Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR 05a&tóHi G.i JANÚAR ISÖIi Þáttaröð um þrælastríðið var vandaðasti bandaríski sjónvarpsþáttur- inn 1990. Gamlir þættir vinsælastir STAUPASTEINN (Cheers) var vinsælasti sjónvarpsþátturinn í Bandaríkjunum í fyrra og var þó níu ára gamall. Svo gamall sjónvarpsþáttur hefur aðeins einu sinni áður skipað efsta sæt- ið á vinsældalistanum hjá banda- riskum sjónvarpsáhorfendum - fréttaþátturinn 60 Minutes 1982. Flestir vinsælustu sjónvarps- þættimir í Bandaríkjunum 1990 voru sömu þættirnir og höfðu notið mestra vinsælda 1989 og 1988 - og í sumum tilfellum 1984, 1983 og 1982. Af öðrum gömlum sjónvarpsþátt- um, sem enn nutu mikilla vinsælda 1990, má nefna Morðgátu (Murder Staupasteinn var vinsælasti þátt- urinn. Shé Wrote), sem var sjö ára gam- all, Fyrirmyndarfjölskylduna (The Cosby Show), sem var einnig sjö ára, Lagarefi (L.A. Law), sem var fimm ára, og Rosanne, sem var þriggja ára. Þrír nýir þættir vöktu þjóðarat- hygli vestra 1990: Tvídrangar hjá ABC, Simpson-fjölskyldan hjá Fox og „America’s Funniest Home Vid- eö's“ hjá ABC. Þessir þættir nutu hylli í byijun, en verulega dró úr vinsældum þeirra þegar ákveðið var að færa þá til í dagskránni og sýna þá á öðrum tímum en upphaflega var ákveðið. Besti bandaríski sjónvarpsþátt- urinn á árinu og um leið sá umtalað- asti var þáttaröð Ken Burns um þrælastríðið, „The Civil War.“ Tvídrangar voru einn af fáum nýjum þáttum sem gengu vel. Fljótum við sofandi? ÞEGAR RÆTT er um fjölmiðlastefnu þá er í raun verið að íhuga hvað í starfsemi og skipulagi fjölmiðla á að vera háð duttlungum og hvað á að binda í lög og reglur. Nú á tímum þegar fjarskiptamiðlar verða sífellt fyrirferðarmeiri í umræðu um fjölmiðla má æ betur greina andstæð sjónarmið sem eiga sér gjörólíkar rætur. Annars vegar er krafan um frelsi allra til að Ijá sig, sem talið er einn af hornsteinum okkar þjóðfé- lags, og hins vegar sú hefð að fjarskipti og sljórnun þeirra sé takmörkuð við hið opinbera og aðgangur að þeim kyrfilega lögbundinn. Sökum þess hversu fjarskiptatækni hefur fleygt fram á allra síðustu árum hefur umræðan í Evrópu um fjöl- miðlastefnu að miklu leyti snúist um skipulag fjarskiptamiðla, eða ljósvakamiðla, og rétt einstaklinga, félaga, samtaka, fyrir- tækja og hins opinbera til að stýra þeim. Nýleg umræða í islenskum dagblöðum um fjölmiðlastefnu beindist helst að dag- skrá stöðvanna og því hvernig æskilegt er að fjármagna ljós- vakamiðla, einkum þá sem ekki senda dagskrár sínar í gegnum gervitungl. Fjölmiðlastefna tekur til fjöl- margra þátta og ætti að ná jafnt til sjónvarps, útvarps, kvik- myndahúsa, myndbandaleiga, blaða og tímarita. Mikilvægt er að slík stefna segi til um hveijir megi eiga og stýra fjölmiðlafyrir- tækjum og hvaða skilyrði þeir þurfi að uppfylla. Eins þarf að skilgreina hvar stöðvarnar geti aflað tekna og hvaða aðferðum þær megi beita við tekjuöflun. Fjölmiðlastefna ætti að skil- greina hlutverk fjölmiðla í lýð- ræðissamfélagi nútímans, til- greina skyldur gagnvart skoð- ana- og trúarhópum sem og við- teknu siðgæðiskerfi. Stefna sem þessi ætti sömuleiðis að tilgreina upplýsingahlutverk miðlanna og síðast en ekki síst ætti hún að draga línur varðandi skyld- ur íjölmiðla gagnvart menn- ingu og þjóð- legri arfleið. Miðað við okkar stjórnkerfi þá kemur fjölmiðlastefna nálægt málaflokkum sem heyra undir hin ýmsu ráðuneýti. í fljótu bragði má nefna mennta- og menningarmálaráðuneyti, sam- göngumálaráðuneyti, viðskipta- og iðnaðarráðuneyti og íjármála- ráðuneyti. Á allra síðustu árum hafa þær þjóðir heims sem hugleitt hafa fjölmiðlastefnu, í æ ríkari mæli reynt að glíma við þann vanda sem þeir ijölmiðlar sem dreifa efni sínu í gegnum gervitungl, skapa. í Evrópu eru flestir á eitt sáttir um að ríki heimsálfunnar verði að marka sér sameiginlega fjölmiðlastefnu. Ósamræmi er gífurlegt á milli landa álfunnar hvað varðar flesta þætti, sem lítur jafnt að skipulagi, dagskrá og eignarhaldi. Samkeppni sext- án til tuttugu sjónvarpsstöðva um athygli þeirra Evrópubúa sem eiga allan búnað til alls, byggir á mjög ólíkum forsendum allt eftir því í hvaða landi sjón- varpsfyrirtækin eru skráð. Fækkun reglna og aukið frelsi. til útsendinga, jafnt frá jarð- stöðvum sem tunglstöðvum, er það sjónarmið sem hvað mest hefur verið áberandi í um- ræðunni um skipulag fjöl- miðlunar í Bret- landi og á meginlandi Evrópu á undanförnum árum. Margir hafa álitið svo að þar sé á ferðinni amerísk hugmyndafræði sem seint nái fram að ganga í Evr- ópu. Samt er það mjög í anda þeirra breytinga sem nú ganga yfir Evrópu. Hér er á ferðinni eitt Evró-mál sem íslendingar geta ekki einangrað sig frá en eiga hugsanlega möguleika á að móta ásamt öðrum. íslensk fjölmiðlastefna þarf ® Fjölmiðlastefna teygir sig inn í margar stofn- anir samfélags- ins því hún þarf að marka öllum þáttum fjölmiðl- unar farveg. Sögní&' Sjónvarpsstöðvar sem dreifa efni sínu í gegnum gervitungl torvelda möguleika á raun- hæfri fjölmiðlastefnu einstakra þjóðlanda. að taka afstöðu til allra þeirra þátta sem minnst hefur verið á. Með því er ekki verið að segja að öll þessi atriði þurfí að rígbinda í lög og reglugerðir, — jafngóð niðurstaða gæti allt eins verið að einhveijum þessara þátta væri betur borgið utan klásúla lagabóka. Mest er um vert að niðurstaða fáist, — að þessi mál fái vitræna umfjöllun og meðferð og að heildstæð og vel ígrunduð stefna verði mótuð. Straumur gríðarlegra tækni- framfara og örra breytinga æðir áfram og ekki megum við fljóta sofandi að feigðarósi. BAKSVIÐ eftir Ásgeir Fribgeirsson Um þessar mundir hefúr þess verið minnst að 60 ár eru liðin frá því reglulegt útvarp hófst á ís- landi. A þessum seXtíu árum hefur afskaplega mikið vatn runnið til hins ógnarstóra sjávar, fyrstu áratugina í lygnum straumi en síðustu árin með sívaxandi og ógn- andi buslugangi. Breýtingar á utvarpí á ís- landi urðu á ýinsan hátt miklar þegar útvárpsréttur var gefínn fijáls, eins og það er kallað. Að vísu var gainla góða gufuradíóið, eins og Jón Múli nefndi það, látið í friði þangað til nú í haust að nýj- ungagjamir tóku að hringla með dagskrána svo hlustend- um fer fækkandi. Breyting- amar voru fólgnar í hinum' nýju stöðvum sem aðallega voru gerðar út til að spila dægurlög. Sitt kann hveijum að þykja hvort breytingar hafi orðið til bóta. Enda þótt menn hafi staðið í röðum og beðið eftir að geta gerst út- varpsstjórar, þóst vera (neð hestburði af hugmyndum um nýjungar og bætur á útvarpi virðist afar fátt nýtt hafa lit- ið dagsins ljós. Meginein- kenni flestra nýju stöðvanna er að spila plötur, spila plöt- ur og spila plötur. Sömu fá- einir tugir platna eru spilaðir fram og aftur á stöð eftir stöð. Öll hugkvæmnin virðist ekki hafa náð lengra en þetta — og svo að reyna að hagn- ast á auglýsingum. Var þetta atlt til vinnandi til að losna undan sinfóníunum hjá Út- varpi Reykjavík? Eftir að útvarpsstöðvum fjölgaði hefur orðið áberandi að sífellt mirina er vandað til dagskrár og flutnings hennar, og þar hefur Ríkisút- varpið, Rás 2, ekki verið telj- andi eftirbátur svonefndra „ftjálsra“ stöðva. Það gefur auga leið að þegar dagskrár- fólk situr klukkutímum sam- an dag hvern við að spila plötur í beinni útsendingu er því lítill kostur gefírin á að .undirbúa verk sitt sómasam- lega. Eðlilegt má telja að vandaður eins til tveggja tíma langur tónlistarþáttur í útvarpi kosti fjögurra til sex stunda undirbúning við að velja tónlist, kanna heimildir, skipuleggja þáttinn, semja og skrifa handrit. Þetta gerir varla nokkur maður í dægur- lagaútvarpi. í hæsta lagi þeir sem hafa stutta þætti um áfmarkað efni einu sinni til tvisvar í viku. Og útvörpin hvetjá ekki til góðra vinnu- bragða. Þau hafa engan metnað annan en að lesa út úr skoðanakónnnnum það sem þeim kemur best. Ný- græðingar éru settír beint í beina útsendingu með fangið fullt af plötum og þar fá þeir að hiksta, stama, mis- inæla sig og klæmast á móð- urmálinu blönduðu illa lærðri ensku, fullkomlega óáreittir. Og allt er þetta klúður kall— að„lifandi útvarp!" Ja, svei! Þáð er leiður ávani hjá sumu útvarpsfólki að streit- ast við að gera sig að stjörn- um með alls kyns bulli og þvaðri og smekkleysu sem sjaldnast á erindi til hlust- enda, Stundum eru útvörpin einS og safn af kjaftakerling- um af báðum kynjum. Aðal- takmarkið virðist oft vera það eitt að segja eitthvað, segja bara eitthvað til þess að þegja ekki. Þá er og iðu- lega takmark að auglýsa ein- hveija vöru eða þjónustu án þess að það eigi að heita auglýsing. Hvað er útvarps- maður að gera þegar hann kjamsar á hamborgara frá tilteknum veitingastað og sötrar nafngreindan gos- drykk með? I þágu hverra er verið að halda úti at- kvæðagreiðslu um það hvaða karlmaður fer út að borða á nafngreindum veitingastað með konu sem hefur fengið ókeypis föt frá þessari búð- inni eða hinni og farið í snyrtingu á tiltekinni snyrti- eða hárgreiðslustofu? Hver er tilgangurinn með því að „gefa“ vörur frá tilgreindum aðila eða aðgöngumiða að einhverri uppákomu í beinni útsendingu í útvarpi? Þetta er ekkert annað en ósmekk- "legur áróður sém troðið er mn á hlustendur undir fölsku flaggi. Ég hélt að dulin aug- lýsing væri lögbrot!_________ Þvaður og slúður vex. Sérstakir þættir eru komnir á dagskrá þar sim" jafnvel ósmekklegasta slúður er gert að merkilegu hlustunarefni. í öðrum daglegum liðum þar sem stjórnendur eru tveir eða fleiri sitja þeir iðulega og blaðra um einkamál sín og hvaðeina sem venjulegum hlustanda kemur síst af öllu við, hvort þeir ætla að borða bjúgu eða saltfisk í hádeg- inu, hvort þeir eru nýkomnir frá tannlækni, hvernig þeir eru af kvefinu og svo fram- vegis. Og allt virðist þetta stafa af því að fólkinu virðist ekki koma neitt þarflegt í hug sem segja mætti. Að blaðra án þess að hafa neitt að segja, slíkt ætti enginn að komast upp með að gera í útvarpi. Útvarp á ekki að vera ómerkilegt. Þögn er betri en bull. Sem betur fer er ekki allt á þessa einu bók í þeim út- varpsstöðvum sem berast hingað norður yfir fjöll. Erf- itt er að tiltaka sérstaka dagskrárliði svo allir njóti sannmælis sem einhvern metnað virðast hafa til að gera vel, Þó ætla ég að leyfa mér að nefna sérlega vand- aðaþætti Gunnars Salvars- sonar á Rás 2, en þeim er þeytt fram og aftur í dag- skránni eins og öðru sem þar er vel gert, ef því er ekki kastað fyrir róða eins og sunnudagsþáttum Svavars Gests. Á Bylgjunni er mjög þokkaleg dagskrá um miðjan dag þar sem Snorri Sturlu- son leikur tónlist og segir fátt sem ekki skiptir máli, hefur þann smekk að þegja ef hann hefur ekkert að segja, en er þó fastur í gjafa- fárinu. Á Rás 2 er Þorsteinn J. Vilhjálmsson, einn fárra íslenskra útvarpsmanna sem hafa hugkvæmni og þor til að gera eitthvað nýtt í tali og tónum og tekst oft bráð- vel. Kristján Siguijónsson tengir auk þess afar vel tón- list í þáttum sínum héðan frá Akureyri. Útvarp á ekki að vera óvandað. Starf útvarps- manna er alvarlegt ábyrgð- arstarf. Áhrif útvarpsmanna eru mikil og af vangá, klaufaskap eða jafnvel ráðn- um hug gætu þeir komið skeifingu til leiðar. Þess vegna þarf að vanda val út- varpsmanna og gera þeim kleift að vanda verk sín. Slíkt ætti að vera lágmarksmetn- aður hverrar útvarpsstöðvar. Sverrir Páll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.