Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 24
24-ScO M04SÖtJííeLMn& MINNtNCfflfföMllftlÆlM . fJIQfljlAlR ll 9ÖÍ01 í Bima H. Steingríms- dóttir - Minning Fædd 12. júní 1902 Dáin 30. desember 1990 í byijun skólaárs 1934 var von á nýjum kennara að bama- og ungl- ingaskólanum á Reyðarfirði. Kenn- arinn sem ráðinn hafði verið að skólanum hafði lokið kennaraprófi sama vor frá Kennaraskólanum. þessi nýi kennari var ættaðu frá Húsavík og nýlega kvæntur. Lítið meira vissum við um hann nema hann hafði hin bestu meðmæli. Nú var von á honum með strandferða- skipi að norðan. Við hjónin fórum uiður á bryggju við skipskomuna til þess að taka á móti nýja kennar- anum Sigfúsi Jóelssyni. Hann kom einn en kona hans kom nokkrum vikum síðar. Þá sá ég Birnu Steingrímsdóttur vinkonu mína í fyrsta skipti. Það fómíítrax vel á með okkur. Við ræddum um allt milli himins og jarðar. Einkum þótti mér fróðlegt að heyra frásagnir hennar af ættfólki hennar í Þingeyj- arsýslum. Þar áttu ættir hennar djúpar rætur. í Reykjavík hafði hún dvalist en þar var móðir hennar, Rebekka Þorbergsdóttir, á sjúkra- húsis. Faðir hennar, Steingrímur Árnason var látinn. Við töluðum um húsmæðrafræðslu þess tíma en hún hafði verið á Kvennaskólanum á Blönduósi. Síðan fór hún aftur til Húsavíkur en þar bjó hún ásamt ömmu sinni Guðrúnu Þorláksdóttur og Þorvaldi móðurbróður sínum. Um sumarið 1935 flutti alltþetta góða fólk til Reyðarfjarðar. Þar bjuggum við í næsta nágrenni í tólf ár. Vinskapurinn styrktist með hveiju ári sem leið og samskiptin urðu náin. Við deildum saman amstri og störfum hins daglega lífs, því aldrei leið sá dagur að við hefð- um ekki einhver samskipti á heimil- unum eða vegna starfa við skólann. Þannig tengdumst við óijúfanlegum böndum sem aldrei áttu eftir að slitna. Lifið var ekki allt bundið störfum og búskaparbasli á þessum árum, þótt krepputímar væru. Tækifærin til afþreyingar voru ekki jafn fjölbreytt og síðar en á hveiju sumri fórum við þó í smáferðalög um nærliggjandi sveitir með bílum eða á hestum. Til Húsavíkur fórum við einnig. Þar bjuggu þá ennþá foreldrar Sigfúsar, Sigurveig Sig- fúsdóttir og Joel Friðriksson. Þau fluttu síðar til Reyðarijarðar þegar Bima og Sigfús höfðu byggt sér myndarlegt einbýlishús. Vetumir voru oft langir og erfið- ir. Þá var mikið lesið og skrafað. Við skiptumst mikið á bókum og lásum allt sem náðist í, eiginlega allt sem barst til okkar í bókar- eða blaðaformi. Margar stundirnar ræddum við um bækur og ritstíl helstu rithöfunda þeirra tíma. Ekki vorum við alltaf sammála í þeim efnum. Síðar átti ég eftir að kunna betur að meta hennar bókmennta- smekk. Við deildum oft um stjórn- mál og sitt sýndist hvorri. Hvor okkar um sig hélt fram sinni stefnu í þjóðmálum. Engar þessara um- ræðna höfðu hin minnstu áhrif á vináttu okkar, þvert á móti efldist hún með hvetjum degi. Nú varð mikil breyting í aðsigi. Ég flutti til Reykjavíkur. Við skrif- uðumst mikið á. Sendibréfín hennar Birnu voru fróðleg og vel stíluð. Þannig frétti ég af minni fyrri heimabyggð og frá fjölskyldu henn- ar með jöfnu millibili. Heimili henn- ar var gestkvæmt og börn hennar þijú, Bergþóra, Friðrik og Steingrímur áttu hug hennar allan. Þau voru námfús og hún fylgdist af áhuga með velferð þeirra. Þá umhyggju átti hún eftir að upp- skera ríkulega, því þau hafa öll menntast vel, eru vinsæl og starfa við góðan orðstír. Það gláddi okkur öll þegar Birna og Sigfús fluttu til Reykjavíkur. Við urðum aftur nágrannar og allt- af daglegur samgangur. Stundum unnum við saman og höfðum alltaf nóg fyrir stafni. Umræðuefnin voru óþijótandi því tíminn leið hratt og heimurinn breyttist óðfluga. Fyrir tveimur árum bjó ég hjá henni um tveggja vikna skeið. Þá riijuðum við m.a. upp kynni okkar frá fyrstu búskaparárunum fyrir austan og skemmtum okkur vel alla daga sem við vorum saman. Fyrir þessa daga verð ég ævinlega þakklát. Nú er snjór úti og hvítt yfir öllu en 30. desember var þungbúinn og eiginlega varð aldrei bjart af degi. Þann dag lést Birna vinkona mín. Jólaljósin glitra í öllum regnbogans litum. Þannig hafði ævi okkar ver- ið. Það skiptust á skin og skúrir í lífi okkar en við styrktum þá hvor aðra. Ánægjustundirnar voru þó miklu fleiri. Nú kveð ég mína kæru vinkonu með þessum fátæklegu línum. Við eyddum saman 56 árum og fyrir þau er ég þakklát. Guð styrki börnin hennar Birnu, barna- börnin og barnabarnabörnin. öli eru þau mér mjög kær. Ingibjörg Pálsdóttir Á morgun verður vinur minn, hún Birna Hildigerður Steingrímsdóttir, kvödd hinstu jarðneskri kveðju frá Fossvogskirkju. Mér hefur liðið nokkuð undarlega síðan daginn fyr- ir gamlársdag þegar friðsamt and- lát kom yfir frú Birnu, eins og ég og flestir aðrir nákomnir kölluðum hana Birnu annars dagsdaglega. Það ávarp var ekki af hégóma. Öðru nær. Það var af einberri virð- ingu og hlýju. Það ávarp mitt til Birnu lýsir eflaust best því sem segja þarf við þessi tímamót ann- ars. En mér ligg’ur mikið meira á hjarta nú. Og ég verð að fá að létta aðeins á mér. Því frú Birna var eig- inlega í huga mínum og hjarta bæði einskonar mamma, amma, fóstra og einn minn besti vinur. Það var í árslok 1964. Ég flutt- ist í nýjan skóla í mínu hverfi, í Hlíðaskólann. Og annar nýr krakki bættist í bekkinn einnig. hann vár frá Reyðarfirði, sem ég vissi þá ekki í hvaða heimsálfu var eigin- lega. „Kemurðu frá Reyðarfirði með afa þínum og ömmu?“ Þetta var meira en lítið undarlegt fyrir mér borgarbarninu. En örlögin höguðu því svo að þessi viðkynning mín við Sigfús Grétarsson dótturson frú Birnu og reyndar fósturson einnig, og uppúr því við frú Birnu sjálfa óg allt þeirra frænd- og vinafólk þetta ár og öll árin sem eftir á komu hafa haft meiri og afdrifarík- ari afleiðingar fyrir mig en flest annað það sem af er í lífi mínu, þótt líf mitt annars hljóti að.teljast fremur í undarlegra lagi hvað sem öðru líður. Margir af mínum öðrum bestu vinum áttu annars alltaf mjög erf- itt með að gera sér í hugarlund hvers konar vinarsamband var á milli mín, mannsins um þrítugt og óskyldrar konunnar í Hlíðunum á níræðisaldri sem ég var bókstaflega alls ekkert tengdur, skyldur eða venslaður. Enda held ég að vinátta Birnu við mig eigi sér fá fordæmi í borgarsamfélagi nútímans, Afar fá. Mér er til efs að það sé hægt að finna slíkt dæmi í dag. Heimili Birnu og Sigfúsar Jóels- sonar vár sannkallað höfðingjasetur þar sem vinar- og stórfrændgarður- inn hittist reglulega í óðalinu-besta. Heimilið var mér sem og öðrum hið sanna menningarheimili. Það léku háir og ferskir menningarvindar um það. Meira en yfirleitt er hægt að ætlast til hjá svona venjulegu fólki annars. Ekki ætla ég að draga dul á það hér heldur að það var innblæstrin- um í Drápunni að þakka það öðru fremur að áhugi minn á framhalds- námi yaknaði á ný eftir langan svefn. Ég sem var algjörlega orðinn -afhuga setu í mygluðu menntakerfi samtímans á sínum tíma breyttist hægt og rólega við það eitt að umgangast Birnu og hennar fólk allt saman. Og er svo komið nú að nokkuð er liðið á sagnfræðinám mitt í Háskóla íslands, þessu þó mest að þakka örugglega. í Drápunni var heldu.r ekki nagg- ið eða nartið um náungann. Ónei. Og þar féllu ekki stórudómar né fordómarnir um fólk. Ónei, ekki heldur. Það eru svona manneskjur eins og frú Birna sem glæða lífið reisn og tilgangi svo vert verður að lifa því. Svo er að minnsta kosti reynsla mín. Og mér var svo ljúft að gera smá og stór viðvik fyrir frú Birnu í stað- inn endalaust. Það var alltaf með því allra gleðilegasta sem ég hefi gert um ævina að snúast fyrir frú Birnu. Ég hlakkaði alltaf í bókstaf- legri merkingu orðanna að slá blett- inn fyrir frú Birnu í Drápuhlíðinni og að sendast fyrir hana um allan bæ og sveitir ef ég átti þess kost. Ekki get ég heldur gleymt því að stoltur dró ég flesta mína aðra vini og kunningja í Drápuna til frú Birnu ef í leið var eða okkur lang- aði til að lyfta okkur öðruvísi upp en vanalega. Þá var ekið eða labbað upp í Hlíðar og Birna heimsótt. Og strax á eftir að lokinni heimsókn- inni í tröppunum á niðurleiðinni hófst spurningaregnið: Hver er þessi kona? Er hún skyld þér? Hvernig þekkir þú hana?-Ert þú búinn að þekkja hana lengi? Hváð segirðu, og er hún ekkert skyld þér!? Þetta er sko ekkert venjulegt gamalmenni! Svona hófust umræð- urnar strax á stéttinni fyrir utan. Ég held að það'séu rúmlega fimmtán ár síðan ég fékk og hef haft einkaleyfi á því að slá blettinn hjá Birnu í Drápuhlíð 2. Og það var mér eitt mesta tilhlökkunarefni alla vikuna að labba eða hjóla upp í Drápu og slá blettinn á sumarkvöld- um hjá frú Birnu og skrafa svo við hana uppi í eldhúsi á eftir undir að sjálfsögðu tilheyrandi góðgerð- um sem var aðalsmerki Birnu. Að allir allir gestir fengju kaffi, te, mjólk eða bakkelsi alltaf hjá frú Birnu og settust aðeins inn í eldhús og segðu fréttir utan af landi eða úr bæjarlífinu. Það var enn eitt af vörumerkjum þessa menningar- heimilis. Það fylgdust líka fáir jafn- vél með pólitík, landsmálum, og öðrum þjóðmálum og frú Birna. Og bara öllu sem hrærðist í þjóðfélag- inu yfirleitt. og svo mikið er víst að minni mitt var hreint ekki eins skýrt og þessarar gömlu konu. Undarlegt annars. Það er því miður ekki hægt að segja að Birna hafi verið sýnishorn af eldri og elstu kynslóðinni. Ef svo væri er hætt við að félagsmála- stofnanir heimsins hefðu minna að gera. Það er best að játa það strax að það er sagt að þegar menn skrifi minningargreinar séu þeir í raun að lýsa sjálfum sér mun meira en hinum látna sem annars hugur vandamanna og vina stendur mest til á kveðjustundum sem þessum. og þetta skraf hér ber sér þess augljóslega merki að vera ekki und- antekning á því. En ekki er samt ætlunin að bera eingöngu það á borð sem snýr að mér. Vonandi ekki að minnsta kosti. Ég ætla líka að fullyrða það hér að ég dreg það verulega í efa að ég væri enn í tölu lifenda ef ekki hefði komið til alveg takmarkalaus hlýja og umburðarlyndi frú Birnu í minn garð. Ég held bara ekki. Svo var komið fyrir mér stórskemmdu borgarbarninu oft á lífsleiðinni. En ef svo væri að ég væri enn lífs undir þeim kringumstæðum, — frú Birnulaus — þá hef ég stundum hugleitt það að ég hefði líklega orðið prýðisefni í bæði fyllibyttu, geðsjúkling eða bara hreinlega bitr- an glæpon, ef þá ekki bara allt saman í senn. Það held ég bara líka. Og ég ætla að biðja fólk um að trúa þessu. Því þetta er satt. Það er til hugrakkt fólk, umburðarlynt og auðmjúkt sem gerir svona fólki eins og mér og öðrum sjálfskipuðum krossförum veraldarinnar gegn heimsku og illsku heimsins kleift að lifa. Og slík manneskja var frú Birna. Það er umburðarlyndið! Mannúðin! Mýktin og mannvirðing- in! Og það var á heimili Birnu og Sigfúsanna að ég sá fyrst hið stór- hættulega kommúnistablaðið Þjóð- viljann. Stórhættulegt blað! Það var mér kennt og gefið með móður- mjólkinni langt fram eftir aldri. Enda leyfði ég.mér nú í fyrstunni aðeins að fletta þessu niðurrifsblaði svona bara smá. Það myndi örugg- lega ekkert eyðileggja mig ef ég bara fletti hratt. Það var eitthvað þessu líkt sem ég algjörlega heila- þvegið íhaldsborgarbarnið hugsaði þegar upphafínu að löngum kynn- ummínum af Þjóðviljanum hófust. Ég ætla heldur ekki að neita því að æði oft vorum við frú Birna ósammála um margt og reyndar oftast um flest. En alltaf var ég aufúsugestur í húsum hennar og fjölskyldunnar allrar og hlakkaði alltaf jafnmikið til að labba þar við og snakka þar við_ húsbændur og gesti: Frú Birnu fannst reyndar flest- allt sem ég hef tekið mér fyrir hend- ur tóm della og vitleysa og lét mig heyra það. Það var sko enginn skortur á því. Ekki aldeilis. Þetta væri nú alger hégilja hjá mér að éta ekki allan mat! að éta bara eitt- hvað grænmeti! Og þessi della hjá mér með hvalinn minn og öll hin dýrin. „Já, við Jóa borðum nú lambakjötið bara með góðri lyst herna Magnús minn!“, gall við í frú Birnu nú rétt fyrir fáum vikum þegar ég var að predika um hollara líferni og mataræði og siðferði. En samt. Samt ollu öll þessi mál stór og smá engum, alls engum hnökr- um -á vináttu okkar Birnu. Ekki minnsta. Ég stríddi reyndar frú Birnu oft á því að flestallar hégiljur sem ég hefði dragnast með um ævina væru henni að kenna! Og það er meira sannleikskom í því en margur hyggur. „Ónei, það þýðir nú ekkert að vera að klína þessu hvalafári eða öðrum skoðunum þínum upp á mig góðurinn" svaraði frú Birna að bragði sem aldrei lét mig eiga neitt inni hjá sér í orðræðum. En það er nú satt samt. Hafi ég einhvers stað- ar lært að taka upp hanskann fyrir smælingja heimsins þá var það af Btómasíofa Friöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opið öll kvöld Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. ' ft m ‘ t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTI'N JAKOBÍINIA SIGURÐARDÓTTIR frá Snæbjarnarstöðum, Furugerði 1, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. janúar kl. 15.00. Guðrún Anna Thorlacius, Halldór Geir Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær frændi okkar, INGÓLFUR J. STEFÁNSSON múrarameistari, Suðurgötu 25, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 8. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja, Ragnhildur Ásgeirsdóttir. J. LEGSTEIIMAR GRANÍT- MARMARI T Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför INGA GESTS SVEINSSONAR, Leynisbrún 10, Grindavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-7 Borgarspítalanum. Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707. Unnur Haraldsdóttir, Jón Sæmundsson, Halla Kristín Sveinsdóttir, Þórarinn Ólafsson, Stefán Jónsson, Bjarnlaug Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.