Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR IM (}'<[’ M ' SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1991 IVIYNDLISTÆ/r^r hefurþrvunin veríöf Horfit um öxl ÞAÐ ER eðlileg tilhneiging við ákveðin tímamót að líta yfir far- inn veg og reyna að vega og meta þá þróun sem þá er að baki. Þessi þðrf verður þeim mun sterkari, sem tímamótin eru merk- ari, og því eru mót áratuga merkilegri í þessu tilliti en einföld áramót. Við slík tækifæri finna flestir einnig til ómótstæðilegrar löngunar til að gerast spámannlegir og segja til um horfurnar í náinni framtíð, eða setja fram óskalista um heppilega þróun mála. Þessi fyrsti myndlistarpistill áratugarins er tileinkaður ábyrgðarlausum bollaleggingum um hið liðna, en spádómar og ALÞJQÐLEG NUTIMAUST ssee« pa • - - —- lOMATO EfEJF,.. I SlACK BEAN LISTASAFN REYKJAVIKUR KJARVALSSTAÐIR 22. JÚLÍ— 20. ÁGÚST 1989 „Sýningar á verkum erlendra listamanna hér á landi eru orðnar sjálfsagður hlutur.“ óskhyggja bíða betri tíma. að er best að taka fram í upphafi, að það er fánýtt athæfi að ætla að nú þegar að leggja dóm á mikilvægi þeirra list- rænu hræringa, sem hafa átt sér stað á nýliðnum áratug (hvað þá nýliðnu ári). Vissulega má greina sveiflur, sem allar líkur eru á að hafi markað þáttaskil í myndlistinni, t.d. varðandi endurkomu fígúrunnar og lands- lagsins í málverkinu, hvernig óhlutbundin list hefur að sama skapi látið undan síga, og upp- gang ýmissa listamanna af yngstu kynslóðinni. Endanlegt mat á mikilvægi þessa (og ýmissa fleiri þátta) verður hins vegar að bíða enn um sinn, þar sem þróunin er enn í fullri geijun, og ekki séð fyrir endann á hvert hún kann að leiða. Sagnfræðingar halda því oft fram að það sé alls ekki hægt að meta sögulegt gildi manna og málefna í samtímanum, og þurfi að líða aldarfjórðungur hið minnsta til að sögulegt samhengi komi í ljós. — Hið sama gildir væntanlega einnig um myndlistarsöguna. Hins vegar má benda á að ýmislegt, sem þarf til að myndlist nái að njóta sín, hefur breyst til mikils batnaðar á nýliðnum ára- tug. Fyrst er vert að nefna að sýningarstöðum hefur fjölgað til muna, sérstaklega í höfuðborg- inni, með tilkomu nokkurra list- húsa í sjálfstæðum rekstri; jafn- framt hafa verið opnaðir salir annars staðar, svo sem í Hafnar- fírði og á ísafirði. Listasafn Ís- lands komst loks í eigið húsnæði, eftir nærri aldarlangt hokur í leiguhúsnæði, og var ekki seinna vænna. Sýningum hefur fjölgað gífurlega á þessum áratug, svo nú eru að meðaltali 5-6 sýningar opnaðar vikulega allan ársins hring. Einnig er athyglisvert að sýningar á erlendri myndlist hafa verið margar og fjölbreyttar þetta tímabil, og viðhorfið til þeirra hefur breyst frá því er talað var um „einstaka viðburði" til þess að slíkt _er nú talinn sjálfsagður hlutur. íslenski myndlistarheim- urinn hefur því á margan hátt breyst frá því að vera útkjálkaver- öld til þess að vera hluti af alþjóð- legum hræringum. Ýmsir íslenskir myndlistarmenn hafa nú náð að skapa sér nafn utan landstein- anna, þó ekki sé það ávallt básún- að hér heima; hinir eldri hafa þegar náð árangri, og hinir yngri eru að leggja grunninn að frekari sigrum á þeim áratug, sem nú er genginn í garð. Ánægjulegasta þróunin varðar þó þann sívaxandi fjölda fólks, sem hefur yndi af myndlist og notar tíma sinn til að sækja list- sýningar. Fyrir áratug má segja að um hafi verið að ræða þröngan hóp innvígðra, en hann hefur nú breikkað og stækkað, svo að segja má að nú sæki allur almenningur listsýningar hér á landi. Þetta hefur ekki gerst með stökkbreyt- ingum, heldur með hægri og jafnri aukningu, og sú þróun virðist halda áfram ár frá ári. Þó hafa vissir þættir greinilega haft mikið að segja; ákveðnar sýningar hafa dregið að sér tugþúsundir áhorf- enda, opnun Listasafnsins í nýju húsnæði var mikil vítamínsprauta fyrir listunnendur, og sýningarhús í miðbæ Reykjavlkur njóta stað- setningarinnar varðandi aðsókn. Mestu vonbrigði þess áratugar sem er nýliðinn á myndlistarsvið- inu eru sennilega að fjölmiðlarnir hafa ekki fylgst með því sem hef- ur verið að gerast fyrir framan nef- ið á þeim. Stærstu dagblöð- in birta myndlist- argagnrýni, en sinna kynningu myndlistar að öðru leyti ómark- visst. Þá sjaldan tímarit Ijalla um myndlist er það gert út frá því sjónarmiði að myndlistarmenn séu meira spenn- andi en myndlist — einkum ef þeir eru ungir og „efnilegir". Hlut- ur sjónvarps er sýnu verstur á þessum vett- vangi, en þar er ekki enn komin á legg nein skipu- leg þáttagerð um íslenska myndlist, þrátt fyrir nær aldaríjórðungs aðlögunartíma og á sama tíma og sá hópur sem sækir listsýningar er orðinn meira en þrefalt stærri en sá sem sækir knattleiki, tröllríður boltamenn- ingin skjánum og gengur jafnvel fyrir flestu öðru. Því má segja að myndlistin hafi náð að blómstra þrátt fyrir nokkurn andbyr — en allt bendir til að sá byr verði öllu hagstæð- ari á næsta áratug. eftir Eirík Þorlóksson BLÚS/Hvar liggja rœtur jassins? Fyrsta blúsbmðstdfan í ÁRDAGA Chicagoblúsins tíðkaðist ekki að gefa út sér- stakar breiðskífur, enda var blúsmarkaðurinn smáskífu- markaður fyrst og fremst. Nokkur fyrirtæki sendu frá sér breiðskífur, sem voru þá safn- plötur með áður útgefnum smá- skifulögum og oft með óútgefn- um lögum í bland. Bar þar vit- anlega mest á Chess-útgáfunni, en önnur merki létu einnig að sér kveða. Snemma á sjöunda áratugnum hófst blúsbylgja meðal hvítra og upp spruttu ýmis merki sem litu öðrum augum á blúsinn en Chess-„ bræður, þar á meðal Delmark. eftir Árno Motthiasson Delmark, sem hét Delmar í upphafi, var stofnað sem jassmerki i St. Louis 1953 af Bob Koester. 1958 flutti Koest- er sig um set til Chicago. Þar hélt hann sig við jassútgáfu til að byija með, en fór að þreifa fyr- ir sér með útgáfu á blús í útgáfu- röð sem hann nefndi „rætur jassins“. Ein af fyrstu plötunum í þeirri útgáfu- röð, og um leið ein fyrsta blúsbreiðskífan sem var beinh'nis tekin upp sem breiðskífa, en ekki safnplata, var platan Hoodoo Man Blues með munn- hörpuleikaranum snjalla Junior Wells og kom út 1965. Platan þótti og þykir afbragðs vel heppn- uð og hlaut margvísleg verðlaun. Fyrir nokkrum árum varð hún nánast ófáanleg líkt og flestar blússkífurnar sem Delmark gaf út á sínum tíma, en merkið er enn til og fyrir stuttu hóf Bob Koester að gefa út plötumar gömlu á geisladiskum með aukalögum. Hoodoo Man Blues var beðið með hvað mestri eftirvæntingu og hef ég heimildir fyrir því að fyrsta Morgunblaðið/RAX Broadwayblús Junior Wells og Buddy Guy á sviðinu í Broadway í nóvember 1985. sendingin hingað til lands hafi selst upp samdægurs. Með Junior Wells á Hoodoo Man Blues leikur sveit valinna manna, Jack Myers á bassa, Billy Warren á trommur og Buddy Guy á gítar, en á fyrstu útgáfu plöt- unnar var aðeins sagt að „vinaleg- ur náungi" léki á gítar, enda Buddy þá samningsbundinn V anguard-útgáfunni. Þeir fjölmörgu sem sáu Junior Wells og Buddy Guy á tónleikum í Broadway í nóvember 1985 muna líklega vel að Buddy Guy er frábær gítarleikari og Junior Wells fyrirtaks söngvari. Að vísu var Junior góðglaður þá og nennti því lítið að leika á munnhörpuna, en á Hoodoo Man Blues er nóg af munnhörpuleik og þar sýnir hann hvers vegna Muddy Waters réð hann í stað Little Walters. Delmark gaf síðar út fleiri breið- skífur með Junior Wells, þar á meðal eina frábæra safnplötu með fyrstu upptökum hans, Blues Hit Big Town. Eftir að hafa loks feng- ið Hoodoo Man Blues í hendur gerðu menn vel í að setja sig í stellingar eftir Blues Hit Big Town á geisladisk, þar sem koma við sögu auk Juniors fjölmargir helstu blústónlistarmenn sögunn- ar, Muddy Waters, Elmore James, Odie Payne, Fred Below, Otis Spann, Johnnie Jones, Louis My- ers, Dave Myers og Willie Dixon, sem sýnir best í hvaða metum menn höfðu J.unior Wells, sem kallaður var „rækjan“ þegar hann hóf að leika, þá sextán ára. BÆKUR/Hverjir œttu helst adgefa út œviminningar sínarf Ekki er öll sagan sögÖ EKKIER öll ævisagan sögð þó að skrifuð hafi verið ein bók. Eða tvær. Ekki einu sinni þó að ötulir skríbentar staðhæfi að þeir hafi gægst inn í hvert skúmaskot fórnarlambsins, hver bréfsnep- ill hafi verið lesinn og hverri einustu hugsun fylgt eftir. Hvernig er þá hægt að lýsa þeim sem engin vegsummerki skilja eftir önn- ur en endurspeglun í samferðarmönnum og spor á ævibrautum annarra? eftir Guðrúnu Nordol Ný ævisaga Ackroyds um Dick- ens hafði úr mörgu að moða. Ævisagnaritari hans hnoðar mynd af lífshlaupi hans ekki einasta af skáldverkum. í sögu Ackroyds er samband Dickens við leikkonuna Ellen Ternan nefnt og er Dic- kens fjörutíu og fimm ára að aldri sagður hafa gyllt fyrir sér átján ára stúlkuna og sett hátt á stall. Hún var ósnert dýrkuð vera. Þessi hugmynd sprettur upp af túlkun Ackroyds á Dickens og fellur inn í þá heildarmynd sem hann dregur upp af honum i verk- inu. En hvernig má þá vera að er blek Ackroyds hafði varla þornað, hafði ný bók um „Hina ósýnilegu konu“, eins og höfundur hennar, Claire Tomalin, kallar hana, lýst henni á þveröfugan hátt. Mismunur þessara túlkana or- sakast framar öllu af óííku sjónar- horni Tomalin og Ackroyds, þó að þau byggi niðurstöður sínar á sömu heimildum. Tomalin horfir fram hjá allri rómantík og metur þær örfáu staðreyndir sem fyrir Iiggja á þann veg að Ternan hafi ekki einasta verið ástkona Dickens heldur tvívegis alið honum barn, sem bæði dóu ung. Ternan skildi eftir sig fá og ógreininleg spor á meðan á sambandi hennar við Dickens stóð, þó að hún ynni fyrir sér sem leikkona, svo að erfitt kann að vera að greina skýrt þá manneskju sem undir býr. En þeg- ar Dickens dó byrjaði hún nýtt líf og dró þykkan hjúp utan um for- tíðina. Samband þeirra varð leynd- armál hennar. En saga Ellen Ternan er ekki einungis athyglisverð vegna sam- bands hennar og Dickens, heldur gefur hún Claire Tomalin tækifæri til að lýsa lífskjörum hennar og annarra kvenna sém stóðu í svipuðum sporum og hún. Lífsbar- átta leikkvenna á nítjándu öld í Englandi var hörð og í saman- burði við hið stranga siðferði sem Viktoría drottning predikaði, sýndust þær lítilsigldar og ábyrgð- arlausar gleðikonur. Sagnfræðing- ar hafa oft skipað konum þröngt rúm í verkum sínum, og sérstak- lega er þeim vinnandi konum sem forðum fengust við skemmtanir og leik ekki ætlað hátt sæti á pallinum. I umfjöllun Tomalin um stall- systur hennar og samtímakonur opnast hins vegar óvænt óvæginn og margslunginn heimur. Ein þessara leikkvenna hét Charlotte Deans. Hún yfirgaf velmegandi og stöndugan föðurgarð, til að giftast leikara og eyddi síðan sjö- tíu árum sem farandleikari í Norð- ur-Englandi og Skotlandi. Ekki ein í vagni, heldur með tíu börn af fyrra hjónabandi og sjö af því síð- ara í farteskinu. Líf hennar og annarra skörunga er í sterkri and- stöðu við okkar líf. Þeirra ævisög- ur verður að skrifa. Það er ekki vandalaust því slíkum vinnuþjörk- um gafst ekki mikið tóm til skrifta fyrir ókomnar kynslóðir. En hin hugkvæmna og vel skrifaða bók Tomalin um eina ósýnilega konu sýnir að þær gefa ævisögum um önnur stórmenni ekkert eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.