Morgunblaðið - 03.02.1991, Side 18
18 C
MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLMIÐLARsUNNUDAGURS? FEBRÚAR 19911
Tímaritið Bergmál
hætt að koma út:
Hugað að
annarri
útgáfu
TIMARITIÐ Bergmál er hætt
að koma út en alls komu 7 tölu-
blöð þess út áður en það lagði
ivpp laupana. Bergmál er þriðja
dagskrártímaritið sem hættir á
skömmum tíma, en að vísu er
ekki alveg útséð um örlög þess
því verið er að huga að annari
útgáfu á samskonar blaði m.a.
af þeim sem viðriðnir voru
Bergmál.
>
Agúst Þór Ámason var ritstjóri
og ábyrgðarmaður Bergmáls
þijú síðustu tölublöðin. Hann segir
að til að halda út blaði sem þessu
þurfí annað hvort stóra ritstjóm
eða fólk sem geti unnið mjög hratt
við marga þætti vinnslunnar en
hvoragu hafi verið til að dreifa í
þessu tilfelli. „Það sem einnig háði
þessari útgáfu var skortur á nægi-
legri undirbúningsvinnu í upphafi
og ekki nægilegt fjármagn," segir
Ágúst.
Sem fyrr segir er þetta þriðja
dagskrártímaritið sem hættir á
skömmum tíma. Að sögn kunn-
ugra liggja ástæður þess hve illa
þeim gengur ekki hvað síst í að
auglýsingamarkaðurinn á þessum
vettvangi er þröngur. Sjónvarps-
vísir Stöðvar 2 ber höfuð og herð-
ar yfir önnur rit á þessum vett-
vangi og fær því flestar auglýs-
ingamar.
Nýr ritstjóri tek-
ur við á Le Monde
LOKIÐ ER ársgamaUi deilu um val á nýjum aðalritstjóra óháða
blaðsins Le Monde, eins virtastá dagblaðs Frakklands. Frétta-
menn blaðsins hafa valið til starfans Jacques Lesourne, 62 ára
, gamlan hagfræðiprófessor og rithöfund, sem rak ráðgjafafyrir-
tæki um tíma.
Blaðamenn Le Monde eiga
þriðjung hlutabréfa í útg
áfu fyrirtæki blaðsins og allir
fyrri aðalritstjórar hafa verið
blaðamenn. Alls höfðu 275
starfsmenn rétt til að taka þátt
í kosningu um nýjan aðalritstjóra
og Lesoume hlaut 67,8% at-
kvæða.
Lesoume tekur við af André
Fontaine, sem vill draga sig í
hlé til þess að semja bók. í
síðasta mánuði féll Daniel Ver-
net, framkvæmdastjóri blaðsins,
í kosningu um nýjan aðalritstjóra
á hluthafafundi, þótt hann nyti
stuðnings Fontaines.
Le Monde er frægt fyrir að
leggja mikið kapp á að veija
sjálfstæði sitt og fyrirfram var
talið óhugsandi að næsti aðalrit-
stjóri yrði ekki úr röðum blaða-
Jacques Lesourne
manna. Hins vegar er fyrirsjáan-
legt að mikið tap verði á útgáfu
Le Monde á þessu ári, þar sem
dregið hefur veralega úr auglýs-
ingum og ný prentsmiðja og
nýjar aðalstöðvar eru í byggingu.
Hvert stefnum við?
NÝLEG breyting á ákvæðum um þýðing-
askyldu í reglugerð um útvarp sýnir svo
ekki verður um villst að i ljósvakamálum
eru Islendingar og islensk stjórnvöld sem
stefnulaust rekald. Igrunduð • fjölmiðla-
stefna sem miðar að því að viðhalda /s-
lensku útvarpi og sjónvarpi á tímum al-
þjóðlegra gervitunglastöðva er ekki til.
Svo virðist að þegar eitthvað nógu spenn-
andi er á boðstólum hjá erlendum gervi-
tunglastöðvum þá sé í lagi að breyta
reglum sem settar voru fyrir örfáum
árum. Engar grundvallarbreytingar
hafa orðið á sjónvarpstækni á undanf-
örnum árum. I nokkur ár hefur enginn
sem til hefur þekkt efast um að útsend-
ingum gervitungla ætti eftir að rigna
yfir íslendinga. Enginn hefur heldur
efast um þann vanda sem okkur er á
höndum varðandi þær reglur sem eiga
að gilda um móttöku og dreifingu þess-
ara útsendinga þar sem öllum er það ljóst
að óþýddar hafa þær skaðleg áhrif á
íslenska tungu. Svo kemur Persaflóastríð
og þá eru nýjar reglur hristar fram úr
erminni á einni nóttu. Korktappinn flýtur
nú í aðra átt.
Bætir það málvitund íslensku þjóðarinnar að endur-
segja hálftíma þætti á ensku í örfáum orðum?
Að sjálfsögðu var það aldrei
spuming um hvort, heldur
einungis hvenær frelsi yrði aukið
varðandi dreifingu á efni gervi-
tunglastöðva hér á landi og sjálf-
sagt ætti maður að fagná orðnum
breytingum. En skugga ber á.
Þessu frelsi fylgir vandi, - vandi
sem hingað til hefur verið ástæða
þess að þessi mál hafa verið bund-
in lögum, — vandi sem hin nýja
reglugerð eykur frekar en leysir.
Málið var „sett í nefnd“.
Vinnubrögð af þessu tagi era
því miður ekkert nýnæmi hér á
landi. Þetta heitir að framkvæma
fyrst og hugsa svo. Umrædd regl-
ugerðarbreyting er stefnumark-
andi. Þegar menntamálaráðherra
tók sína ákvörðun, vegna þess að
hann, og að hans mati einnig ís-
lenska þjóðin, vildi fýlgjast með
stríðsæði á tækniöld í beinni út-
sendingu, opnaði hann í leiðinni
m.a. farveg fyrir al-ameríska
umfjöllun í „íslensku" sjónvarpi
um næstu for- _________________
Fjölmiðlastefna íslenskra stjórnvalda virðist
ráðast af því hversu áhug’averðar dagskrár
erlendra gervitunglastöðva eru
setakosningar í
Bandaríkjunum,
al-engilsaxn-
eska umfjöllun
um þróun mála
í Eystrasalt-
slöndunum, en í þeim málum hafa
íslendingar þegar mikla sérstöðu,
og einnig opnaði hann fyrir al-
útlenska umræðu um dýrðarríki
framtíðar, sem íslendingar geta
e.t.v. gerst aðilar að, — sameinaða
Evrópu.
Það má svo sem segja að ekk-
ert sé að því að íslendingar hafi
ótakmarkaðan aðgang að al-
útlenskri umræðu um Evrópumál-
in. Gott og vel en hvers vegna
þurfti Persaflóastríð til þess að
opna þennan möguleika?
Það ætti að vera óþarfi að
minna á það að baráttan fyrir ís-
lenskri tungu í sjónvarpi er varn-
arbarátta. Þeir þættir sem knýja
áfram þróun sjónvarpsmála, þ.e.
tækniframfarir og aukin hag-
kvæmni, hafa hingað til ekki
stuðlað að vexti og viðgangi þjóð-
legrar menningar og íslenskrar
tungu. Þvert á móti hafa þeir
aukið framboð af erlendu ódýra
sjónvarpsefni sem á tímum sam-
keppni gerir stöðu innlendrar dag-
skrárgerðar verri en ella. Þessi
vamarbarátta hefur verið háð í
orði en ekki á borði. Frumforsenda
baráttu af þessu tagi er að sjálf-
sögðu stefnu-
BAKSVIÐ
eftir Ásgeir Fridgeirssott
mörkun, en eins
og dæmin sanna
þá er hún mjög
óljós þar sem
hún sveigir eftir
því hversu
áhugaverðar dagskrár erlendu
stöðvanna eru. Með öðram orðum
þá hafa íslensk stjómvöld varla
hafið raunveralegan undirbúning
þessarár baráttu.
Vert er að gefa ýmsu öðra
gaum nú þegar óþarfí er að þýða
erlendar sjónvarpsfréttir og frétt-
askýringar og nóg er að end-
ursegja heilu þættina í örfáum
orðum. í fyrsta lagi má spyija af
hveiju er verið að endursegja á
einni mínútu eða svo hálftíma
þátt. Reikna menn með því að
einhver sem ekki skilur ensku sitji
allan tímann fyrir framan og bíði
eftir því að heyra um hvað málið
snýst. Halda menn e.t.v. að þessar
örfáu málsgreinar endrum og
sinnum styrki málvitund landans?
I öðru lagi má spyija hvort það
sé vilji manna að um málefni eins
og sameiningu Evrópu sé fjallað
á al-útlenskum forsendum. Víst
er að tveggja mínútna fréttaskot
í íslensku fréttunum vegur lítið á
móti stanslausum Evrófréttum frá
morgni til kvölds þar sem forsend-
ur, viðhorf og hugsanir era af
allt öðram toga en okkar en eins
og allir vita þá er menningarleg
og efnahagsleg sérstaða okkar
innan Evrópu mjög mikil.
Menntamálaráðherra segir út-
varpslög meingölluð. Ekki skánar
ástandið við að fjölga stórgölluð-
um klásúlum í reglugerð um sama
efni. Helsti gallinn er í raun sá
að stjómvöld hafa ekki borið
gæfu til að laða fram víðtæka
samstöðu um fjölmiðlastefnu, —
frumstig varnarbaráttunnar. Það
er von þess sem þetta ritar að
ráðherra menntamála í nútíð og
nánustu framtíð vinni að því, frek-
ar en að eyða kröftum sínum í
„lagfæringar" eins og þær er al-
þjóð varð vitni að á dögunum.
Hugleiðingar ífjölmidlastríðsveislu
Fölmiðlaveisla á íslandi
heldur áfram og
fréttaþyrst þjóð er
með eða á móti. Síðastliðinn
sunnudag var í þessari
pistlaröð fjallað um þá
fréttabyltingu sem helltist
yfír íslenska þjóð er Stöð 2
hóf útsendingar á heims-
fréttum CNN til áskrifenda
sinna. Síðan sá pistill birtist
hefur byltingin haldið áfram
og gamla góða ríkissjónvarp-
ið bætt um betur með frétta-
útsendingum SKY. ísienskir
sjónvarpsáhorfendur geta nú
upplifað heimsmálin í bein-
um útsendingum þar með
talin stríðsátök sem eru jú
ástæðan fyrir því að þessar
útsendingar hófust hér og
nú. Þótt haft sé eftir frétta-
stjóra Ríkissjónvarpsins að
öky-útsendingamar séu ekki
varanlegt ástand þar sem
hlutverk fréttastofa hér sé
annað og meira en að vera
endurvarpsstöð fyrir erlend-
ar sjónvarpsstöðvar kemur
þessi bylting áreiðanlega til
með að hafa sín áhrif í sam-
bandi við fréttaflutning á
íslandi. Þegar ísland verður
orðið hluti í EB sætta menn
sig ekki vð neinn púkaskap
úti í horni og vilja vera með
á öllum sviðum og þar með
talið á íjölmiðlasviði. Og allt
þetta kemur auðvitað til með
að auka kröfur fréttaþyrstra
íslendinga um aukinn frétta-
flutning íslenskra fréttastofa
því ef það gerist ekki sam-
fara hinu er dæmið búið spil.
Það er ekki nóg að heyra
álit mætra manna úti í heimi
á heimsmálunum, við verð-
um að setja dæmin inn í
íslenskt samfélag og rýna í
þau út frá íslenskum aðstæð-
um á íslensku máli. Þannig
ætti þetta jú allt saman að
geta gengið upp. Og áfram
má hugleiða málin út frá
• íslenska tungumálanáminu
sem okkur er jafnan svo
kært. Áhyggjur manna af
málfari yngri kynslóðarinnar
aukast áreiðanlega við þess-
ar auknu útsendingar á
enskri tungu þegar það er
þegar orðið staðreynd að
hluti íslenskra barna og
unglinga notar enska röðun
orða í íslenskum setningum
eða grípur til enskunnar þeg-
ar ekki veit betur. Annað
sem ekki hefur verið fjallað
mikið um í umræðum um
þessi mál er hvaða áhrif allar
þessar fréttaútsendingar
geta komið til með að hafa
á það hversu mikið við horf-
um á fréttimar. í fyrstu
skyldi maður ætla að flesti.r
komi til með að horfa meira
á fréttir en áður og svo er
líka áreiðanlega í byijun, en
samkvæmt formúlunni um
að velja og hafna getur þetta
allt eíns haft í för með sér
að hluti áhorfenda komi til
með að horfa minna á fréttir
þegar svo mikið er í boði.
Að því meira sem framboðið
er þeim mun grimmara valið
þótt að sjálfsögðu verði til
sá hópur sem mun bæta
fréttaútsendingum ofan á
þær sem fyrir eru. Og þá er
það upphaf þessara nýjustu
fjölmiðlabyltingar á íslandi
sem hefur jú leitt af sér allan
fréttaflutninginn.
Stríðsátök við Persaflóa
Sjónvarpsáhorfendur á ís-
landi fá stríðið heim í stofu
og íslendingar sem fyrr með
og á móti. í því sambandi
hefur stríðsótti barna og
unglinga verið til umfjöllun-
ar. Fólk hefur haft á orði að
of mikið sé borið á borð í
fjölmiðlunum, að
stríðsfréttaflutningurinn sé
kominn út í öfgar og að
myndir sem birtar eru komi
illa við bömin. Það má að
sjálfsögðu ræða fram og til
baka um hvernig stríðsfrétt-
irnar eru bomar á borð en
hvar eru þessar ágætu radd-
ir þegar um er að ræða horf-
un á ofbeldismyndir meðal
íslenskra barna sem búa jú
mörg hver við þær aðstæður
í íslensku þjóðfélagi að vera
mikið ein heima eftir að skóla
lýkur þannig að foreldrar
hafa ekki ætíð yfírlit yfír það
sem þau eru að gera með
félögunum. Ein af spuming-
unum sem rannsóknir og
athuganir á áhrifum ofbeldis
af sjónvarpsskjánum á börn
byggjast á er hvort böm
venjist ofbeldi með því að
horfa á mikið ofbeldi í kvik-
myndum og verði þar með
sljórri gagnvart því. Ekki
verður farið í saumana á
þeirri spurningu í þetta sinn
en svo mikið er víst að hluti
íslenskra barna og unglinga
virðist fylgjast með
stríðsfréttunum sem váera
þær hluti úr striðsspennu-
mynd eða stríðstölvuleik
(sem foreldrar kunna fæstir
á). Það er hrópað upp þegar
flaugar bandamanna hitta á
mjög nákvæman hátt skot-
mark sitt í írak: Yá, rosalega
var þetta flott hjá þeim,
þettu eru alveg meiri háttar
flaugar.
Guðrún
Birgisdóttir