaflakk." — Hvað fékkstu svo að gera þeg- ar þú komst til íslands? „Ég fékk strax vinnu við ráðhúsið í Reykjavík. Það var nokkuð vel tek- ið á móti mér þar verð ég að segja. Ég labbaði upp að byggingunni og spurði á íslensku: Vantar ykkur verkamenn? Þá setningu hafði ég lært í Finnlandi. Þarna vann ég svo í sex vikur. Þá fór ég í símaskrána og leit á landakort til að ákveða hvert ég ætti að fara næst. Mér fannst Vestfirðir virka nokkuð áhugaverðir á landakorti. Svo ég hringdi í ýmsa staði á Vestfjörðum og fékk fyrsta jáið frá Flateyri, hjá Hjálmi hf. Þarna bjó ég svo í verbúð og vann í fiski í tvo og hálfan mán- uð. Ég hafði aðeins unnið í fiski í einn dag áður — við að slægja eldis- silung á Álandseyjum, en samt gekk þetta alveg sæmilega. Ég var aðal- lega við að roðfletta og síðan var ég settur í móttökuna. Nei, þetta var ekkert sérstaklega erfið vinna, þó að það tæki mig reyndar nokkra daga að venjast starfinu í móttö- kunni; það er erfiðasta starfið í frystihúsinu. Mér fannst starfið frekar leiðinlegt en erfitt. Sumir ís- lendingar vilja ekki vinna í frysti- húsi af því það er ekki nógu fínt, en mér finnst það ekki aðalmálið heldur hitt að þetta er færibanda- vinna. Það hjálpar hins vegar mikið að vinna með góðu fólki. En það var stundum mikið drukkið í verbúðinni. Ég var aðallega áhorfandi, var þá að hugsa um að skrifa um þetta. Ég notaði persónur ogumhverfi sem fyrirmyndir í Hrafni Óðins, en auð- vitað var heilmikið skáldað inn í. Söguhetjan sem er Finni á flakki er fyrst í Reykjavík og síðan á Eyrar- eyri við Sporðsfjörð." Og nú hlær hann dátt. Fisklykt af bókinni — Hefurðu fengið fregnir af við- brögðum gagnrýnenda? „Flestir ritdómarnir í dagblöðun- um hafa verið jákvæðir. Gagnrýn- endurnir eru ánægðir með hve íslenskt andrúmsloftið er í bókinni. Einhver sagði að það væri nánast fisklykt af henni. En ég hef ekki heyrt hvernig gengur að selja bók- ina.“ — Eru einhveijar hugmyndir uppi um að þýða bókina á íslensku? „Þeir hjá Máli og menningu hafa lýst áhuga á því, en það er ekki búið að ákveða neitt ennþá.“ — Gætir þú hugsað þér að þýða íslenskar bækur á finnsku? „Já, ég hef áhuga á því. Kannski fæ ég að þýða einhveija áf bókum Einars Kárasonar fyrir forlagið mitt, en það er búið að gefa Þar sem Djöflaeyjan rís út. Þetta er lítið for- lag á uppleið, að minnsta kosti gefa þeir alltaf út fleiri og fleiri bækur.“ Þess má geta að forlagið bauð Tapio út til Tampere á íslandskynn- inguna sem þar var á dögunum. Kennir smíðar og kristinfræði Eftir hálfs árs dvöl á íslandi í fyrra sneri Tapio aftur til föður- landsins, var námsráðgjafi í gagn- fræðaskóla í Helsinki og lauk við Hrafn Óðins. En hvernig atvikaðist það að hann kom til starfa við Grunnskóla ísafjarðar sem smíða- og kristinfræðikennari nú í haust? „Mig langaði til að koma aftur til íslands og íslensk vinkona mín sem er að læra í Finnlandi sagði mér að það vantaði alltaf kennara. Svo ég skrifaði bréf til nokkurra skólastjóra og fyrsta jáið kom frá ísafirði. Ég er mjög ánægður með það því hér finnst mér mjög gaman. Það er eitt- hvað sérstakt við staðinn; fjöllin og sjórinn svo nálægt. Og hér er skemmtilegt fólk og staðurinn nógu stór til að hér sé félags- og menning- arlíf." — Og hvemig gengur kennslan? „Hún gengur ágætlega. Ég læri heilmikið af krökkunum, bæði íslensku og uppeldisfræði." — Viltu að endingu segja eitthvað um muninn á íslendingum og Finn- um? „Finnland er aðeins þróaðra sam- félag, félagslega séð. Þar er til dæm- is varið miklu meiri þeningum í skólakerfið. Þar er mötuneyti í hveij- um skóla eða krakkarnir fá ókeypis mat í skólanum. En Finnar eru samt ekki ánægðari með lífið en íslending- ar. Islendingar skipuleggja ekki eins mikið og Finnar og mér finnst saft að segja dálítið skemmtilegt þegar hlútir eru gerðir þegar er kominn tími til þess. Ég kann vel við Islend- inga.“ GLEÐILEGT NÝTTÁR! KENNSLA HEFST 7. JANÚAR Innritun stenduryfir - NÚ VERDA AIUR MED! ★ Líkamsrækt og megrun fyrir konur ó öllum aldri ★ Kúrinn 28 + 7 ★ Morgun-, dag- og kvöldtímar ★ Rólegirtímar ★ Lokaðir flokkar (framhald) ★ Púltímar fyrir ungar og hressar ★ „Lausir tímar“ fyrir vaktavinnufólk Sérflokkarfyrir 17-23 ára íkúrinn 28 + 7 M srrf Ath. að vegna mikillar eftirspurnar bjóðum við nú dagtíma með BARNAPÖSSUN ] r Suðurveri, s. 83730 Hraunbergi, s. 79988 Þretlánda flugekflar Opið frá kl. 10-18 í dag í Skátabúðinni við Snorrabraut. 20-30% afsláttur af öllum vörum. ÆLw Samkort Styðjið okkur - stuðlið að eigin öryggi Hjálparsveit skáta , Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.