Morgunblaðið - 03.02.1991, Side 12

Morgunblaðið - 03.02.1991, Side 12
/ I 8í D teei haúhsot .8 auaAOUMHue öiaAjatrjoHOK 12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1991 Hugleióing- arum hvernig best sé aó bregó- ast vió illsku, rang- læti eg ef- beldi i tilef ni af ófriói vió Persaf lóa og Eystrasalt EIN hlið mannkynssögunnar vitnar um ágæta skynsemi hins viti borna manns. Onnur hlið um göfug og góð verk, en hin þriðja um ofbeldishneigðina, sem nemur ekki skynsemisklið hugsunarinnar. Þessi hlið er saga hins illa á jörðinni. Hún er skuggahlið mannskepnunnar og óhuggulegri en nokkur orð fá lýst. Það bætist sífellt við söguna, hún lengist og blaðs- íðunum fjölgar. En hvernig skyldi vera best að bregðast við kúgun, hatri, valdbeitingu, of- beldi og ofríki? Þessi spurning og aðrar henni líkar brenna af skiljanlegum ástæðum í huga fólks um þessar mundir. Ætlun- in er að glima við hana núna. Viskan færir frið en fáviskan ófrið ímyndum okkur til að byrja með hvaða ástand eða fyrirkomulag er eðlilegt, æskilegt og best hvað sam- skipti manna og þjóða snertir. 'Ef menn myndu nota rök og útkljá mál með röklegum og skynsamleg- um samræðum, þá væri sennilega friður á jörð. „Skilgreinum hugtök- in,“ ráðlagði Sókrates forðum, „þá getum við komist að sameiginlegum niðurstöðum.“ Það er nefnilega skyrisemin, hin skýra og rökrétta hugsun sem ger- ir okkur mennsk. Hún er möguleiki eða eiginleiki sem þarf að efla og þjálfa, á sama hátt og tónlistarmað- ur nýtir tónlistargáfuna og þjálfar hæfíleikana. Skyknsemin er gáfa sem getur auðveldlega setið á hak- anum, eða skroppið saman af van- næringu. Það þarf að fóðra hana með góðu fæði. Hún er tegundar- einkenni mannsins, en það er of- beldishneigðin ekki. Skynsemin er hin öfluga og máttuga hugsun sem leitar að merkingu og samræmi í tilverunni og veginum sem er best- ur bæði fyrir menn og náttúruna alla. Skynseminni er ætlað að sigra ofbeldishneigðina og vinna bug á afleiðingum hennar, hinni blóðugu valdabaráttu og frelsisskerðingu víða um lönd. En hvernig ber að undirbúa sigurinn? Hvemig fer skynsemin að því að sigra? Verður ekki að stunda fijálsar rökræður og ala börnin á siðferði- eftir Gunnar Hersvein legum samræðum um rétt og rangt, gott og illt, og kenna þeim að glíma við siðferðileg vandamál? Maðurinn ber skynbragð á gott og illt, rétt og rangt, en því miður er siðferðileg afstæðishyggja ríkjandi meðal fólks. Hún felst í því viðhorfí að sannleikurinn sé háður stað og tíma, og að gott og illt sé háð duttl- ungum, skoðunum og tilfinningum hvers og eins. Við ákveðum bara sjálf hvað er rétt og hvað er rangt og komum því síðan í lög og reglu- gerðir. Siðareglu eins og „þú skalt ekki mann deyða“ má nema úr gildi hvenær sem er samkvæmt afstæð- ishyggjunni. Allar siðareglur eru persónulegar en ekki sammannleg- ar. Hætta er á að þessi hyggja leiði til glundroða og að munur góðs og ills þurrkist út eða að rétt verði rangt og rangt rétt. Afstæðis- hyggja til siðferðis getur því aldrei sigrað ofbeldið. í öðru og ólíku viðhorfi gera menn ráð fyrir, að sannleikurinn sé óháður stað og tíma og að gott og illt sé ekki háð tilfinningum né skoðunum manna. Reiknað er með algildum siðferðisreglum sem hljóti alltaf að vera sannar, á öllurr. tímum og í öllum mannlegum aðstæðum, gagnvart öllum mönnum — og skipta skoðanir þeirra þá litlu máli. Siðareglan „þú skalt ekki mann deyða“ er þá sönn í sjálfu sér og ekkert getur breytt henni eða num- ið hana úr gildi. Ekkert réttlætir brot á henni. Ef hún er brotin þá kemur hið illa fram, annars kemur Þriðji maí, 1808 (Francisco Goya). það ekki fram. Á þessum siðferði- lega veruleika er hægt að öðlast þekkingu með rannsókn skynsem- innar eða vísindalegri hugsun. Þekkingin gerir okkur síðan frjáls og viskan leiðir okkur út úr ógöngum heimskunnar inn í hús friðarins. Viskan færir okkur nefni- lega frið en fáviskan ófrið. Góð skynsemi getur sameinað og leitt til visku, friðar og hamingju. Slíkt viðhorf til siðferðis er vopn gegn ofbeldi. Rökin fyrir þessu viðhorfi, sem flokkast undir skynsemishyggju, byggja á tvennu. Annars yegar því að mannlegt eðli sé til og að rétt- látt og dyggðugt líferni sé í sam- ræmi við það og leiði óhjásneiðan- lega til góðrar andlegrar heilsu. Rökin byggja hins vegar á því, að fínna megi náttúrulegan rétt manna sem er óbreytanlegur, t.d. að allir menn eigi rétt til lífs, frelsis, mann- helgi, eigna og ferða. Skynsemin krefst tíma og þolin- mæði og jafnvel fóma, en þegar menn berjast um völdin, á heimil- um, í fyrirtækjum eða heiminum, er oft freistandi að láta skynsemina víkja fyrir öðmm mannlegum hvöt- um, eins og ofbeldishneigðinni. Of- beldi er ekki aðeins líkamlegt, að beita annan mann óheiðarlegum brögðum er viss tegund af ofbeldi. Ofbeldi birtist oft þar sem jafnrétt- inu er afneitað. Getur stríð verið réttlætanlegt? Hér á jörðinni er mörgum ríkjum stjómað með einhvers konar of- beldi, herforingjastjómir em til að mynda ekki ginnkeyptar fyrir skyn- samlegum umræðum. Ofbeldið kemur stundum á skriðbeltum, æðandi inn í borgirnar og fljúgandi á þyrlum og orustuflugvélum. Þannig komu Irakar 2. ágúst 1990 þegar þeir hertóku nágrannaríki sitt Kúveit að næturlagi. Hundrað þúsund hermenn þutu yfir landa- mærin, skutu niður saklausa borg- ara, röðuðu sér umvafðir skotfæra- beltum og rifflum við sérhverjar húsdyr og tóku heila þjóð til fanga. Stjórnir ríkjanna höfðu eldað grátt silfur hvor við aðra og átt heldur snubbóttar viðræður um deilumál sín, en síðan braust ofbeldishneigð- in fram, óvænt í skjóli nætur í öllu sínu veldi sem ótamið villidýr. Fimm og hálfum mánuði síðar brugðust bandamenn við írökum á sambæri- legan hátt, einmitt eftir snubbóttar viðræður. Illt var launað með illu, en á því er alltaf hætta þegar við illan er að eiga. Ofbeldið var látið tala og „leysa“ vandann. Er það snjöll leið til að sigra ofbeldið, að beita ofbeldi? Skynsemin ræður þá auðsjáanlega ekki, heldur ofbeldis- hneigðin og valdagræðgin. Leiðtog- ar fjölþjóðahersins sem stjórna stríðinu gegn írökum hafa síðan haldið blaðamannafundi og reynt að færa rök fyrir því að stríð hafi verið réttlætanlegt í þessu tilfelli, eða með öðrum orðum, að ofbeldið sé eina leiðin. En spyija má: Hveiju voru bandamenn tilbúnir að fórna til að koma á friði? Hinn réttláti er ævinlega tilbúinn að fórna eigin hagsmunum fyrir velferð annarra, eða til að halda friðinn og ná sáttum við andstæðing sinn. Hinn réttláti er ekki hinn heimski sem lætur níða sig, heldur sá sem veit og skilur að hann muni sigra að lokum eða ná jafnrétti. Einnig má spyija: Get- ur stríð og ofbeldi verið réttlætan- legt? Til að svara síðari spurningunni þarf að spyija: Hvað er réttlæti? Réttlæti byggist ekki á sjálfselsku, heldur á umhyggju fyrir hag ann- arra og réttlátt líferni er gott í sjálfu sér. Hinn réttláti hefur líka ánægju af því að hjálpa öðrum og ætlast ekki til þess að fá neitt í staðinn. Hann auglýsir ekki heldur góðsemi sína. Honum finnst gott að sjá að sá sem þáði hjálpina hefur náð tak- marki sínu og að hjálpin bar árang- ur, en það er ekki endilega nauðsyn- legt. Það að veita hjálpina umbeðinn eða óumbeðinn, að segja já og gera það, getur verið nóg fyrir hinn réttl- áta. Hinn réttláti skilur líka að það er rangt að beita aðra ofbeldi af þeirri einu ástæðu að það veldur þeim sársauka. Réttlæti felst í því, (1) að aðstoða sérhveija sál og fórna eigin hagsmunum ef þurfa þykir til að koma í veg fyrir þján- ingu annarra og auka vellíðan þeirra. (2) Að skipta hlut á milli manna þannig að enginn fái minna en um var samið. (3) Koma heiðar- Iega fram við aðra og halda engu leyndu, halda loforð og svo fram- vegis. (4) Lúta réttum niðurstöðum og tilskipunum annarra og fylgja sannleikanum í einu og öllu, gagn- vart sjálfum sér, öðrum og lögum þjóðfélagsins. Ofbeldishneigðin velur ranglætið og steytir hnefann. Hún vill engu fóma, en skynsemin velur réttlætið og réttir sáttahöndina. Ofbeldið rúmast því ekki innan réttlætishug- taksins. Stríð og ofbeldi getur því aldrei verið réttlætanlegt. Réttlætið biður um skynsamlegar samræður og á erfiðum stundum þurfa þeir sem vilja framgang réttlætisins að fórna eigin hagsmunum. Tii að nefna marktækt dæmi má spyija: Hveiju vildu bandamenn fórna til að ná sáttum við íraka? Var það 15. janúar? Tengja deiluna við vandamál Palestínuaraba? Hveiju vildu þeir fórna til að koma í veg fyrir blóðbað og dauða saklausra borgara og ótal hermanna, sem yfirleitt em friðsamir heimilisfeður? Stríðsherrarnir völdu ranglætið, eða að gjalda illt með illu og stefna með því öllum heiminum í hættu. „Illt er best að bæta, ef má“ Það að launa illt með illu, er ævaforn aðferð sem Jesús Kristur bað menn að leggja niður. Hann sagði: „Þér hafíð heyrt, að sagt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.