Morgunblaðið - 06.01.1991, Síða 30

Morgunblaðið - 06.01.1991, Síða 30
f£ D 30 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ . R 6. JANUAR 1991 ÆSKUMYNDIN... ERAFEYJÓLFIG. SVERRISSYNI, KNATTSPYRNUMANNI Var alltafmeð boltann á tánum Útivera, veiðiferðir, ævintýraferðir og einstaka prakkarastrik áttu upp á pallborðið hjá honum. Hann gekk undir nafninu Jolli og gerir reyndar enn meðal vina sinna og félaga og úti í Þýskalandi hef- ur hann fengið viðurnefnið „Jolli joker“ hvað svo sem það merkir. Iþróttir hafa verið eins og rauður þráður í lífi hans frá því hann var smápolli og fyr- ir ári gerðist hann atvinnumaður á sviði knatt- spyrnu, þá aðeins 21 árs gamall, hjá Stuttgart í Þýskalandi þar sem Vestmanneyingurinn Asgeir Sigurvinsson hefur gert garðinn frægan undanfarin ár. Eyjólfur Gjafar Sverrisson, eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur á Sauðárkróki 3. ágúst árið 1968. Foreldrar hans eru Sverrir Björnsson húsasmíðameistari og Guðný Eyjólfsdóttir. Eyjólfur er næstyngstur fimm systkina. Hann á þijá bræður og eina systur. Þau eru Hallfríður, sem er elst. Síðan kemur Björn, Eiríkur, Eyjólfur og Sverrir og öll hafa þau stundað íþróttirnar af kappi. Á tímabili voru bræðurnir fjórir allir saman í knatt- spymuliði þeirra Sauðkrækinga, Tindastóli. Eyjólfur gekk í skóla á Sauðárkróki og lauk stúdentsprófi frá félagsfræðibraut Fjölbrauta- skólans þar í bæ fyrir tæpum tveim- ur árum. Eftir að hafa sett upp stúdentshúfuna gerðist Eyjólfur verkstjóri í unglingavinnunni á Sauðárkróki sumarlangt og um haustið fór hann að vinna við af- greiðslustörf í vefnaðar- og sport- vörudeild Kaupfélags Skagfirðinga, Skagfirðingabúð. Fyrir ári gerði hann samning til eins og hálfs árs við kriattspyrnuliðið Stuttgart og rennur sá samningur út í júní næst- komandi. Eyjólfur segir framtíð sína með öllu óráðna að afloknum þeim tíma. Hann býr skammt fyrir utan borgina Stuttgart ásamt unn- ustu sinni Önnu Pálu Gísladóttur og nýfæddum syni Hólmari Emi. „Hann hefur alla tíð verið mjög ákveðinn og vissi alltaf hvað hann vildí. Hann er fæddur leiðtogi enda var hann meðal okkar félaganna mjög vinsæll," segir Gunnar Bragi Sveinsson bensínafgreiðslumaður á Ábæ og æskuvinur Eyjólfs. Björn Jóhann Björnsson, annar æskuvinur Jolla, segir það ekki hafa skipt máli hvaða íþróttagrein hann snerti. Það hafi bara verið á hann kallað þegar það vantaði sterka menn í keppni. „Hann var með boltann á tánum frá því að hann fór að labba og lengi vel spiluðum við félagarnir saman á grasvelli á Sauðárkróki sem í daglegu tali gekk undir nafn- inu Wembley," segir Björn Jóhann. „Okkar tími fór mikið í íþróttirn- ar og svo gerðum við auðvitað hin ýmsu prakkarastrik, eins og við er að búast af ungum og hressum strákum," segir Gunnar Bragi. „Ævintýraferðir áttu töluvert upp á pallborðið hjá okkur og einna helst minnist ég hrafnaveiðanna, sem við stunduðum af miklum eld- móði þó yfirleitt bærum við lítið úr býtum. Veiðisvæðið var hinn svo- kallaði gamli flugvöllur, sem er hér rétt hjá, og þangað fórum við vopn- aðir bogum og örvum. Stundum áttum við líka til ýmis miður falleg uppátæki. Við laumuðumst t.d. í skjóli nætur og fengum okkur gul- rætur og gulrófur út nágrannagörð- unum sem mæltist ekkert sérlega vel fyrir hjá húsmæðrunum sem þar bjuggu. Við stunduðum líka sverða- bardaga, hjóluðum mikið saman og fórum á skíði og snjóþotur í svokall- aðri Grænuklauf. Ég er handviss um að Jolíi á eftir að standa sig vel í atvinnumannaboltanum á komaridi árum. Þetta er rétt að byija hjá honum. Manni flaug það reyndar í hug fyrir löngu síðan að hann ætti ef til vill eftir að verða atvinnumað- ur. Hann var alltaf nokkrum metr- um á undan okkar hinum,“ segir Gunnar Bragi. UR MYNDAS AFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Vígsla Þjóðleikhússins Vígsla Þjóðleikhússins á sumar- daginn fyrsta árið 1950 var merkur og eftirminnilegur viðburð- ur í menningarlífí íslensku þjóðarinnar. í Morgunblaðinu frá þessum tíma er ítarlega fjallað um vígsluhát- íðina og þar segir meðal annars: „Þó hlustend- um útvarpsins gæfíst kostur á að heyra það sem þar fór fram, gat það ekki orðið annað en svipur hjá sjón, sam- anborið við það, að eiga þess kost, að vera meðal fyrstu gestanna í hinu nýja Þjóðleikhúsi. Flestir þeirra, er þar voru gestkomandi þetta kvöld, munu aldrei áður hafa komið þar inn fyrir dyr. Og þeim mun flestum hafa hafa farið svo, að þeir hafí undrast, hve húsakynni Þjóðleik- hússins voru vegleg, þegar inn er komið.“ - Fyrsta leiksýning Þjóð- leikhússins var Nýárs- nóttin, til heiðurs Ind- riða Einarssyni, sem kallaður var „faðir“ Þjóðleikhússins og þótti sýningin einkar „fögur og skrautleg" svo vitnað sé í samtíma heimildir. Með- fylgjandi myndir tók Ólafur K. Magnússon í tengslum við þennan mérka menningarviðburð. Nýr og glæsilegur salur Þjóðleikhússins, hálftima áður en fyrstu gestirnir gengu til sætis. SUNNUDAGSSPORTIÐ... BÓIiIN ÁNÁTTBORDINU MYNDIN ÍTÆKINU PLATAN ÁFÓNINUM Skíöaganga Skíðagöngu er nánast hægt að iðka hvar sem er svo framarlega sem snjór er á jörðu. Óskafæri skíðagöngumannsins er nýfallin jólasnjór og vægt frost. Lauslega áætlað stunda um tuttugu Islendingar skíða- gönguæfingar að kappi og er stór hópur þeirra nú við æfingar úti í Svíþjóð. A Arleg keppni fer fram í öllum flokkum. Fullorðið fólk fær sitt tækifæri á landsmóti. Ungling- ar keppa í skíðagöngu á unglinga- meistaramóti, sem yfírleitt er haldið viku fyrir landsmót og yngstu kyn- slóðirnar fá sitt tækifæri á Andrés- ar Andar-leikunum, sem fram fara árlega á Akureyri. Næsta landsmót fer fram á ísafírði i kringum páskana og unglingameistaramót á Akureyri helgina áður. Óskar Jakobsson æfír skíðagöngu reglulega. Hann er Isfírðingur og hef- ur æft sig af kappi í Selja- landsdal þar sem hann seg- ir að sé mjög góð aðstaða til skíðagönguiðkana og nú sé unnið að byggingu nýs skála fyrir skíðagöngufólk. Á Akureyri segir hann að aðstaða sé einnig góð. „Ég flutti fyrir hálfu öðru ári til Reykjavíkur ásamt fjöl- skyldu minni og hef ég síðan ekki verið nógu dug- legur við æfingar. Mér finnst fólk hér fyrir sunnan alls ekki nógu duglegt að stunda þetta því skíðaganga er jú mjög holl og frekar ódýrt sport. Meðalútbúnaður kostar ekki nema 10 til 15 þúsund krónur 'og nóg landflæmi er hér allt í kring. Ég og félagi minn einn höfum hugsað okkur að halda einhver kvöldnám- skeið í vetur og jafnframt hefur skíðadeild Fram boðið mér mjög góða aðstöðu til þjálfunar við Fram- heimilið í Álftamýri. Ætli menn sér á annað borð að taka skfða- gönguna al- varlega og hugsa til þess að ná langt, er best að byija á því að byggja upp þrek að sumri til með hlaup- um og skokki." Ingvar Hólmgeirs- son skipstjóri Bókin „Hafrannsóknir við ís- land“ eftir Jón Jónsson, 2. bindi, er á náttborðinu hjá mér sem stendur. Ég fékk hana í jólagjöf og fjallar hún um helstu þætti hafrann- sókna við ísland og. árangur þeirra undanfarin 50 ár. Einnig er lýst friðunaraðgerðum Islendinga. Ég hef mesta ánægjú af lestri sann- sögulegs efnis og les nánast allt nema skáldsögur. Bjarki Heið- ar Bjarna- son 7 ára Eg horfí mikið á það sem amma mín tekur upp úr Sjónvarpinu, til dæmis Hemma Gunn-þættina. Svo hef ég verið að horfa á Tinna- myndirnar hjá vini mínum. Þessar myndir heita: Tinni og hákarlavat- nið, Dularfulla stjarnan, Fjársjóður Rögnvalds rauða og Svaðilför í Surtsey. Þær eru mjög skemmtileg- ar og við erum búnir að horfa á þær mörgum sinnum. Bubbi finnst mér vera langbest- ur. Nýja platan hans er þræl- góð. Svo finnst mér Laddi líka rosa- lega góður. Hann gaf út tvær plöt- ur fyrir jólin. Þær eru báðar fínar. * Eg las um jólin endurminningar Megasar „Sól í Norðurmýri“ sem skrifuð er af honum og Þó- runni Valdimarsdóttur og fannst mér það hin ágætasta bók. Þar áður las ég Gunnlaðarsögu eftir Svövu Jakobsdóttur og nýlega las ég Fávitann eftir Dostojevskíj. Skáldsögur eru í miklu uppáhaldi hjá mér, bæði íslenskar og þýddar. Eg horfi á allt barnaefnið í Sjón- varpinu oftar en einu sinni. Við tökum það upp á myndbands- spólur svo ég get séð það aftur og aftur. Mér finnst Tinni líka ágætur. Svo fékk ég myndbandsspólu frá Englandi í jólagjöf sem er sagan um Stilkisbeija-Finn. Mér fínnst Valgeir Guðjónsson mjög góður og svo eru Ladda lögin líka ofsalega skemmtileg. Ég fékk eina plötu í jólagjöf - nýju plöt- una með Rokklingunum, en mamma ætlar að skipta á henni og kasset- tunni af því að ég á ekki plötuspil- ara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.