Morgunblaðið - 06.01.1991, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 06.01.1991, Qupperneq 6
6‘ MORGUNÖLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1991 eftir Rúnar Helga Vignisson „ÞU ERT að veróa frægur fyrir bók sem enginn getur lesið,“ segir samkennari Tapio Koivukari þegar útsendara Morg- unblaósins ber að garði. Tapio, hár og grannur maður um þrítugt, afskaplega finnskur í útliti eins og hann segir sjálf- ur, brosir í Ijóst skeggið. Segir svo með finnskum hreimi: „Svona væri þetta í Finn- landi líka, Finnar eru líka smáþjóð og eru ákaflega spenntir að vita hvað út- lendingar skrifa um þá.“ Hann talar hægt og skýrt og hefur ótrúlegan orðaf- orða þótt hann hafi einungis dvalið inn- an við ár á Islandi. Onnur skáldsaga hans, Oðinnin Korppieóa Hrafn Oðins, er nýkomin út í Finnlandi. Hún gerist öll á Islandi, aðallega á Eyrareyri við Sporðsfjörð! / Eg spyr Tapio fyrst þeirrar óskáldlegu spurningar hvort hann sé nokkuð skyldur Tapio-stígvélunum frá Nok- ia. Hann lætur ekki slá sig út af laginu og svarar á skáldlegan hátt að þessi stígvél séu ætluð til skógar- göngu; Tapio þýði skógarandi. Síðan hefjum við göngu okkar um skóg- arstíga Tapio Koivukari, guðfræð- ings og rithöfundar frá bænum Rauma skammt norðan við Turku. Hann hefur ekki gengið einföldustu leiðina gegnum skóginn, skógarand- inn hefur leitt hann um tiltölulega ótroðnar slóðir sé tekið mið af fínnskum meðaljónum. Núna býr hann á ísafirði og kennir smíðar og . kristinfræði við grunnskólann. Samuræjar skerjagarðsins Rauma, heimabær Tapios, er 30 þúsund manna iðnaðar- og hafnar- bær 100 km fyrir norðan Turku á vesturströnd Finnlands. Þaðan er mikil kaupskipaútgerð og faðir Tapi- os var farmaður um skeið. Rauma var að sögn Tapios mesti útgerðar- , staður Finnlands skömmu fyrir síðustu aldamót. En þótt sumir skólabræðra Tapios hafi farið til sjós ákvað hann að ganga á drottins vegum; hann hélt til Helsinki og lagði þar stund á guðfræði, útskrif- aðist 1987. „Ég fór í guðfræði af því mig langaði að velta því fyrir mér hvað fælist í því að vera maður í heimin- um,“ segir Tapio og kveðst á tíma- bili hafa séð eftir að hafa farið í guðfræði. „Ég gat vel hugsað mér að verða prestur, en ennþá hef ég þó ekki starfað sem slíkur. Ég vildi fyrst prófa að kenna. Þegar ég byij- aði að skrifa sá ég að það yrði of krefjandi að reyna fyrir sér sem prestur og rithöfundur samtímis. Ég ákvað því að byrja á skriftunum; seinna get ég kannski sameinað guðfræðina og skriftimar. Sem stendur hef ég meiri áhuga á skrift- - unum, þó mér finnist hausinn á mér reyndar alveg tómur núna.“ FINNSKIGUÐFRÆÐINGURINN TAPIO KOIVUKARI GAF NÝLEGA ÚT í HEIMALANDISÍNU SKÁLDSÖGU SEM GERIST Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.