Morgunblaðið - 03.02.1991, Síða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 3. FEBRÚAR 1991
Þora Guójohnsen ballettdansmær
í DANSHEIMINUM
RÍKIR END
Svo kom að því að við áttum að
æfa fyrir Ólympíuleika. Þá ákvað
ég að hætta. Ég sagði að ég vildi
fara í ballett. Þegar ég var að æfa
með ÍR heima á Islandi í fimleikun-
um kenndi mér ballettkennari
nokkra tíma. Sá kennari lét vita
að hann teldi mig hafa hæfileika í
ballettnám, en það var ekkert gert
með það þá. Nú greip ég þetta
hálmstrá og ákvað að fara í ballett
til að losna við að taka þátt í Ólymp-
íuleikunum. Ég var í ballett í hálft
ár í Belgíu, í skóla sem heitir Bal-
lett Van Flanderen. Kennararnir
þar voru mjög góðir.
Þegar heim kom fór ég í ballett-
skóla Eddu Scheving. Þar var ég í
hálft ár. Þá ákvað ég að taka próf
upp í Listdansskóla Þjóðleikhússins
og sagði Eddu það. Þegar til kom
fór framhjá mér hvenær prófín voru
og missti ég því af þeim. En Edda
bað þá skólastjórann, Ingibjörgu
Björnsdóttur að prófa mig í tíma
og hún gerði það. Niðurstaðan var
sú að ég fékk inngöngu í Listdans-
skóla Þjóðleikhússins. Þá fór mjög
skemmtilegur tími í hönd. Félagslíf-
ið hjá okkur stelpunum í skólanum
var mjög líflegt. Við hittumst heima
hver hjá annarri, sömdum litla
dansa og hlógum saman. Jafnframt
lauk ég námi í grunnskóla, fór í
Menntaskólann í Hamrahlíð og
seinna í Fjölbrautaskólann í Breið-
holti. En hugur minn var mjög
bundinn dansinum svo minna varð
úr bóklegu námi en efni stóðu til.
Ég sat um að komast úr tímum á
eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
Mannkynið hefur lengi alið
með sér þann draum að geta
flogið á léttum vængjum upp
fyrir amstur hins hversdags-
lega lífs. Endur fyrir löngu
setti ungur piltur í íslenskri
sveit á sig heimasmíðaða
vængi til að reyna að uppp-
fylla þennan draum. En hann
var tvö hundruð árum á und-
an sinni samtíð svo vængir
hans voru teknir og brenndir
og honum sjálfum stranglega
bannað að vera að slíku fikti.
Listdansinn er enn ein tilraun
mannanna til þess að létta af
sér okinu og líða um líkt og
fugl í háloftum. En það kostar
mikla vinnu og sjálfsafneitun
að ná hinum svifgjörnu hreyf-
ingum sem minna á vængja-
tak fugla og nálgast þannig
hinn ævaforna draum mann-
kynsins að fljúga. Ballett er
ung listgrein á Islandi en þó
höfum við þegar átt listdans-
ara sem náð hafa langt úti í
hinum stóra heimi. Og við
eigum núna marga unga
dansara sem lofa góðu er
þeir líða um sviðið, léttir og
fjaðurmagnaðir. í þeim hópi
er Þóra Guðjohnsen sem fyrir
einu og hálfu ári hóf störf
sem listdansari í Darmstadt í
Þýskalandi. Hún dansar stórt
hlutverk í Draumi á Jóns-
< messunótt, sem íslenski dans-
flokkurinn sýnir um þessar
mundir.
Þóra Guðjohnsen
óra fæddist á Húsavík
3. ágúst árið 1967,
dóttir hjónanna Eiðs
Guðjohnsens og og
Arnrúnar S. Sigfúsdótt-
ur. „Við fluttum suður
þegar ég var þriggja
ára,“ segir Þóra. „Eg
var þó lengi vel fyrir
norðan á sumrin. Fólkið hennar
mömmu býr margt þar enn, hins
vegar er enginn Guðjohnsen eftir
fyrir norðan." Þóra er yngst fjög-
urra systkina. „Það var systir mín
sem fyrst kvað uppúr með það að
ég ætti að fara í ballett," segir
Þóra. „En það varð ekkert úr því
þá. Ég var hins vegar sett í fím-
leika átta ára gömul. Mér fannst
mjög gaman í fímleikum, sérstak-
lega þó að æfa mig. En það fór að
versna í því þegar kom að keppni.
Ég átti frá upphafi mjög erfitt með
að keppa í fimleikum. Kvöldið fyrir
mína fyrstu keppni, þá var ég á
níunda ári, lá ég lengi .grátandi.
Pabbi og mamma reyndu að telja
í mig kjark og sögðu að ég hefði
gott af að taka þátt í keppninni.
Ég herti upp hugann og fór í keppn-
ina, en það var mér erfið reynsla.
Ég stóð mig þó ágætlega, en það
geri ég venjulega þegar útí keppni
er komið. Mér fínnst erfítt að keppa
við aðra þó ég geti vel keppt við
sjálfa mig, sett mér markmið og
stefnt að því.
Þóra og fjölskylda hennar hafa
búið í Breiðholti í Reykjavík frá því
þau fluttust suður um 1970. „Ég
held að við ættum bágt með að
flytja úr Breiðholtinu, þetta eru
okkar heimahagar _hér fyrir sunn-
an,“ segir Þóra. „Ég var í Breið-
holtsskóla þegar ég var í barna-
skóla, en fór í Ölduselsskóla þegar
ég var þrettán ára. Þegar ég var
yngri var dálítill strákur í mér. Þó
ég væri ekki ein af þeim sem alltaf
var verið að senda til skólastjóra
átti ég oft í tuski við strákana,
stundum tókum við stelpumar jafn-
vel einhvem þeirra fyrir. En það
var nú allt i lagi, þeir gátu varið
sig. Öllu verra var að við tókum
einu sinni stelpu fyrir og hún grét
undan okkur. Þá fékk ég í fyrsta
skipti sektarkennd sem sat í mér.
Ég sá eftir því að hafa tekið þátt
í slíku. En ég lærði mikið á þeim
mistökum. Mér skildist að það væri
ekki fallegt að taka fyrir þá sem
eru minnimáttar. Mér hefur oft orð-
ið hugsað til þessa síðar í lífinu,
þegar ég hef orðið vitni að álíka
atburðum í heimi hinna fullorðnu.
Það er mikil samkeppni í ballett-
heiminum og ekki alltaf vel farið
með fólk þar.
Þegar ég var ellefu ára flutti ég
til Belgíu ásamt fjölskyldu minni.
Við fylgdum eftir bróður mínum,
Arnóri, sem þá gerði samning við
fótboltafélag í Belgíu. Við bjuggum
í þorpi sem heitir Lokeren. Pabbi
fékk vinnu sem byggingaverkamað-
ur en mamma var heima og hugs-
aði um okkur öll. í Belgíu hélt ég
áfram í fimleikum og fór í skóla
sem nunnur ráku. Þar var talsvert
annar andi en í Breiðholtsskóla.
Krakkamir í Belgíu hefðu aldrei
vogað sér að gera það sem þykir
sjálfsagt heima á íslandi. Þau eru
miklu agaðri en böm era hér. Ef
böm þar hlýða ekki eru þau send
til skólastjóra eða snúið út í horn,
sett í skammarkrókinn með öðram
orðum. Enginn kærir sig um að
lenda í slíku. Ég hætti þarna öllum
ólátum og gerðist mikið stillingar-
ljós. I Belgíu endurtók sig sama
sagan og heima á íslandi hvað fím-
leikana snerti. Ég hafði mjög gam-
an af æfingunum, gat vel sætt mig
við sýningar en þoldi illa keppni.
æfingar. Það endaði með þvf að ég
hætti framhaldsskólanámi áður en
ég lauk stúdentsprófi. Mig langar
til að ljúka því seinna, en ekki núna.
Ef ég færi út í það, tæki það á
annað ár og þá gæti ég alveg eins
hætt strax að dansa, ég kæmist
úr allri þjálfun.
Skiptin á milli fímleikanna og
ballettsins gengu frémur auðveld-
lega fyrir sig hjá mér. í fimleikun-
um hefur maður þessa víðáttu sem
er nauðsynleg fyrir hlaup og stökk,
en í ballettinum er allt miklu skorð-
aðra. Mér gekk vel að læra sporin
og var farin að stíga þau; áður en
ég vissi hvað þau hétu. Eg er svo
lánsöm að geta talist fremur músík-
ölsk þó ég hafi ekki lært neitt í
tónlist. Það skiptir miklu máli fyrir
ballettdansara að vera músíkalskur.
Það er sérkennilegt að sjá hvemig
það fólk dansar sem ekki er næmt
fyrir tónlist. Það hreyfir sig ekki
eftir hljóðfallinu í sama mæli og
hinir gera og innlifunin er ekki eins
mikil. Það kemur ekkert innan frá
/