Morgunblaðið - 03.02.1991, Side 16

Morgunblaðið - 03.02.1991, Side 16
16 C MOKGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1991 Minning: EIIMIMIBIL r SAHMN SPÖRUM BENSfel STRÆTISVAGNAR REYKJAVÍKUR Soffía Jóhannes- dóttir, Urðum Fædd 23. júlí 1891 Dáin 23. janúar 1991 Að morgni 23. janúar sl., lést á heimili sínu, Urðum í Svarfaðardal, Soffía Jóhannesdóttir. Hana vant- aði nákvæmlega sex mánuði í hundrað árin. Hún hafði legið í nokkra daga á sjúkrahúsinu á Ak- ureyri en þrátt fyrir ágæta hjúkrun og umönnun þráði hún það eitt að komast aftur heim í dalinn kæra, líklega hefur hún fundið að komið var að endalokunum. Hún hafði það af að útskrifast heim, það varð aðeins ein nótt. Hún hefur nú verið lögð til hinstu hvfldar í kirkjugarð- inum rétt fyrir ofan Urðabæinn, þar sem hún hefur átt heima undanfar- in 45 ár, við hlið síns kæra eigin- manns sem lést árið 1966. Sjálfri fannst henni árin vera orðin nokkuð mörg og fyrir örfáum árum var hún viss um að hún færi að fara. Eitt sinn ssgði hún þegar hún heyrði lát ungs manns sem hafði verið í sveit hjá henni: „Ja, og hér sit ég, er þetta nokkurt vit!“ Soffía var hreinræktaður Svarf- dælingur fædd í Göngustaðakoti 23. júlí 1891, sjötta bam af níu, dóttir hjónanna Jónínu Jónsdóttur frá Göngustöðum og Jóhannesar Sigurðssonar frá Auðnum í sömu sveit. Mikill ættbogi er kominn af þeim hjónum. Giftust börn þeirra öll innan héraðs. Elst var Þuríður, þá Jón, Sigríður, Snjólaug, Anna, Soffía, Ferdína Solveig, Sigurður og Steinunn. Þau voru öll á níræðis- aldri þegar þau dóu nema Steinunn rúmlega sjötug og svo Soffía á hundraðasta aldursári. Barn að aldri dvaidist Soffía hjá frændfólki sínu á Auðnum en fór svo aftur til foreldra sinna sem höfðu flutt í Hæringsstaði 1903 en stutt er á milli allra þessara bæja. Árið 1915 giftist hún Hallgrími Einarssyni frá Koti. Það var mikið gæfuspor fyrir þau bæði. Ungu hjónin bjuggu fyrst á Þorsteinsstöð- um eða í ellefu ár og eignuðust þrjú börn sem öll eru á lífi og búa í dalnum svo að segja hlið við hlið. Hafa þau erft mannkosti foreldra sinna og fetað í fótsor þeirra. Elst er Lilja, gift Karli Karlssyni, þau búa i Klaufabrekknakoti, þá Jónína, gift Hreini Jónssyni, þau búa á Klaufabrekkum, og Einar, kvæntur Guðlaugu Guðnadóttur, búa á Urð- um. Á öllum bæjunum eru bama- böm Soffíu og Hallgríms tekin við búskapnum að einhveiju leyti og þar búa því þrír ættliðir. Árið 1926 fluttu þau sig um set eða út í Klaufabrekknakot og bjuggu þar í 20 ár. Þetta var þá lítil jörð með litlum torfbæ ósköp WS ýwSÍfob1-06 \ BOKALAGERINN SKJALDBORGARHÚSINU ÁRMÚLA 23 SÍMI3 15 99 & 6724 00 notalegum og skemmtilegum, fannst þeim sem voru þama á sumr- in að minnsta kosti og ekki að marka öðruvísi hús. Búið var lítið en þeim búnaðist vel, vom hagsýn og fóru vel með búfé og alla hluti. Hvemig hægt var að komast af með 3-4 kýr og 50-60 ær er nú óskiljanlegt. En börnin voru dugleg og fjölskyldan samhent og alltaf virtist nóg af öllu. Fyrir sumardval- arbam var þetta paradís, þarna var allt til alls sem þurfti til að vera ánægður. Fallegt landslag, há snarbrött og tignarleg fjöllin allt um kring, stutt á milli bæja, skyld- fólk á hveijum bæ og fólkið á bæn- um svo ósköp gott. í minningunni er alltaf sólskin. Soffía var sérstök geðpiýðis- kona, lítil og grönn, talaði lágt og lét aldrei á sér bera, tranaði sér ekki fram. Hún var sívinnandi virt- ist alltaf í góðu skapi. Aldrei nokk- urn tímann heyrði ég hana kvarta. Hún virtist aldrei þurfa neitt sjálf og ævinlega hafði hún tíma fyrir þau börn sem hún leyfði að vera sumarlangt þótt plássið væri ekki mikið. Kvaddi þau jafnvel með tár- um að hausti. Það er mikið lán að hafa fengið að kynnast þessari konu. Hjónaband þeirra Hallgríms var einstakt. Þau vora eins og ein manneskja. Þau virtist ekki þurfa að tala saman um dagleg störf, litu bara hvort á annað og brostu og allt gekk eins og af sjálfu sér. Á þeim tíma hugsaði maður ekki um Birting af- mælis- o g minning- argreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tekin til birtingar framort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.