Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 19
Ik MITSUBISHI MOTÖRS PICKUP TRUCK <0F THE YEAR> 1990 FQUH WHEELER MAGAZINE PALLBÍLL ÁRSINS í U.S.A. □ 70 ha. Dieselhreyfill □ Aldrif □ Burðargeta = 1200 kg. □ Flatarm. vörupalls = 2,8 m2 □ Milligírkassi með tvö niðurfærsluhlutföll □ Rúmgóð og vönduð innrétting □ Nýtískulegt mælaborð- þægileg stjórntæki Verð kr. 1.320.000.- stgr. 'l\' r r - r \\' r r~ i I fc Y ^ B ix G ! MORGUNBLAÐIÐ FJOLMiÐLAR SUNNUDÁGÚR 6. JANÚAR 1991 - Murdoch í erfiðleikum HLUTABRÉF í fyrirtækinu News Corporation, „flaggskipi“ ástr- alska fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs, lækkuðu um 20% í ás- trölsku kauphöllinni fyrir jólin og sögusagnir eru á kreiki um að fyrirtækið eigi við vaxandi erfið- leika að stríða á nokkrum vígstöðvum. Greiðsluvandi News Corp. hefur aukist og breskur sjónvarps þáttur hefur vakið spurningar í sam- bandi við samn- inga um hluta- bréf í fyrirtæk- inu. Þar munu annaðhvort Murdoch sjálfur eða ijárfesting- arfélag í eigu hans koma við sögu. I sjónvarps- þættinum var RUPERT MURDOCH einnig sýnt hvernig fyrirtæki Murdochs kemur sér undan að greiða skatta — á fullkomlega lög- legan hátt — með því að koma sér fyrir á stöðum þar sem skatta er ekki krafist. Einnig var skýrt frá því hvernig fyrirtækið notfærði sér hagstæðar, ástralskar bókhaldsvenj- ur. Murdoch hefur reynt að draga úr ugg um að illa gangi í viðræðum um greiðslufrest á 10,53 milljarða dollara bankaláni News Corp. Hann segir að forsvarsmenn fyrirtækisins séu mjög ánægðir með viðræðurnar, sem hafa dregist, og að þeim miði vel áfram. Fjölmiðlakóngurinn kvaðst telja að staða News Corp. væri góð, þótt mörg fjölmiðlafyrirtæki hefðu orðið óþyrmilega fyrir barðinu á efnahags- legum samdrætti í heiminum. Sú saga komst á kreik í Ástralíu fyrir jólin að stjórnin þar hygðist krefja News Corp. um einn milljarð Ástralíudala í skatta. Nokkrum dög- um síðar var því haldið fram að fyrir- tækið skuldaði breskum skattyfir- völdum að minnsta kosti 1,6 millj- arða Ástralíudala. Land og Folk logn- ast út af Síðasta tölublað málgagns kommúnista í Danmörku, Land og Folk, kom út 28. des- ember. Stjórn blaðsins sagði að ekki hefði tekizt að afla þriggja millióna danskra króna til þess að\halda rekstrinum áfram. Áskrifendur blaðsins voru aðeins 5.000 þegar út- gáfan var stöðvuð. Elsta sápu- óperan stendur á fertugu Peggy Archer (June Spen- cer) giftist Jack Wool- ley (Arnold Peters). UM áramótin var þess minnst í Bretlandi að 40 ár eru síðan elsta sápuópera heims, þættirnir um Archer-fjölskylduna (The Arch- ers), hóf göngu sína. Hápunktur- inn í afmælisþættinum 1. janúar var brúðkaup Jack Woolley og Peggy Ashcroft, sem koma við sögu í þáttunum. Þættirnir voru fyrst sendir út'í landshlutaútvarpi í mars 1950, en útsendingar um allt Bretland hóf- ust 1951. Síðan hafa þættirnir um Archer-fjölskylduna heyrst í mest- allri Evrópu, Israel, Nepal, Malasíu, Borneó, Hong Kong, Belize og á Faþklandseyjum. Áheyrendur þáttarins urðu flestir 1953: Peggy og fyrsti eiginmaður um 20 milljónir upp úr 1960. Nú munu sjö og hálf milljón manna hlusta á þáttinn í viku hverri. Þættirnir gerast í sveitaum- hverfi.„Þegar þeir hófust voru bænd- ur hvattir til að auka framleiðsluna,“ sagði Godfrey Baseley, sem upphaf- lega átti hugmyndina að þáttaröð- inni. „Nú á dögum offramleiðslu þyrfti að leggja áherslu á alvarleg mál í báttunum, eins og umhverfís- hennar, Jack (Dennis Folwell). vernd.“ Tony Shryanne, sem stjórnaði upptökum fyrstu þáttanna, harmaði að ekki væri eins algengt og áður að mál, sem væru ofarlega á baugi, væru tekin fyrir. „Ef forsætisráð- herrann hefði sagt af sér hefði strax verið minnst á það í einhverjum þættinum. Archer-fjölskyldan ræddi um fjárlögin 1953 45 mínútum eftir að umræðum um þau lauk.“ LAUGAVEGI 174 SÍMI 695500 5 MANNA FÓLKSBÍLL MEÐ VÖRUPALLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.