Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 21
C 21 VAUGHAN-BRÆÐUR ÞAÐ var tónlistaráhugamönnum mikið áfall þegar Stevie Ray Vaughan féll frá í ágúst sl. Stevie Ray var af mörgum talinn einn fremsti gítarleikari nýlið- ins áratugar og yóst var skömmu áður en hann lést að hann var enn að þróa tónmál sitt í nýjar áttir. Það er svo kaldhæðni örlaganna að skömmu áður en hann lést lauk hann við að gera breiðskífu með Jimmy bróður sínum, sem átti að vera hylling þeirr- ar tónlistar sem var þeim báðum kær. Jimmy Vaughan var eldri en Stevie og farinn að leika á gítar nokkru áður en Stevie. Stevie lærði mikið af bróður sínum og lýsti því reyndar oft yfir að Jimmy væri honum mun fremri. Ekki taka margir undir það, en samanburður er erfiður, því þeir bræður voru geysilega ólíkir gítar- leikarar. Jimmy hrærði saman tex-mex, blús, rokki, sveitatónlist og rokkabillí með hljómsveit sinni The Fabulous Thund- erbirds, en Stevie hélt sig við rokkblús með sinni sveit, Double Trouble, en virtist stefna í ýmsar áttir er hann féll frá. Plata bræðranna, Fam- ily Style, er blanda af tón- list þeirra beggja og þó ólík um margt því sem þeir hafa verið að gera áður. Ekki síst er Family Style hylling þeirrar tón- listar sem mótaði þá báða i æsku; tónlistar Muddy Waters, Wes Atkins, Bítl- unum, Rolling Stones, B.B. King, Buddy Guy o.fl. Sumir hafa haft orð á því að Jimmy sé full fyrir- ferðarmikill á plötunni, en Stevie hafði stærri eyru en marga grunar og ekki er að merkja annað en hann hafi ekki síður gaman af tónlistarhrærunni en Jimmy. Þeir sem hafa heill- ast af Stevi'e Ray eingöngu vegna gítarfimleikanna vaughan- bræður Stevie Ray og Jimmy Vaughan. verða líklega fyrir ein- hvetjum vonbrigðum, en þeir sem hafa meira eyra fyrir tónlist ættu að una vel við sitt, því yfirleitt leggja þeir bræður meiri áherslu á að skemmta sér, enda tilgangur plötunnar. Gott dæmi um það er Hill- billies from Outerspace, þar sem Jimmy leikur á stálgítar sem hljómar eins og orgel og Stevie fylgir einkar smekklega með nettum einleikskafla miðju lagi. Gítaráhuga- menn geta svo skemmt sér við að bera saman bræð urna í lokalagi plötunnar þar sem þeir skiptast á að leika á sama gítar- inn. Vitanlega var Family Style ekki hugsuð sem graf- skrift, en varla hefði það verið Stevie Ray á móti skapi kveðja svo glað- lega. Hratt upp - hratt niður EKKI er talið vænlegt að fara mjög hratt upp vinsælda- lista, því það kallar yfirleitt á hraða niðurleið að sama skapi. Það hafa ýmsir fengið að reyna og ekki síst norsku piltarnir í A-ha. A-ha skaust á topp bandaríska vinsælda- listans með laginu Take on Me og breiðskífan Hunting High and Low seldist vel. Eftir það fór hinsvegar að halla undan fæti og sveitin hefur átt í erfiðleikum að ná fyrri sessi, þó plötur hennar hafi gengið þokka- lega, og A-ha þyki fram- bærileg tónleikasveit. í því sambandi geta menn minnst þess að sveitin fyllti Laugar- dalshöllina tvívegis og lék þar við góðan orðstír. Undanfarin ár hafa A-ha- félagar lagt nótt við dag við ■ að þróa tónlist sína og gera hana matarmeiri án þess að hún verði tormeltari. Nýj- asta plata sveitarinnar, East of the Sun, West of the Moon, er til marks um það. Á þeirri skífu bregður sveit- in fyrir sig jassblendingi, fönki og rokki í bland við A-ha-poppið, sem er fágað og íburðarmikið að vanda. Flest öll lögin semja þeir félagar sjálfir að vanda, en bregða einnig fyrir sig DÆGURTONLIST gömlu lagi Everly-bræðra, Crying in the Rain, með góðum árangri. Það er mál þeirra sem um plötuna hafa fjallað að sveitin leggi of hart að sér við að gera tónlist sína „merkilegri"; réttara væri að leita aftur til létta popps- ins sem fleytti henni upp á toppinn. Hvað sem því líður er ekki rétt að afskrifa sveitina, enda hafa sveitar- menn sýnt að þeir hafa vilj- ann til að komast áfram, ekki síður en hæfileikana til þess. AÐDAENDUR rokksveitar- ÍSLENSK jaðartónlist, sem gjarnan er kölluð neðan- jarðartónlist, hefur ekki verið vel aðgengileg síðan Erðanúmúsík hætti að senda frá sér Snarl-snæld- urnar og Grammið lagði upp laupana. (Það síðasta sem frá Gramminu kom var fyrirtaks safnspóla, Skúringar.) Fyrir stuttu kom svo út snældau Strump, þar sem tónlist síðustu mánaða fær að njóta sín. AStrump koma við sögu sautján sveitir eða tón- listarmenn: Dr. Gunni, Cali- fornia Nestbox, Jolly Hot- sperm & the Lipstick Lovers, INRI, Afródíta, Flintstones, Garg & geðveiki, Það veit andskotinn, I am Round, Paul & Laura, Rasp, Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur, The Jo- hnstones Family Orchestra, II nuovo Baldur, Maunir, Sjálfsfróun og Opp Jors. Sveitirnar eiga mismikið af tónlist á snældunni; frá einu lagi uppí þijú, en alls eru á henni 32 lög. Snælduna gef- ur út útgáfan Keraldar ker- öld, og sagðist aðstandendi útgáfunnar ekkert vilja segja um hana; hún talaði sjálf. Strump fæst í Geisla og Japis. Hvad fór úrskeiöisf innar Guns ’n’ Roses hafa beð- ið í á þriðja ár eftir nýrri hljóð- versskífu frá sveitinni og marg- ur farinn að lýjast. Eftir miklar hremmingar og mannabreyting- ar hefur sveitinni loks tekist að ljúka við breiðskífu og kemur sú út með vorinu. í viðtali fyrir skemmstu segir gítarleikari sveitarinnar, Slash, að platan verði nánast þreföld, enda hafi sveitin tekið upp 35 lög. Fyrstu tónleik- ar sveitarinnar með nýjum trymbli og hljómborðsleikara verða á risarokki Coca Cola í Ríó í lok mánaðarins. NEÐAN- JARÐAR- STRUMP Tl „ • rj Bokajol ÞAÐ er alsiða að á sex vikum fyrir jól koma út nær allar hljómplötur sem gefnar eru út hér á landi það árið og svo var á síðasta ári. Á þessum sex vikum beijast plötuútgefendur við bókaútgefendur um pláss í jólapakkanum og er ýmsum vopnum beitt í þeim slag. Undanfarin ár hafa plötuútgefendur haft betur, en að þessu sinni urðu bókaútgcfendur ofaná. Plötusala um slðustu jól varð nú alimiklu minni en þarsíðustu jól og fljótt á litið má áætla að plötusala sé að minnsta kosti 20% mmmmmmi^m minni. Söluhæsta platan um þessi jól, Sögur af iaiidi tneð Bubbi Morthens, eftir Amo seldist j Matthíosson námum 12.000 eintökum, en síðasta ár náði plata Bubba, Nóttin langa, um 15.000 eintaka sölu. Platan I Öðru sæti, Halló, ég elska þig með Síðan skein sól, seldist í rúmum 8.000 eintökum, en sfðasta ár var platan í öðru sæti með um 10.000 eintaka sölu. Þess má þó geta í þessu sambandi að síðustu dagana fyrir jól seldust nokkrir titl- ar upp á vínyl, t.a.m. Sögur af landi, Halló, ég elska þig, Gling-gló og Todmobile. Aðrar plötur sem áð ætlað var að myndu seljast þokka- lega, t.a.m. plata Upplyft- ingar og Mannakorna, náðu ekki því sem vænst var. Þrátt fyrir þetta mega „stóru“ fyrirtækin, Steinar og Skífan, þokkalega við una, en verst fara út úr jóla- slagnum, líkt og svo oft áður, þeir sem gáfu út sjálf- ir. Má þar nefna Rikshaw, sem kom seint út og seldist illa, Possibillies, Gildruna, Ljósmynd/Bjðrg Sveinsdóttir Langi Sela og Skugg- arnir Milli stafs og hurðar. Ljóðabrot og Langa Sela og Skuggana. Niðurfelling virðisauka- skatts á bækur á íslensku réð líklega mestu um sölu- aukningu bóka, enda var unt þessi jól ekki ýkja mikill verðmunur á geisladisk sem kostaði 1.899 kr. og ungl- ingabókar sent kostaði um 2.000 kr. Ekki er reyndar gott að gera sér grein fyrir því hvers vegna plötuútgef- endur hafa ekki beitt sér af meiri krafti fyrir því að fá felldan niður virðisauka- skatt af íslenskri tónlist, eða þá hvers vegna þeir lækk- uðu ekki verð á plötum í von um að ná þannig meiri sölu Ljósinynd/Björg Svninsdóttir Bubbi Morthens Met- söluplata og metsölubók. (meiri veltu). Vonandi verð- ur samdrátturinn til þess að þeir herða róðurinn í fjár- mála- og menntamálaráðu- neyti .og einnig til að þeir endurskoði verðlagningu útgáfu sinnar. Morgunblaöiö/l>orkcU Rikshavu Vonbrigði. Að því hlýtur að koma að virðisaukaskattur verði felldur niður af íslenskri tónlist, enda ekki gott að skýra hvers vegna verk- smiðjuframleiðsla í nafni Alistairs McLeans eigi að vera virðisaukaskattlaus frekar en Ljóðabrot, eða hvers vegna metsölubókin Bubbi eigi frekar að vera undanþegin virðisauka- skatti en metsöluplatan Sögur aflandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.