Morgunblaðið - 03.02.1991, Side 14

Morgunblaðið - 03.02.1991, Side 14
14 C MOllGUNBLÁÐÍé Sl/NNljÓTAÖUR S. RÉBRÚAR Min Enn margt á huldu um ÞÓTT rúmt ár sé liðið síðan Nie- olae Ceausescu einræðisherra var steypt af stóli í Rúmeníu er enn margt á huldu um það sem raun- verulega gerðist í landinu. Nú hafa nokkrir rúmenskir lögfræð- ingar stofnað félag til þess að rannsaka byltinguna til hlítar, en fjárskortur háir starfi þess og það hefur mikla þörf fyrir aðstoð, sem erfitt virðist að fá. Stofnendur félagsins, sem kallast Félag sannleik- ans, eru því ekki vongóð- ir um að starf þess beri árangur. Formaður þess, Dan Ionescu, sagði ný- lega að sögn Alecs Russ- ells í The Daily Telegraph, sem hér er aðá! lega stuðzt við: „Enginn vill hjálpa okkur og það þarf engum að koma á óvart. Verkefni okkar er við- kvæmt og ef við náum tilgangi okk- ar mun hrikta í máttarstoðum þjóðfélagsins." Yfirvöld í Rúme- níu halda enn fast við einfalda lýsingu sína á byltingunni í desember 1989: Rúmenska þjóðin vaknaði og hristi af sér hlekki margra áratuga alræð- is. Við tók öngþveiti og valdatöku nýrrar stjómar Þjóðfrelsisfylkingar- innar var fagnað. Loks voru háðir harðir götubardagar í heila viku við „ofstækisfulia ieynilögregluforingja" — sem opinberlega voru kallaðir „hryðjuverkamennirnir" — og bylt- ingin sigraði að lokum. Sjónvarpsbyltingin Milljónir manna um allan heim sáu myndir í sjónvarpi af bardögunum sem geisuðu um jólin 1989 og hrif- ust af „ævintýrabyltingunni". Síðan hefur Þjóðfrelsisfylkingin flækzt í hvert hneysklið á fætur öðru og goð- sögnin hefur misst ljóma sinn. Fylkingin lét í veðri vaka að hún hefði lagt einræðisstjórn Ceausescus að velli og vann yfírburðasigur í kosningum i maí. En þótt hún haldi fast við hina opinberu lýsingu á at- burðunum í desember 1989 hefur hún látið undir höfuð leggjast að iáta í té áþreifanlegar upplýsingar um það sem gerðist og það hefur komið af stað miklum bollalegging- um um hvort rúmenska þjóðin hafi verið blekkt. Um sumt er ekki deilt. Barizt var í raun og veru og raunverulegar hetjur komu við sögu, hvað sem gerð- ist að tjaldabaki. Öryggissveitir skutu allt að 100 Rúmena til bana í Timisoara 16. og 17. desember, þegar Ceausescu var staddur í Iran. Einræðisherrann flúði í þyrlu frá þaki byggingar miðstjómarinnar 22. desember, þegar mikil ókyrrð hafði ríkt í Búkarest í einn sólarhring. Fjörutíu og þriggja ára alræði var lokið og rúmlega 1.000 Rúmenar féllu í bardögum, sem stóðu í eina viku — en ekki 60.000 eins og hald- ■ ERLEND ■ HRINCSIÁ eftir Gubm. Halldórhon ið var fram í fyrstu. Adrian Barbu er ritari félags manna sem tóku þátt í bardögunum. Félagið kennir sig við 21. desember, þann dag þegar þeir buðu öryggis- sveitum Ceausescus birginn. Hann var handtekinn, en látinn iaus þegar lúskrað hafði verið á honum. Hann er sannfærður um að hann hafi ver- ið blekktur. „Allt virtist liggja ljóst fyrir þegar við hrópuðum „Niður með Ceausescu". Síðan tók allt í einu ný ríkisstjóm við og skotbardagar bloss- uðu upp. Við höfðum ekki tíma til að hugsa og þegar við vöknuðum voru þeir þarna.“ Þægileg átylla? Barbu, aðrar frelsishetjur og ýms- ir hópar stjórnarandstæðinga telja að byltingin hafi verið tilbúningur — þægileg átylla, sem leiðtogar Þjóð- frelsisfylkingarinnar hafi notað til að hrinda í framkvæmd „hallarbylt- ingu“, sem þeir hafi verið búnir að skipuleggja löngu áður. Þeir benda á að grunsamlega stutt- ur tími hafi liðið þar til leiðtogar Þjóðfrelsisfyikingarinnar birtust í ina“. Það segir Barbu „bera keim af leynilegu samkomulagi, sem kost- aði marga Rúmena iífið“. Stjómarandstaðan hefur frá upp- hafí hvatt til þess að sannleikurinn verði leiddur í ljós, en Þjóðfrelsisfylk- ingin hefur staðfastlega haldið því fram að hún hafi „átt upptök sín í byltingunni“. Hins vegar má heita að bollaleggingarnar hafi verið stað- festar í viðtali, sem birtist 23. ágúst í Adevarul, útbreiddasta blaði Rúm- byggingu miðstjómarinnar, eða tæp- ur hálftími eftir að Ceausescu flúði. Þeir benda líka á að ríkisstjómin hafí látið undir höfuð leggjast að láta í té tæmandi upplýsingar um fjandmenn sína, „hryðjuverkamenn- Hryðjuverkaárásir: andófsmaður flýr skothríðina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.