Morgunblaðið - 03.02.1991, Síða 29

Morgunblaðið - 03.02.1991, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1991 -------——-------:-----------.:i U.'iii' rffÍT---------------- C 29 inn væri þess virði myndi ég fara þangað sem bensínið væri ódýr- ast,“ sagði Hafþór. Hjá Olíufélaginu var Magnús Jónsson að láta fylla með 92 okt- ana bensíni. „Bíllinn hefur gengið ágætlega á 92 oktana bensíni og því sé ég enga ástæðu til að skipta um. Eg kaupi oftast bensín hér hjá Esso og ég færi ekki að eltast við tíu aura þó svo ég notaði 95 oktana. Ef verðmunurinn yrði meiri þá færi ég hiklaust þangað sem ódýrast væri. Ég tala nú ekki um éf einhver tæki upp á því að taka við greiðslukortum þá myndi ég kaupa mitt bensín þar,“ sagði Magnús. Gagnslítil tækni Til Velvakanda. A Eg er af „1930 kynslóðinni“ - þeirri kynslóð sem alin var upp við tröllatrú á tækni og tækn- inýjungum. Menn trúðu því að með aukinni tækni mætti koma af stað stórfeldri nýsköpun i atvinnulífi og fjölmörg ný tækifæri myndu koma í ljós. Mér datt 'þetta í hug á dögunum þegar ég var að sinna erindum hjá fyrirtæki þar sem tölvukerfið stóð allt fast. Er ekki tölvutæknin dæmi um afar gagn- slitla tækni, sem hefur reynst dýr- ari en sú hagkvæmni sem hún skilar. Eða er það tilfellið að allur sá fjöldi sem vinnur við tölvur núna hafi hærra kaup én fólkið sem áður notaðist við ritvélar og búðarkassa? Spyr sá sem ekki veit. Hræddur er ég um að tölvan hafi skilað litlum hagnaði þegar upp er staðið en víða verið dýr fjárfesting. Dæmi sem mér dettur í hug í framhaldi af þessu eru handfæra- veiðar, sem fyrir nokkrum áratug- um voru stundaðar með handafli, eins og nafnið bendir til. Svo ruddi tæknin sér til rúms og leið ekki á löngu þar til þessar veiðar voru tölvuvæddar. Getur nú einn maður séð um tvær tölvu-rúllur eða jafn- vel fleiri og þykja þessi tæki ómiss- andi í hverri trillu nú til dags. Enda eru þau ómissandi, því san- leikurinn er sá að sjómaður með þessi dýru tæki um borð fiskar minni en sjómaður með handrúllu gat fiskað fyrir 30 árum og er þar minni fiskgengd um að kenna. Þessi dýra tækni virðist því nokkuð tilgangslaus. Sjálfur get ég ekki losnað við þá grillu að eitthvað gagn ætti að vera í nýrri tækni. Verst er sú tækni sem skapar fyrst og fremst mengun og atvinnuleysi en hana hefur heldur ekki vantað. Ótrúlegt er hversu plast, það leiðinlega efni, er víða notað í óhófi. Bændur eru jafnvel farnir að geyma heyfeng sinn í einnota plastumbúðum i stað þess að flytja hey í hlöðu svo sem gert hefur verið um aldir. Sjálf- sagt þykir á skyndibitastöðum að bjóða einnota plast hnífapör og auðvitað er ekki drukkið úr öðru en einnota plastmálum. Framleið- anda þykir sjálfsagt ekki verra að um einnota vöru er að ræða því það tryggir aðeins meiri sölu. En eru þetta heillavænlegar tækni- framfarir þegar liðið er á umhverf- ismengunina sem þetta veldur? Sig. Kristjánsson Óþörf notk- un ökuljósa Til Velvakanda. Að undanförnu hefur vaknað umræða um ljósanotkun í um ferðinni með hækkandi sól. Bent hefur verið á að fáránlegt er að skylda ökumenn til að aka með full- um ljósum í sólskini og blíðu aðeins vegna þess að einhveijum forsjár- hyggjumanninum datt í hug að svo skyldi ,vera fyrir nokkrum árum. Talað er um að spara bensín en ekki má þó slökkva ljósin undir nokkrum kringumstæðum. Einföld og skynsamleg lausn á þessu væri að skylda notkun ökuljósa allan sól- arhringinn frá september til ma- íloka, en hafa ljósaskylduna eins og áður tíðkaðist yfir sumarmánuðina. Þetta er lausn sem allir ættu að geta sætt sig við og felur ekki í sér neinn kjánaskap eins og núverandi reglur. Almennt fínnst mér það gilda um reglur sem ökumönnum er skylt að hlýða séu settar af full mikilli stjórnsemi. Væri ekki skynsamlegt að hafa fleiri með í ráðum varðandi þessar reglur, eins og t.d. Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Ökumaður Olæti unglinga í kvik- myndahúsum borgarinnar Opið bréf til Hörpu, Lilju, Hrafnhildar og Hörpu Vegna bréfs frá ykkur stílað til mín í Velvakanda sl. föstudag vil ég segja þetta: Að fara í kvikmyndahús er hin besta skemmtun, kvikmyndasýning- ar eru fjölmargar á hveiju kvöldi hér í borginni og myndirnar margar hveijar góðar og nýjar af nálinni. Sumar hveijar gera þá kröfu til kvik- myndahússgesta að fylgjást verður vel með töluðum texta vegna þess að söguþráðurinn getur verið flókinn og ef um er að ræða sakamálamynd- ir krefst það allrar athygli áhorfan- dans ef skilja á kvikmyndina sér til ánægju. Á bóndadaginn fór ég í Bíó- borgina og sá kvikmyndina Uns sekt er sönnuð (Presumed Innocent) með vinafólki mínu á sýningu kl. 9.00. Af einskærri óheppni settumst við innan um unga krakka sem voru í bíóferð, þar á meðal stúlkumar fjór- ar sem senda mér bréf í Velvakanda á föstudaginn. Þegar á fyrstu mínút- um sýningarinnar var ljóst að kvik- myndin var ekki af þeirri tegund sem þær hafa haldið. Því í stað þess að fylgjast með kvikmyndinni hófu stúlkurnar að ræða saman sín í milli, hlæja, flissa og trufluðu þar með sýninguna fyrir þeim sem næst sátu þeim. Kom .þar að við sáum okkur knúin til að vekja athygli þeirra á að framferði þeirra truflaði okkur hin. Var ég ekki einn um að gera það, fleiri gestir í kring sussuðu á stúlkurnar. I stuttu máli þetta: Þær Harpa, Lilja, Harpa og Hrafnhildur vom öllum þeim sem í kringum þær sátu til ama og leið- inda. Ungir piltar, félagar þeirra, sötruðu bjór og þurftu þar af leið- andi að skreppa til að pissa. Einnig skiptu stúlkurnar um sæti með til- heyrandi hlátrum og flissi. Til þess að vekja athygli þeirra á að við vild- um njóta myndarinnar hnippti ég í þær, hvíslaði til þeirra „að þegja“ og bennti þeim á að sennilega ættu þær að vera heima og leika sér með Barbic dúkkur. Með þessu bréfi vildi ég vekja at- hygli á að bíóferð þessi var því mið- ur misheppnuð vegna þess að ekki var hægt að njóta myndarinnar vegna truflana. Einnig að frásögn stúlknanna er alls ekki rétt og gefur ekki sanna mynd af því sem gerðist og að föstudagssýningar kvikmynda- húsana virðast því miður einkennast af óróa og truflunum unglinga. Stúlkurnar fjórar í Hafnarfirði sem komu til Reykjavíkur vil ég biðja opinberlega afsökunar á að hafa misboðið þeim í Bíóborginni, sérstak- lega vegna. þess að ég er sammála því að unglingum stendur ekki til boða fjölbreytt skemmtan um helgar og því er bíóferð ákjósanleg upplyft- ing. Eftir að Morgunblaðið kom út á föstudag hafa þrír aðilar hringt í mig til þess að hvetja mig til þess að svara þessu bréfi. Það eru bíógest- ir sem voru vitni að þessu atviki. Er það mér hvatning til að skýra örlítið mitt mál. Ólæti unglinga í kvikmyndahúsum er vandamál og má ef til vill rekja það til skorts á aga eða slæglegs uppeldis heima og í skólum. Athuga- semdir við framkomu þeirra á opin- berum stöðum kalla á harkaleg við- brögð eins og bréf stúlknanna sýnir. Starfsmaður Bíóborgarinnar segir að áðurnefnd sýning hafí ekki verið „róleg" ein og stúlkurnar segja, held- ur segist hann hafa átt í fullu fangi með að hafa hemil á unglingum ann- ars staðar í salnum. Og næst þegar þið farið á kvik- myndasýningu Harpa, Hrafnhildur, Li(ja og Harpa í Hafnarfírði - sýnið öðrum gestum tilhlýðilega virðingu með því að sitja í þögn og horfa á kvikmyndatjaldið á meðan á sýningu stendur. Það er reglan. Bjarni Dagur Jónsson ÚTSALA 25% VERÐLÆKKUN fl PEYSUM OG VÆRÐARVOOUM STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN Á VÆRÐARVOÐUM 0G PEYSUM JAFNT FYRIR KONUR 0G KARLA. GILDIR'AÐEINS DAGANA 1.-8. FEBRÚAR. EINNIG TILBOÐ Á POSTULÍNI, GLÖSUM, GJAFA-, STÁL- 0G KOPARVÖRUM 0G MÖRGU FLEIRU ALAFOSSBUÐIN VESTURGÖTU 2, SÍMI: 91- 1 34 04 AUK k627d31-59

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.