Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANUAR 1991 Fabio Ochoa: gaf sig fram. Medellin-hringurinn íKólombíu í upplausnf FABIO Ochoa, yngsti bróðirinn af þremur sem hafa stjórn- að hring kókaínglæpamanna í borginni Medellin í Kólombíu, gaf sig fram skömmu fyrir jól. Uppgjöf hans er talin mesti árangur, sem forsetinn, Cesar Gaviria, hefur náð í tilraun- um til að semja frið við samtök eiturlyfjasala, sem hafa myrt hundruð manna síðan þeir sögðu ríkinu stríð á hend- ur í ágúst 1989, fimm árum eftir að kókaínstyrjöld brauzt út í landinu. Erfið barátta: Kókaín gert upptækt á býli eins Ochoa-bræðranna í Norður-Kólombíu. Ochoa fór að dæmi fjögurra minni glæpamanna, sem ákváðu að ganga að til- boði stjórnarinnar um að gefast upp og játa gegn því að þeir yrðu ekki framseldir til Banda- ríkjanna og fangelsis dómar þeirra yrðu styttir um allt að helming. Fabio Ochoa er 33 ára gamall og stjórnaði kókaíndreifingu í Miami á Florida á áratugnum 1970-1980. Reynt hefur verið að hafa hendur í hári hans síðan hann var ákærður fyr- ir að hafa reynt að smygla kók- aíni að verðmæti um einn milljarð- ur dollara til Bandaríkjanna. . Hann var einnig ákærður í New Orleans fyrir að skipuleggja morð á uppljóstrara bandarísku eiturly- fjalögreglunnar (DEA) 1986. Bandarísk yfirvöld lýstu líka eft- ir bræðrum Fabios, Jorge Luis, sem er 41 árs gamall og kallaður „sá feiti“, og Juan David, sem er einu ári eldri. Faðir Ochoa-bræðranna, Fabio Ochoa eldri, sagði daginn eftir að yngsti sonurinn gafst upp á ijýli eins bróðurins í Caldas, rétt sunnan við Medellin, að hann vildi að hinir synir hans tveir gæfust upp líka. Síðan Fabio yngri gaf sig fram hefur verið bollalagt hvort bræður hans og fjöldi annarra eituriyfjasala í Kólombíu muni fara að dæmi hans — með öðrum orðum hvort Medell- in-hringurinn sé í upplausn. Þær vonir vöknuðu. að takast mætti að binda enda á eiturlyfjastríðið í Kólombíu, en of snemmt var talið að lýsa yfir endalokum Medellin- hringsins. Engin ákæra hefur verið lögð fram gegn Fabio yngra í Kólombíu og talið er að mál hans kunni að vera sérstaks eðlis. Eiturlyfjasalar klofnir Oft hefur verið talað um klofning í Medellin-hringnum. Æðsti yfir- maður hringsins, Pablo Escobar, hefur verið leiðtogi „harðlínu- manna“ og Fabio Ochoa yngri hefur verið talinn tilheyra þeim armi, sem hefur fylgt sveigjanlegri stefnu. Sjálfur sagði Ochoa í yfirlýsingu að hann einn hefði ákveðið að gef- ast upp. Skömmu áður hafði Medellin- hringurinn sagt að allt að 300 eitur- lyfjasalar mundu gefa sig fram, ef stjóm Gaviria forseta breytti friðar- skilmálum sínum. Stjórnin endur- skoðaði þá fyrrá friðartilboð sitt, en Ochoa sagði að margir eiturlyfja- salar væru ekki ánægðir með hið nýja tilboð stjórnarinnar. Talið er að aðrir kókaínsalar muni lfta á meðferð þá sem Ochoa hlýtur sem prófstein á stefnu Gavir- ia forseta gagn- vart eiturlyija- hringunum í landinu. Kókaín- salamir í Kólombíu muni fylgjast ná- kvæmlega með máli Ochoa og ekki fara að dæmi hans fyrr en þeir sjái hvaða meðferð hann fái. Þeir vilji vera vissir um að lagaleg réttindi hans verði virt, að hans verði svo stranglega gætt að hann þurfí ekki að óttast um líf sitt, að hann þurfi ekki að óttast mannréttindbrot og að hann fái ekki of þungan dóm. Til þess að njóta góðs af friðartil- boði stjórnarinnar verður Ochoa áð játa glæp, sem fangelsisdómur ligg- ur við. Þar sem hann hefur ekki verið ákærður í Kólombíu lítur út fyrir að málið gegn honum verði aðallega byggt á sönnunargögnum frá Bandaríkjunum. Bandarískir embættismenn sögðu að þungur dómur yfir Ochoa yrði ,jákvætt skref“. Viðbrögð þeirra við uppgjöf hans lýstu gætni. Kókaínglæpamenn í Kólombíu hafa árum saman reynt að kúga stjórnvöld til hlýðni með morðum og hótunum. Um hveija helgi eru tugir myrtir í borgum landsins, margir vegna hagsmunatogstreitu andstæðra fylkinga kókaínsala, að- allega hringsins í Medellin og ann- arra öflugra sölusamtaka í borginni Cali. Um 100 manns er rænt í hverjum mánuði og í mörgum tilfellum eru sökudólgarnir ungir glæpamenn, sem hafa misst atvinnuna vegna baráttu stjórnarinnar gegn kókaín- sölu. Á sama tíma hafa vinstrisinn- aðir skæruliðar stáðið fyrir árásum á bæi á landsbyggðinni, en herafl- inn hefur svarað með loftárásum á bækistöðvar þeirra í fjöllunum. Gagnsókn eiturlyfjasala Gaviria forseti hefur því ekki átt sjö dagana sæla síðan hann tók við embætti í ágúst. Hann er 43 ára hagfræðingur úr Fijálslynda flokknum og gat þakkað sigur sinn í forsetakosningum í maí loforði um að breyta stjórnmálakerfmu, sem ,er talið að hafi valdið auknu áhuga- leysi meðal kjósenda og vaxandi ofbeldi, þótt herforingjar fari ekki lengur með völdin. í kosningunum lýsti Gaviria yfir fylgi við tillögu, sem kjósendur höfðu samþykkt í maí þess efnis að stjórnlagaþing yrði kallað saman. Forsetinn og aðrir þeir sem styðja breytingar á stjórnarskránni vilja að komið verði á fót nýjum stofnun- um ti! að stuðla að því að friður komist á eftir borgarastyijöld, sem geisað hefur í Kólombíu í 40 ár. Áður en Gaviria tók við embætti komst hann að samkomulagi við helztu stjórnmálaflokkana þess efn- is að aðeins fimm eða sex kaflar stjórnarskrár Kólombíu frá 1886 yrðu endursamdir til að afmá mestu gallana á stjórnarfarinu og að ekki yrði sett inn ákvæði um bann við framsali kókaínsala til Banda- ríkjanna. Virgilio Barco fyrrverandi for- seta hafði tekizt að valda eiturlyfja- sölum í Medellin þungum búsifjum með stórfelldum sóknaraðgerðum. Síðan virðist hringurinn hafa verið endurskipulagður undir stjórn Pabl- os Escobar. Flestir aðstoðarmenn hans eru látnir eða í fangelsi og verðlaun, sem var heitið fyrir upp- lýsingar er leitt geta til handtöku hans voru hækkuð í haust í tæpa eina milljón Bandaríkjadala. Medellin-hringurinn lýsti einhliða yfir vopnahléi í eiturlyfjastríðinu seint í júlí og morðum í borginni fækkaði skyndilega úr 40 í 12 á dag. Ástandið færðist því í svipað horf og áður en Escobar sagði ríkinu stríð á hendur 1989. Til þess að treysta stöðu sína enn frekar rændu eiturlyfjasalar átta blaða- mönnum seint í ágúst og sex eru enn í haldi. Einvígi kókaínbarónanna í lok september gerðu menn úr Medellin-hringnum skotárás á bú- garð Francisco Herrera, eins helzta leiðtoga Cali-hringsjná, í suðvestur- hluta Kólombíu. Árásarmennirnir komu í þremur vörubílum þegar veizla stóð yfir á búgarðinum. Nítján biðu bana og tugir særðust, en Herrera slapp. Árásin virtist sýna að Escobar vildi koma í veg fyrir að Cali- hringnum tækist að auka hlutdeild sína í kókaínviðskiptunum á kostn- að Medellin-hringsins vegna þess að hann hefur verið í öldudal síðan hin mikla herferð Kólombíustjórnar gegn hringnum hófst. Eiturlyfjasal- arnir í Medellin hafa glatað stórum hluta viðskipta sinna, einkum í Evrópu, sem er vaxandi markaður. „Medellin-hringurinn hefur verið að missa völdin yfir dreifingunni í heiminum," sagði alþjóðalögreglan Interpol í haust. „Hlutdeild hans var áður 70%, en kann að hafa minnkað í 40%.“ Cali-hringurinn hefur yfirleitt forðazt ofbeldi, en reynt að múta valdamönnum. í október mættu tveir af leiðtogum hringsins, bræð- urnir Gilberto og Miguel Rodriguez Orejuela, í veizlu áhrifamanna í Cali. Þeir hafa ekki þurft að óttast að verða handteknir, þótt eituriyfja- lögreglan DEA telji þá í hópi 12 hættulegustu eiturlyfjasala heims og vorii að þeir verði framseldir til Bandaríkjanna. Escobar hefur opinberlega sakað Cali-samtökin um að útvega lög- reglunni upplýsingar um starfsemi Medellin-hringsins. Hann telur að ERLEND HRINGSfÁ eftir Guöm. Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.