Morgunblaðið - 03.02.1991, Page 25

Morgunblaðið - 03.02.1991, Page 25
MÖRtnjtfB'IiAÐlÐ MINNINGAR sunnudagur 3. FEBRUAR 1991 C 25 Vilberg Sigurjóns- son - Minning Fæddur 13. apríl 1931 Dáinn 27. janúar 1991 Vilberg Sigurjónsson útvarps- virkjameistari var fæddur í Reykjavík 13. apríl 1931, sonur hjón- anna Siguijóns Skúlasonar vélvirkja og Málfríðar Ásmundsdóttur. Hann ólst upp í vesturbænum, á Reykjavík- urvegi 33 í Skeijafirði. Ungur að árum lærði Vilberg út- varpsvirkjun hjá Viðgerðarstofu út- varpsins. Hann hóf þar nám árið 1948 og vann síðan að útvarpsvirkj- un á vegum Viðgerðarstofu útvarps- ins til ársins 1955, er hann stofnaði ásamt skólabróður sínum, Þorsteini Þorvaldssyni, fyrirtækið Radíóstofu Vilbergs og Þorsteins. Ráku þeir það fyrirtæki saman, þar til fyrir fáum árum, er þeir seldu fyrirtækið. Það var ávallt gott samkomulag með rekstur fyrirtækisins hjá þeim félög- um og má segja að þeir hafi stutt og stuðst hvor við annan í vinskap sínum og samvinnu og verið óaðskilj- anlegir í rekstri fyrirtækisins. Vilberg kvæntist Sólveigu Ellerts- dóttur 15. mars 1958. Foreldrar Sól- veigar eru þau Ellert Á. Magnússon prentari og kona hans Anna Ársæls- dóttir. Vilberg og Sólveig byggðu sér heimili við Fífuhvammsveg í Kópa- vogi og bjuggu þar allan sinn bú- skap. Börn Vilbergs og Sólveigar eru: Málfríður, gift Þráni Hjálmars- syni. Þau búa á Kletti í Geiradal í Reykhólasveit. Þau eignuðust þijá drengi og eina dóttur. Þau misstu ungan son sinn, Veigar, fyrir fáein- um árum. Anna hjúkrunarfræðingur, gift Þórarni Ingólfssyni lækni á Siglu- firði. Þau eiga 2 börn. Sigrún banka- fulltrúi, hún á eina dóttur. Ásrún fóstrunemi, í sambúð með Viktori Viktorssyni flugmanni. Þau eiga einn dreng. Siguijón læknanemi, í sambúð með Elísabetu M. Sigfúsdóttur kenn- aranema. Þau voru hamingjusöm og sam- stillt hjón, Sólveig og Vilberg. Sól- veig lést af illkynja sjúkdómi í janúar 1979. Það reyndi mikið á Sólveigu og Vilberg í langvarandi veikindum hennar. Sólveig fór í marga upp- skurði og Vilberg annaðist mikið börnin og heimilið ásamt vinnu sinni, sem var ekki alltaf auðvelt. Bömin voru þá ung að árum. Siguijón var 11 ára og elsta barnið Málfríður 21 árs, er móðir þeirra lést. Kynni okkar Vilbergs hófust, er hann og félagi hans Þorsteinn gerð- ust meðlimir í Siglingaklúbbnum Oðni í Kópavogi. Við störfuðum þar saman í mörg ánægjuleg ár. Lax- veiði var eitt af mörgum áhugamál- um Vilbergs. Hann ásamt öðrum hafði í mörg ár Álftá á Mýrum á leigu. Vilberg byggði sér veiðikofa við Álftárbakka. Við veiðifélagar hans eigum góðar minningar frá skemmtilegum veiðidögum við ána og ekki síst ánægjustunda í „Álftár Hilton“, en það kölluðum við félagar hans veiðihúsið. Þar fóru fram stór- kostlegar veislur, sem húsráðandi stóð fyrir. Gegnum mörg ár fórum við áriega saman í veiðiferðir. Vilberg kvæntist seinni konu sinni, Sigríði Gunnlaugsdóttur flugfreyju, góðri vinkonu minni frá Siglufirði. Við Sigríður þekktumst frá því við vorum unglingar á Siglufirði, er ég var þar á sumrin. Hún er dóttir vina- fólks foreldra. minna. Sigríður er dóttir Gunnlaugs Friðleifssonar er nú er látinn og konu hans Guðrúnar Friðjónsdóttur. Sigríður átti fyrir 2 börn, þau ír Gunnlaugsdóttur er nemur hótel- fræði í Sviss, gift Sigurði Grétars- syni knattspyrnumanni, og Stefán Má Óskarsson málaranema. Eftir að Vilberg og Sigríður fóru að búa saman fórum við veiðifélag- arnir að fara á Álftárbakka í veiði- túra með maka okkar og fjölskyldur, okkur öllum til mikillar ánægju. Einnig leigðum við Vilberg saman litla veiðiá, Geiradalsá í Reykhóla- sveit, í fáein ár. Nutum við félags- skapar þar saman, um leið og hann heimsótti fjölskyldu Málfríðar dóttur sinnar á Klétti í Geiradal. Vilberg og .Sigríður. áttu .góð ár saman, þótt þau væru ekki mörg. Þau sómdu fallega hvort öðru og tóku þátt í sameiginlegum áhuga- málum. Þau nutu samveru við úti- veru, laxveiði, ferðalög erlendis og uppbyggingu heimilis og fagurs um- hverfís síns og sinna. Við Vilberg vorum nánir vinir. Ég sakna góðs vinar. Ég veit að þessir síðustu mánuðir voru erfíðir fyrir hann og fjölskylduna. Ég bið Guð að varðveita Sigríði, börnin og fjöl- skylduna alla. Ingimar K. Sveinbjörnsson Kveðja frá veiðifélögum Vinur okkar og veiðifélagi, Vil- berg Siguijónsson, hefur kvatt þennan heim eftir langt og erfitt veikindastríð. Við viljum minnast hans með fáeinum orðum án þess þó að rekja ættir hans og æviferil. Villi, eins og hann var kallaður í okkar hópi, var fæddur laxveiði- maður, og margar beztu laxveiðiár landsins gjörþekkti hann og vissi nákvæmlega hvar og á hvaða stundu von var til að biti á. í mörg ár hefur það verið fastur punktur í tilveru okkar að vera nokkra daga seinni part sumars í veiðihúsi Villa við Álftá á Mýrum. Voru það ávallt einstaklega ánægjulegar stundir, því fátt jafn- ast á víð að vera við gjöfula lax- veiðiá í fallegu umhverfi í góðum félagsskap. Þessi síðsumarkvöld við Álftá voru okkur sem endurnæring, er máði burt streitu og amstur brauðstritsins, og mörg heims- vandamálin voru leyst þar af hrein- ustu snilid. Kölluðum við veiðihúsið okkar á milli „Mýrar-Hilton“. En þó ekki væri rafmagn eða önnur nútímaþægindi í „Mýrar-Hilton“, var Villi meistari í að galdra á grill- inu hina ljúffengustu rétti. Ekki var síður höfðinglegt heim að sækja þau hjón Vilberg og hans elskulegu konu Sigríði Gunnlaugs- dóttur í Kvistaland. Og ekki stóð á þeim að opna hús sitt við glæsileg- ar móttökur, þegar erlendir veiðifé- lagar komu í heimsókn til að skreppa í á með okkur. Við kveðjum vin okkar með sár- um söknuði og óskum honum góðr- ar heimkomu. Konu hans, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ættingjum vottum við okkar dýpstu samúð. Hervald, Guðjón, Soren, Pascal. Þegar sólin hefur sitt hænufeta- brölt upp á himininn léttir til í hug- um veiðimanna. Minningar síðasta sumars víkja fyrir væntingum þess næsta og það er farið að hyggja að hvar á að drepa niður færi. Þetta BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. hMmmdil Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. gat verið annasamur tími hjá Villa. Sem oddviti hópa gamalla Álftár- veiðimanna sá hann til þess að þeim væri Ijóst hvenær umsóknarfrestur rynni út, hver verðhækkun veiði- leyfa væri milli ára og sá svo um að koma umsóknunum í hendur bændanna við Álftá. Þetta hlutverk var honum jafnsjálfsagt og draga andann og víst er að veiðimenn jafnt sem bændur voru ánægðir með þennan meðalgöngumann sinn. Ekki lét hann þar staðar numið. Minnsta lúxushótelið á Mýrunum, Mýra-Hilton, sumarhús hans á Álft- árbökkum, stóð okkur opið til af- nota um veiðitímann og er ekki vit- að til þess að nokkur maður hafi nokkurn tíma borgað krónu fyrir gistingu á þeim bæ. Þar höfum við átt fleiri ánægjustundir en almennt tíðkast utan eigin heimilis enda engu logið þó svo sé sagt að það hafi oft verið okkar annað heimili um sumartímann, þó að það eina sem við höfum lagt því til sé nær- vera okkar. Vilberg var stór á velli og stór í lund, stór maður í öllum skilningi þess orðs. Þeim sem ekki þekktu hann gat furidist ytra byrðið smástríðið og jafnvel eilítið hrjúft á stundum en það þurfti ekki langa viðkynningu til að kenna demantinn þó ekki væri hann fullslípaður. Bar- áttu sína við þann sjúkdóm sem hann kynntist því miður allt of vel um ævina háði hann af æðruleysi sem stundum nálgaðist kaldhæðni. Hans er sárt saknað í okkar hópi, nú þegar hann hefur lagt í ótíma- bæra för á hinar æðri veiðilendur. Aðstandendum sendum við sam- úðarkveðjur og vonum að minningin um góðan mann veiti þeim stuðning á erfiðum tímum. F.h. veiðimanna við Álftá, Sigurður E. Rósarsson Mig langar að senda stjúpföður mínum, sem kom inn í líf mitt þeg- ar ég var aðeins 10 ára gamall, Blómastofa Friöfinns Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar, Skreytingar við öll tllefni. Gjafavörur. t Faðir okkar, KJARTAINI ÓLAFSSON frá Haukatungu, andaðist á sjúkrahúsi Akraness 31. janúar. •njJooaonarKt ligioii Páll Kjartansson, Jóhann Kjartansson. bi>lirn laaim. r kveðju á skilnaðarstundu og þakka honum fyrir hve vel hann reyndist mér. Hann kenndi mér svo ótrúlega margt og í ljós kom að við áttum svo mörg sameiginleg áhugamál. Hann sýndi mér stórborgir erlendis, fræddi mig um það helsta sem ung- um manni er hollt að vita, en dýr- mætustu stundirnar voru þær sem við áttum saman við litlu ána vest- ur á Mýrum. Hann var óvenjuglöggur á nátt- úruna og þar kviknaði veiðibakter- ían og fyrsti laxinn dreginn á land, það voru dýrðardagar. Eg á honum svo mikið að þakka og þakka guði fyrir hve vel hann reyndist okkur móður minni og systur. Nú er komið að ferðalokum og veri hann guði falinn._ Stefán Már Oskarsson Sunnudaginn 27. janúar sl. and- aðist vinur okkar og félagi, Vilberg Siguijónsson, eftir langa baráttu við erfiðan sjúkdóm. Vilberg og félagi hans, Þorsteinn Þorvaldsson, urðu snemma þekktir fyrir rekstur fyrirtækisins Vilberg & Þorsteinn, sem lengst af var við Laugaveg. Þótti gott að leita til þeirra, því viðskiptavinir fundu fljótt, að þar voru til húsa kunnáttu- menn á sviði útvarpsvirkjunar og heiðarlegir kaupmenn. Vilberg heitinn gekk snemma í Félag raftækjasala og var strax kosinn til stjórnarstarfa í félaginu. í tuttugu ár gegndi hann ýmsum störfum fýrir félagið bæði í og utan stjórnar. Árið 1969 var settur á fót Stofn- lánasjóður raftækjasala, og strax árið 1971 varð Vilberg varaformað- ur hans, en tók við formennsku 1973, og gegndi því embætti til dauðadags. Þessi langa formannstíð Vilbergs Siguijónssonar sýnir ef til vill betur en nokkuð annað það mikla traust, sem hann ávann sér hjá félögum sínum. Við það traust bættust per- sónutöfrar, sem heilluðu félagana til samstarfs við hann. Minnumst við margra skemmtilegra funda,- undir stjórn Vilbergs, en í minning- unni ber hæst hátíðafundina, sem Vilberg stóð fyrir á merkisafmælum sjóðsins. Nú, að leiðarlokum, viljum við þakka okkar góða félaga fýrir vel og skemmtilega unnið störf í þágu samtaka okkar. Við vottum eiginkonu hans, börn- um og öðrum vandamönnum dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng mun lengi lifa með okkur. Stjórnir Félags raftækjasala og Stofnlánasjóðs raftækjasala. t Bróðir minn, INGI BJÖRN ÍVARSSON frá Djúpavogi, Furugerði 1, Reykjavík, andaðist á Borgarspítalanum 1. febrúar. Jónlína ívarsdóttir, vinir og vandamenn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ILLUGADÓTTIR frá Laugalandi, Reykhólasveit, síðast til heimilis á Hverfisgötu 58a, Reykjavík, sem andaðist 26. janúar verður jarðsett þriðjudaginn 5. febrúar kl. 13.30 frá nýju Fossvogskapellunni. Guðbjörg Jónsdóttir, Guðný Jónsdóttir, Guðmundur Theodórsson, Guðlaugur Theodórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sigurbjartur Sigurðsson, Stefán Gislason, t Bálför föður okkar og bróður, AÐALSTEINS KJARTANSSONAR, Vesturgötu 53, verður gerð frá Fossvogskapellu mánudaginn 4. febrúar kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlega látið Krabbameinsfélag- ið njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Aðalsteinsdóttir, Hafsteinn Númason, Lúðvík Kjartansson. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, HERBORG HÚSGARÐ, Bakkaseli 21, Reykjavík, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju mánudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Jens Tómasson, Sverrir Jensson, Unnur Jensdóttir, Birgir Jóakimsson, Eiríkur Jensson. SXXCF t Þökkum hjartanlega öllum þeim fjöl- mörgu sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns mins, föður okkar, tengda- föður og afa, EGGERTS GUNNARSSONAR, Sóleyjargötu 12, Vestmannaeyjum. Hlýja ykkari, stuðningur og hjálp er ómetanleg. Guð blessi ykkur öll. Jóna Guðrún Ólafsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. i'TiiTWffiiTrTr mm^-mmmmmm^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.