Morgunblaðið - 03.02.1991, Side 17

Morgunblaðið - 03.02.1991, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1991 C 17- þetta, það var jú allt eins og það átti að vera á þeim bæ. En á fullorð- insárunum rifjaðist þetta upp. Hallgrímur var grandvar og góður maður, féll aldrei verk úr hendi og svo var hann sterkur að hann bar oft heybagga á bakinu upp bratt túnið heim í hlöðu ef hestur var ekki nálægur í augnablikinu. Þetta fannst okkur krökkunum sjón að sjá. Skemmtilegur var hann á sinn hægláta hátt og börn sem fullorðn- ir sóttust eftir því að vera náiægt honum. Hann lést 77 ára, ölium harmdauði en þá voru þau Soffía fyrir nokkru flutt út í Urði til Ein- ars og Guðlaugar. Á Urðum hefur Soffía búið við einstaklega gott atlæti sonar síns tengdadóttur og þriggja barna- barna. Allt var gert til að henni liði sem best. Varla hefur þó verið erf- itt að gera henni til hæfis, því eng- an veit ég sem bað um eins lítið fyrir sjálfan sig. Aðrir komu alltaf fyrst. Ellin lagðist ekki þungt á Soffíu. Alltaf var hún jafn létt í spori með góða sjón, minnug með afbrigðum og skýr allt til síðustu stundar. Hún sat á rúminu sínu ! spann og prjónaði alveg fram á ! síðustu ár. Soffía var gæfumann- eskja, átti yndislegt ævikvöld eins og hún átti svo sannarlega skilið, umvafin ástúð og umhyggju barna sinna og tengdabarna og ófáar heimsóknir ömmu- og langömmu- barnanna sem bjuggu á þremur næstu bæjum en mikili samgangur er á milli bæjanna. Ekki gerði hún víðreist um ævina, fór lítið út fyrir sveitina sína. Fólk var ekki að ferð- ast í þá daga nema nauðsyn bæri til og á seinni árum þegar bílar komu á alla bæi var áhuginn ekki mikill henni leið best í dalnum hjá sínu fólki. Það er gott að koma í Urði til þessa góða fólks og einstakt að sjá hvernig amman var miðpunkturinn. Hennar er nú sárt saknað af fjöl- skyldunni, ættingjum og vinum en mikill gestagangur er á Urðum og mjög margir sem komu til að hitta Soffíu, sín vegna ekki síður en hennar. Aldrei get ég fullþakkað Fíu og Halla öll yndislegu sumrin og allt sem þau voru mér og mínu fólki frá fyrstu tíð. Innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég íjölskyldunni á Urðum, Klaufabrekkum, Klaufa- brekknakoti og Hóli. Þórunn Bergþórsdóttir Pennavinir Austur-þýsk ijölskylda, 3ja manna, vill skrifast á við íslenska, helst á þýsku vegna lítillar ensku- kunnáttu. Búa á eynni Rúgen og áhugamálin eru tónlist, hjólreiða- ferðir, bókmenntir o.fl. Eiginmaður- inn, 28 ára, er tónlistarkennari og eiginkonan (25 ára) ritari mála- færslumanns. Þau eiga 4ra ára dóttur: Familie Wolfgang Zimmerl- ing, Störtebecker Strasse 26, Bergen, 2330 D.D.R. Frá Ghana skrifar 25 ára stúlka með áhuga á ljósmyndun, ferðalög- um, kvikmyndum, tónlist og íþrótt- um: Benice Ferguson, P.O. Box 86, Cape Coast, Ghana, West Africa. Átján ára tékknesk stúlka með áhuga á tónlist, tungumálum, ferðalögum og póstkortasöfnun: Dana Kamlerova, Hrabisin 222, 78804 Czechoslovakia. Japanska 35 ára konu, mennta- skólakennari, langar að eignast íslenska pennavini. Hefur m.a. áhuga á hannyrðum: Keiko Shioya, 737 Hita, Kannami-cho, Tagata-gun, Shizuoka-ken, Japan 419-01. VIITU LÆKKA SKATTANA ÞÍNA? Bein skattalækkun, traustir innláns- reikningar og góð ávöxtun gera sparisjóðina að eftirsóknarverðum kosti. sjóðum og þar má finna upplýsingar sem nýtast vel og auka raungildi sparifjárins. Komdu í sparisjóðina, fáðu þér bækling og þau eyðublöð sem þú þarft til að fylla út skattframtalið. SPARISJÓÐIRNIR - fyrir þig og þína Bæklingurinn Lægri skattar og aukið sparifé, liggur frammi í öllum spari- JtftetgMitftlafcUk Metsölublað á hverjum degi! AUK k623d21-46

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.